Morgunblaðið - 14.02.2008, Side 25

Morgunblaðið - 14.02.2008, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2008 25 GREINARHÖFUNDUR býr nú ásamt eiginkonu sinni í Garðabæ. Greinarhöfundur er fæddur og upp- alinn 1 km frá Laufáskirkju og man því sögu margra Laufáspresta, emb- ættisskipti þeirra og búflutninga frá Lauf- ási síðustu 52 árin. Fyrsti endurminn- ingadagur í lífi grein- arhöfundar sem þá var þriggja ára var þegar hann var stadd- ur á miðju Laufást- úninu í Laufási. Það var kveðjustund. Faðir greinarhöf- undar var þar staddur með séra Þorvarði til að ganga frá lausum endum varðandi bújörðina Laufás þar sem séra Þorvarður vegna heilsubrests var að láta af störfum í Laufási og flytja búferlum með fjöl- skyldu sína til Reykjavíkur. Greinarhöfundur upplifði síðar svipaðar tilfinningaþrungnar kveðjustundir þegar séra Birgir Snæbjörnsson, séra Jón Bjarman og fjölskylda, séra Bolli Gústavsson og fjölskylda brugðu búi og fluttu búferlum af mismunandi ástæðum frá prestsetrinu í Laufási. Séra Jón Bjarman, séra Bolli Gústavsson og séra Pétur Þór- arinsson voru allir afleysingakenn- arar greinarhöfundar á uppvaxt- arárum hans við grunnskólann á Grenivík. Ekki þarf að fjölyrða um það hér í grein þessari að með öllum of- antöldum prestum í Laufási og greinarhöfundi mynduðust mikil og persónuleg tengsl í gegnum tíðina. Í Laufássókn á framangreindu 52 ára tímabili sátu í sóknarnefnd Lauf- ássóknar þar til kjörnir fulltrúar sem flestir voru bændur. Ekki þarf að fjölyrða um það í grein þessari að sóknarnefnd- arfulltrúar þessir lentu oft og tíðum í kröppum dansi við úrlausn mála þegar upp komu ágreiningsmál varðandi störf sitjandi presta í Laufási og eða þegar sitjandi sóknarprestar ákváðu sjálfir að láta af störfum sem sókn- arprestar í Laufási. Að auki þurftu sókn- arnefndarfulltrúar þessir að hafa fullt samráð við sókn- arnefndarfulltrúa Grenivíkur- og Sval- barðssókna þar sem sitjandi sókn- arprestur í Laufási hafði þessar 3 sóknir til að sinna í störfum sínum. Að sjálfsögðu hafa myndast í gegnum tíðina mikil og persónuleg tengsl með öllum ofannefndum prestum í Laufási og öllum sókn- arnefndarfulltrúum Laufás-, Greni- víkur- og Svalbarðssóknar. Eins og gengur í mannanna sam- félagi koma oft upp ágreiningsmál. Það sama á að sjálfsögðu við um sóknarpresta í Laufás-, Grenivíkur- og Svalbarðssóknum. Oft og tíðum og eðli mála samkvæmt tengdust sitjandi sóknarprestar oft skóla- nefnd Grenivíkurskóla. Í öllu framannefndu söguferli og án undartekninga leystu sitjandi forráðamenn, formenn og sókn- arnefndarmenn allra ofannefndra sókna öll ágreiningsmál sem upp komu með viðeigandi og einum hætti, það er að segja að tryggja starfandi sóknarprest í sóknum Laufáss, Grenivíkur og Svalbarðs. Aldrei í sögunni hafa forráðamenn og sóknarnefndarfulltrúar Laufás-, Grenivíkur- og Svalbarðssókna fjallað sérstaklega um fjöl- skylduaðstæður fráfarandi prests- fjölskyldu. Án undantekninga fram- kvæmdu sitjandi forráðamenn, formenn og sóknarnefndarmenn prestaskipti í Laufási á einn eftirfar- andi veg. Sóknarprestur og fjöl- skylda hans fer og nýr sókn- arprestur og fjölskylda hans kemur. Greinarhöfundur þekkir alla sóknarnefndarfulltrúa sem setið hafa í Laufássókn sl. 52 ár. Flestir voru þeir eða eru bændur. Allir eiga þeir eitt sameiginlegt! Þeir fylgdu sinni bestu sannfæringu í störfum sínum í allri úrlausn mála í Laufássókn. Þeir létu tilfinn- ingasemi og persónuleg tengsl sín við sitjandi sóknarpresta og fjöl- skyldur þeirra aldrei bera sig of- urliði við og í ákvarðanatökunni við að tryggja starfandi sóknarprest í Laufási. Þetta voru hetjur sem þorðu að stjórna og taka farsælar ákvarðanir til lengri tíma litið án þess að missa dómgreind undir samfélagspressu og í tímabundinni skammtíma-tilfinningasemi. Nú er séra Pétur Þórarinsson all- ur. Greinarhöfundur vill nota þetta tækifæri til að þakka honum og þeim prestum sem setið hafa í Laufási sl. 52 ár fyrir kennslu þeirra, hjálp og uppbyggingarstörf í gegn um tíðina fyrir greinarhöfund, fjölskyldur hans og vini. Nú þegar þarf nýjan sókn- arprest á jörðina Laufás. Það eru yfirgnæfandi líkur á því í nútímasamfélagi að fjölskylduaðili með maka og börn sé sá sókn- arprestur sem næst verður kjörinn til búsetu á jörðina Laufás og til að þjóna þaðan sóknunum 5 sam- kvæmt núverandi fyrirkomulagi. Ekkert getur breytt því nema eft- irfarandi: Fjölmiðlasagan að undanförnu segir núverandi embættisstjórn- unarhætti við jörðina Laufás of lina. Seinagangur er einungis til að valda úlfúð og tefja komandi nýjan prest til ábúðar á jörðina Laufási. Töfum þarf tafarlaust að linna! Komið er að framkvæmd. Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps eða hluti hennar er hugarfarslega ekki langt frá tilfinningasemi, rang- hugmyndum og dómgreindarskorti í fjölmiðlaumfjöllun sinni að und- anförnu í núverandi málefnastöðu prestsetursjarðarinnar Laufáss. Að sjálfsögðu er það ómeðvitaður hluti sorgarferils nefndra sem ekki má blinda eða binda viðeigandi kirkj- unnar embættismenn til tafarlausra framkvæmda. Prestsetrið Laufás í Eyjafirði Freygarður E. Jóhannsson fjallar um prestsetrið Laufás í Eyjafirði og þá sem þar hafa búið Freygarður E. Jóhannesson » Það verða forseta- skipti á Bessastöð- um eftir u.þ.b. 4 ár. Á fjölskylda fráfarandi forseta þá að sitja þar áfram til að raska ekki fjölskylduhögum? Höfundur er framkvæmdastjóri Fashion Group ehf. F í t o n / S Í A www.ss.is Endalausir möguleikar! Fáðu þér SS skinku á 20% afslætti í næstu verslunarferð, leyfðu hugmyndafluginu að njóta sín .... brauðterta, samloka, heitur brauðréttur, salat… …og nú þú! 20% afsláttur 14. – 21. FEBRÚAR Í HAFNARHÚSINU VATNSMÝRI 102 REYKJAVÍK NIÐURSTÖÐUR ÚR HUGMYNDA- SAMKEPPNI UM VATNSMÝRI Dagskrá yfir sýningardagana 14. febrúar – fimmtudagur kl 20 Viðburður: Opið „uppboð” á lóðum í Vatns- mýri með hliðsjón af vinningstillögu úr sam- keppninni. Umsjón Guja Dögg Hauksdóttir deildarstjóri byggingarlistardeildar og sýningarstjóri. 15. febrúar – föstudagur kl 16 Kynning og pallborð: Verðlaunahafar kynna tillögur sínar og dómnefnd gerir grein fyrir niðurstöðum sínum og í kjölfarið verða opnar pallborðsumræður um framtíðarsýn og skipu- lag borgar í Vatnsmýrinni. 16. febrúar – laugardagur kl 14 Leiðsögn: Guja Dögg Hauksdóttir deildar- stjóri byggingarlistardeildar og sýningar- stjóri annast leiðsögn um sýninguna. 17. febrúar – sunnudagur kl 14 Leiðsögn: Steve Christer arkitekt og dóm- nefndarmaður annast leiðsögn um sýninguna. 21. febrúar – fimmtudagur kl 17 Fyrirlestur: Massimo Santanicchia arkitekt fjallar um fagurfræði og tíðaranda í skipulagi borga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.