Morgunblaðið - 14.02.2008, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2008 27
MINNINGAR
✝ Hólmfríður Sig-rún Jóhanna
Pálmadóttir fæddist
á Reykjavöllum í
Skagafirði 11. nóv-
ember 1923. Hún
lést á hjúkrunar- og
dvalarheimilinu
Grund 5. febrúar
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Pálmi S. Sveinsson,
bóndi á Reykjavöll-
um í Skagafirði, f.
13. desember 1883,
d. 6. mars 1967, og
Guðrún Andrésdóttir Valberg, f.
2. mars 1889, d. 17. mars 1955.
Systkini Hómfríðar eru Herdís, f.
5. september 1922, d. 29. mars
2002, Rósa, f. 26. september
1925, Pétur, f. 19. ágúst 1930, og
Sveinn, f. 27. júní 1933.
Eiginmaður Hólmfríðar var
Bjarni Kr. Ólafsson rafvirkja-
meistari, f. í Reykjavík 18. októ-
ber 1914, d. 7. janúar 1986. Börn
þeirra eru: 1) Pálmi Ólafur, f. 10.
apríl 1948. 2) Anna Karitas, f. 18.
desember 1951, eiginmaður
hennar er Þorvaldur Gylfason, f.
18. júlí 1951, börn Önnu og fóst-
urbörn Þorvaldar eru a) Jóhanna
Andrea Jónsdóttir, f. 23. apríl
1972, eiginmaður
hennar er Philip
Gavern, f. 6. apríl
1961 og er dóttir
þeirra Andrea
Elizabeth, f. 2. mars
1999, b) Bjarni
Jónsson, f. 8. sept-
ember 1976, kona
hans er Þórlaug
Einarsdóttir, f. 10.
júlí 1975, og eru
synir þeirra Eiður
Snorri, f. 14. mars
2003, og Konráð, f.
15. mars 2006, 3)
Kristinn, f. 26. janúar 1957, eig-
inkona hans er Kolbrún Eysteins-
dóttir, f. 25. júní 1960, börn
þeirra eru Arnar Már, f. 19. maí
1977, Eyþór Ingi, f. 1. apríl 1985,
og Brynjar 11. september 1990.
4) Sigurður, f. 16. ágúst 1959,
sonur hans er Jóhann Birnir, f.
11. júní 1991. 5) Bjarni, f. 24. júlí
1964, eiginkona hans er Ásdís
Axelsdóttir, f. 31. maí 1964, börn
þeirra eru Aron, f. 9. febrúar
1990, og Margrét, f. 2. mars 1991.
3) Pálmi Ólafur, f. 20. febrúar
1998.
Útför Hólmfríðar fer fram frá
Neskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
Tengdamóðir mín, Hólmfríður
Pálmadóttir, var sonardóttir Sveins
Gunnarssonar, bónda á Mælifellsá.
Sveinn gat sér frægð fyrir bók, sem
Sigurður Nordal prófessor lýsir svo
í höfuðriti sínu, Íslenzkri menningu:
„Eg hef alltaf dáðst að gömlum
Skagfirðingi, sem tók saman ævi-
sögu sína og kallaði hana Verald-
arsögu Sveins á Mælifellsá.“ Ver-
aldarsaga Sveins var saga hans
sjálfs. Hann brá búi um miðjan ald-
ur og fór víða, gerðist kaupmaður á
Sauðárkróki, fór síðan til Reykja-
víkur og rak um tíma verzlun í
turninum, sem stóð lengi á Arn-
arhóli og Lækjartorgi og stendur
nú við Reykjavíkurtjörn. Sveinn
hafði búðina á neðri hæðinni og bjó
uppi.
Pálmi Sveinsson, faðir Hólmfríð-
ar, var bóndi á Reykjavöllum í
Skagafirði, barngóður, glaðvær og
söngvinn svo sem algengt er um
Skagfirðinga. Guðrún Valberg,
móðir Hólmfríðar, var mikil bú-
sýslukona, tamdi hrossin, ræktaði
jurtir og hafði myndarlegan blóma-
skrúðgarð við bæinn. Þeim Pálma
og Guðrúnu varð sex barna auðið,
eitt þeirra dó kornungt, hin fimm
komust á legg. Af þeim er kominn
álitlegur kynbogi.
Hólmfríður flutti til Reykjavíkur
strax eftir stríð og gerðist engu
minni Reykvíkingur en Skagfirðing-
ur. Hún gekk að eiga Bjarna Kr.
Ólafsson rafvirkjameistara. Þau
bjuggu fyrstu tíu hjúskaparár sín í
einu herbergi hjá foreldrum Bjarna
í verkamannabústöðunum við
Hringbraut, eignuðust þrjú börn
þar og önnur tvö, eftir að þau stofn-
uðu heimili 1957 á Tómasarhaga 19.
Þar bjuggu þau til æviloka í fals-
lausri sátt og samlyndi, sem aldrei
bar skugga á. Aldrei bar heldur
skugga á sambúð Hólmfríðar og
tengdaforeldra hennar. Þegar
Bjarni og Hólmfríður fluttu á Tóm-
asarhagann fylgdu gömlu hjónin
þeim.
Bjarni lærði söng hjá Franz
Mixa, þekktum tónlistarkennara,
hann hafði bjarta tenórrödd, sem
þótti bera keim af Benjamino Gigli
eða Tito Schipa. Hugur Bjarna stóð
þó ekki til mikils frama á listabraut-
inni því að hann var hóglátur að
upplagi. Hann lék Ketil skræk á
móti Erlendi Ó. Péturssyni í hlut-
verki Skugga-Sveins í rómaðri upp-
færslu í Bárunni.
Þegar ég spilaði fyrsta kaflann í
fimmtu sinfóníu Beethovens fyrir
fjögurra ára gamlan sonarson minn,
varð honum á orði: „Mikið skolli er
þetta nú annars gott hjá honum
Beethoveni.“ Þágufallshreystina
sækir hann til Hólmfríðar, lang-
ömmu sinnar, og rímgleðina. Hann
lítur á málið sem leikfang líkt og
Hólmfríður gerði. Gamalt og gott
sveitamál og skáldskapur léku á
vörum hennar. Og hún gekk glöð til
allra verka og hallaði aldrei orði á
nokkurn mann. Hún vaknaði á und-
an öllum öðrum og gekk síðust til
náða, sagðist hafa nægan tíma til
svefns, þegar þar að kæmi. Hún
hafði lært saum hjá Dýrleifu Ár-
mann, þekktri saumakonu í Reykja-
vík, og saumaði alla ævina fín föt
handa fjölda fólks úr öllum áttum
og einnig handa fyrirtækjum. Hún
var léttlynd eins og faðir hennar,
skipti aldrei skapi, elskaði ys og þys
og hafði yndi af góðum félagsskap.
Bjarna bónda sinn missti hún 1986,
en hún naut áfram samvista við
elzta soninn Pálma í foreldrahúsum.
Hennar er sárt saknað.
Þorvaldur Gylfason.
Það er með söknuði og vænt-
umþykju sem við kveðjum ömmu
okkar í dag. Hún var einstök, hvort
sem það var að baka pönnukökur
fyrir hálft hverfið, laga saumsprett-
ur, sauma kjóla eða jafnvel heilu
jakkafötin.
Amma hafði ótrúlega hæfileika
hvað varðar saumaskap og hönnun
og hefði hún verið ung í dag erum
við viss um að hún hefði verið ein af
fremstu hönnuðum þessa lands.
Ekkert var svo flókið að amma gæti
ekki „reddað“ því, og það fyrir
kvöldið.
Margar okkar bestu bernsku- og
uppvaxtarminningar eru frá Tóm-
asarhaganum, þar sem við lærðum
svo ótalmargt um lífið, þar á meðal
kærleika, hlýju og umburðarlyndi
gagnvart öðrum. Lífið verður ekki
eins án ömmu, en minningarnar
gleymast aldrei.
Blessuð sé minning þín.
Jóhanna Andrea og Bjarni.
Það er okkur systkinunum frá
Stöðinni á Sauðárkróki kært að
minnast Hólmfríðar, frænku okkar,
sem lést á áttugasta og fimmta ald-
ursári. Hún var móðursystir okkar
og reyndist okkur eins og önnur
móðir og traustur vinur.
Hólmfríður var ein af Reykja-
vallasystkinunum, næstelst barna
þeirra hjóna Pálma og Guðrúnar.
Elst var móðir okkar, Herdís, sem
lést 2002. Þær systur voru mjög
nánar og svo líkar að þær minntu
sterkt hvor á aðra. Þær tóku meira
að segja upp á því að eignast börn á
sömu árum og af sama kyni, eign-
uðust syni 1948, dætur 1951, syni
1957 og þá eignaðist líka þriðja
systirin, Rósa, sinn einkason, svo
fæddust yngstu synirnir 1964.
Börnin urðu reyndar fleiri hjá þeim
systrum öllum en þetta sýnir reglu-
festuna. Þær systur eignuðust tvo
bræður, Pétur og Svein. Hólmfríður
minntist oft æskuáranna í Skaga-
firði með mikilli gleði og naut þess
að segja frá búskapnum, dýrum,
verklagi og samferðafólki. Hún var
minnug og alltaf stutt í hnyttin orð.
Reykjavellir voru mikill gleðistaður,
þar var mjög gestkvæmt, sungið,
ort og kveðnar stemmur. Þau systk-
in eignuðust vænt veganesti í góð-
um foreldragarði.
Hólmfríður hvarf úr Skagafirð-
inum í faðm Bjarna síns á blóma-
skeiði lífsins. Þau bjuggu allan sinn
búskap í Reykjavík, fyrst á Hring-
braut og svo á Tómasarhaga 19.
Bjarni lést 1985.
Heimsóknir okkar suður voru
ófáar og þau Hólmfríður komu
reglulega norður þegar börnin voru
yngri. Við systrabörnin nutum þess
að hittast og kynnast upp á nýtt
með jöfnu millibili. Þá var nú fjör
um tún og stéttar.
Það var unun að sitja hjá Hólm-
fríði frænku á Tómasarhaganum og
spjalla yfir góðgerðum sem hún
snaraði svo fumlaust fram. Við átt-
um öll okkar gleðistundir þar og
viljum við þakka einlæglega fyrir
þær að leiðarlokum.
Hólmfríður rak sitt heimili af út-
sjónarsemi, hún var snör á fæti,
gekk að öllu af sérstökum dugnaði,
var glaðsinna og hafði styrkjandi
viðmót. Samt var hún alltaf svo
hógvær, stundum um of þegar hún
fékk verðskuldað lof. Þá gaf hún
gjarnan út lofsamlegar yfirlýsingar
um þann sem reyndi að lofa hana.
En Hólmfríður átti stóran hóp sér-
stakra aðdáenda, það voru þeir sem
hún saumaði föt á. Það var hennar
yndi að sauma og vinna í höndum.
Það voru ekki bara hversdagsföt,
heldur líka dýrindis kjólar, dragtir
og dress sem töfruðust fram undan
nálinni. Hún vann alltaf hratt, virt-
ist aldrei hafa neitt fyrir því að taka
mál, sníða, breyta sniðum, láta allt
passa og ganga þannig frá að mað-
ur trúði varla að þetta væri heima-
gert. Og alltaf hógvær. Hún sýndi
öllum umhyggju, hafði þann elsku-
lega sið að eiga í leyndum hornum
nokkra smáhluti sem hún gaukaði
að litla fólkinu sínu. Hún fylgdist
vel með fjölskyldunni sinni og einn-
ig okkur fyrir norðan, þangað leit-
aði hugurinn og undir það síðasta,
þegar hún vissi að heilsan var að
bila, sagðist hún vera á leiðinni
norður.
Við systkinin og fjölskyldur send-
um ástvinum Hólmfríðar frænku
einlægar samúðarkveðjur og þökk-
um henni samfylgdina. Nú skín
hennar sól við Skagafirði.
Ragnar, Rósa, Pálmi,
Ingvar, Þórunn, Björn,
Sigrún og Daníel.
Mig langar til að minnast í örfá-
um orðum góðrar frænku.
Alla mína tíð hefur Hólmfríður
frænka búið á Tómasarhaganum.
Þegar ég var strákur og kom suður
til Reykjavíkur þá var alltaf mikil
eftirvænting að koma til Hólmfríð-
ar. Það var á Tómasarhaganum sem
ég sá í fyrsta skipti sjónvarp. Þegar
ég svo sem sautján ára ungur mað-
ur ákvað að freista gæfunnar í höf-
uðborginni voru það Hólmfríður og
maðurinn hennar Bjarni sem tóku á
móti stráknum og leyfðu honum að
búa hjá sér á meðan hann var að
læra að fóta sig í borginni. Það var
mjög gott að búa þar og voru Hólm-
fríður og Bjarni eins og önnur afi
og amma. Eftir að ég svo flutti þá
var mér samt alltaf boðið í sunnu-
dagssteikina og var það fastur liður
allt þar til ég var búinn að stofna
mína eigin fjölskyldu. Hin seinni ár
hef ég reglulega heimsótt hana
frænku mína á Tómasarhagann og
alltaf var tekið svo vel á móti mér
og minni fjölskyldu, með kaffi og
kökum.
Ég mun alltaf minnast Hólmfríð-
ar frænku með hlýju í hjarta og
þakka henni fyrir þann kærleika
sem hún hefur sýnt mér. Að lokum
vil ég votta samúð mína þeim
Pálma, Önnu, Kidda, Sigga, Badda
og fjölskyldum þeirra.
Snævar Ívarsson og fjölskylda.
Hólmfríður
Pálmadóttir
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GUÐLAUG INGIBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR
frá Kleppjárnsstöðum
í Hróarstungu,
sem lést á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar 8. febrúar
verður jarðsungin frá Seyðisfjarðarkirkju
laugardaginn 16. febrúar kl. 11.00.
Jarðsungið verður í Kirkjubæjarkirkjugarði.
Birgir Þorsteinn Ágústsson, María Blöndal,
Björn Ágústsson, Kristín Aðalsteinsdóttir,
Guðríður Ágústsdóttir, Friðrik Aðalbergsson,
Sigurður Ágústsson, Guðrún Hjaltadóttir.
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, sonur, tengdasonur, bróðir og mágur,
GUNNAR INGI INGIMUNDARSON,
Faxabraut 31 b,
Keflavík,
lést á Líknardeild Landsspítalans sunnudaginn
10. febrúar.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn
19. febrúar kl: 14.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en
þeim sem vilja minnast Gunnars er bent á
styrktarreikning í Sparisjóði Keflavíkur.
1109-05-412412 kt. 030268-5129.
Linda Gústafsdóttir,
Sara María Gunnarsdóttir, Egill Ragnar Brynjarsson,
Guðjón Ingi Gunnarsson,
Unnur Ágústa Gunnarsdóttir,
Sverrir Svanhólm Gunnarsson,
Ragna Kristín Árnadóttir,
Unnur Guðjónsdóttir, Sverrir Jónsson,
Gústaf Adólf Ólafsson,
systkini og fjölskyldur.
✝
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma,
langamma og systir,
JÓHANNA BRYNJÓLFSDÓTTIR WATHNE,
lést á Landspítalanum Landakoti laugardaginn
2. febrúar.
Útför hennar hefur farið fram.
Berglind Wathne, Örn Viggóson,
Margrét Ósk Arnarsdóttir,
Jóhanna Arnarsdóttir,
Örn Viggóson, yngri,
Birna Brynjólfsdóttir.
✝
Ástkær bróðir minn,
JÓHANNES MARINÓ ÓLAFSSON
frá Reykjarfirði,
lést á sjúkrahúsinu á Patreksfirði fimmtudaginn
7. febrúar.
Útförin fer fram frá Bíldudalskirkju laugardaginn
16. febrúar kl. 14.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðrún Elín Ólafsdóttir.
✝
Ástkær móðir okkar, amma, tengdamóðir og
langamma,
ELÍSABET JÓHANNSDÓTTIR
hjúkrunarheimilinu Holtsbúð,
áður til heimilis að
Móaflöt 4,
Garðabæ,
lést föstudaginn 1. febrúar.
Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Sigrún Arnarsdóttir,
Jóhann Þór Arnarsson,
Elísabet Hovland,
Ingi Þór Harðarson,
Arnar Þór Jóhannsson,
Hilmar Þór Jóhannsson,
Lárus Þór Jóhannsson,
tengdabörn og barnabarnabörn.