Morgunblaðið - 18.02.2008, Side 27

Morgunblaðið - 18.02.2008, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2008 27 Atvinnuauglýsingar Verktakafyrirtæki í byggingariðnaði óskar eftir að ráða góðan smið eða húsasmíða- meistara sem verkstjóra. Verður að hafa góða stjórnunarhæfileika. Upplýsingar í síma 820 7062 eða 820 7060. Raðauglýsingar Listmunir Listmunauppboð Erum að taka á móti verkum fyrir næsta list- munauppboð sem haldið verður á Hótel Sögu sunnudagskvöldið 9. mars. Leitum sífellt að góðum verkum yngri og eldri listamanna fyrir viðskiptavini okkar. Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14, sími: 551 0400, netfang: myndlist.is Tilkynningar Mat á umhverfisáhrifum Ákvörðun Skipulagsstofnunar um sameiginlegt mat umhverfisáhrifa framkvæmda Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að ekki þurfi að fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum eftirtalinna framkvæmda samkvæmt 5.gr. laga um mat á umhverfis- áhrifum nr. 106/2000 m.s.b.: Álvers Alcoa á Bakka við Húsavík, Þeistareykjavirkjunar, stækkun Kröfluvirkjunar og háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum til Húsavíkur. Ákvörðunin liggur frammi hjá Skipulags- stofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Hana er einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnunar: www.skipulag.is. Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 18. mars 2008. Skipulagsstofnun. Félagslíf MÍMIR 6008180219 Ill° I.O.O.F. 19  18802188 I.O.O.F. 10  1882188  HEKLA 6008021819 IV/V H&V GIMLI 6008021819 l an af að vera fallega klædd. Hún var sérlega dugleg að fara í gönguferðir um allan bæ og er frægt í fjölskyld- unni þegar hún, komin á efri ár, hafði gengið bæinn á enda, en að- spurð sagðist hún ekki hafa getað annað, enda í svo góðum skóm. Ferðalög voru líka líf hennar og yndi. Hún fór nokkrum sinnum til Spánar með vinkonum sínum. Hún hafði mjög gaman af því, er við fór- um saman hringinn, að koma á Vopnafjörð. Þar hafði hún dvalið sem ung stúlka í vist, en hafði ekki komið þangað síðan. Þá fór hún með okkur í ferð til Frakklands og síðar heimsótti hún okkur fjölskylduna til Danmerkur ásamt Ingu dóttur sinni. Við eigum margar myndir og góðar minningar frá þessum ferðalögum. Síðari árin bjó Guðrún í góðri íbúð í Hæðargarði, íbúðum fyrir aldraða. Þar undi hún hag sínum vel og tók þátt í félagsstarfinu. Tengdamóðir mín var ávallt mjög líkamlega hress og alltaf til í að fara og gera eitthvað skemmtilegt. Hún þurfti aldrei á neinum pillum að halda, sem er óvenjulegt hjá öldruðu fólki. Guðrún dvaldi á hjúkrunar- heimilinu Eir síðustu árin, en þá var höfuðið farið að gefa sig. Hún var tæplega 92 ára er hún lést. Ég kveð tengdamóður mína með þakklæti og bið guð að blessa minn- ingu hennar. Margrét. Amma setti alltaf á sig varalit þeg- ar hún fór út. Hún átti hvíta, sæta strigaskó og alpahúfu. Hún var iðu- lega nýkomin úr lagningu. Hún átti norskt tröll í búri sem sat uppi á hillu í svefnherberginu. Hún átti fína græna skál sem var endalaus upp- spretta brjóstsykurs. Stundum sat hún með okkur og horfði á fótbolta í græna sófasettinu sínu. Hún átti alltaf bakkelsi eða ís þegar okkur datt í hug að kíkja í heimsókn. Hún föndraði handa okkur allskonar skrautmuni og fínt jólaskraut. Við fórum í göngutúra um hverfið henn- ar og upp á hitaveitustokkinn við skólann. Einu sinni klæddi hún pabba óvart í bleika jakkann hennar Hildar. Amma var hnyttin og sniðug kona. Fyrir rúmum 6 árum veiktist amma. Eftir það breyttust stundirn- ar sem við áttum saman en þrátt fyr- ir það var alltaf gott að hitta ömmu og hlæja með henni. Amma var yndisleg kona sem okk- ur þótti ofurvænt um. Blessuð sé minning hennar. Hildur Þórey og Sigríður Gyða. Nú er hún Guðrún amma mín far- in. Ganga hennar í átt til hvíldar hef- ur verið óskiljanlega löng og ströng, en nú getur hún loksins hvílt sig. Ég vona að hún sé búin að finna sjálfa sig aftur og geti farið að njóta sam- verunnar við sjálfa sig og aðra sem beðið hafa eftir henni. Á svona stundu er gott að hugsa til baka, um góðu tímana. Ég man ömmu alltaf svo fína og fallega, með hvítt hár. Stundum fór hún í lagn- ingu og fékk sér blátt hár. Mér fannst það alltaf svo fyndið. Ég mun heldur aldrei gleyma því þegar ég var hjá ömmu á Kleppsveginum og fékk að leika mér í stóru steinunum eða þegar við fengum okkur göngu- túr út í ísbúðina á Laugalæknum. En líklegast er þó minnisstæðast þegar ég fór með ömmu og mömmu, 11 ára gömul, í eldriborgaraferð til Mal- lorca, amma var flottasta amman á svæðinu og langfljótust í förum. Ég vil enda á að þakka ömmu Guðrúnu fyrir allan tímann sem við áttum saman og kveðja hana með þessu ljóði. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Sveinbjörn Egilsson Sofðu rótt amma mín. Þín Guðrún Björk. Ég hitti Ólaf Mogen- sen fyrst á haustmánuðum 1973 í byggingarvinnu í Garðabæ. Ég kynntist honum lítið þá, en hann var að safna peningum fyrir ferð til Ind- lands. Þremur árum síðar hafði ég gerst nemandi í yoga hjá félagskap sem Paramahansa Yogananda stofnaði. Áhuginn var brennandi og þegar ég frétti af hópi systkina sem væru í þessum félagsskap þá varð ég bara að hitta þau. Þetta voru Óli og systk- ini hans. Óli var þá að vinna í Svíþjóð ásamt Matta bróður sínum. Þegar þeir komu heim í jólafrí bauð ég mér í heimsókn til þeirra. Ég man ennþá kyrrðina sem ríkti á þessum fyrsta fundi okkar. Ég held að við höfum báðir upplifað eitthvert bræðralag á milli okkar og eftir að þeir bræður fóru aftur til Svíþjóðar skrifuðumst við reglulega á. Við Óli ákváðum síð- an að fara saman sumarið eftir til Kaliforníu og heimsækja yogastaði. Mestu af sumrinu eyddum við ásamt einum félaga okkar, í Kaliforníu og Arizona í hinum ýmsu einsetubústöð- um og kepptumst við að hugleiða hvar sem við komum. Ég kynntist Óla vel í þessari ferð. Undir niðri var hann einlægur og hjartahlýr þótt á yfirborðinu gæti hann stundum virst fáskiptinn. Hann var líka viljasterkur og ótrúlega ein- beittur. Við ræddum mikið um stjörnuspeki sem varð okkar annað sameiginlegt áhugamál. Eftir þetta flutti Óli aftur heim til Íslands. Hann leigði herbergi með eldhúsi í Vesturbænum ekki langt frá þar sem ég bjó og því hittumst við oft. Áhuginn á yoga var gífurlegur og ég man þegar Óli las einhvers staðar að það væri gott að hugleiða undir fík- jutré, þá hljóp hann beint út í búð og keypti sér pakka af gráfíkjum og úð- aði þeim í sig. Þetta var auðvitað gert vegna skorts á fíkjutrjám í Vestur- bænum. Einu og hálfu ári síðar fórum við Óli í aðra ævintýraferð. Nú var það Indland. Við vorum nánast ekki með neinn farangur. Við ferðuðumst þvers og krus um Indland, urðum veikir og lentum í ýmsum hremming- um. En við hittum líka helga menn og heimsóttum magnaða staði. Við heimsóttum æskuheimili Yogananda í Kalkútta þar sem bróðir meistarans tók hlýlega á móti okkur. Eftir að Óli og Gunný fluttu til Sví- þjóðar 1996 minnkaði sambandið. Við höfðum þó alltaf símasamband reglu- lega. Síðasta skiptið sem ég sá Óla var þegar hann og Maud seinni kona hans komu óvænt til Íslands fyrir nokkrum árum og giftu sig. Þá dvöldu þau hjá okkur Rögnu í Hvera- gerði í nokkra daga. Þá var stutt síð- an Óli hafði greinst með góðkynja heilaæxli. Hann var samt ótrúlega hress og kátur og lék á als oddi. Síð- ustu árin höfum við bara talast við í síma og sent hvorum öðrum myndir og það hefur verið gaman að fylgjast með honum og Maud í skóginum þar sem þau komu sér upp litlum ein- setubústað. Ég held að hann hafi ver- ið hamingjusamur. Meistarinn okkar sagði oft að ef lærisveinninn iðkaði kriya yoga stað- fastlega og af trúmennsku allt til enda lífsins, þá myndi einhver meist- aranna taka á móti honum á dánar- stundinni og leiða hann inn í veröld ljóssins. Ef einhver lærisveinn verð- skuldar það, þá er það Óli. Gylfi Kristinsson. Það var ekki einsleitur hópur sem settist á skólabekk í Þroskaþjálfa- Ólafur Mogensen ✝ Ólafur Mogen-sen fæddist í Reykjavík 24. maí 1951. Hann lést í Gautaborg í Svíþjóð 20. janúar síðastlið- inn. Ólafur var jarð- sunginn frá Haga- kyrkan í Gautaborg þriðjudaginn 5. febrúar. Minning- arathöfn var í Dóm- kirkjunni í Reykja- vík 15. febrúar. skóla Íslands haustið 1978. Þó að við höfum komið úr ýmsum átt- um með ólíkan bak- grunn þá varð þessi hópur fljótt samstilltur og vinatengsl mynduð- ust. Samvinna innan hópsins var með ein- dæmum frjó og skemmtileg hvort heldur sem unnið var með fagleg málefni, handverk eða frístund- ir utan skólatíma. Við fundum flest að Óli var okkur fremri á ýmsum sviðum. Hann kom með önnur sjónarhorn og aðra sýn á mörg mál, enda fróður og víð- lesinn. Óli hafði víðtæka reynslu og þekkingu á ýmsu sem við hin höfðum ekki sem hann var ósínkur á að miðla til okkar af einskærri hæversku. Ým- islegt sem hann var að pæla í á þess- um tíma var mjög framandi, svo sem að vera grænmetisæta, stunda jóga og austurlensk fræði sem mótaði ákveðna lífssýn hans og við bekkjar- félagarnir dáðumst að. Á þessum tíma voru straumhvörf í viðhorfum og þjónustu við fólk með þroskahöml- un hér á landi. Krafa um full mann- réttindi fatlaðs fólks varð hávær, al- tækar stofnanir viku fyrir minni og manneskjulegri þjónustuúrræðum. Öll sú umræða átti vel við Óla. Hann var mannvinur og virðing fyrir öllum var honum eðlislæg og einkenndi alla hans framkomu. Einn úr hópnum er fallinn frá, allt of fljótt, en eftir sitjum við með sjóð góðra minninga um skemmtilegan og traustan félaga. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Við vottum fjölskyldu hans og vin- um okkar dýpstu samúð. Minning um góðan dreng lifir. Bekkjarfélagar úr ÞSÍ 1978-1981. Það er bjartur vormorgunn á Sól- heimum í Grímsnesi. Íbúa drífur að til morgunfundar sem haldinn er ut- andyra í veðurblíðunni. Ólafur Mo- gensen, þroskaþjálfi og aðstoðarfor- stöðumaður, ræðir við starfsfólk og íbúa, deilir út verkefnum og svarar spurningum um það sem framundan er. Ólafur er grannur og útitekinn, brosmildur og snöggur í hreyfingum að vanda. Þegar fundinum lýkur og fólk er að ganga til starfa heyrist einn íbúinn spyrja: „Óli, af hverju ertu ennþá í náttfötunum?“ Og mikið rétt. Ólafur var mættur á morgunfund í náttfötunum. Fljótlega eftir að við hjónin flutt- um á Sólheima í Grímsnesi tók Ólafur við starfi aðstoðarforstöðumanns og settist þar að með Gunnhildi, konu sinni, og tveimur börnum þeirra. Samvinna okkar var frá upphafi mjög náin og í þeim hjónum eignuðumst við vini til lífstíðar. Við áttum það sameiginlegt að sjá óþrjótandi mögu- leika í þeim aðstæðum sem eru til staðar á Sólheimum. Ekki bara fyrir þroskahamlað fólk heldur fyrir hvern sem er. Aðstæður þar sem heimilið er umgjörð öryggis og tilfinninga- þroska, þar sem samfélagið er vett- vangur félagsþroska og sjálfsefling- ar, þar sem nám og vinna er umgjörð aukinnar færni og vitsmunaþroska og þar sem lífræn ræktun er kjölfesta virðingar fyrir umhverfi og heil- brigðu líferni. Við vildum nota nýjar aðferðir í starfi en jafnframt virða sögu og fortíð Sólheima. Öllu sem Ólafur tók sér fyrir hend- ur sinnti hann af kostgæfni og virð- ingu og uppskar í samræmi við það. Hann var farsæll stjórnandi starfs- fólks og meðferðarstarfa. Hann var árangursríkur skipuleggjandi atferl- ismeðferðar sem í hans huga var jafnframt sjálfsmeðferð í þolinmæði, úthaldi og trú á manninn. Hann spurði ekki um stærð eða erfiðleika verkefna heldur réttan undirbúning og verklag. Og mótlæti var honum jafn eðlilegt úrlausnarefni í dagsins önn og hvað annað. Minnisstæð voru viðbrögð Ólafs þegar kjaradeila leiddi til verkfalls starfsfólks á Sól- heimum. Mikið óvissuástand skapað- ist þegar ljóst var að aðeins hluti íbúa átti kost á að vera hjá aðstandendum sínum ef til vinnustöðvunar kæmi og að umsjón um helmings íbúa yrði á höndum okkar stjórnenda þar til fundin var viðunandi niðurstaða. Fyrir Ólafi var þetta sem hvert annað verkefni. Með mikilli útsjónarsemi og löngum vinnudegi var hægt að sinna öllu sem þurfti. Og með sjálfstraust og öryggi í veganesti reyndist Ólafi þetta verkefnið jafn auðvelt og önn- ur. Nú er Ólafur látinn fyrir aldur fram. Hjá honum var markmið ferð- arinnar vegferðin sjálf en ekki áfangastaðurinn. Þetta var honum svo eðlilegt að við hin tókum ekki eft- ir því þegar hann einn daginn mætti til leiks í náttfötunum. Reyndar var klæðnaður hans þennan fallega vor- morgun hluti af heimaverkefni í með- ferðarnámi. Tilgangurinn var að brjóta hið hefðbundna og koma á óvart. Viðbrögðin komu honum vænt- anlega meira á óvart en okkur hinum. Ólafur bjó hin síðari ár í Gautaborg í Svíþjóð þar sem útför hans fór fram 5. febrúar sl. Við vottum fjölskyldu hans og aðstandendum okkar innileg- ustu samúð. Halldór Kr. Júlíusson og Ólína Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.