Morgunblaðið - 18.02.2008, Side 19

Morgunblaðið - 18.02.2008, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2008 19 minn og farangur.“ Ef Margrét hefði ákveðið að taka Óskar með sér í Norrænu hefði hann þurft að híma úti á dekki í geymslu með öðr- um dýrum af öllum stærðum og gerðum en það leist eigendunum alls ekki á. Óskar ferðaðist í ferðabúrinu sínu sem svo var sett í fóðraðan kassa. Leiðir Hauks og Óskars skildu við innritunarborðið í Leifsstöð þar sem sá síðarnefndi var tekinn og settur í þartilgert rými hjá farangr- inum í flugvélinni. Óskar hafði að sjálfsögðu nægan mat og vatn hjá sér og svo laumaði amma hans ein- hverju þurrkuðu góðgæti með. Ferðalagið gekk vel í alla staði og Haukur hefur aldrei fengið eins góða þjónustu og þegar hann ferð- aðist með naggrísinn, bæði hjá flug- félaginu og í járnbrautarlestinni frá Kaupmannahöfn til Óðinsvéa. En ætli lífið í Danmörku sé öðru- vísi en á Íslandi fyrir úfinn naggrís eins og Óskar? Nei hversdagsleiki naggrísa er eflaust svipaður um all- an heim. „Það þarf ekki að hafa mikið fyrir Óskari,“ segir Margrét. „Ef búrið hans er hreint, vatn í brúsanum, hey í horninu og stút- fullur dallur af mat þá er hann sátt- ur. Og honum þykir afskaplega gott að sitja á teppinu sínu og láta klappa sér.“ Þetta er ekki í frá- sögur færandi nema fyrir þá sök að einn hlutur var áberandi of- arlega í huga við- staddra, nefnilega hversu kostnaðarsamt það væri að leigja sér húsnæði í miðbænum og í Reykjavík al- mennt. Að kaupa sér hús- næði var fjarlægur en þó ef til vill ekki alger- lega óhugsandi mögu- leiki í huga fólksins, ekki ósvipað því að láta sig dreyma um fyrsta vinning í happdrætti. Sumir þeirra sem þarna voru höfðu kostað mörgum milljónum króna í háskólamenntun erlendis en uppgötvað þegar heim var komið að millistéttarlaunin dugðu ekki eins og áður – þegar kjallaraíbúð hækkar úr sex milljónum í fjórtán á nokkrum árum verður minna úr 250.000 krón- unum. Stjórnmálamennirnir sem sækja atkvæði til þessa hóps – vinstri- mennirnir á Alþingi – hafa brugðist þessum kjósendum sínum. Fólkið sem vinstrimennirnir tala fjálglega um að sé ómissandi fyrir miðbæj- arlífið getur ekki lengur látið dag- vinnu nægja til að eiga fyrir nauð- synjum. Tíminn til listsköpunar er skemmri en áður. Húsnæði heyrir undir nauðsynjar. Sama á við um mjólk. Engum dettur þó í hug að sjálfgefið sé að mjólkin tvöfaldist í verði á nokkrum árum, það er einhvern veginn óhugsandi. Þegar kemur að húsnæði ypptir fólk hins vegar öxlum og ræðir um markaðslögmál. En er þetta svo sjálfsagt? Hvaða áhrif hefur him- inhátt húsnæðisverð á íbúasamsetn- ingu og eignauppbyggingu lág- tekjufólks? Hver eru hin félagslegu áhrif þróunarinnar? Hver svo sem svörin eru er ljóst að vinstrimenn hafa algerlega látið ógert að móta stefnu í þessu mikilvæga máli. Víkverji hefur ekkimikinn tíma af- lögu fyrir mannamót en gat þó ekki látið sig vanta þegar gamall fé- lagi hélt upp á tímamót með vinum og kunn- ingjum í heimahúsi í miðbæ Reykjavíkur. Heyra mátti á máli viðstaddra að flestir væru vinstrimenn. Þarna voru skáld, rit- höfundar, þýðendur og dansarar. Semsagt fólk sem hefur viðurværi af einhvers konar list- sköpun.           víkverji skrifar | vikverji@mbl.is fyrir Moggann í pappírsformi,“ sagði Guðbjörg Hildur. Hinn frægi Smáralind- arbæklingur Guðbjörg Hildur hlaut nokkra frægð í bloggheimum er hún fjallaði um ljósmynd sem skreytti forsíðu á auglýsingabæklingi frá verslunarmiðstöðinni Smáralind síðastliðið vor og sú umfjöllun gerði einnig vart við sig í fjöl- miðlum. „Ég hef ekki sett neitt á netið sem ég hef séð eftir, ég stend við allt það sem ég hef skrifað. En ég sá ekki fyrir hvernig fólk getur túlkað það sem maður skrifar. Fólk á það til að snúa öllu á hvolf og snúa út úr og svo er einhver allt annar punktur dreginn inn í um- ræðuna en sá sem að skrifaði færsluna ætlaði sér,“ sagði Guð- björg Hildur. Í hinum fræga pistli sínum beitti Guðbjörg Hildur greiningartækjum fræðimanna og listrýnenda á aug- lýsingaljósmynd af ungri stúlku og setti í samhengi við það sem kallað hefur verið klámvæðing nútímans, og benti lesendum til dæmis á að niðrandi skilaboð með mjög nei- kvæðu viðhorfi til kvenna væru fólgin í þessari mynd. „Greining mín á myndinni stendur fyllilega og ég stend við hvert einasta orð. Ég veit að það eru margir sam- mála mér, sérstaklega þeir sem hafa einhverja menntun í þessum eða tengdum fræðum. Þeir lesa myndina á sama hátt og ég. Ég sagði ekkert í bloggfærslunni sem ég myndi ekki segja í kennslustund í Háskóla Íslands. Það sem ég sá ekki fyrir var að almenningi dytti í hug að halda að ég væri með per- sónulegar árásir á stúlkuna sem er eins og hver önnur fyrirsæta eða leikari. Ég greindi myndina eins og aðrir myndu greina kvikmynd eða málverk,“ sagði Guðbjörg Hildur. Guðbjörg Hildur tæpti á þeim vanda sem netið getur valdið ung- lingum sem átta sig ekki á að það leynast margar hættur þar á borð við einelti. „Það ber oft á því að krakkar, sem og fullorðið fólk, átta sig ekki á því að það er fjöldi fólks sem getur lesið það sem fer á net- ið. Auðvitað hefur þetta sínar skuggahliðar og ég tel að það sé mjög mikilvægt að kenna börnum að umgangast netið á réttan hátt,“ sagði Guðbjörg Hildur að lokum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.