Morgunblaðið - 14.02.2008, Side 30

Morgunblaðið - 14.02.2008, Side 30
30 FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Heilsa Lr- kúrinn er tær snilld Viltu vita hvernig ég léttist um 22 kg á aðeins 6 mánuðum? Aukin orka, vellíðan og betri svefn. www.dietkur.is - Dóra, 869 2024. Lr-kúrinn er fyrir allar konur og karla. Langar þig að vita hvernig ég léttist um 22 kg á aðeins 6 mánuð- um? www.dietkur.is - Dóra 869 2024. Húsnæði í boði Íbúð til leigu Björt og falleg 2 herbergja íbúð til leigu í Njarðvík. Verð 75 þús. Íbúðin er laus strax. Upplýsingar gefur Berglind í síma 868 8376. 2 herb. íbúð með e. án húsgagna 120.000. 68 fm íbúð á Skeljagranda. Forstofa, bað og eldhús með dúk á gólfum. Stofa og hol nýmálað og með parketi. Sérinngangur á jarðhæð, sér lítill garður og bílskýli. Laus 29. febr. Upplýsingar í síma 845 9747 eða kollasolla@yahoo.com Sumarhús Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Námskeið Vefinn í verklagið: Spennandi námskeið "Láttu netið vinna fyrir þig" 21. feb. fyrir fagfólk á ýmsum sviðum, háskólanema o.fl. "Konur - með á nótunum" 28. feb. Nánari uppl. á á www.infopro.is. Microsoft-kerfisstjóranám MCSA-kerfisstjóranámið hefst 25. febr. Nýr Windows Vista áfangi. Nokkur sæti enn laus. Upplýsingar á www.raf.is og í síma 863 2186 (Jón). Rafiðnaðarskólinn. Til sölu Stórir skór.is hætta 50-70% afsláttur af öllum dömuskóm í stærðum 42-44 og herraskóm í stærðum 47-50. Opið í dag kl. 16-18.30. Síðasti dagur á föstudag. Ásta skósali, Súðarvogi 7, sími 553 60 60. Byggingavörur www.vidur.is Harðviður til húsbygginga. Vatns- klæðning, panill, pallaefni, parket o.fl. o.fl. Gæði á góðu verði. Sjá nánar á vidur.is. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Ýmislegt 580 7820 Bæklinga- Prentun BOÐSKORT tækifæri Við öll 580 7820 Vefhýsing og heimasíðugerð Svissnesk gæði á ótrúlegu verði. 50GB á 115 evrur. Við erum að tala um ársverð .... lestu meira hér á netsíðu: www.icedesign.ch Sandblásnar filmur í alla glugga! Kíktu á: www.kortaland.is Mjög flottur og alveg nýr í BC skálum á kr. 2.350,- buxur í stíl á kr. 1.250,- Saumlaus í BC skálum á kr. 2.350,- buxur í stíl á kr 1.250,- Nýr litur í CD skálum á kr. 2.350,- buxur í stíl á kr. 1.250,- Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán-fös 10-18, lau 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is. Febrúartilboð Lín design Fífan með 15% afslætti Sængurver+ koddaver, íslensk hönnun, áður 6.020 nú 5.120. Íslensku dýrin með 15% afslætti Sængurver 100x140 + koddaver 35x50 áður 5.650 nú 4.802 Rúmteppi 100x160 áður 7.200 nú 6.120 Gæða sængurfatnaður með 15% afslætti. Hvít sængurver + koddaver, 300 þráða bómull áður 5.440. Nú kr. 4.624 Lín Design – einstakt heimili Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið. Sími 533 2220, www.lindesign.is Bílar Yaris, árg. '05, EKKERT ÚT Yaris´05, ekinn 67 þús., beinsk., 5 dyra, nýskoðaður ´09, ný nagladekk, óslitin sumardekk. Ekkert út, Yfirtaka á láni 980 þús. 19 þús. á mán. Uppl. í síma 865 0713. Til sölu ´91 Honda Civic GL Ekinn 217.000 km., beinskiptur. wide body kit, 15" álfelgur, sport- fjöðrun o.fl. aukahlutir fylgja. Björn s: 876 0102. Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza 2006, 4 wd. Öruggur í vetraraksturinn. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 696 0042. Smáauglýsingar • augl@mbl.is Miskunnarlaus var meinvaldurinn sem lagði Erling að velli á svo dapurlega skömm- um tíma, þennan ann- ars hressa og lífsglaða mann og ekki annað að gera nú en kveðja og þakka. Við leiðarlok bregður fyrir leiftrum frá löngu liðinni tíð. Í gegnum móðu áranna mörgu koma þær fram úr hugarfylgsnum ein af annarri og verða huganum kærar á kveðjustund. Tveir unglingar, nær jafnaldra á sundnámskeiði á Eiðum, þeim leiðist sundiðkunin, þá langar heim, labba löngum stundum fram og til baka á þjóðveginum, skrafa margt og skegg- ræða. Hafa áður gengið í skólann heima, ekki kynnst mikið, sveita- drengurinn löngum út af fyrir sig, sit- ur aftarlega í bekknum, þorpsdreng- urinn Erlingur situr einna fremst. Sveitadrengnum líður einkar vel í ná- vist Erlings í gönguferðunum, við- mótið hlýtt með kankvíslegri kímni og það hvernig hann sér hinar spaugi- legu hliðar mannlífsins, glettnislegar sögurnar hans, þetta lífgar upp á þessa sunddaga og gefur þeim lit og líf í minningunni. Kynnin síðan ekki mikil, enda skiljast leiðir þeirra eins og gengur. Svo eignast báðir lífsföru- nauta og þá eru eiginkonurnar skóla- systur frá Varmalandi, herbergis- félagar þar og miklar og traustar vinkonur. Halda góðu sambandi, nú til fleiri ára í samheldnum sauma- klúbb. Kynni takast á ný og söm er hlýjan í viðmótinu og glettnin góð til Erlingur Sigurðsson ✝ Erlingur Sig-urðsson fæddist að Brautarholti á Reyðarfirði 15. júlí 1933. Hann lést í Reykjavík 29. des- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogs- kapellu 7. janúar. staðar. Síðast vorum við í dagsferð með þeim hjónum í septem- ber þegar ekkert sýni- legt virtist vera að, þá spjallað enn á ný um gamla daga, góð kynni. Aðrir munu ævigöng- una hans Erlings rekja, en Erlingur átti farsæla ævitíð, völund- ur í höndunum, sívinn- andi, sífellt skapandi listaverk í högum höndum með hug- myndaauðgi að baki, mikill fjölskyldumaður, enda þau hjón samheldin með afbrigðum, gegnheill og góður drengur í hvívetna. Við Hanna sendum Vilborgu, en hennar er missirinn mestur, innileg- ustu samúðarkveðjur, svo og börnum hans og fjölskyldum. Blessuð sé hin hugþekka minning Erlings Sigurðarsonar. Helgi Seljan. Það verður óneitanlega svipminni og litlausari hópur sem fer undir merkjum Garðabakka í ferðalög inn- anlands sem utan á næstu árum, þeg- ar Erling hennar Vilborgar vantar í hópinn. Þau ágætu hjón hafa ferðast með okkur síðustu 20 árin. Það eru sennilega fáir sem hafa sýnt hópnum jafnmikla tryggð. Árlega fóru þau með okkur í einhverjar ferðir, og þá helst í stóru ferðirnar til fjarlægra heimshluta. Erlingur var hár maður vexti og spengilegur. Á seinni árum var hann enn myndarmaður. Eftir að hár hans tók að grána og hann fór að safna gráu yfirvararskeggi hafði hann virki- legt yfirbragð heldrimanna. Konurn- ar í hópnum töluðu oft um skeggið hans gráa. Þær fengu aldrei leiða á að ljósmynda hann, frá öllum hliðum og mismikið klæddan, sumar myndanna eru listavel gerðar. Hann var kjörin fyrirsæta hjá kvenþjóðinni í hópnum. Erlingur var jafnan hæglátur og rólegur í fasi, en þó gat stundum fokið í hann svo eftir var tekið. En allt slíkt var jafnharðan úr sögunni. Þegar vel lá á honum ljómaði hann allur og leyndi ekki tilfinningum sínum. Þegar heyrn hans tók að dofna, eftir vé- lagnýinn hjá Gamla kompaníinu gegnum áratuga starf, þá átti hann erfiðara með að fylgjast með glaumi og glensi félaganna, en féll samt ágætlega inn í hópinn. Í þrengri hópi gat hann haldið uppi samræðum á skemmtilegan hátt og sagt sögur og skrítlur. Í utanlandsferðum okkar kom oft vel fram að hann hafði lesið sér eitthvað til fyrir ferðina. Í göngu- ferðum okkar um götur og garða og ekki síður í söfnum ýmiss konar og gömlum byggingum var það helst tré- verk og smíðagripir sem hann vildi skoða rækilega. Og alltaf hafði hann eitthvað áhugavert að segja okkur um handverkið sem átti hug hans allan. Oft lét hann í ljós mikla aðdáun á hlut- um sem við ella hefðum varla tekið eftir. Margir í hópunum hafa þegið af honum smágjafir sem hann hafði dundað sér við að tálga og skera út í skammdeginu hér heima, helst bréfa- hníf og pennastæði, sem við lítum á sem tryggðapant jafnt sem dýrgrip. Þau ágætishjón, Erlingur og Vil- borg, voru jafnan reiðubúin að taka þátt í undirbúningi fyrir ferðirnar okkar og skemmtanir og töldu ekkert eftir sér. Þau hafa sennilega verið virkustu félagarnir í þeim stóra hópi dugmikilla félaga. Fáir hafa sýnt okk- ur svo mikinn trúnað og traust sem Erlingur heitinn. Því eigum við þeim hjónum báðum mikið að þakka. Þau eignuðust stóran vinahóp innan fé- lagsskaparins, sem sakna mun Er- lings mikið. Og Vilborg mun áfram falla vel inn í hópinn þótt Erlingur verði ekki með nema í andanum. Það er alltaf mikill missir í hverjum félagsskap þegar þungavigtarmenn heltast úr lestinni. Þá myndast stórt skarð fyrir skildi. Ferðafélagar í Garðabakka. Elsku afi minn, ég skrifa þennan pistil til að minnast þín þar sem ég gat ekki komið að kveðja þig í Dómkirkjunni. En ég hugsaði til þín og var með ykkur í anda. Nú þegar þú ert farinn stendur það helst upp úr hvað þú ert alltaf nálægur og ljóslifandi í mínum huga. Líf þitt var mér innblástur til að lifa lífinu samkvæmt eigin sannfæringu og láta ekkert rugla hjá mér áttavit- ann. Heimilið ykkar ömmu var alltaf, og heldur áfram að vera, friðsæl höfn sem ég gat leitað í til að endurnýja kraftana og eiga góðar stundir. Sem lítil stelpa kom ég til ykkar á Ak- ureyri í sumarfríunum. Ég man eftir lyktinni af gróðrinum sem þú rækt- aðir í garðinum og ferðunum út í Úlfur Ragnarsson ✝ Úlfur Ragn-arsson læknir fæddist í Reykjavík 29. september 1923. Hann andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 10. janúar síðastliðinn og var jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík 18. jan- úar. náttúruna í kringum bæinn. Þá varst þú alltaf einhvers staðar álengdar með vatnslit- ina þína. Fullorðin kom ég til ykkar ömmu og við spjölluð- um saman yfir tebolla um sameiginlegt áhugamál okkar, sál- ina. Ég var ung og hélt að ég vissi allt – þú alltaf jafnþolinmóður við hrokafullan byrj- andann. Smátt og smátt gaukaðir þú að mér visku þinni í gegnum vel valdar bækur og lágt stemmdar athuga- semdir. Afi minn, þú dóst eins og þú lifðir, með reisn og sálarró. Bráðum kemur nýr drengur og ég mun reyna að kenna honum það sem þú kenndir mér. Myndirnar þínar og ljóðin þín verða hluti af lífi hans, svo þú munt halda áfram að lifa í huga þessa lang- afadrengs eins og þú gerir nú þegar í huga okkar allra. Elsku amma og all- ir hinir í fjölskyldunni, ég samhrygg- ist ykkur öllum, en samgleðst ykkur um leið, að hafa verið svo heppin að þekkja afa minn, Úlf Ragnarsson. Ásta Sólveig Georgsdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.