Morgunblaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 19
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2008 19 Samherji hf. veitti á dögunum 14 starfsmönn- um fyrirtækisins sérstök hvatningarverðlaun fyrir fullkomna mætingu til vinnu á árinu 2007. Starfsmennirnir fengu hver um sig ferðaávísun að upphæð 100 þúsund krónur en afhending hvatningarverðlaunanna markar lok fyrsta starfsársins í gagngerri heilsuefl- ingu innan fyrirtækisins.    Áhugamenn um stjórnmál geta valið um tvo opna fundi á Akureyri í kvöld; annars vegar verður VG með fund á Bláu könnunni og hins vegar sjálfstæðismenn á Hótel KEA. Báðir fundir hefjast kl. 20. Á KEA hefur Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra framsögu og situr fyrir svörum um heilbrigðismál en á Græna hattinum verða Steingrímur J. Sigfús- son, formaður VG, Þuríður Backman þing- maður og bæjarfulltrúar VG á Akureyri, þar sem til umræðu verður staðan í landsmálum auk ástandsins í höfuðborginni og stöðu bæj- armála á Akureyri.    Samkomur eru á fimmtudögum í Leikhúsinu á Möðruvöllum. Dagskrá kvöldsins ber yfir- skriftina Vasast í öllu, Sveinn í Kálfskinni og það er Sveinn Jónsson sjálfur sem flytur er- indi.    Sorg og sorgarviðbrögð ungmenna verða til umfjöllunar í Safnaðarheimili Akureyr- arkirkju í kvöld kl. 20. Sr. Birgir Ásgeirsson, prestur í Hallgrímskirkju og sjúkra- húsprestur til margra ára, heldur fyrirlestur. Meðal þess sem sr. Birgir mun taka fyrir er hvernig ýmis áföll og önnur tilefni valda dep- urð og sorgarviðbrögðum hjá ungmennum og hvernig ástvinir og aðrir nákomnir geta brugðist við og orðið til hjálpar. Fyrirlest- urinn er öllum opinn.    Ungversk ljóðlist verður í brennidepli í Akur- eyrarAkademíunni í dag frá kl. 17. Þórarinn Torfason bókmenntafræðingur flytur þá fyrirlestur. Aðgangur er ókeypis.    Héðinn Ingimarsson úr Lundarskóla og Sig- rún R. Brynjólfsdóttir úr Glerárskóla eru vinningahafar þessa svæðis í eldvarnarget- raun Landssambands slökkviliðs og sjúkra- flutningamanna. Getraunin var lögð fyrir alla þriðju bekki í landinu í framhaldi af heimsókn slökkviliðsmanna í skólana í lok nóvember og byrjun desember sl. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á slökkvistöðinni á Ak- ureyri í vikunni. Í sjúkrabílnum Héðinn Ingimarsson og Sig- rún R. Brynjólfsdóttir fengu að prófa hlust- unarpípuna og heyra hjartsláttinn í Magnúsi Smára Smárasyni slökkviliðsmanni. AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Árvakur/Skapti VÍSNAHORNIÐ Af Villa og glerhúsi pebl@mbl.is Sigurði Jónssyni tannlækni flaugþessi litla vísa í hug á göngu sinni í gærmorgun: Æ, mér finnst það svona og svona, samt er rétt að geta þess, að sjálfur hef ég verið að vona að Villi myndi segja bless. Bryndís H. Bjartmarsdóttir yrkir af sama tilefni: Úr glerhúsi er ei gott að kasta grjóti á aðra menn. Því ætla ég Villa ekki að lasta en óska hann vitkist senn. Og Bryndís yrkir um tíðarfarið: Napur geisar norðanvindur, nú er hvítur sérhver tindur, sólin föla birtu ber. Á hugann sækir leiði og leti, langar mest að kúra í fleti þar til röðull rísa fer. Sigurður Atlason yrkir: Varlega ég geng um grund gái þar að fé um stund til minnar jarðar yrki óð öll hún fær mín bestu ljóð. Barselóna í vorblóma Express-ferðir bjóða upp á ferð til Barselóna dagana 11.-14. apríl undir far- arstjórn Halldórs Stefánssonar gít- arleikara sem hefur búið í borg- inni í mörg ár. Halldór mun fara fyr- ir skoðunarferðum um borgina og m.a. kynna Eixample-hverfið, verk meistara Gaudí, ólympíusvæðið og Montjuic-hæðina. Hann mun auk þess fara með farþegum út að borða á valinn veitingastað og jafnvel grípa í gítarinn á góðum stundum. Provence í sælkeratakti Gönguklúbbur ferðaskrifstof- unnar Úrvals-Útsýnar, Gönguhrólf- ur, býður upp á sælkeragönguferð til Province í Frakklandi dagana 25. apríl-2. maí. Héraðið, sem er syðst í Frakklandi, er rómað fyrir náttúru- fegurð, frjósemi og matargerð og þar er líka fjöldi þekktra gönguleiða. Gist verður í Aix en Provence og far- ið þaðan í gönguferðir og könnunar- leiðangra á vínbúgarða, á markaði, í olíumyllu og fleira. Fararstjóri er Isabelle de Bisschop. vítt og breitt Íþróttadeild Úrvals-Útsýnar Sími: 585 4000 Netfang: tonsport@uu.is. Vefsíða: www.uu.is/ithrottir/ gonguferdir/provence-saelkera- taktur/ www.expressferdir.is Stórhöfði 31 • 110 Reykjavík www.stafir.is Í þúsundum króna 31.12.2007 Br. milli ára Verðbréf m. breytilegum tekjum 37.590.294 13% Verðbréf m. föstum tekjum 30.731.651 -1% Veðlán 11.257.337 19% Kröfur 423.909 20% Sjóður og bankainnistæður 2.274.852 170% Fasteignir og aðrar eignir 266.132 103% Skuldir -392.635 16% Hrein eign sameignardeild 78.664.225 10% Hrein eign séreignardeild 3.487.315 10% Samtals hrein eign 82.151.541 10% Stafir 2007– ár hagræðingar Ársfundur 2008 Ársfundur Stafa verður haldinn fimmtudaginn 22. maí 2008 kl. 14:00 á Grand Hótel Reykjavík. Dagskrá fundarins auglýst síðar. Í þúsundum króna 31.12.2007 Br. milli ára Iðgjöld 4.012.304 19% Lífeyrir -1.735.170 19% Fjárfestingartekjur 5.317.614 -50% Fjárfestingagjöld -68.885 -30% Rekstrarkostnaður -84.534 -30% Hækkun á hreinni eign á árinu 7.441.327 -40% Hrein eign frá fyrra ári 74.710.233 20% Hrein eign til greiðslu lífeyris 82.151.541 10% Efnahagsreikningur í árslok Yfirlit um breytingar á hreinni eign Í þúsundum króna 2007 Eignir umfram áfallnar skuldbindingar 3.743 Í hlutfalli af áföllnum skuldbindingum 4,9% Eignir umfram heildarskuldbindingar 3.945 Í hlutfalli af heildarskuldbindingum 2,9% Lífeyrisskuldbindingar 2007 Nafnávöxtun 6,8% Hrein raunávöxtun 0,9% Meðaltal hreinnar raunávöxtunar sl. 5 ár 9,1% Meðaltal hreinnar raunávöxtunar sl. 10 ár 6,1% Nafnávöxtun séreignarleiðar 1 12,6% Nafnávöxtun séreignarleiðar 2 11,7% Nafnávöxtun séreignarleiðar 3 7,1% Nafnávöxtun séreignarleiðar 4 2,3% Nafnávöxtun séreignarleiðar 5 6,8% Eignir í íslenskum krónum 76,8% Eignir í erlendum gjaldmiðlum 23,2% Fjöldi greiðandi sjóðfélaga 10.041 Fjöldi lífeyrisþega 3.593 Rekstrarkostnaður í % af eignum 0,1% Lífeyrir í % af iðgjöldum 43,2% Kennitölur Vel heppnaðri sameiningu lokið Stjórn Stafa lífeyrissjóðs Haraldur H. Jónsson, formaður Guðsteinn Einarsson, varaformaður Arnbjörn Óskarsson Erna Hauksdóttir Níels S. Olgeirsson Sigurður Sigfússon Framkvæmdastjóri Ólafur Sigurðsson Árið 2007 einkenndist af hagræðingu hjá Stöfum lífeyrissjóði. Við sameiningu tveggja sjóða er í mörg horn að líta en óhætt er að segja að vel hafi tekist til. Kostnaður lækkar um 30% á milli ára Rekstrarkostnaður í hlutfalli af eignum var 0,10%. Rekstrarkostnaður í hlutfalli af iðgjöldum var 2,11%. Tryggingafræðileg staða sterk Eignir umfram áfallnar skuldbindingar voru 3.743 milljónir eða 4,9%. Eignir umfram heildar skuldbindingar voru 3.945 milljónir eða 2,9%. Réttindaávinnsla sjóðsins er á meðal þess besta sem býðst. Sterk staða þrátt fyrir mótbyr á mörkuðum Nafnávöxtun var 6,8% sem jafngildir 0,9% raunávöxtun. Meðaltal nafnávöxtunar síðastliðin 5 ár var 13,8%. Meðaltal raunávöxtunar síðastliðin 5 ár var 9,1%. 0,30% 0,25% 0,20% 0,15% 0,10% 0,05% 0,00% 0,35% 0,40% Kostnaður sem hlutfall af eignum FjárfestingagjöldRekstur og skrifstofukostnaður 2003 2004 2005 20072006 0,38% 0,30% 0,31% 0,24% 0,18% 0,10% 0,08% N æ st

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.