Morgunblaðið - 14.02.2008, Blaðsíða 44
FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 45. DAGUR ÁRSINS 2008
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Funda um stöðuna
Ríkisstjórnin ræðir við aðila fjár-
málamarkaðarins í dag um hvernig
draga megi úr neikvæðum afleið-
ingum hugsanlegrar lánsfjárkreppu á
alþjóðamörkuðum. »Forsíða
Selja hlut í Geysi Green
FL Group hefur selt hlut sinn í
Geysi Green Energy. Glitnir banki,
Atorka Group og fleiri keyptu fyrir
um 10,5 milljarða króna. »2
Mesta tap í sögunni
Tap FL Group á síðasta ári nam
67,2 milljörðum króna. Það er mesta
tap íslensks fyrirtækis á einu ári.
»Viðskipti
Skriður í kjaramálum
Forystumenn landssambanda ASÍ
hitta fulltrúa SA í dag. Sameiginlegur
útgangspunktur náðist í gær og eru
aðilar bjartsýnir á framhaldið. »4
Óstöðvandi?
Barack Obama hefur nú sigrað í
átta forkosningum í röð. Baráttunni
er ekki lokið, en Hillary Clinton þarf
að sigra í Texas og Ohio til að halda
velli. »Erlent
SKOÐANIR»
Staksteinar: Deginum ljósara
Forystugreinar: Viðbrögð við
lánsfjárkreppu | Margt smátt gerir
eitt stórt
Ljósvaki: Ótrúlegt metnaðarleysi
UMRÆÐAN»
Vilhjálmur á að segja af sér
Raunir í Reykjavík
Að gera upp söguna
Prestssetrið Laufás í Eyjafirði
Sneru Davíð Oddssyni til vinstri
Höll fyrir hina ríku og frægu
Greindir lesendur
Mun lægðin dýpka enn meira?
VIÐSKIPTI »
3
3%%
3
3
3
3%
3
3
4
+5#&
. #*
+
6##$#.7 #
3
3 3
3%
3
3%
3
3
- 8 "1 &
3
3
3 3
3%
3
3
9:;;<=>
&?@=;>A6&BCA9
8<A<9<9:;;<=>
9DA&8#8=EA<
A:=&8#8=EA<
&FA&8#8=EA<
&2>&&A$#G=<A8>
H<B<A&8?#H@A
&9=
@2=<
6@A6>&2*&>?<;<
Heitast 7°C | Kaldast 3°C
Suðaustan 8-15
metrar á sekúndu og
rigning vestanlands.
Súld sunnan til en ann-
ars úrkomulítið. » 10
Krúttmennið Borko
safnar sköpunar-
verkum undanfar-
inna ára saman á
fyrstu breiðskífuna
sína. »36
TÓNLIST»
Platan
loksins klár
KVIKMYNDIR»
Velgengni Mýrarinnar
ryður veginn. »38
Eiturhress og hlát-
urmildur hlaupa-
gikkur með sleða í
eftirdragi mun sjást
víða um landið á
næstunni. »39
FÓLK»
Hress á
hlaupunum
FÓLK»
Ósóma-búðin hættir um
óákveðinn tíma. »36
TÓNLIST»
Pärt og Palli á tónleikum
kammerkórs. »41
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Þyngsti maður heims léttist …
2. Fannst látinn á Jótlandi
3. Heyrði hálsinn brotna
4. Talinn hafa látist af slysförum
Íslenska krónan styrktist um 0,08%%
HROSSAHÓPUR var ofan við Varmahlíð í Skagafirði að nasla í heyrúllu í
hraglandanum á dögunum. Þau létu hryssingslegt veðrið ekkert á sig fá,
enda höfðu þau nóg að éta og eflaust góð vörn í vetrarhárunum.
Gunnar Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Húnaþings
og Stranda og ráðunautur í hrossarækt, sagði að ef hestar hefðu nóg að éta
og skjól þá væsti ekki um þá úti. Þeir væru ekkert betur settir inni, enda
varla nema brúkunarhross tekin á hús. Hann sagði mikilvægt að eigendur
hesta fylgdust vel með þeim og að þeir hefðu gott skjól og nóg að éta.
Mikilvægt að eigendur hesta fylgist með að þeir hafi skjól og nóg að éta
Éta heyið í harðindunum
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
VIÐ vorum sjö í úrslitunum í keppni um að fá að spila
Bartók-píanókonsert nr. 3 með hljómsveit skólans í
Avery Fisher Hall, risastórum sal New York Fílharm-
óníunnar. Við spiluðum hvert á eftir öðru og ég vann,“
segir Víkingur Heiðar Ólafsson sem þótti bestur bestu
píanónemenda Juilliard-tónlistarskólans í New York í
túlkun sinni á verki Bartóks, en skólinn er í metum sem
einn besti, ef ekki besti tónlistarskóli sem um getur.
Keppnin fór fram fyrir helgi, en tónleikarnir í Avery
Fisher Hall verða 31. mars. Stjórnandi á þeim verður
Roberto Abbado, sem virðist ekki ætla að gefa föður
sínum, Claudio Abbado, neitt eftir í frama á stjórn-
andapallinum. „Þetta er geggjað – hann er að stjórna á
Metropolitan og ég hef bara heyrt góða hluti um hann.“
Í dómnefnd voru þrír þekktir píanóleikarar; Barry
Snyder – hann hélt tónleika í Salnum fyrir þrem árum;
Alan Feinberg, sérfræðingur í samtímatónlist, og Phil-
lip Kawin, en hann er prófessor við annan víðfrægan
skóla, Manhattan School of Music. „Ég fann næstum til
með þeim að þurfa að hlusta á sama Bartók-konsertinn
sjö sinnum í röð. En það er frábært fyrir mig að fá
svona stórt tækifæri rétt áður en ég klára skólann.“ Og
hvað sögðu dómararnir við Víking? „Þeir voru hrifnir
af tóninum mínum og fjölbreytni í túlkuninni.“
Minnstu munaði að Víkingur Heiðar yrði ekki með í
keppninni. „Ég var með kammertónleika hér heima um
daginn, og þegar ég kom út var ég ekkert ákveðinn í að
fara í keppnina. Það voru allir löngu byrjaðir að æfa og
ég var síðastur í gang. En ég tók brjálaða törn og æfði
mig óhemju mikið í þrjár vikur – og þetta gekk upp.“
Víkingur kemur heim í dag en á þriðjudagskvöld spilar
hann í Salnum með flautuleikaranum Denis Bouriakov.
„Ég hef ekki hitt hann en hef heyrt að hann sé frábær.“
Víkingur Heiðar sigraði í
einleikarakeppni í Juilliard
Árvakur/Eyþór
Víkingur Gagnrýnendur völdu tónleika hans með Sin-
fóníuhljómsveit Íslands í september þá bestu 2007.
Spilar undir stjórn Roberto
Abbado í Avery Fisher Hall
EINNAR
klukkustundar
vinna við að snúa
Davíð Oddssyni
til vinstri. Þannig
hljóðaði reikning-
urinn sem Auður
Hallgrímsdóttir
fjármálastjóri
sendi Ráðhúsi
Reykjavíkur í
fyrra.
Kom þetta fram á fundi Samtaka
iðnaðarins í vikunni undir yfirskrift-
inni Virkjum kraft kvenna í iðnaði en
um fjórðungur þeirra sem starfa í
iðnaði er konur. | Viðskipti
Davíð snúið
til vinstri
Davíð Oddsson
BRÆÐURNIR Arnar og Bjarki
Gunnlaugssynir, sem lagt hafa
knattspyrnuskóna á hilluna og snúið
sér alfarið að viðskiptum, hafa ásamt
Birni Steinbekk og fleiri fjárfestum
stofnað félag um byggingu umhverf-
isvænna einbýlishúsa á South-Beach
í Miami á Flórída. Byrjað verður á
1.100 fermetra einbýlishúsi þar sem
ásett verð er 18 milljónir dollara,
jafnvirði um 1.200 milljóna króna.
Húsið er hannað af Tryggva Þor-
steinssyni arkitekt og Erlu Ingjalds-
dóttur innanhússhönnuði. Á sama
svæði hafa auðugir og þekktir ein-
staklingar komið sér vel fyrir, sem
yfirleitt greiða þessi hús út í hönd og
taka ekki húsnæðislán. | Viðskipti
Reisa glæsi-
villu á Miami
♦♦♦