Morgunblaðið - 14.02.2008, Qupperneq 28
28 FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
ÓSK ÁGÚSTSDÓTTIR
frá Reykjum í Hrútafirði,
andaðist á Sjúkrahúsinu Hvammstanga föstu-
daginn 8. febrúar.
Útför hennar fer fram frá Hvammstangakirkju
föstudaginn 15. febrúar kl. 14.00.
Jarðsett verður í Staðarkirkjugarði.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Sjúkrahúsið á
Hvammstanga.
Guðrún Einarsdóttir, Guðjón Sigurðsson,
Þóra Jóna Einarsdóttir, Karl Emil Ólafsson,
Helga Einarsdóttir, Ásbjörn Björnsson,
Jóhanna G. Einarsdóttir, Halldór Ari Brynjólfsson,
Þórhildur Rut Einarsdóttir, Hallgrímur Bogason,
Hulda Einarsdóttir, Ólafur H. Stefánsson,
barnabörn og barnabarnabörn
✝
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi, langafi og
sambýlismaður,
HARALDUR GUÐMUNDSSON
skipstjóri,
Grundarbraut 5,
Ólafsvík,
verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju
laugardaginn 16. febrúar kl. 14.00.
Sætaferðir verða frá umferðarmiðstöðinni (BSÍ)
kl. 10:30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Pétur Haraldsson.
✝
Eiginmaður minn,
HJÁLMAR S. HJÁLMARSSON
frá Bjargi,
Bakkafirði,
lést 3. febrúar.
Útförin fer fram frá Digraneskirkju, Kópavogi,
föstudaginn 15. febrúar kl. 15.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Sigríður Laufey Einarsdóttir.
✝ GuðmundurÞorgeirsson
fæddist á Lamb-
astöðum í Garði 3.
mars 1921. Hann
lést á Landspít-
alnum 6. febrúar
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Þorgeir
Magnússon, útvegs-
bóndi á Lamb-
astöðum í Garði, f.
17. nóvember 1875,
d. 9. september
1956 og Helga Jón-
ína Þorsteinsdóttir, f. 21. nóv-
ember 1891, d. 9. desember 1957.
Þeim hjónum varð 12 barna auðið
og var Guðmundur 5. í aldursröð-
inni. Systkinin eru: Helga Stein-
unn, f. 27. mars 1911, d. 5. sept-
ember 1975, Þorsteinn, f. 4.
desember 1913, d. 6. mars 2001,
Magnea Rannveig, f. 10. nóv-
hèt Kári og átti Sveinbjörn í Kot-
húsum í Garði þann bát, tvö sum-
ur var Guðmundur á mb Ægir frá
Gerðum og mb Muninn frá Sand-
gerði og þar næst var hann á mb
Björninn frá Keflavík sem Ragnar
Björnsson var skipstjóri á og átti
ásamt öðrum. Guðmundi líkað
matreiðslan svo vel að nú var
kominn tími til að fara í skóla.
Guðmundur lærði matreiðslu hjá
Margréti og Steinunni Valdimars-
dætrum, systrum sem ráku hótel
Skjaldbreið til margra ára og
seinna sáu um kaffi fyrir alþing-
ismenn í Alþingishúsinu. Mestan
hluta ævinnar var Guðmundur
matsveinn og bryti hjá Eimskipa-
félagi Íslands, í samtals 43 ár.
Hann hóf störf hjá Eimskipafèlag-
inu 1. janúar 1944 sem búrmaður
á ms Brúarfossi. Hann var í áhöfn
sem sótti Tröllafoss til San
Franscisco hinn 28. janúar 1948,
seinna var hann á Gullfossi og
Goðafossi en lengst var Guð-
mundur á Selfossi eða 22 ár.
Útför Guðmundar verður gerð
frá Keflavíkurkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Jarðsett verður í Útskála-
kirkjugarði.
ember 1916, Guðrún,
f. 28. júní 1918, d. 15.
janúar 1997, Guð-
mundur, sem hér er
minnst, Símon, f. 3.
mars 1922, d. 22.
apríl 1983, Gróa Sig-
ríður, f. 13. sept-
ember 1923, d. 14.
júlí 2004, Þorgeir, f.
6. janúar 1925, d. 30.
mars 1970, Rann-
veig, f. 9. mai 1926,
Guðmunda Krist-
björg, f. 11. sept-
ember 1929, Val-
gerður, f. 20. janúar 1931, og
Einar, f. 14. desember 1934, d.
6.april 1986.
Sambýliskona Guðmundar var
Alda Kristjánsdóttir.
Guðmundur fékk snemma
áhuga á eldamennsku og innan
við tvítugt var hann orðinn kokk-
ur á fiskibátum. Fyrsti báturinn
Guðmundur Þorgeirsson mat-
sveinn lést 6. febrúar á áttugasta og
sjöunda aldursári. Okkur hjónin lang-
ar að minnast Guðmundar með fáein-
um fátæklegum orðum.
Guðmundur lærði matreiðslu hjá
systrum sem höfðu lært í Danmörku,
hétu Steinunn og Margrét Valdi-
marsdætur frá Eskifirði sem ráku
Hótel Skjaldbreið og um leið mat-
reiðsluskóla sem þótti mjög góður.
Guðmundur greiddi 50 krónur mán-
aðarlega fyrir námið. Lokaprófið var
svo tekið á Hótel Valhöll á Þingvöll-
um. Guðmundur hóf svo störf hjá
Eimskipafélagi Íslands 1. janúar
1944, og starfaði til ársins 1987 eða í
43 ár samfleytt. Lengst var Guð-
mundur á ms Selfoss eða í rúm 22 ár.
Magnea systir hans var einnig þerna
á Selfoss um sama leyti í nokkur ár. Í
janúar 1988 fór Guðmundur í hjarta-
aðgerð sem gerð var á Brompton
sjúkrahúsinu í London, sem tókst
mjög vel og lifði í rúm 20 ár eftir þá
aðgerð, og naut lífsins með sambýlis-
konu sinni Öldu Kristjánsdóttur.
Ég kynntist Guðmundi er ég var að
gera hosur mínar grænar fyrir Helgu
systurdóttur hans. Mér var vel tekið
af honum og af allri fjölskyldunni sem
enn bjó á Lambastöðum en þar voru
fyrir utan Guðmund, Rannveig sem
seinna varð tengdamóðir mín og Axel
G. Jónsson, sambýlismaður hennar,
bræðurnir Þorsteinn og Einar, og
Lessi bróðir Helgu var þá að vaxa úr
grasi. Guðmundur var fæddur blind-
ur á öðru auga, það virðist ekki hafa
háð honum að neinu leyti, heldur hitt,
hann keyrði bíl alveg fram á það síð-
asta 86 ára gamall, og sá stundum það
sem við hin sáum ekki en mér fannst
stundum eins og hann væri skyggn.
Á þessum tíma var enn mjólkurbú
á Lambastöðum með fáeinum kúm,
og mjólk á brúsum send daglega til
Reykjavíkur. Guðmundur var í sigl-
ingum eins og sagt var og í burtu í 2-3
vikur en við heimkomu voru ávallt
fagnaðarfundir, matarveislur sem
hann hafði lítið fyrir að framkvæma
og oft var margt um manninn á
Lambastöðum. Þeir bræður voru
mjög samhentir og samrýndir í öllu
sem þurfti að gera og framkvæma.
Til marks um snyrtimennsku fengu
þeir viðurkenningu Gerðarhrepps
1983 fyrir snyrtimennsku á jörðinni,
þetta var eftir að Lambastaðahúsið
var klætt að utan, bílskúrar, fjósið og
hlaðan máluð og garðurinn kringum
húsin lagfærður.
Eftir að Rannveig og Axel fluttu til
Keflavíkur þá héldu bræðurnir þrír
og Lessi búsetu en mjólkurbúskap-
urinn lagðist niður. Þorsteinn og Ein-
ar verkuðu fisk sem aukabúgrein,
reru til fiskjar þegar frí var frá vinnu
og verkuðu þeir saltfisk sem var sól-
þurkaður og lostæti einsog það gerist
best. Einar lést um aldur fram eða 6.
apríl 1986, 52 ára gamall. Þorsteinn
lést 6. mars 2001, 88 ára gamall. Til
eru heimildarmyndir á minjasafninu í
Garði frá þessum tímum.
Guðmundur kom nokkrum sinnum
til okkar í Lúxemborg, ferðaðist um
landið og til nærliggjandi landa og
naut þess. Matur og matargerð var
hans hjartans mál, allt lék í höndun-
um á honum, hvort sem hann var með
lambasmásteik eða að laga fiskiboll-
ur, búa til kæfu eða rúllupylsu, allt
varð þetta lostæti. Matargerð var
hans hjartans mál.
Við fjölskyldan frá Lúxemborg
nutum gestristni þeirra bræðra er við
komum í sumarfrí til Íslands, höfðum
neðri hæðina á Lambastöðum fyrir
okkur og er þakklæti okkur efst í
huga, sem seint gleymist.
Guðmundur er farinn í sína síðustu
siglingu á vit feðranna. Við vottum
Öldu Kristjánsdóttur, systkinum
hans og ættingjum samúð okkar,
minning um góðan dreng mun lifa.
Hvíl í friði.
Helga og Agnar Sigurvinsson.
Nú er komið að kveðjustund og
viljum við minnast vinar okkar og
frænda með nokkrum orðum. Guð-
mundur, sem við kölluðum alltaf
Gvend, var góður vinur og reyndist
okkur alltaf vel. Um hugann fara ljúf-
ar minningar um liðnar stundir sem
við áttum saman á Lambastöðum,
alltaf var gott að koma þangað og var
gestrisnin í hávegum höfð. Gvendur
var mikill kokkur og hafði einstak-
lega gaman af að gefa fólki að borða
alls konar góðgæti og fór enginn það-
an án þess að fá veitingar hjá honum.
Við hjónin byrjuðum okkar búskap
á neðri hæðinni á Lambastöðum og
vildi hann allt fyrir okkur gera svo við
gætum látið okkur líða vel, þar
bjuggum við í 4 ár. Alltaf var mikill
gestagangur og mikið um að vera og
minnist ég þess þegar var farið á sjó á
trillunni hans Steina, þótti öllum
gaman að fara með, og mikill var
spenningurinn þegar trillan sást
koma í land, þá var farið niður að sjó
og allir tóku þátt í aðgerð, bæði konur
og karlar. Svo eru mér minnisstæðar
helgarnar þegar öll fjölskyldan kom
til að taka upp kartöflur og hver ham-
aðist í kapp við annan því allt voru
þetta dugnaðarforkar og var Gvend-
ur þar fremstur í flokki og stjórnaði
þessu með mikilli prýði, síðan áttu
allir notalega stund þar því alltaf var
nóg pláss og allir nutu helgarinnar
saman.
Gvendur var mikið snyrtimenni og
vildi alltaf hafa allt hreint og fínt í
kringum sig. Hann hugsaði vel um
Lambastaði og var þar mikill sómi að.
Seinni árin vorum við tíðir gestir þar
og reyndist hann börnum okkar alltaf
sem hann væri afi þeirra. Við þökk-
um honum allar góðar stundir og
megi góður Guð varðveita minningu
hans.
Walter Leslie og Esther.
Elsku Guðmundur, okkur langar
að þakka þær góðu stundir er við átt-
um með þér og þá sérstaklega hve
gaman var að fá ykkur Öldu í heim-
sókn til okkar. Það var svo gott að
heyra er þú sagðir okkur að það væri
svo góður andi á heimilinu okkar og
að þér liði svo vel að koma til okkar.
Mikið þótti okkur vænt um það. Og
þær góðu stundir er við áttum hjá þér
að Lambastöðum er þú færðir okkur
heimsins bestu kjötsúpu og ýmsar
góðar kræsingar á þínu fallega heim-
ili. Þú varst alltaf svo ötull og ósér-
hlífinn … já, elsku Alda okkar finnur
hve tómlegt allt er án þín. Þið voruð
svo náin og góðir vinir. Megi Guð
gefa henni styrk og stoð, því mikið
hefur hún misst. En elsku Guðmund-
ur, við vitum að nú ert þú vel geymd-
ur og englarnir búnir að taka við
þinni góðu, ljúfu sál.
Hvíl mig rótt, það hallar degi,
hvíl mig ljúfa þögla nótt.
Vef mig þínum vinarörmum.
Vagga mér í draumi rótt.
Hvíldu mig er höfði þreyttur,
hinsta sinn ég drúpi rótt.
Ber mig þá til bjartra sala,
blíða kyrra stirnda nótt.
(B.Þ. Gröndal.)
Elín Jóhanna, Sverrir
og Arnar Orri.
Guðmundur
Þorgeirsson
Er ég frétti lát Ólaf-
ar var mér brugðið.
Lóló eins og hún var
ætíð kölluð vann stærstan hluta
starfsævi sinnar hjá Stjórnarráðinu.
Saman unnum við hjá menntamála-
ráðuneytinu í
fjölda ára. Þó nær tveir áratugir
væru á milli okkar í aldri var Lóló
alltaf síung, hún féll vel inn í hópinn,
Ólöf Þórarinsdóttir
✝ Ólöf Þórarins-dóttir fæddist í
Reykjavík 20. mars
1933. Hún lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 1. febr-
úar síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá kirkju
Óháða safnaðarins í
Reykjavík 8. febr-
úar.
alltaf glöð og hress,
Lóló var yndisleg
manneskja. Lóló hugs-
aði vel um fjölskyld-
una sína, samband
hennar og Haddó eig-
inmanns hennar var
bæði traust og fallegt.
Elsku Lóló, ég kveð
þig með söknuði.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náð-
arkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér
taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Guð gefi ástvinum þínum styrk.
Kveðja, þín samstarfskona
Soffía Árnadóttir.
Elsku Erla okkar er
látin. Eftir sitjum við
þrjár með sorg í
hjarta. Vinátta okkar
öll þessi ár var alveg
sérstök, 15 ára gamlar stofnum við
saumaklúbb en hann leystist upp
þegar við giftum okkur og stofnuð-
um heimili. Fyrir rúmum 45 árum
stofnuðum við svo aftur saumaklúbb
sem við kölluðum fimmurnar og átti
Erla okkar hugmyndina að við kom-
um svo saman aftur og hittumst
hálfsmánaðarlega með handavinnu.
Mikið var skrafað og hlegið, fylgst
með fjölskyldum okkar bæði í gleði
og sorg. Hverju nýju ömmubarni og
langömmubarni var fagnað. Við
greiddum í sjóð fyrir fimmurnar sem
við notuðum í ferðalög innanlands og
erlendis og ríkti mikil gleði og sam-
heldni hjá okkur í ferðum okkar.
Erla Sigurjónsdóttir
✝ Erla Sigurjóns-dóttir fæddist á
Þingeyri við Dýra-
fjörð 16. maí 1928.
Hún lést á Landspít-
alanum 10. janúar
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Laugarnes-
kirkju 22. janúar.
Erla var hugmyndarík
og traust vinkona og
gott að hafa hana í
ferðum okkar, því hún
var svo skipulögð og
fékk svo góðar hug-
myndir.
En síðustu árin höf-
um við hist á kaffihúsi
og alltaf fórum við
glaðar og endurnærð-
ar af þeim fundum.
Það eru aðeins tveir og
hálfur mánuður síðan
við misstum Boggu
vinkonu okkar en hún
lést 23. október síðastliðinn.
Við trúum því að þær Erla og
Bogga séu með okkur þegar við kom-
um saman, því að nú erum við aðeins
eftir þrjár. Við eigum yndislegar
minningar um okkar ástkæru vin-
konu sem er okkur dýrmætur sjóður.
Erla var yndisleg kona og okkar síð-
ustu samverustundir voru þegar við
komum saman á jólahlaðborði á
Loftleiðum 6. desember síðastliðinn.
Guð styrki Egil okkar, Ásdísi,
Hrefnu, Dagnýju og fjölskyldur
þeirra. Guð blessi minningu Erlu
okkar.
Fjóla, Sigurbjörg og Henný
(Saumaklúbburinn.)
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er
um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og
börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst.
Minningargreinar