Morgunblaðið - 18.02.2008, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 18.02.2008, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2008 15 VESTURLAND UM ÞRJÁTÍU manns voru hnepptir í gæsluvarðhald í Danmörku um helgina eftir miklar óeirðir í Kaup- mannahöfn, Árósum og Óðinsvéum. Mótmælendur hafa borið eld að byggingum og bílum og býr lög- reglan sig undir fleiri bruna. Grunnskólinn Tingbjerg í Kaup- mannahöfn skemmdist mikið í eldi, auk þess sem kveikt hefur verið í skólum víðs vegar um landið. „Við munum hafa marga lög- regluþjóna við eftirlit á götunum,“ sagði Ole Andreasen hjá lögregl- unni í Kaupmannahöfn í viðtali við Politiken. „Svo virðist sem margir taki þátt í þessu án þess að vera drifnir áfram af pólitískum eða trúarlegum ástæðum.“ Flestir þeirra sem settir hafa ver- ið í gæsluvarðhald eru yngri en 18 ára en sú ákvörðun stjórnarinnar að vísa tveimur mönnum frá Túnis úr landi eftir að þeir hugðust valda höfundi skopmynda af Múhameð spámanni skaða hefur valdið ólgu. Eignatjón er töluvert en alls hef- ur danska lögreglan skráð 103 íkveikjutilvik síðustu daga. „Sumir segja að málið snúist um skopmyndir af Múhameð eða brott- vísun tveggja manna frá Túnis. Aðrir segja bara, að þeim leiðist í vetrarfríinu,“ segir lögregluþjónn- inn Amrik Chadha í Árósum í sam- tali við Jyllands-Posten. Þrjátíu í gæsluvarðhaldi eftir óeirðir og bruna í Danmörku Reuters Ólga Bifreið brennur á Norðurbrún í Kaupmannahöfn á laugardag. MINNST 65 týndu lífi þegar sjálfs- morðsárásarmaður sprengdi sig í loft upp þar sem fjölmenni fylgdist með hundaati í Kandahar í gær. Árásin er ein sú mannskæðasta í landinu frá því stjórn talibana var steypt af stóli árið 2001 og eru öfgamenn úr þeirra röðum grunaðir um ódæðið. Að minnsta kosti 50 eru alvarlega særðir. Um 500 manns fylgdust með hundaatinu þegar sprengingin varð, en talibanar telja þá viðburði ekki samræmast íslamstrú. Mikið mannfall í Afganistan Ódæði Lögreglumaður á vettvangi. AÐ DREKKA átappað vatn úr flöskum í Bretlandi er siðlaust og kominn tími til að setja af stað her- ferð til að draga úr neyslunni. Þetta er mat Phil Woolas, um- hverfisráðherra Bretlands, en sam- kvæmt nýrri heimildarmynd BBC, „Bottled Water: Who Needs It?“, leiðir framleiðsla eins lítra af Evian eða Volvic vatni á flöskum til 600 sinnum meiri losunar á koldíoxíði en sama magn af vatni úr krana. Aðrar tölur benda til að neysla einnar vatnsflösku leiði til jafn mik- illar mengunar og stafar af því að aka meðalbifreið 2 km vegalengd. Sumar gerðir drykkjarvatns á flöskum sem seldar eru í Bretlandi eru framleiddar í mörg þúsund km fjarlægð, en samkvæmt sænskri rannsókn eru umhverfisáhrif af neyslu vatns úr flöskum a.m.k. 90- 1.000 meiri en vatns úr krana. Þess má geta að um helgina töldu bandarísku verkfræðingasamtökin það mundu verða eina helstu áskor- un mannkyns á öldinni að framleiða nóg af neysluvatni fyrir jarðarbúa. Vill vatnið úr krananum BARACK Obama hefur haft byr í seglin síðustu vikur og mánuði og unnið hverjar forkosningarnar á fætur öðr- um í febrúarmánuði. Nái hann hins vegar útnefningu demókrata sem forsetaframbjóðandi flokksins mun að- dáun ýmissa hægrimanna á hæfileikum hans til að hrífa fólk með sér víkja fyrir harðvítugum árásum á stefnu hans, aðalatriði sem sáralítið hefur verið tekið til um- ræðu, þegar kosningavél repúblikana fer í fullan gang í haust. Þetta er mat repúblikanans Grover Norquist, hagsmunavarðar í Washington, sem segir í samtali við breska dagblaðið The Times að íhaldsmenn séu að verða sífellt bjartsýnni um að ef Barack nái útnefningu muni framboð hans stranda fyrir kosningarnar, vegna vel heppnaðrar herferðar gegn honum. Telur Norquist að repúblikanar muni útmála Obama sem sósíalista fyrir óflokksbundnum kjósendum sem viti lítið um feril öldungadeildarþing- mannsins. Skammt er síðan repúblikaninn Newt Gingrich lýsti Obama sem vinstrisinnaðasta frambjóðandanum síðan George McGovern bauð sig fram á móti Richard Nixon 1972 og tapaði í 49 ríkjum af 50. Þá er bent á tengsl Obama við fasteignabraskarann Antoin Rezko, sem gefið er að sök að hafa mútað stjórnmálamönnum og réttað verður yfir 3. mars nk., dag- inn fyrir hinar mikilvægu forkosningar demókrata í Ohio og Texas. Christopher Ruddy, sem fer fyrir íhaldsritinu NewsMax, er síður bjart- sýnn. Hann bendir á áhugaleysi margra repúblikana og telur að ef þeir muni ganga of langt í árásunum á Obama kunni það að hafa öfug áhrif. Munu útmála Obama sem sósíalista frá Chicago Barack Obama AUÐMAÐUR nokkur í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur boðið 14,2 milljónir Bandaríkja- dala, um 950 milljónir króna, fyrir bílnúmerið „1“ og hyggst mað- urinn, sem er á þrítugsaldri, hengja upp númerið á vegg hjá sér. Dýrt bílnúmer TASSOS Papadopoulos, forseti Kýpur, beið ósigur í forsetakosn- ingunum í gær og verður kosið á milli andstæðinga hans Demetris Christofias og Ioannis Kasoulides í annarri umferðinni eftir viku. Kosningaþátttaka var um 90%. Kosið á Kýpur STUTT Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur vala@simenntun.is Borgarnes ,,Ljósið í myrkrinu“ vetr- arhátíð og borgarafundur um ferða- þjónustu á Vesturlandi, var haldið í Landnámssetrinu sl. laugardag. Dagskráin byrjaði með frumsýningu myndar um Vesturland eftir Friðþjóf Helgason og Steinar Berg. Þar á eft- ir var borgarafundur og kynning á starfsemi „All senses Group“ eða ,,Upplifðu allt“ en þetta er klasi ferðaþjónustufyrirtækja á Vest- urlandi sem vinnur sameiginlega að því að kynna hina fjölmörgu kosti svæðisins. Til fundarins voru boðnir alþingismenn Vesturlands og helstu ráðamenn en tilgangurinn var m.a. að kynna fyrirtæki „All senses“ og það sem þau hafa upp á að bjóða, auk þess að vekja athygli á mikilvægi ferðaþjónustunnar sem atvinnu- greinar. Framsögumenn á fundinum voru Guðbjartur Hannesson, Sturla Böðvarsson og Svanhildur Konráðs- dóttir, formaður Ferðamálaráðs. Margt spennandi Í Landnámssetrinu var boðið upp á frían aðgang að sýningunum ,,Landnámið„ og ,,Egilssaga“ en með heyrnartól á eyrunum eru gestir leiddir í gegum spennandi heim vík- inga og landnámsmanna þar sem upplesinn textinn tengist við ýmiss konar sjónlist, tréútskurð, smíðaðar mannsmyndir, hauskúpur ofl. Í Skál- anum voru kiðlingar frá Hvítarsíðu sem hægt var að klappa og gefa mat úr lófa. Auk þess var hægt að prófa að spinna ull á íslenskan rokk. Guð- rún Bergmann og Brynja Brynj- arsdóttir spáðu í nýaldarspil og rúnir fyrir gesti. Og um miðjan daginn fylltist skálinn af norðlenskum söngvurum sem reyndust vera ,,Kammerkór Norðurlands“ á tón- leikaferðalagi og tók hópurinn lagið fyrir gesti. Steinar Berg í Fossatúni sagði tröllasögur úr sveitinni og Ingi Hans Jónsson kynnti Snæfellinginn James Bond á Söguloftinu og þar var sögustund um kvöldið. Uppáhaldsmaturinn hans Gísla Mikla lukku gerði ,,Borgfirsk blanda“ en það er uppáhalds- maturinn hans Gísla Einarssonar sjónvarpsmanns og var hann gesta- kokkur á Landnámssetrinu um kvöldið. Matseðillinn samanstóð af saltfiski, lambakjöti og skyri, og naut Gísli dyggrar aðstoðar Rúnars, sonar síns. Gísli varð þó að hafa hraðar hendur við eldamennskuna þar sem hann þurfti að mæta suður í beina út- sendingu á Laugardagslögunum í RÚV síðar um kvöldið. Aðstand- endur Vetrarhátíðarinnar voru ánægðir með hvernig til tókst en sögðust ekki gera sér grein fyrir hversu margir hefðu heimsótt Land- námssetrið yfir daginn. Þó er ljóst að gestirnir voru margir og ánægjulegt að sjá að bæði aðkomufólk og heima- menn hafa gert sér grein fyrir því að Vesturland er einstök upplifun og vetrarhátíðin var sannkallað ljós í myrkrinu. Vetrarhátíð á Vestur- landi – Upplifðu allt Góðir gestir Gísli Einarsson og sonur hans, Rúnar Gíslason, elda borg- firska blöndu - uppáhaldsmatinn hans Gísla í eldhúsi Landnámsseturins. Eftir Gunnlaug Árnason AÐ öllu óbreyttu munu ferðir ferj- unnar Baldurs yfir Breiðafjörð leggjast af yfir vetrartímann frá lok- um ársins 2009. Eftir það er einungis gert ráð fyrir tveimur ferðum í viku til og frá Flatey. Í gildi er samningur á milli Vegagerðarinnar og Sæferða ehf í Stykkishólmi um ferjusiglingar yfir Breiðafjörð og rennur sá samn- ingur út í lok ársins 2010 með fram- angreindum hætti. Það hefur verið skoðun innan Vegagerðarinnar að vegasamband um Barðaströnd verði orðið eða sé nánast að verða það gott að ferjan Baldur sé óþörf. Pétur Ágústsson, framkvæmda- stjóri Sæferða, segir ekki annað í stöðunni en að heilsársferðir yfir Breiðafjörð verði aflagðar. Þegar samningur við Vegagerðina rennur út verða engir styrkir greiddir fyrir ferjusiglingar. Hann segir að styrkir til ferjunnar Baldurs hafi farið að skerðast á síðasta ári. „Eftir að styrkirnir fóru að minnka eru vetrarsiglingarnar orðn- ar baggi á starfseminni,“ segir hann. „Sumartekjur étast niður yfir vetr- artímann. Þetta þýðir í raun að við verðum að minnka þjónustuna mjög hratt frá árinu í ár. Að óbreyttu sjáum við sem rekum ferjuna ekki að það verði í gangi neinar ferjusigling- ar yfir Breiðafjörð nema yfir sum- artímann.“ Pétur segist telja Baldur lífæð svæðisins. Vetrarsamgöngur um vegi séu erfiðar og margir treysti því nær eingöngu á Baldur, t.d. með fiskflutninga. Verði vetrarþjónustan aflögð þýði það fækkun starfsmanna um 50-60% hjá fyrirtækinu. Pétur segir að í árferði eins og nú hafi verið veiti Baldur íbúum Vestfjarða mikil- væga þjónustu. Ný Breiða- fjarðarferja var tekin í notkun vorið 2006 og hef- ur hún reynst mjög vel. Á síð- asta ári fóru 44.000 farþegar með Baldri fram og til baka yfir fjörðinn, en 29.000 far- þegar síðasta heila ár gömlu ferjunn- ar. Þá hafi þungaflutningar því sem næst tvöfaldast og voru t.d. tæplega 5.000 fólksbílar fluttir með ferjunni á síðasta ári og 1.357 vörubílar. Pétur segir þessar tölur athyglisverðar þar sem á þessum tíma hefur íbúum á suðurhluta Vestfjarða fækkað um- talsvert. Þungar áhyggjur Erla Friðriksdóttir, bæjarstjóri í Stykkishólmi, hefur þungar áhyggj- ur af því, ef mikill samdráttur verður í rekstri Baldurs áður en langt um líður. „Ef ég lít á málið eingöngu frá sjónarmiði okkar Hólmara þá er það alveg ljóst að samfélagið má illa við því að fleiri störf leggist niður í bæj- arfélaginu miðað við þau áföll sem það hefur nú þegar orðið fyrir.“ Erla segir starfsemi Baldurs hafa mikla þýðingu fyrir ferðaþjónustuna í bænum og aðra þjónustu. Leggist vetrarferðir Baldurs af muni það draga úr umsvifum margra þjón- ustuaðila í bænum, enda komi marg- ir ferðamenn við í Stykkishólmi á leið til Vestfjarða. „Einnig má spyrja sig að því hvaða áhrif niðurfelling á ferðum yfir vetrartímann muni hafa á þá nemendur sem búsettir eru á sunnanverðum Vestfjörðum og stunda nám við Fjölbrautaskóla Snæfellinga og einnig hvað verður um þá þjónustu sem íbúar á sama stað hafa fengið frá Stykkishólmi s.s. að fá sendar vörur úr Bónus. Núver- andi ferja hefur sýnt það og sannað að slík samgöngutenging er bæði nauðsynleg og sjálfsögð þjónusta við landsvæði sem á í vök að verjast er varðar búsetu og nauðsynleg lífsskil- yrði,“ segir Erla. Vetrarferðir yfir Breiðafjörð leggjast af Sumarsiglingar Pétur Ágústsson segir Baldur lífæð svæðisins. Erla Friðriksdóttir Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.