Morgunblaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. VIÐBRÖGÐ VIÐ LÁNSFJÁRKREPPU Íræðu sinni á Viðskiptaþingi í gærvék Geir H. Haarde forsætisráð-herra að því ótrygga ástandi, sem nú ríkir á alþjóðlegum fjármála- mörkuðum og hugsanlegum áhrifum þess ástands hér á landi og sagði: „Sem fyrr segir sýnir nýlegt áhættumat Fjármálaeftirlitsins glögglega, að allir íslenzku bankarnir standa traustum fótum og eiga að standast verulega versnandi ytri að- stæður án þess, að eigið fé þeirra fari niður fyrir eðlileg öryggismörk. Engu að síður telur ríkisstjórnin eðli- legt að vera í viðbragðsstöðu og und- irbúa ráðstafanir í því skyni að draga úr neikvæðum afleiðingum hugsan- legrar lánsfjárkreppu á alþjóðamörk- uðum. Eðlilegt er að vinna að slíku í góðu samstarfi við aðila á markaðn- um. Hefur ríkisstjórnin í því skyni boðað aðila á fjármálamarkaði til fundar á morgun (þ.e. í dag, innskot Mbl.) til að leggja á ráðin um þessi mál.“ Þessu mikilvæga frumkvæði ríkis- stjórnarinnar ber að fagna. Það er þýðingarmikið að hin pólitíska for- ysta og forsvarsmenn fjármálafyrir- tækja beri saman bækur sínar í tíma en bíði ekki þar til í óefni er komið. Að lögð verði á ráðin um viðbrögð, ef allt fer á versta veg. Þótt hlutabréfa- markaðir fari upp og niður frá degi til dags, bæði hér og annars staðar, er fátt sem bendir til þess að betri tíð sé í vændum úti í hinum stóra heimi. Þvert á móti bendir flest til þess að fjármálakreppan sé að dýpka og breikka. Ný vandamál koma upp. Um þessi mál hefur lítið verið fjallað á hinum pólitíska vettvangi. Hin alþjóðlega fjármálakreppa hefur nánast ekki verið til umræðu á Al- þingi. Hvað veldur? Fylgjast þing- menn ekki með því, sem er að gerast í öðrum löndum? Átta þeir sig ekki á því samhengi, sem orðið er til á milli alþjóðlegra fjármálamarkaða og heimamarkaðarins hér? Nú hefur forsætisráðherra hins vegar ákveðið að kalla fulltrúa fjár- málafyrirtækjanna saman til þess að hafa samráð við þá um hugsanleg við- brögð. Það er stórt fyrsta skref og væntanlega verður því fylgt eftir með því að komið verði á fót reglulegum skoðanaskiptum og upplýsingamiðl- un á milli fjármálamarkaðarins hér og íslenzkra stjórnvalda. Horfurnar eru alvarlegri en svo að hægt sé að láta sem ekkert sé. MARGT SMÁTT GERIR EITT STÓRT Umræða um gríðarlega fjölgundýrra bíla og lúxuxjeppa á land- inu fer sívaxandi og vekur ýmsar spurningar. Hana er þó nauðsynlegt að setja í samhengi, því bílaeign lands- manna, skipulagsmál, umhverfismál, almenningssamgöngur og umferðar- menning eru allt málefni sem tengjast innbyrðis í okkar daglega lífi. Brýnast er að bregðast strax við skipulagsvandanum þar sem á því sviði er unnið til svo langs tíma í einu. Bútasaumsskipulag á höfuðborgar- svæðinu verður að lúta í lægra haldi fyrir heildarsýn hvað umferðarmann- virki varðar. Við vinnslu deiliskipu- lags nýrra hverfa á höfuðborgarsvæð- inu verður strax í upphafi að taka inn í myndina samgöngur í og úr hverfum – og þá einnig hvernig samgönguæðarn- ar hafa áhrif á nærliggjandi hverfi eða sveitarfélög til að koma í veg fyrir við- varandi umferðarteppur. Umhverfismálin eru ekki einkamál þeirra sem með vali sínu á bifreiðum menga mest. Þegar mengunin hefur átt sér stað er kostnaður vegna henn- ar á ábyrgð samfélagsins sem heildar. Því er tímabært að yfirvöld hugi að því hvernig hægt er að láta ökumenn bera fjárhagslega ábyrgð í réttu hlutfalli við þá mengun sem þeir valda, svo sem með útblæstri, svifryki og álagi á vegakerfið. Engin ástæða er til þess að allur almenningur standi undir samfélagslegum kostnaði við lífsstíl tiltekinna samborgara sinna. Hin al- menna jeppaeign á Íslandi sýnir að jeppar eru stöðutákn umfram það að vera nauðsyn. Sú ábyrgð sem felst í því að keyra stóran og neyslufrekan bíl í stað venjulegs fólksbíls á milli staða í borg þar sem götur eru mest- megnis greiðar er tilfinnanleg með til- liti til umhverfissjónarmiða. Það er því sanngirnismál að þeir sem aka um á minna mengandi farkostum njóti þess er þeir velja tillitssamari leið gagn- vart umhverfinu. Jafnframt má spyrja hvort stórir, breyttir jeppar eigi er- indi í borgarumferðinni vegna hætt- unnar, sem þeim, sem eru á minni bíl- um, stafar af þeim, auk þess, sem þeir eru einfaldlega of plássfrekir til að réttlætanlegt sé að aka þeim um þröngar götur og leggja í almenn bíla- stæði þótt þeir geri sitt gagn á jöklum. Almenningssamgöngur og önnur samgönguúrræði sem yfirvöld bera ábyrgð á verða sífellt mikilvægari málaflokkur. Þrátt fyrir mikla um- ræðu um Strætó á undanförnum árum hefur lítið þokast í rétta átt hvað nýt- ingu á vögnunum varðar. Það að bjóða námsfólki ókeypis í strætó er auðvitað skref í rétta átt, en leiðarkerfið verður að vera miklum mun skilvirkara til að þorri manna leggi einkabílnum. Yfirvöld ættu að íhuga að kynna til sögunnar nýjungar sem eru að ryðja sér til rúms erlendis, svo sem ókeypis aðgang að reiðhjólum í miðborginni þann hluta ársins sem veðrið býður upp á það. Slíkt myndi án efa hvetja fólk til að skoða fleiri kosti en einkabíl- inn til að komast á milli staða og auð- velda nauðsynlega hugarfarsbreyt- ingu gagnvart umhverfisvænum sam- gönguúrræðum. Með öðrum orðum þarf að ráðast að vandanum sem staf- ar af bílum og bílaumferð úr mörgum áttum; margt smátt gerir eitt stórt. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is Þ essi þjónusta hefur breytt miklu fyrir mig og foreldra mína,“ segir Ragnar Bjarnason, 32 ára, sem er annar tveggja einstaklinga sem hafa frá því í febrúar á síðasta ári fengið öndunarvélaþjónustu í heimahúsi í tengslum við tilraunaverkefni fé- lagsmála- og heilbrigðisráðuneyt- isins. Ragnari býðst þjónustan allan sólarhringinn en nýtir hana enn sem komið er aðallega yfir daginn nema undir sérstökum kringumstæðum. Þá nýtur hann einnig þjónustu heimahjúkrunar brot úr degi, t.d. við að komast í og úr rúminu á kvöldin og morgnana. „Þetta er gríðarlegur munur og minna stress,“ segir móðir hans, Ragna Marinósdóttir, um önd- unarvélaþjónustuna. Ragna, sem er framkvæmdastjóri Umhyggju, fé- lags til stuðnings langveikum börn- um, hafði áður unnið nær eingöngu heima þar sem ekki er óhætt að skilja Ragnar einan eftir vegna önd- unarvélarinnar. Nú fer hún á skrif- stofuna að sinna sínum störfum. „Þetta veitir okkur öllum aukið val og svigrúm, við fáum þessa þjón- ustu hingað heim, hún er sveigj- anleg, sem gefur okkur foreldr- unum einnig aukið frelsi,“ segir faðir Ragnars, Bjarni Ragnarsson. Foreldrarnir brugðu sér m.a. til út- landa á síðasta ári og fékk þá Ragn- ar sólarhringsþjónustu á meðan. „Þetta einfaldar allt til muna,“ segir Ragna. Ákveðið skipulag á þjónust- unni er haft að leiðarljósi til lengri tíma en innan þess ramma er boðið upp á mikinn sveigjanleika. Í hjólastól níu ára gamall Ragnar þjáist af vöðvarýrn- unarsjúkdómnum DMD. Þegar hann var aðeins tveggja ára fóru fyrstu einkennin að láta á sér kræla en þar sem sjúkdómurinn er mjög sjaldgæfur og var lítið þekktur á þeim tíma var hann ekki greindur fyrr en nokkrum árum síðar. DMD leggst á alla vöðva líkamans, fyrst á helstu vöðva, t.d. í fótum og hönd- um. Sjúkdómurinn erfist frá móður til sonar. Bróðir Ragnars, Sævar, lést úr sjúkdómnum árið 1993, þrettán ára að aldri. Ragna vissi ekki að hún væri arfberi enda hafði sjúkdómurinn ekki áður komið upp í hennar fjölskyldu. Nú hefur hins vegar komið í ljós að systur Rögnu eru einnig arfberar sem og dóttir hennar og systurdætur. Sjúkdómurinn ágerist með aldr- inum og hefur Ragnar verið í hjóla- stól frá níu ára aldri og þurft á önd- unarvél að halda frá því hann var tvítugur. Þá hafði hann lokið stúd- entsprófi af náttúrufræðibraut frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og hafið nám í efnafræði við Háskóla Íslands. Hann lauk ekki því námi. „Þetta var orðið ansi erfitt fyrir mig,“ segir Ragnar og vís aðgengis að skólastofum ingum háskólans. „Skólin dreifður og það var orðið fara á milli. Þetta var orð að ég varð að velja námsk aðgengi og gat því ekki só námskeið sem ég hafði m áhuga á. Að lokum ákvað hætta.“ „Þjónustan hefur b fyrir mig og foreldr Samrýnd Ragnar Bjarnason heima á Seltjarnarnesi ásamt forel Ragnarssyni. Á hjólastól Ragnars er öndunarvél sem gengur fy SJÚKDÓMURINN DMD (Duchenne muscular dystrophy) er svo eingena erfðasjúkdómur vegna breytinga í geni sem býr til pró nefnist dystrófín. Einstaklingar með DMD-sjúkdóm geta ekki b legt dystrófín-prótein í vöðvafrumum og leiðir það til alvarlegs sjúkdóms. Erfðamáti hans er kynbundinn og tengdur X-litning að sjúkdómurinn kemur nær eingöngu fram í drengjum. Engin virk meðferð er til við þessum sjúkdómi og því er miki því að meðhöndla hann með genalækningum. Er ýmiss konar þ arvinna í gangi á því sviði en tilraunir með genalækningar eru veg komnar. Vísindavefur H Erfðasjúkdómurinn DM TVEIR einstaklingar, sem vegna slysa eða sjúkdóma þurfa á öndunarvél að halda, taka nú þátt í tilraunaverkefni til tveggja ára sem gerir þeim kleift að fara ferða sinna með hjálp aðstoðarmanna í stað þess að vera bundnir við öndunarvél á sjúkrastofnunum. Tveir einstaklingar til viðbótar bætast í hóp- inn á næstunni og vonir standa til að sá fimmti fái þjónustuna áður en árið er úti. Er það í samræmi við áætlanir sem gerðu ráð fyrir 4-6 þátttakendum. Öndunarvélaþjónusta í heimahúsum krefst þess að aðstoðarmenn fylgi þeim sem nýta hana allan sólarhringinn, hvort sem það eru aðstandendur eða hjúkrunarfólk og einnig að þeim standi til boða færanlegar öndunarvélar. Sumir þurfa á aðstoð önd- unarvélar að halda allan sólarhringinn en aðrir sjaldnar, t.d. aðeins á nóttunni. Til verkefnisins eru veittar 82 milljónir kr. í fjárlögum í ár, en það hófst í fyrra. Það er unnið í samstarfi félagsmála- og heilbrigð- isráðuneytis. Um mitt ár verður gerð úttekt á árangri verkefnisins en Þór Þórarinsson, skrifstofu- stjóri hjá félagsmálaráðuneytinu, hefur trú á að reynslan verði góð, þeir sem þegar nýti þjónustuna séu ánægðir. Geti búið lengur heima hjá sér „Markmiðið með þjónustunni er að fólk geti búið heima hjá sér og fái þar þá þjón- ustu Ha fólkið ustun þýðir verul Snýst um að auka l  Líklegt að fimm manns fái öndunarvélaþjónustu í hei  Tilraunaverkefni til tveggja ára sem eykur ferðafrels Í H » síð ön » Öndunarvélaþjónusta í heimahúsum er tilraunaverkefni sem hefur ge veitir okkur aukið frelsi,“ segja foreldrarnir. Og Ragnar tekur í sama sem kallast DMD, hefur af þeim sökum verið í hjólastól frá níu ára ald

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.