Morgunblaðið - 18.02.2008, Page 8
8 MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
KJARASAMNINGAR aðildarsamtaka Alþýðu-
sambands Íslands (ASÍ) og Samtaka atvinnulífs-
ins (SA) voru undirritaðir í gærkvöldi. Í þeim er
kveðið á um miklar hækkanir lægstu launa með
töluverðri hækkun kauptaxta og launabreytingar
fyrir þá sem setið hafa eftir „í launaskriði und-
anfarinna missera,“ eins og segir í kynningu ASÍ á
efnisatriðum samninganna.
Samningarnir fela m.a. í sér hækkun almennra
launataxta um 18 þúsund kr. við undirskrift,
13.500 kr. árið 2009 og 6.500 kr. árið 2010. Launa-
taxtar iðnaðarmanna og skrifstofufólks hækka um
21 þúsund kr. við undirskrift, 17.500 kr. árið 2009
og 10.500 kr. árið 2010. Þeir sem hafa verið í starfi
hjá sama atvinnurekanda og hafa ekki fengið að
lágmarki 5,5% launahækkun frá 2. janúar 2007 til
undirritunar samninga fá það sem á vantar.
Örorku- og dánarbætur hækka
Forsendur kjarasamninganna eru að kaupmátt-
ur launa haldist eða aukist og að verðbólga lækki.
Standist þær forsendur framlengjast samningarn-
ir til loka nóvembermánaðar árið 2010.
Allir kjarasamningarnir fela í sér lengingu or-
lofs. Starfsmönnum er heimilt að fá launað frí til
að sækja starfsmenntanámskeið og komi til upp-
sagnar eiga þeir rétt á viðtali við atvinnurekanda
um ástæður uppsagnarinnar. Þá er heimilt með
samkomulagi að fá hluta fastra mánaðarlauna
greiddan í erlendum gjaldmiðli.
Töluverðar breytingar voru gerðar á trygging-
um vegna vinnuslysa. Tryggingarnar verða víð-
tækari og munu flestar tryggingafjárhæðir hækka
umtalsvert. T.d. hækkar grunnfjárhæð örorku-
bóta í 11,4 millj. og geta þær hæst orðið 31,35 millj.
Dánarbætur munu hækka í flestum tilfellum.
Þá verður unnið að þróun vottunarferlis sem
felur í sér vottun á framkvæmd stefnu um launa-
jafnrétti og jafna möguleika kynjanna til starfa.
Kauptaxtar og trygg-
ingafjárhæðir hækka
Árvakur/Árni Sæberg
Klappað og klárt Brúnin léttist á samningamönnum í gærkvöldi þegar skrifað var undir kjarasamninga í Karphúsinu, enda langri samningalotu lokið. Vilhjálmur Egilsson, Samtökum atvinnu-
lífsins, Ingimundur Sigurpálsson, SA, Grétar Þorsteinsson, ASÍ, og Ingibjörg R. Guðmundsdóttir vörpuðu öndinni léttar. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari brosti líka.
Almennir launataxtar hækka um 18 þúsund Orlof lengist í 30 daga Slysa-
tryggingar aukast Heimilt að fá hluta launa greiddan í erlendum gjaldmiðli
„ÞAÐ hefur
reynt á sam-
skiptin inn á við
hjá okkur, ekki
síst þegar svona
mismunandi er
hvað hópar innan
okkar vébanda fá
í sinn hlut. Einnig
hefur verið æði
mikið af sérkröfum á sameiginlegu
borði ASÍ. Ekki hefur verið fallist á
allt, en þetta hefur tekist ansi vel,“
segir Grétar Þorsteinsson, forseti
ASÍ. „Maður metur heildina í lokin,
hún er ásættanleg. Auðvitað á þetta
aðdraganda, við tökum ekki bara við
yfirlýsingu í stjórnarráðinu og för-
um svo að lesa hana. Þarna hafa ver-
ið samskipti á milli,“ segir hann um
yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.
Grétar Þorsteinsson
Þetta hefur
tekist ansi vel
VILHJÁLMUR
Egilsson, fram-
kvæmdastjóri
SA, segir yfirlýs-
ingu ríkisstjórn-
arinnar frá í gær
skýr skilaboð.
„Ég álít að með
sinni yfirlýsingu
gefi ríkisstjórnin
Seðlabankanum mjög skýr boð um
hvernig haga eigi stefnunni. Hún
segir samningana fallna til að auka
stöðugleika, og nú skuli lækka
vexti,“ segir hann. Einnig er hann
sérstaklega ánægður með lækkun
tekjuskatts á fyrirtæki, eins og SA
hafi haft frumkvæði um. „Við vild-
um hækka lægstu laun. Það er gott
að taka þátt í því. Ég held að það sé
merkilegt í sögu kjarasamninga á
Íslandi að tekist hafi að semja án
þess að það væru almennar hækk-
anir yfir línuna óháð launum fólks,“
segir Vilhjálmur.
Vilhjálmur Egilsson
Skýr boð um
vaxtalækkun
„ÞETTA er það
sem er hægt að fá
út úr samningum
án átaka á þess-
um tímapunkti,“
segir Finnbjörn
A. Hermannsson,
formaður Sam-
iðnar. Við erum
að telja í okkur að
vera ánægðir með þessa samninga
og mæla með þeim við okkar fé-
lagsmenn,“ segir hann. Um þátttöku
ríkisstjórnarinnar segir hann að stór
hluti hennar sé ekki nýr, heldur sé
verið að tímasetja áður ákveðna
hluti. „Þó eru þarna hlutir sem við
metum mikils, eins og átak til að
minnka hlutfall þeirra sem hafa litla
menntun á vinnumarkaði, sem er að
okkar frumkvæði.“ Hann hefði einn-
ig viljað sjá meiri breytingar á
vaxtabótum, þar sem hátt hlutfall fé-
lagsmanna er millitekjufólk, sem
komið er upp úr skerðingarmörkum
fyrir löngu. „Meiri hækkun hefði
komið okkur til góða.“
Finnbjörn Hermannsson
Átak í
menntamálum
„ÉG tel að þetta
séu um margt
ágætir samn-
ingar. Þeir skila
rúmlega 30%
hækkun á lægstu
töxtum hjá okk-
ur,“ segir Sig-
urður Bessason,
formaður samn-
inganefndar Eflingar og Flóafélag-
anna. „Einnig eru fjölmargir aðrir
þættir í samningunum sem eru verð-
mæti í fyrir okkur,“ segir hann og á
þar m.a. við viðbótarorlofsdaga og
tryggingamál. „Heildaráferðin á
samningnum gengur út á að laga
sérstaklega til í umhverfi þeirra sem
setið hafa eftir í launaskriði und-
anfarinna ára og ég held að þau
markmið séu að stærstum hluta að
nást.“
En hvað um þátttöku ríkisins?
„Helstu vonbrigðin eru hvað aðgerð-
irnar í skattamálum koma seint og
að breytingar í vaxtabótum séu ekki
meiri. En þarna er ýmislegt gott svo
sem umbætur í fræðslustarfi og
lagfæringar á barnabótum sem eru
verulega góðar.“
Sigurður Bessason
30% hækkun
hjá Eflingu og
Flóafélögum
„MEGINMARK-
MIÐ okkar var
að fá þeim sem
hafa lægst laun
sérstakar hækk-
anir og tryggja
þeim sem höfðu
setið eftir í
launaþróun ein-
hverja úrlausn,
ásamt því að fjölga orlofsdögum og
bæta slysaréttinn. Við erum að ná
þessum meginmarkmiðum og erum
því bara þokkalega sátt,“ segir
Gunnar Páll Pálsson, formaður VR.
Um aðgerðir ríkisstjórnarinnar
segir hann þær vera í samræmi við
óskir sínar, þó í annarri útfærslu
sé. „Samningarnir kveða ekki á um
almennar kauphækkanir til allra
heldur svokallaða kaupmátt-
arþróunartryggingu. Þetta útspil
með hækkun á skattleysismörkum
tryggir öllum vissa skattalækkun
og auðveldar okkur að fara þessa
leið,“ segir Gunnar Páll.
Gunnar Páll Pálsson
Hækkanir,
orlofsdagar og
slysaréttindi
GUÐMUNDUR
Gunnarsson, for-
maður Rafiðn-
aðarsambands Ís-
lands, segist
þokkalega sáttur,
þrátt fyrir að
sumir félags-
manna hans fái
litlar hækkanir í
samningunum.
„Það er verið að framkvæma það
að spýta vel í lófana hvað lægstu
laun varðar. Fyrir okkur iðn-
aðarmenn skiptir það miklu máli, því
hér hefur verið mikið af erlendu
vinnuafli sem alltaf er sett á lægstu
taxta. Því skiptir það máli fyrir okk-
ur að færa taxtana upp. Í launa-
hækkunum erum við ekki að bera
mikið úr býtum, en það mun samt
sem áður skila sér til okkar. Eftir
samningana standa mínir fé-
lagsmenn betur að vígi í samkeppn-
inni við erlent vinnuafl en áður.“
Hann segir hækkun ríkisstjórn-
arinnar á skerðingarmörkum barna-
bóta sérlega jákvæða en sambæri-
lega hækkun í vaxtabótakerfinu
langt undir væntingum. „Ég hefði
viljað sjá þau fara miklu hærra,“
segir Guðmundur.
Guðmundur Gunnarsson
Stöndum bet-
ur að vígi í
samkeppninni
„HEILT yfir tek-
ið fer ég sáttur
héðan úr Karp-
húsinu og hlakka
til að kynna þetta
félagsmönnum
okkar, sú vinna
er að hefjast
núna,“ segir
Kristján G. Gunn-
arsson, formaður Starfsgreina-
sambandsins. „Það er verulega góð-
ur láglaunafókus á samningnum.
Einnig er þar sanngirni gætt og fáir
fara óbættir frá borði. Ég er fullviss
um að hann fær góðar móttökur hjá
félagsmönnum.“
Hann kveður margt jákvætt í yf-
irlýsingu ríkisstjórnarinnar. „Skatt-
leysismörk gætu þokast upp í
120.000 á samningstímanum ef fram
heldur sem horfir varðandi verð-
bólgu. Við höfðum meiri væntingar
hvað þennan lið varðar, en þetta er
niðurstaðan og hana verðum við að
vinna með.“ Honum líst vel á hækk-
un skerðingarmarka í barnabótum
en hefur vissar áhyggjur af því að
fleiri lánsvilyrði um félagslegt hús-
næði skili sér ekki í fleiri íbúðum.
„Síðasti punkturinn í yfirlýsingu
ríkisstjórnarinnar um breytingu á
skaðabótalögum er afar mikilvæg
réttarbót fyrir þá sem lenda í slys-
um. Ég er einna kátastur með það
ákvæði,“ sagði Kristján.
Kristján G. Gunnarsson
Hlakkar til
að leggja fyrir
félagsmenn