Morgunblaðið - 14.02.2008, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2008 43
GOTT ef Ástríkur á Ól-
ympíuleikunum var ekki
fyrsta bókin sem ég las
um Gaulverjana knáu og
eilífar útistöður þeirra við Rómverja
og fleiri óprúttin yfirvöld. Bókin er
eins og þær flestar, ferlega fyndin
og ég fer ekki ofan af því að kemp-
urnar taka sig best út á pappírnum,
skiptir ekki máli þó að sjálfur Spiel-
berg sé með áætlanir á prjónunum
um Hollywood–útgáfu.
Ástríkur á Ólympíuleikunum er
þriðja kvikmyndagerðin um þá fé-
laga Ástrík (Cornillac) og Steinrík
(Depardieu), á undanförnum árum.
Að þessu sinni gerast þeir fóstbræð-
urnir styrktaraðilar og töfralyfs-
byrlarar piltsins Alafolix (Stéphane
Rousseau), sem skráir sig í keppni á
Ólympíuleikunum í Grikklandi. Í og
með til að vinna hjarta Irinu prins-
essu, í og með til að sigra hinn slæg-
vitra ódám, Brútus, son Sesars keis-
ara.
Það er ánægjulegt að sjá gömlu
stórstjörnunum Delon og Cassel
bregða fyrir en þriðja myndin er
nokkuð síðri en sú fyrsta (Ástríkur
og Kleópatra), en mun hressari en
Ástríkur og víkingarnir, sem var
frumsýnd fyrir tveimur árum. Eld-
steikt villisvín og töfraseyðið góða
kemur mikið við sögu (þó að vafa-
samir orkudrykkir séu vitaskuld
bannaðir á tímum Gaulverja líkt og í
dag), og Brútus er ágætur skemmti-
kraftur. Laddi afgreiðir titil-
persónuna eins og honum er einum
lagið og raddsetningin yfir höfuð
góð. Nokkuð langdregin mynd sem
virkar best á yngri börnin sem eiga
góða stund yfir þessum sjarmerandi
félagsskap.
Styrktaraðilar:
Steinríkur og félagar
KVIKMYND
Laugarásbíó, Smára-
bíó, Háskólabíó, Borg-
arbíó Akureyri og Sam-
bíóin Keflavík.
Leikstjóri: Frédéric Forestier.
Með íslenskri talsetningu.
Aðalraddir: Þórhallur Sigurðs-
son, Pálmi Gestsson, Pétur
Einarsson, Hjálmar Hjálm-
arsson, Víðir Guðmundsson
ofl. Aðalleikarar Clovis
Cornillac, Gerard Depardieu,
Alain Delon, Jean–Pierre Cas-
sel. 115 mín. Frakkland o.fl.
2008.
Ástríkur á Ólympíuleikunum /
Astérix aux jeux olympiques
bbmnn
Gamlar stórstjörnur „Ástríkur á Ólympíu-
leikunum er þriðja kvikmyndagerðin um þá fé-
laga (Ástrík og Steinrík, á undanförnum árum.“
Sæbjörn Valdimarsson
Grímsey
Hofsjökull
Húnaflói
Blöndulón
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Hofsjökull
Stærsta GSM þjónustusvæðið
Stórtíðindi úr
Skagafirðinum
Gríptu augnablikið og lifðu núna
Ung kona staðhæfir að hún hafi náð GSM sambandi á
bóndabýli foreldra sinna í Skagafirðinum. Það þykir
ótrúlegt, enda hefur ekki náðst slíkt samband þar áður –
svo lengi sem elstu menn muna. Eina tiltæka skýringin er
sú að stúlkan hefur yfir að ráða farsíma frá Vodafone.
– Sönn saga frá 1414.
Með tilkomu langdræga GSM kerfisins býður Vodafone
nú stærsta GSM þjónustusvæðið á Íslandi. Skiptu yfir
til Vodafone, án þess að skipta um símanúmer, með einu
símtali í 1414 – strax í dag.