Morgunblaðið - 18.02.2008, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2008 11
FRÉTTIR
Ekki er ólíklegt að gjaldtaka fyrir losunkoldíoxíðs muni skila sér í matarverð-inu og leiða til hækkunar. Umræðanum mengun frá landbúnaði mun
aukast sem og þrýstingurinn á að minnka kjöt-
neysluna af umhverfisástæðum.
Þetta er mat Hennings Steinfelds, sérfræð-
ings hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sam-
einuðu þjóðanna, FAO, sem telur ýmis rök
hníga að því að þessi þróun sé í aðsigi.
Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu er
viðbúið að kjötneysla í Kína og öðrum ört vax-
andi hagkerfum muni aukast og hefur sú þróun
verið sett í samhengi við hækkandi matarverð
og aukna losun metans – skæðrar gróðurhúsa-
lofttegundar – frá meltingarvegi dýra.
Í umræðu um leiðir til að minnka losun gróð-
urhúsalofttegunda hefur mikið verið rætt um
samgöngur og iðnað, en öðrum mengunarvöld-
um, þ.m.t. landbúnaði, minni gaumur gefinn.
Síðustu áratugi hefur vægi matvæla í útgjöld-
um heimila farið minnkandi. Skv. spá FAO mun
draga úr neysluaukningunni – áætlað er að
hægja muni á vexti í eftirspurn eftir landbún-
aðarvörum í þróuðum ríkjum, úr 2,2% síðustu 30
ár í 1,5% næstu 30 árin.
Mannkynið á krossgötum
Mannkynið upplifir nú þau tímamót að aldrei
fyrr hefur jafnmörgum boðist tækifæri til að
brjótast úr fátækt til bjargálna og tileinka sér
nútímatækni og neysluhætti með litlum til-
kostnaði. Það er af þessum sökum sem rök hafa
verið færð fyrir því að áherslan á að neyta matar
sem veldur umhverfinu lágmarksskaða muni
aukast sem og grænmetisneyslan.
Steinfeld tekur undir þessi rök.
„Þessi þróun hefur enn ekki náð inn í hringiðu
umræðunnar, en að sama skapi hefur hún orðið
hluti af stefnuskrá þeirra sem þrýsta á um minni
neyslu á kjöti, einkum nautakjöti,“ segir hann.
„Gagnrýnin kemur ekki aðeins frá umhverfis-
verndarsinnum heldur einnig frá þeim sem
beita sér fyrir bættum aðbúnaði dýra.
Við þetta bætist hin heilsufarslega hlið. Deilt
er um áhrif ómettaðrar fitu og kólesteróls, sem
er að finna í ríkum mæli í kjöti, en þetta tvennt
er talið eiga þátt í hjartasjúkdómum og nokkr-
um gerðum krabbameins. Til lengri tíma litið
mun meðalneysla kjöts smátt og smátt minnka í
þróuðum ríkjum, vegna áðurnefndra þátta. Þró-
unin í þessa átt hefur aukist jafnt og þétt síðustu
fimm til tíu árin.“
Steinfeld telur þrýstinginn á að draga úr los-
un gróðurhúsalofttegunda munu hafa áhrif.
„Án efa. Sumar framleiðsluvörur, einkum
nautakjöt, leiða til mikillar losunar koldíoxíðs.
Losunin er mikil miðað við verðmæti vörunnar.
Ef framhald Kýótó-bókunarinnar mun leiða til
verslunar með kolefniskvóta munu fyrirtæki og
framleiðslugeirar þurfa að bera ábyrgð á losun
sinni, og þá mun verð á nautakjöti hækka um-
fram almennt verðlag á mat. Skattar á losun kol-
efnis munu hafa sömu áhrif. Svo dæmi sé tekið
leiðir framleiðsla á baunum og salati til minni
losunar en framleiðsla á nautakjöti.“
Steinfeld bætir því svo við að í tilviki Kína
þurfi að taka með í reikninginn að landið hafi
ekki skrifað undir Kýótó-bókunina á sínum tíma
og því muni hugsanleg áhrif kolefnisverslunar
hafa óveruleg áhrif á þann markað, að óbreyttu.
Það kunni að breytast í framtíðinni. Landbún-
aður sé síðasti framleiðslugeirinn sem horft sé
til þegar kemur að leiðum til að draga úr losun
gróðurhúsalofttegunda. Ríki Evrópu hafi t.d.
ekki gripið til aðgerða í landbúnaði, þrátt fyrir
að hafa undirritað sáttmálann.
Veldur vanda í Rómönsku Ameríku
Aðspurður hvort hann telji raunhæft að Kín-
verjar muni fyrr en síðar neyta jafnmikils kjöts
og Vesturlandabúar segir Steinfeld það verða
flutt inn sem ekki takist að framleiða.
„Þannig verður þróunin. Japanar, svo dæmi
sé tekið, flytja inn helming þess kjöts sem þeir
neyta, frá Ástralíu, Nýja-Sjálandi og öðrum
ríkjum. Ef Kínverjar verða nógu ríkir munu
þeir kaupa matinn, geti þeir ekki framleitt hann.
Í dag eru Kínverjar nokkurn veginn sjálfum
sér nógir í kjötinu, en innflutningur á fóðri, eins
og sojabaunum, fer vaxandi. Sá innflutningur
veldur vanda í Rómönsku Ameríku, með því að
eiga þátt í skógareyðingu. Með sama áframhaldi
mun kjötneysla Kínverja verða á við það sem
gerist á Vesturlöndum í dag innan fimmtán til
tuttugu ára. Það mun taka Indverja lengri tíma
að ná slíkri stöðu, m.a. af menningarlegum
ástæðum.“
Hægir á vextinum í Kína
Inntur eftir þeirri aukningu í losun metans
sem vænta má að verði afleiðing aukinnar
mjólkurframleiðslu í Kína segir Steinfeld að
landkostir eystra bjóði ekki upp á stór rækt-
arlönd fyrir nautakjötsframleiðslu, með hliðsjón
af íbúafjöldanum, 1.300 milljónum manna.
„Kína mun halda áfram að vaxa en ekki jafn-
hratt og á síðustu tuttugu árum. Kjötneyslan
nálgast 50 kíló á mann sem er mjög mikið miðað
við innkomu fólksins. Kjötið er ennþá hlutfalls-
lega ódýrt eins og í Evrópu fyrir nokkrum ára-
tugum, þegar álfan var í sömu stöðu. Lágt verð á
kjötafurðum á þátt í neysluaukningunni. Þetta
er að breytast. Kínverskur landbúnaður mun
taka mið af hækkandi hráefnisverði.
Samfara verðhækkunum á sojabaunum og
maís mun kjötverðið fara hækkandi og það mun
hafa áhrif á neyslumynstrið upp að vissu marki.
Hægja mun á aukningu neyslunnar. Kornverð
hefur verið lágt. Niðurgreiðslur í Bandaríkjun-
um áttu þátt í nógu framboði af fóðri. Lágt verð
skilaði sér í kjötverðið og jók neyslu.
Verðmynstrið á matvöru er að breytast.
Tímabil lágs matarverðs er að baki. Um fyr-
irsjáanlega framtíð mun verð á fóðri verða
hærra en við eigum að venjast. Að viðbættum
umhverfisþættinum og hækkandi hráefnisverði
mun verðið hækka enn frekar. Kolefniskvótar
munu eins og fyrr segir einnig hafa áhrif á verð-
ið. Sumar vörur, á borð við nautakjöt, munu
verða mjög dýrar.“
Þróunarríkin ekki einsleitur hópur
Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu
hefur fátækt fólk á Haítí neyðst til að borða
moldarkökur, blandaðar salti og grænmetisfeiti
– það hefur ekki lengur efni á hrísgrjónum.
Neyðin á Haítí er ekkert einsdæmi. Talið er
að tæplega 800 milljónir manna þjáist af van-
næringu og má ljóst vera að þessi hluti jarð-
arbúa er einkar viðkvæmur fyrir hækkandi mat-
arverði, sem meðal annars er rakið til aukinnar
framleiðslu á lífrænu eldsneyti.
Sérfræðingar FAO telja að hlutfall íbúa þró-
unarlandanna sem búa við vannæringu muni
falla úr 17% í 11% 2015 og í 6% 2030. Fólks-
fjölgun muni vega á móti hlutfallslegri fækkun.
Spurður hvaða áhrif breytt verðmynstur á
matvælum muni hafa á þróunarríkin bendir
Steinfeld á að þau séu ekki einsleitur hópur hvað
matarverð og landbúnaðinn snertir.
„Það er hópur ríkja í Rómönsku Ameríku sem
framleiðir matvæli og flytur þau út. Hið sama á
við um nokkur Afríkuríki. Í öðru lagi höfum við
ríki sem hafa nútímavæðst hratt og flytja inn
matvæli, til dæmis Kína. Svo höfum við þriðja
hópinn, ríki sem eiga fullt í fangi með að vera
sjálfum sér næg um matvæli. Þessi ríki hafa
ekki fjárhagslega burði til að flytja inn mat og
má þar nefna nokkur Afríkuríki.
Við verðum að hafa í huga að í þróunarríkj-
unum er að finna marga framleiðendur. Ég tel
að þróunin verði þeim í hag, á sama tíma og hún
verði neytendum í óhag.“
Land undir landbúnað takmarkað
Samkvæmt spá FAO fyrir 2015/2030 væri
hægt að tvöfalda flatarmál þess lands sem nú fer
undir landbúnað í heiminum. Vandamálið sé
hins vegar að vernda þurfi stærsta hlutann, svo
sem regnskóga. Árin 1997-1999 hafi 87% af nýt-
anlegu landi í Austurlöndum nær verið tekið
undir landbúnað, 94% af landinu í S-Asíu.
Tækniframfarir muni gera mönnum kleift að
auka framleiðni, á sama tíma og gróðureyðing
ógni sums staðar núverandi landbúnaðarsvæð-
um.
Almennt kalli þessar aðstæður á nýja „græna
byltingu“ í landbúnaðartækni.
Spurður hvort raunhæft sé að Kínverjar tí-
faldi mjólkurneyslu sína, í hálfan lítra á mann á
dag, segir Steinfeld það tæknilega gerlegt. Kín-
verjum hafi á síðustu árum tekist að auka fram-
leiðsluna verulega. Spurningin sé frekar hvort
hægt sé að halda sama vexti í verslun með mat-
vöru í heiminum án þess að til komi tæknifram-
farir og breytt verslunarmynstur.
„Það er miklu stærri spurning sem á vel við í
dag, spurning sem ég get ekki svarað.“
Kjötneysla ríkra þjóða minnkar,
kolefnisskattar skila sér í verðlagi
Reuters
Sala dagsins Kjötsali gerir upp veltuna í verslun í Hubei-héraði. Aukin kjötneysla Kínverja er
talin munu hafa áhrif um allan heim, á sama tíma og fátækir eiga ekki fyrir dýrum matvælum.
Skv. AFP-fréttastofunni hefur verð á svínakjöti í Kína hækkað um 60% síðustu 12 mánuði.
Í HNOTSKURN
»Grænmetisætur eru ekki nýjar af nál-inni, sbr. matarhefð Indverja.
»Meðalkjötneysla í Evrópu er um 80-90kíló, en 120-130 kíló í Bandaríkjunum.
»Kjötneysla í þróuðum ríkjum jókst um150% á tímabilinu frá 1964-1966 til
1997-1999. Mjólkurneysla jókst um 60%.
Eftir því sem velmegandi jarð-
arbúum fjölgar verður meng-
unin frá landbúnaði meiri. Bald-
ur Arnarson kynnti sér hvort ný
bylgja aukinnar grænmet-
isneyslu væri í vændum.
VERÐ á áburði, einum helsta út-
gjaldaliði bænda, hækkaði verulega á
heimsmarkaði í fyrra og telja tals-
menn helstu áburðarinnflytjenda
landsins að hækkanirnar muni fyrr
en síðar skila sér út í verðlag á kjöti.
Því vaknar sú spurning hvort dýr-
ari aðföng kunni að gera það fýsilegra
að taka land undir ræktun fyrir fóð-
urframleiðslu á Íslandi.
Spurð hvort áhersla á innlenda
byggræktun gæti orðið liður í nýju
átaki í að bæta gróðurlendi landsins
segja Jónatan Hermannsson, lektor
við Landbúnaðarháskóla Íslands, og
Áslaug Helgadóttir, prófessor við
skólann, að svarið sé „já og nei“.
„Með því að plægja upp gömul tún
og breyta í byggakra aukum við af-
rakstur af landinu,“ segja þau Áslaug
og Jónatan og halda áfram:
„Hins vegar er viss hætta á aukinni
CO2-losun þegar land er plægt auk
þess sem ekki er hægt að útiloka
jarðvegseyðingu ef akrar standa opn-
ir yfir veturinn. Þetta höfum við ekki
enn rannsakað hér á landi en gert er
ráð fyrir því að byggrækt verði
stunduð í sáðskiptum við annan gróð-
ur og þá verður þessi áhætta lág-
mörkuð.“
– Má reikna með að áburðarverð
haldist hátt á komandi árum? Ef svo
er, er áherslan á innlenda framleiðslu
þá framtíðin?
„Nú kaupum við áburð sem er á
markaði erlendis. Áburðarverð er nú
hátt fyrst og fremst vegna þess
hversu dýr olían hefur verið. Ef hún
lækkar (eins og er að gerast núna) má
búast við að áburðarverð lækki einn-
ig.“
– Gæti þessi bylgja ýtt undir
neyslu innlends matar, m.a. með „kol-
efnisspor“ matarins í huga?
„Já!“
Inntur eftir því hversu mikið bygg
mætti rækta hér á landi segir Jón-
atan að skv. heimasíðu Landbúnaðar-
stofnunar sé innflutningur og fram-
leiðsla á fóðurblöndum fyrir
jórturdýr 30 þús. tonn á ári og 25 þús.
tonn á ári fyrir svín, eða sama og fyrir
alifugla.
Jónatan segist ekki vita nákvæm-
lega hvernig fóðurblöndur eru saman
settar. Hann leyfi sér þó að áætla að
þær innihaldi a.m.k. um 70% af korni
(hitt sé próteinfóður og steinefni).
Skv. því sé innflutt korn fyrir jórt-
urdýr og svín (bygg) 39 þús. tonn á
ári og innflutt korn fyrir alifugla
(hveiti, maís) um 17 þús. tonn á ári.
Einfalt að rækta fóðurbygg
Talið sé að hér séu framleidd 13
þús. tonn af byggi á ári, sem sé til við-
bótar tölunum hér á undan.
„Einfalt er að rækta innanlands
allt fóðurbygg sem hér er notað. Það
þýðir fjórföldun framleiðslunnar frá
því sem nú er, í 52 þúsund tonn á ári.
Ofmælt er að það stökk gætu menn
tekið á einu ári, en það væri fram-
kvæmanlegt á fáum árum.
Íslenskir bændur eru reyndar þeg-
ar vel vélvæddir og aukning korn-
ræktar myndi að hluta til bæta nýt-
ingu tækja þeirra sem fyrir eru.
Óhjákvæmilegt mun þó verða að
auka og bæta þurrkunaraðstöðu.
Að sinni verður eingöngu hugsað
um svína- og kúafóður eða tæplega 40
þúsund tonna aukningu kornræktar á
ári. Verð á korni á heimsmarkaði fer
nú mjög hækkandi og engin leið er að
átta sig á því, hvað það verður að ári.
Raunsætt gæti verið að miða við 25
þúsund krónur á tonnið og þá hljóðar
dæmið upp á einn milljarð í auknar
brúttótekjur fyrir íslenska bændur.
Til þess þurfum við 10-15 þúsund
hektara akurlendis. Það er ekki mik-
ið, þegar haft er í huga, að ræktað
land hérlendis er nú um 120 þúsund
hektarar, þar af um 90 þús. hektarar í
gömlum túnum sem beinn hagur væri
í að bylta og endurrækta. Ónotað
land, en hæft til ræktunar, er svo
fimm sinnum stærra en túnin.“
Þróunin kann að leiða til gróðurátaks
Hægt að stórauka byggrækt á Íslandi Sérfræðingur í kornrækt segir mögulegt að brúttótekjur
bænda af byggrækt hérlendis til framleiðslu áburðar gætu numið allt að milljarði íslenskra króna