Morgunblaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand GRETTIR, ÉG FANN LEIÐ TIL AÐ HALDA MÉR KÖLDUM... ÉG SETTI FROSINN KJÚKLING Í BUXURNAR MÍNAR HANN ÞIÐNAR EKKI FYRR EN EFTIR MARGA KLUKKUTÍMA ÉG VERÐ EKKI HÉR ÞEGAR ÞAÐ GERIST BLESS! HAFÐU ÞAÐ GOTT! TAKK FYRIR ALLT SAMAN! SJÁUMST Á NÆSTA ÁRI, MIKLA GRASKER! VIÐ HVERN ER ÉG AÐ TALA? KALVIN, VILTU EKKI FARA ÚT MEÐ RUSLIÐ? FARA ÚT MEÐ RUSLIÐ?!? ER ÉG NÝI ÞRÆLLINN ÞINN?!? AF HVERJU GETUR ÞÚ EKKI BARA GERT ÞAÐ SJÁLF?!? ALLT Í LAGI! ÉG SKAL FARA ÚT MEÐ RUSLIÐ EF ÞÚ TEKUR TIL Í HERBERGINU ÞÍNU, ÞVÆRÐ FÖTIN ÞÍN, ELDAR MATINN ÞINN, TEKUR UPP DÓTIÐ ÞITT OG HENDIR DRASLINU SEM ÞÚ SKILUR EFTIR ÞIG, DAG EFTIR DAG EFTIR DAG! SUMAR KONUR ÆTTU ALDREI AÐ VERÐA MÆÐUR ÞARNA KEMUR SNUÐI LÁVARÐUR. HANN ER EINN AF ÞESSU FÓLKI SEM FÆÐIST MEÐ SILFURSKEIÐ Í MUNNINUM ÉG VEIT... EN ÞAÐ ÆTTI EINHVER AÐ SEGJA HONUM AÐ TAKA HANA ÚT ÚR SÉR VILTU HÆTTA AÐ RAULA STEFIÐ ÚR „JAWS“?!? TÓKSTU KRAKKANA MEÐ ÞÉR Í VINNUNA JÁ, HVORKI ÉG NÉ ADDA GÁTUM VERIÐ HEIMA OG VIÐ FUNDUM ENGA BARNAPÍU EKKERT MÁL. ÞAU ERU BÚIN AÐ VERA RÓLEG ÉG BAÐ EINN AF BÍLSTJÓR- UNUM AÐ HAFA AUGA MEÐ ÞEIM. ÞAÐ GENGUR BARA ÁGÆTLEGA ERUÐ ÞIÐ BÚIN AÐ LÆRA ÞETTA? VIÐ SKULUM HENDA ELDSPÝTUNUM OG SPILA UPP Á ALVÖRU PENING EFTIR AÐ BÍLSTJÓRI NÖRNU LEMARR JÁTAÐI... ER KÓNGULÓARMAÐURINN EKKI LENGUR GRUNAÐUR UM AÐ HAFA REYNT AÐ DREPA MARY JANE PARKER... FLOTT! EN HANN BRAUST ENGU AÐ SÍÐUR INN Í MYNDVERIÐ ÉG VAR AÐ LEITA AÐ VÍSBENDINGUM! SVONA, SVONA dagbók|velvakandi Opið bréf til forseta Íslands og dómsmálaráðherra Tilefni þess sem hér er um að ræða er réttur hlutafélaga til eignaupp- töku á eigum minnihluta án sam- þykkis þeirra og þrátt fyrir marg- ítrekuð mótmæli, þar sem það ekki styðst við styrkari stoð en að vera talinn réttur löggjörningur. Leitað var álits nokkurra landskunnra lög- fræðinga um staðfestingu á heimild laga til umræddrar eignaupptöku, m.a. í opnu bréfi til dómsmálaráð- herra í Morgunblaðinu í maí sl., einnig haft tal af lagaprófessor við háskóla, hæstaréttardómara, hér- aðsdómslögmann, ásamt nokkrum fleiri lögmönnum. Svör allra til- nefndra viðmælenda voru á einn og sama veg, umbeðin staðfesting krefðist úrskurðar dómstóla, sem væri dýrt og tímafrekt, þar sem aug- ljóst má vera, að umræddur lög- gjörningur, sem aðeins er talinn vera réttur án staðfestingar á að svo sé. Svo komist verið hjá málaferlum, ef þess er kostur, er óhjákvæmilegt að fá svör við eftirfarandi spurning- um. Því beinum við sem hér eigum hlut að máli þeim tilmælum til hátt- virts forseta lands og þjóðar Ólafs Ragnar Grímssonar, að hann svari eftirfarandi spurningu; Er 72 g. stjórnarskrár, þar sem segir, “eignarréttur er friðhelgur“, er hún í gildi eða fallin úr gildi? Háttvirtur dómsmálaráðherra Björn Bjarnason er beðinn um að svara eftirfarandi: Viðurkennir dómsmálaráðherra og ráðuneyti eignarupptöku lögskráðra smáeig- endahluta einstaklinga á því, sem talinn eru lög án sönnunar á því að svo sé? Ber dómsmálayfirvöldum ekki skylda til þess að upplýsa að- spurð hvað séu rétt lög hverju sinni? Fari svo að neyðst verði til þess að leita úrskurðar dómstóla hvort held- ur er innanlands eða utan er hér með mælst til að þess að undirrit- aður fái fallist á samþykki fyrir gjaf- sókn í málinu. Magnús Ó. Jónsson, Stykkishólmi. Er borgin að spara sand og salt? Það er búið að vera hróplegt ástand undanfarið, meira en venjulega. Ég sem bréfberi er á góðum skóm og ætla ekki að vera vorkenna sjálfri mér, en ég vorkenni gamla fólkinu og mæðrum með börnin sín sem komast ekki lönd né strönd í þessari hálku. Mig langar að lýsa einnig óánægju minni yfir þessari borgarstjórn sem er ekki að standa sig. Þeim er ekki annt um atkvæðin sín, alla veganna sýnist mér það ekki. Ásta Lilja Kristjánsdóttir, bréfberi í hverfi 28. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Í dag er Valentínusardagurinn eða dagur elskenda sem haldinn er hátíð- legur í henni stóru Ameríku. Presturinn Valentínus var titlaður verndari elskenda og dagurinn haldinn honum til heiðurs. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Blóm við tækifæri MÁLÞING með yfirskriftinni Réttur til menningar – íslenskur menningararfur í ljósi hnattvæð- ingar verður haldið í Listaháskóla Íslands á fimmtudag kl. 10. Málþingið er hluti málfundarað- ar sem utanríkisráðuneytið efnir til í samvinnu við alla háskóla lands- ins til að hvetja til aukinnar um- ræðu um alþjóðamál á Íslandi. Fyrirlesarar ræða út frá sjón- arhornum fræða og lista um ís- lenskan menningararf með áherslu á réttinn til afnota. Álitamál verða rædd s.s. höfundaréttur á menn- ingararfi, réttindi og skyldur þegna til menningararfsins, áhrif hnattvæðingar og tengsl átaka og menningar í því sambandi. Segja má að átakalínur í heiminum í dag markist að miklu leyti af menningu og sjálfsmynd, ekki síst fyrir til- stilli hnattvæðingar og aukinna ná- inna samskipta milli fólks af ólíkum uppruna. Listir og menning eru einn sá brunnur sem leitað er í við sköpun sjálfsmyndar, en réttur einstaklinga til að gera tilkall til menningararfs er ekki alltaf aug- ljós. Ræðumenn á málþinginu verða Hjálmar H. Ragnarsson rektor Listaháskóla Íslands, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráð- herra, Eiríkur Tómasson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri STEFs, Ólafur Rastrick sagnfræðingur, dr. Sveinn Einarsson leikstjóri og fyrrv. stjórnarmaður UNESCO í París og Guðmundur Oddur Magn- ússon, prófessor í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Í tengslum við málþingið sýna nemendur í vöruhönnun við Listaháskólann afrakstur úr nám- skeiðinu „Íslensk menning er sér- stakur hljómur“, sem haldið hefur verið undanfarin ár í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands. Verður sýningin í Kubbnum, sýningarsal myndlistardeildar skólans. Málþing um íslensk- an menningararf Vantaði nöfn í myndatexta Á mynd sem fylgdi frétt sem birtist á blaðsíðu 8 í Morgunblaðinu í gær um fyrirtækið Aðstoð og öryggi vantaði nöfn mannanna sem sjást á myndinni. F.v. Sigurjón Andrésson, markaðsstjóri Sjóvár, og Ómar Þ. Pálmason, forstöðumaður Aðstoðar og öryggis. LEIÐRÉTT ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.