Morgunblaðið - 14.02.2008, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2008 31
Húsnæði í boði
Til leigu
aðstaða fyrir snyrtifræðing
Til leigu aðstaða fyrir snyrtifræðing sem vill
starfa sjálfstætt á snyrtistofu á 103 svæðinu í
Reykjavík. Frekari upplýsingar eru veittar í
síma 892 6962.
Fundir/Mannfagnaðir
Fræðslusjóður
brunamála
Brunamálastofnun
Skúlagata 21
101 Reykavík
Sími 591 6000
Fax 591 6001
www.brunamal.is
Skrifstofan er opin virka daga kl. 8-16
Brunamálastofnun auglýsir eftir umsóknum
um styrki úr Fræðslusjóði brunamála
Markmið sjóðsins er að stuðla að aukinni
þekkingu þeirra sem starfa að brunamálum á
sviði brunavarna og slökkviliðsstarfa.
Sjóðurinn greiðir styrki til rannsókna- og
þróunarverkefna, námskeiðsgjöld, ferða- og
dvalarkostnað, laun á námstíma og styrki
vegna námskeiða og endurmenntunar.
Brunamálastofnun annast úthlutun styrkja að
fenginni umsögn brunamálaráðs.
Nánari upplýsingar veita Elísabet Pálmadóttir
skólastjóri (elisabet@brunamal.is) og Pétur
Valdimarsson (petur@brunamal.is).
Umsóknir merktar "Fræðslusjóður brunamála
2008" skal senda til Brunamálastofnunar,
Skúlagötu 21, 101 Reykjavík, fyrir 15. mars 2008
á eyðublöðum sem fást á www.brunamal.is. Athygli
er vakin á því að styrkveiting fellur úr gildi ef styrkur
er ekki nýttur innan tveggja ára frá veitingu.
Allar umsóknir sem falla að markmiði
sjóðsins koma til álita. Í samvinnu við
IF Sikkerhetssenter í Noregi gengst
Brunamálastofnun fyrir 3 daga
námskeiði fyrir stjórnendur slökkviliða í
aðgerðum við eldsvoða í göngum.
Námskeiðið verður haldið haustið
2008. Slökkviliðsstjórar geta sótt um
styrk í sjóðinn til að standa straum af
hluta kosnaðar við námskeiðið.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á
þeim sjálfum, sem hér segir:
Asparfell 6, 205-1862, Reykjavík, þingl. eig. Stefán Helgi Einarsson,
gerðarbeiðendur Asparfell 2-12,húsfélag og Sýslumaðurinn á
Blönduósi, mánudaginn 18. febrúar 2008 kl. 10:30.
Faxafen 10, 222-6335, Reykjavík, þingl. eig. Iðnaðarmenn ehf,
gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn 18. febrúar 2008 kl.
14:30.
Í Elliðakotslandi Brú 125216, 208-4630, Mosfellsbæ, þingl. eig. Ingi-
veig Gunnarsdóttir, gerðarbeiðendur Glitnir banki hf og Sjóvá-Almen-
nar tryggingar hf, mánudaginn 18. febrúar 2008 kl. 11:30.
Laugarnesvegur 77, 201-6830, Reykjavík, þingl. eig. Guðmundur Rag-
nar Guðmundsson, gerðarbeiðendur Innheimtustofnun sveitarfélaga,
Reykjavíkurborg og Vátryggingafélag Íslands hf, mánudaginn 18.
febrúar 2008 kl. 14:00.
Sýslumaðurinn í Reykjavík,
13. febrúar 2008.
Fulltrúaráð
sjálfstæðisfélaganna
í Hafnarfirði
Fulltrúaráðsfundur
Opinn fundur í fulltrúaráði sjálf-
stæðisfélaganna í Hafnarfirði
verður haldinn fimmtudaginn
21. febrúar 2008 kl. 19.30 í Sjálf-
stæðishúsinu, Strandgötu 29,
Hafnarfirði.
Dagskrá:
1. Landsmálin - Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra.
2. Bæjarmálin - Haraldur Þór Ólason, oddviti
sjálfstæðismanna í Hafnarfirði.
3. Önnur mál.
Fundarstjóri Kristinn Andersen.
Stjórn fulltrúaráðsins.
Aðalfundur Germaníu
verður haldinn fimmtudaginn 28. febrúar 2008
kl. 20.00. Fundurinn fer fram á skrifstofu Þýsk
íslenska verslunarráðsins, Kringlunni 7, 7. hæð.
Dagskrá:
1. venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Stjórnin
Uppboð
Frímerkjasala, mynt/seðla og listaverkauppboð.
Austurströnd 1, 2. hæð, Seltjarnarnesi.
Sími 551-0550. Netfang: aa-auctions@simnet.is
Uppboð 17. febrúar
í Iðnó við tjörnina
Uppboðsdagskrá:
1. hluti kl. 12:00 Frímerki.
2. hluti kl. 13:30 Póstkort og mynt.
3. hluti kl. 14:30 Póstkortasafn Sigurðar
Örlygssonar.
4. hluti kl. 17:00 Bækur, málverk og aðrir
listmunir.
Allir velkomnir!
Arnason & Andonov ehf,
Austurströnd 1, 170 Seltjarnarnes
s.551-05 50, aa-auctions@simnet.is,
www.aa-auctions.is
Félagslíf
Samkoma í Háborg
Félagsmiðstöð Samhjálpar
Stangarhyl 3 kl. 20.00
Vitnisburður og söngur
Predikun Vilhjálmur Svan
Vilhjálmsson
Allir eru hjartanlega velkomnir
www.samhjalp.is
Landsst. 6008021419 Vll
Kl. 11 Brauðsbrotning
Ræðum.: Hafliði Kristinsson
12:30 Bible studies in English
in the main hall.
Kl. 16:30 Almenn samkoma
Ræðum.: Jón Þór Eyjólfsson
Gospelkór Fíladelfíu leiðir söng.
Aldursskipt barnakirkja, öll börn
1-13 ára velkomin.
I.O.O.F. 5 1881428
I.O.O.F. 11 1882148 Bk.FI.
HELGAFELL 6008021419 IV/V
Gleðilega páskahátíð!
Samkoma í kvöld kl. 20.
Umsjón: Björn Tómas Kjaran.
Hugvekja: Harold Reinholdtsen.
Opið hús kl. 16-17.30
daglega nema mánudaga.
Nytjamarkaður á Eyjarslóð 7
og fatabúð í Garðastræti 6,
opið alla virka daga kl. 13-18.
Raðauglýsingar 569 1100
✝ Þórir SigurðurJónsson fæddist
á Nýlendugötu í
Reykjavík 17. mars
1947. Hann lést á
Landspítalanum
miðvikudaginn 6.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Jón Ottó Rögnvalds-
son blikksmiður, f.
17. október 1906, d.
29. apríl 1980, og
Stefanía Ástrós Sig-
urðardóttir, f. 8.
september 1909, d.
22. september 1986. Systkini Þóris
eru Sigurður, f. 4. desember 1930,
d. 20. maí 1988, Kristín, f. 30. júní
1933, d. 20. september 2005, og
Rögnvaldur, f. 19. desember 1937.
Þórir kvæntist Þóru Kristínu
Vilhjálmsdóttur, f. 1. nóvember
Landhelgisgæslunni. Að því loknu
hóf hann störf hjá Menning-
arstofnun Bandaríkjanna og starf-
aði þar um árabil. Síðan réð hann
sig til starfa hjá Sigurplasti í
nokkur ár áður en hann flutt vest-
ur í Ólafsvík og gerðist þar um-
sjónarmaður kjötborðs í Kaup-
félagi Ólafsvíkur og sá þá meðal
annars um að afgreiða kost í skip-
in. Því næst flutti Þórir aftur til
Reykjavíkur og hóf störf sem
verslunarstjóri í SS-versluninni á
Skólavörðustíg og starfaði þar í
um tvö ár. Þá flutti hann búsetu í
Borgarnes og gegndi þar stöðu að-
stoðarverslunarstjóra í Kaup-
félagi Borgfirðinga um tíma. Að
því loknu flutti Þórir aftur til
Reykjavíkur þar sem hann gegndi
ýmsum störfum; var bílstjóri hjá
bandaríska sendiráðinu, við vöru-
móttöku í Hagkaupum á Eiðs-
granda, kjötmaður í Þinni verslun
í Breiðholti, hjá Gámaþjónustunni
og að síðustu starfaði hann við
plastiðnað hjá Reykjalundi.
Útför Þóris fer fram frá Lang-
holtskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
1945. Þau eiga þrjú
börn: Hildi Borg, f.
24. apríl 1972, og tví-
burana Arnar Má og
Borgar Þór, f. 23.
október 1973. Fyrir
átti Þóra Kristín
dótturina Borghildi
Ísfeld Magnúsdóttur,
f. 9. janúar 1968.
Þórir og Þóra Kristín
skildu.
Árið 1980 kvæntist
Þórir Jónu Guðna-
dóttur, f. 27. desem-
ber 1955. Þau eiga
tvö börn: Þóri Reyni Þórisson, f.
23. júní 1978, og Karólínu Stefaníu
Þórisdóttur, f. 15. maí 1992.
Þórir fæddist á Nýlendugötu 4
og ólst upp í Vesturbænum. Þórir
fór snemma til sjós og sigldi þá
með Skógafossi og seinna með
Elsku pabbi, nú kveðjum við þig í
hinsta sinn. Við eigum margar góð-
ar minningar.
Þú sast aldrei auðum höndum,
alltaf að gera eitthvað. Oft var farið
upp í búðstað og grillað, svo þurfti
að saga við í eldavélina og kynda
húsið. Eða labbitúrarnir með gamla
hundinn okkar Colla, eða Justinn,
sem eru báðir farnir. Síðasta ferðin
sem við fórum var núna um jólin til
Kanarí, sem gaf okkur öllum mikið.
Að geta verið með bróður þínum og
fjölskyldu þeirra, við munum alltaf
geyma þær minningar í hjarta okkar.
Ekki grunaði okkur að þú færir frá
okkur svona fljótt en þú varst með al-
varlegan sjúkdóm sem tók þig svo frá
okkur.
Elsku pabbi, Guð geymi þig.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Karólína og Þórir Reynir.
Ég ætla að minnast með nokkrum
orðum mágs míns sem andaðist langt
um aldur fram aðeins 60 ára að aldri.
Þórir var mikill náttúruunnandi.
Hans bestu stundir voru uppi í sum-
arbústað við Elliðavatn. Þar eyddi
hann ófáum stundum með hamar eða
sög í hendi. Ekki var leiðinlegt að fá
sér göngutúr við Elliðavatn og enda í
kaffi hjá hjónunum í Birkihlíð, þeim
Þóri og Jónu. Alltaf var tekið á móti
öllum með ljúfmennsku, kynt upp í
kabyssunni, kaffi hitað og mikið rætt
og spjallað.
Ekki var Þórir mikið fyrir að safna
að sér veraldlegum auð, hafði ekki
áhyggjur af því að verðbólgan væri að
éta upp spariféð eða hlutabréfin væru
að falla. En hann kunni að meta þann
auð sem lífið færir okkur á degi hverj-
um, sjá sólina koma upp á morgnana,
gróðurinn lifna við á vorin, Elliða-
vatnið glitra í sólinni og vera í sam-
vistum við fjölskyldu sína sem hann
var svo stoltur af.
Síðastliðin jól og áramót vorum við
saman á Kanarí með fjölskyldum okk-
ar. Ánægjuleg ferð sem tengdi fjöl-
skyldur okkar betur saman. Áttum
þar góðar stundir í sólskini og góðu
yfirlæti þó einnig hafi verið erfiðar
stundir vegna veikinda Þóris.
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Færi Jónu og börnum og öðrum að-
standendum innilegar samúðarkveðj-
ur. Blessuð sé minning Þóris Sigurð-
ar Jónssonar.
Ásdís mágkona.
Enginn veit sína ævi fyrr en öll er,
segjum við oft og er það sennilega
okkur fyrir bestu. Að ljúka sinni jarð-
vist rétt rúmlega sextugur er eitthvað
sem ég held að Þóri mínum hafi ekki
dottið í hug hvað þá okkur hinum. Líf-
ið er hverfult, það eitt er víst. Þórir
greindist með krabbamein seint á síð-
asta ári og við tók hefðbundin með-
ferð. Er hlé varð á meðferðinni fóru
þau hjónin til Kanaríeyja yfir jólin.
Kannski var það fyrirboði en erfið-
lega gekk að lenda flugvélinni er heim
kom, þurfti tvær tilraunir og mikil
skelfing greip um sig um borð. Er
heim kom tóku við ferðir inn og út af
spítala.
Þórir er í minningunni ljúfur
drengur og hjartans maður og dag-
farsprúður. Hafðu þökk, kæri vinur,
fyrir allar okkar samverustundir,
minning þín lifir.
Jónu systur og börnum þeirra og
fjölskyldu votta ég alla mína samúð.
Guð varðveiti ykkur öll á örlaga-
stundu.
Ég kveð þig að sinni, kæri mágur.
Halldór Guðnason.
Þórir Sigurður
Jónsson
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum.
Minningargreinar