Morgunblaðið - 14.02.2008, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 14.02.2008, Qupperneq 26
26 FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞEGAR nú öll spjót standa á Vil- hjálmi Þ. Vilhjálmssyni í Reykjavík vegna REI-málsins og svikunum í Orkuveitu Reykjavíkur er hollt að rifja upp hverjir eru hinir raunverulegu sökudólgar í því máli. Það eru ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, þeir Geir H. Haarde og Árni Mathiesen, sem ákváðu að selja hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja og voru ekkert að leyna áform- um sínum því opinber- um aðilum var fyrir fram meinað að bjóða í hlutinn. Þar með voru hjólin sett af stað á einkavæðingarvagn- inum sem átti fyrst að ná til Hita- veitu Suðurnesja, síðan til Orku- veitu Reykjavíkur og þá Landsvirkjunar. Mörgum finnst nú sem Vilhjálmur hafi verið eins og viljugt peð í hönd- um Geirs Haarde, Árna Mathiesen og nánustu félaga. Geir Haarde á því erfitt með að skipa Vilhjálmi að taka pokann sinn. Gerði Vilhjálmur Þ. nokkuð annað en fyrir hann var lagt? „Nú vildu allir Lilju kveðið hafa“ Það er hollt að velta fyrir sér hvernig Orkuveita Reykjavíkur væri nú sett ef ekki hefði komið til vaskleg barátta Svandísar og félaga í Reykjavík, dyggilega studd af VG-félögum á Akranesi og í Borg- arbyggð, meðeig- endum í veitunni. Bak við luktar dyr voru örfáir ein- staklingar að hirða og skipta á milli sín tugum milljarða króna af eig- um almennings. Þótt menn vilji nú kalla það slys og klúð- ur og bera við minnisleysi þá var hinn einbeitti brotavilji augljós og gjörningurinn hlaut velþóknun stjórnmálamanna á æðstu stöðum. Það var hinsvegar fulltrúi Vinstri grænna í borgarstjórn, Svandís Svavarsdóttir, sem ein sagði stopp. Og það var ekki aðeins ránið á Orkuveitu Reykjavíkur sem var stöðvað heldur einnig einkavæðing- aráform Geirs Haarde og Árna Mat- hiesen á orkuauðlindum lands- manna. Það kemur því ekki á óvart að vissrar afbrýðisemi gæti gagn- vart Svandísi svo sem hjá félögum hennar í öðrum flokkum er ekki uggðu að sér. Ber enginn ábyrgð? Svandís hefur leitt af einurð og festu afhjúpun á þeirri svikamyllu sem sett var í gang til að komast yfir eignir Orkuveitu Reykjavíkur. Þótt ákall um fyrirgefningu og loforð um að gera þetta aldrei aftur hljómi vel verður að hafa í huga að er hér um að ræða eina stærstu aðför síðari tíma að hagsmunum almennings. Þess vegna þarf nú að fylgja því eftir að hlutaðeigandi stjórn- málamenn, embættismenn og ein- staklingar sæti ábyrgð gjörða sinna. Sigur Svandísar Svavarsdóttur Jón Bjarnason skrifar um REI-málið » Það var hinsvegar fulltrúi Vinstri grænna í borgarstjórn, Svandís Svavarsdóttir, sem ein sagði stopp. Jón Bjarnason Höfundur er þingmaður. ÞAÐ er sama hvern maður spyr þessa dagana, enginn skilur hvað er í gangi. Allir bíða eftir því að oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, Vil- hjálmur Þ. Vilhjálms- son, átti sig á stöðu mála og segi af sér, en ekkert gerist. Með hverju viðtalinu sem hann veitir veikist staða hans. Málið er hætt að snúast ein- ungis um REI-málið og trúverðugleika oddvit- ans. Trúverðugleiki flokksforystunnar og flokksins alls fer minnkandi. Vilhjálmur hefur margoft sagt að hann sé bara mannlegur og geti gert mistök. Það er alveg rétt. Það gera allir mistök. Það er hins vegar stundum þannig að mistökin sjálf eru ekki aðal- málið, heldur einmitt það hvernig menn vinna úr þeim. Kjós- endur geta nefnilega fyrirgefið stjórnmálamönnum mistök en þeir eiga hins vegar erfiðara með að fyr- irgefa þeim ósannindi. Vilhjálmur komst svo að orði á blaðamannafundinum í Valhöll á mánudaginn að honum þætti ákaf- lega leiðinlegt að hafa ,,lent“ í þessu máli. Þetta er athyglisvert orðaval í ljósi þess að oddvitinn kom sér af sjálfsdáðum í þessi vandræði. Fyrst með því að hafa ekki samráð við sam- starfsmenn sína vegna sameiningar REI og Geysir Green Energy, síðan með því að vilja ekki kannast við minnisblaðið sem kvað á um forgangsrétt REI að verkefnum Orkuveitu Reykjavíkur erlendis, og síðast með því að vísa í álit borgarlögmanns sem reyndist síðan vera fyrrverandi borg- arlögmaður, Hjörleifur B. Kvaran, núverandi forstjóri OR. Álit Hjör- leifs um umboð Vil- hjálms hefur enga þýð- ingu. Það, að hann sé forstjóri OR, hafi haft beinna fjárhagslegra hagsmuna að gæta í málinu og sitji ásamt Guðmundi Þóroddssyni í sömu súpunni og Vil- hjálmur, gerir hann augljóslega vanhæfan til að gefa álit sem hægt er að taka mark á. Það kemur betur í ljós með hverjum deginum að viðbrögð borg- arfulltrúanna sex voru hárrétt á sínum tíma. Þau stóðu sann- arlega vörð um hagsmuni almennings þegar þeim varð ljóst hvað var í bí- gerð. Ásakanir í þeirra garð um að hafa svikið oddvita sinn eru því ómak- legar. Það er löngu orðið tímabært að binda enda á þessa vandræðalegu at- burðarás. Formaður flokksins sendi Vilhjálmi ákveðin skilaboð þegar hann lét þau orð falla í október að enginn einn maður væri svo mik- ilvægur að flokkurinn sjálfur væri ekki mikilvægari. Það átti greinilega að leyfa Vilhjálmi að yfirgefa sviðið að ,,eigin frumkvæði“ og með reisn. Vilhjálmur tók þetta þó ekki sér- staklega til sín og sat sem fastast. Nú er svo komið að staðan hefur ekki batnað – þvert á móti hefur hún versnað til muna. Vilhjálmur hefur nú endanlega gert út af við pólitískan feril sinn og málið er farið að skaða flokkinn. Það ætti ekki að dyljast nokkrum manni hver pólitísk staða oddvitans er – borgarfulltrúarnir lýsa yfir stuðningi við hann með semingi og formaður flokksins vill ekki taka af skarið um hvort hann styðji oddvit- ann í borgarstjórastólinn. Meðal óbreyttra kjósenda kraumar óánægj- an. Það er því með ólíkindum að Vil- hjálmur skuli ekki víkja. Það vekur ekki minni athygli að flokksforystan skuli ekki skerast í leikinn og kveða fastar að orði. Það kann að vera rétt að enginn geti tekið ákvörðun fyrir Vilhjálm um að segja af sér. Það, að ákvörðunin hvíli á hans herðum, þýð- ir hins vegar ekki að forystan geti ekki sagt sína skoðun. Forysta Sjálfstæðisflokksins á að grípa strax í taumana. Það þjónar hvorki hagsmunum flokksins né borgarinnar að draga þetta mál frek- ar á langinn. Séu menn í vafa um hver eigi að taka við, liggur beinast við að sá borgarfulltrúi sem situr í öðru sæti listans taki við keflinu fram að kosn- ingum. Það myndi svo ráðast í næsta prófkjöri hver nyti mests trausts til að leiða flokkinn í næstu borg- arstjórnarkosningum. Raunir í Reykjavík Benedikt Einarsson skrifar um borgarstjórnarmál Einar Benediktsson » Það kemur betur í ljós með hverjum deginum að við- brögð borg- arfulltrúanna sex voru hárrétt á sínum tíma. Höfundur er varaformaður hverf- afélags Sjálfstæðisflokksins í Aust- urbæ-Norðurmýri. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Aðgát skal höfð … Mánudaginn 11. febrúar var haldið áfram með sveitakeppni í Borgar- firði. Kópakallinn er óstöðvandi og tók 42 stig og tryggir stöðu sína á toppnum. Fræbúðingarnir voru reyndar ekki langt undan þetta kvöld og skoruðu 41 stig. Undirritaður átti seinni leik gegn parasveitinni og tók sér sæti á borði með Rúnari og Dóru. Rúnar var heltekinn af pólitík fyrstu þrjú spilin hvar hann í öllum tilvikum var sagnhafi. Hann hafði að meðaltali fengið 5 slagi í spili og þá leyfðum við makker okkur að brosa upphátt og bjuggumst við góðu skori. En menn skyldu varast að gera grín að Rúnari í almannahljóði því eftir þetta sneri hann leiknum rækilega sér í hag og skildi okkur eftir með hreint NÚLL þannig að aðgát skal höfð … Eftir þrjú kvöld er staðan þessi: Kópakallinn (Eyjólfur, Jóhann, Egill og Bjarni) 125 Fjölnir Jónsson (Fjölnir, Kolla, Anna og Kristján) 110 Parasveitin (Rúnar, Dóra, Davíð og Sigríður) 108 Bridshátíð hafin Í dag hefst Bridshátíð af fullum þunga. Eftir hádegi verða spilaðir landsleikir milli tveggja norskra sveita, Bandaríkjamanna og Íslend- inga og hefjast leikirnir kl. 13. Í kvöld hefst svo aðaltvímenningur hátíðarinnar með þátttöku 132 sveita. Hefst keppnin kl. 19 og eru verðlaunin tæplega 11 þúsund dalir en fyrir fyrsta sætið eru greiddir 3.000 dalir. Tvímenningnum verður fram haldið á föstudag kl. 11 og lýkur um kl. 19. Sveitakeppnin verður spiluð á laugardag og sunnudag og eru a.m.k. 65 sveitir skráðar í þá keppni. Bridsdeild Breiðfirðingafélagsins Sunnudaginn 10/2 var þriðja og síðasta spilakvöld í hraðsveitar- keppni hjá deildinni Lokastaðan eftir hnífjafna keppni: Magnús Sverrisson – Halldór Þorvaldsson – Sigþór Haraldsson – Axel Rudólfsson 1.431 Þorleifur Þórarinsson – Haraldur Sverrisson – Skúli Sigurðsson – Ragnar Jónsson 1.426 Þorbjörn Benediktsson – Sveinn Sigurjóns- son – Þórarinn Beck – Jón Úlfljótsson 1.370 Karólína Sveinsd. – Sigurjóna Björgvinsd. – Sveinn Sveinss. – Gunnar Guðmundss. 1.366 Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxa- feni 14, á sunnudögum kl. 19. NÝSKÖPUN og tækniyfirfærsla eru mikilvægar forsendur hag- vaxtar og velferðar landa um ókomin ár. Auk þess gefa ný- sköpun og tækniyf- irfærsla hagkerfinu meiri vídd og eru til vitnis um virkni þess. Alþjóðlegar rann- sóknir sýna að ný- sköpun er lykillinn að samkeppnishæfni og samkeppnisfærni fyr- irtækja og þjóða og líta má svo á að vel- gengni þeirra stafi fyrst og fremst af getu og hæfni þeirra til nýsköpunar. Sterk og vel þróuð nýsköp- unarumgjörð bæði hjá hinu opinbera og í al- mennu viðskiptaum- hverfi skapar þá ný- sköpunarmenningu sem stuðlar að og hvetur til nýsköpunar. Margir samtvinnaðir þættir hafa þar áhrif og má gróflega draga þá saman í þrjá flokka:  Viðskiptaumhverfi sem myndað er af frumkvöðlastarfsemi, fjár- magni, ráðgjöf og hæfni stjórnenda.  Forsendur sem skapast af menntun, hæfu starfsfólki, hug- myndum, rannsóknum, einkaleyf- um og grunngerð þjóðfélagsins.  Nýsköpunarhvati sem sam- anstendur af skapandi hugsun, samskiptum og áhuga eða athygli. Lönd Evrópu leitast við að skapa þá menningu sem styður við ný- sköpun innan þeirra og Evrópu- sambandið er í broddi fylkingar sem leiðbeinandi stuðningsaðili. Við hjá Evrópumiðstöð Impru á Nýsköp- unarmiðstöð Íslands erum tengd samstarfs- neti innan Evrópusam- bandsins sem ætlað er að leiða saman þekk- ingu, tækni og fólk. Öll starfsemi okkar miðar að því að auka sam- starf lítilla og með- alstórra fyrirtækja, rannsóknaraðila og há- skóla með því að:  Finna tækninýj- ungar erlendis frá sem geta nýst íslenskum fyrirtækjum eða rann- sóknaraðilum.  Koma nýjungum frá íslenskum fyrirtækjum á framfæri erlendis.  Leita að samstarfs- aðilum í Evrópu, hvort sem um er að ræða framleiðendur, ráðgjafa, rannsóknarteymi eða vöruþróunaraðila. Ef þú vilt koma þinni tækni eða nýjung á framfæri eða nálgast tækni eða aðferðir sem gagnast við þróun í þínu fyrirtæki þá hlökkum við til að heyra frá þér. Viltu nálgast nýja tækni eða koma þinni nýjung á framfæri? Kristín Halldórsdóttir segir frá starfsemi Impru Kristín Halldórsdóttir »Evrópumið- stöð Impru aðstoðar íslensk fyrirtæki við að finna samstarfs- aðila í Evrópu. Höfundur er verkefnisstjóri á Evr- ópumiðstöð Impru, Nýsköp- unarmiðstöð Íslands. Í UMSÖGNUM um hæfni dóm- araefna hefur verið gengið út frá því að tímalengd í margvíslegum emb- ættum, fjöldi greina sem skrifaðar hafa verið og fleiri mæl- anlegar stærðir séu hinir réttu mælikvarð- ar á hæfni lögfræð- inga. Reyndar hefur þetta ekki verið rök- stutt, heldur einfald- lega gengið út frá því. Þetta minnir á at- riði í kvikmyndinni Dead poets society, þar sem Robin Willi- ams lék kennarann John Keating, sem lét nemendur sína rífa síður úr kennslubók um bókmenntir. Í bókinni var því haldið fram að gæði ljóðs mætti mæla út frá tveimur einkunnum fyrir glæsileika og mikilvægi, og teikna ætti upp kassa með hlið- arlengdir í samræmi við eink- unnirnar. Flatarmál kassans var svo réttur mælikvarði á gæði ljóðs- ins samkvæmt bókinni. Reyndar er ljóðamælikvarðinn í myndinni trúlega skárri en mæli- kvarðinn sem lagður hefur verið á dómaraefni. A.m.k. er lagt einhvers konar mat á innihald ljóðsins, en ekki bara mælanlegar stærðir, eins og lengd þess eða aldur skáldsins. Myndi einhverjum detta í hug nú- orðið að velja tónskáld til að semja tónverk, t.d. í tilefni af stórafmæli borgar eða þjóðar, eftir starfsaldri, fjölda embætta eða fjölda tónverka þeirra höfunda sem koma til greina? Betra er að hlusta á tónlist skáldanna og velja eftir henni. List lögfræðinga er þær aðferðir sem þeir nota til að komast að niðurstöðu og þau rök sem þeir færa fyrir henni. Spyrja skal: Hversu góðir lögfræð- ingar eru þeir? Ekki: Hve lengi hafa þeir borið titla sína? Lögfræði er sem bet- ur fer ekki jafn skap- andi starf og tónsmíðar og ljóðlist, enda er best að lögin séu þekkt fyr- irfram og dómarar séu ekki að skálda þau. En það er sammerkt með störfunum að gæði þeirra eru ekki mæld í árum eða fjölda verka. Ég skrifa þessa grein vegna þess að ég held að Þorsteinn Dav- íðsson, nýskipaður hér- aðsdómari, hafi trúlega ekki notið sannmælis í áliti dómnefndar um hæfni dómaraefna. Ég þekki senni- lega ekki nokkurn mann sem mér þykir óþægilegra að vera ósammála – því þá eru miklar líkur á að ég muni komast að því að ég hafi haft rangt fyrir mér. Ég er viss um að Þorsteinn mun sanna sig í starfi með góðum og vel rökstuddum dómum. Það er betra að eiga rétt- indi sín undir sanngjörnum dómara en ranglátum dómara með langa ferilskrá. Að meta ljóð eftir flatarmáli og lögfræð- inga eftir starfsaldri Gunnlaugur Jónsson skrifar um mælikvarða á hæfi Gunnlaugur Jónsson » Flatarmál kassans var svo réttur mæli- kvarði á gæði ljóðsins sam- kvæmt bókinni. Höfundur er framkvæmdastjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.