Morgunblaðið - 18.02.2008, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 18.02.2008, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2008 29 Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa opin kl. 9- 16.30, botsía kl. 10, félagsvist kl. 13.30. Árskógar 4 | Bað kl. 9-16, handavinna kl. 9-12, smíði/útskurður kl. 9-16.30, fé- lagsvist kl. 13.30, myndlist kl. 16. Bólstaðarhlíð 43 | Ágúst Guðmunds- son leikstjóri verður með stofuspjall kl. 14, um gerð kvikmyndarinnar Mávahlát- ur. Almenn handavinna, jóga, fótaað- gerð, morgunkaffi/dagblöð, hádeg- isverður, bútasaumur og kaffi. Dalbraut 18-20 | Vinnustofa opin 9-12. Leikfimi kl. 10, myndlist kl. 13-16, brids kl. 14. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrif- stofan í Gullsmára 9 er opin kl. 10-11.30, s. 554-1226. Félagsvist í Gullsmára á mánud. kl. 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13, kaffitár kl. 13.30, línudanskennsla kl. 18, samkvæmisdans byrjendur kl. 19 og framhald kl. 20. Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni verður laugardaginn 23. febrúar kl. 13.30 á Hótel Loftleiðum í sal 1-3. Munið félagsskírteinin. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan opin, leiðbeinandi við til há- degis, gler- og postulínsnámskeið kl. 9.30 og kl. 13, lomber og kanasta kl. 13, kóræfing kl. 17 og skapandi skrif kl. 20. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Postu- línshópur, ganga og hádegisverður. Handavinna, brids kl. 13 og félagsvist kl. 20.30. Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ | Vatnsleikfimi kl. 8, kvennaleikfimi kl. 9, 9.45, 10.30, karlaleikfimi kl. 9.30, botsía kl. 10.30, gönguhópur kl. 11, glerskurð- arhópur kl. 13, biblíulestur í Jónshúsi kl. 14. Uppselt á Ívanov, skráning í menn- ingarf./bæjarferð sem verður farin 25. febrúar. Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustofur opnar kl. 9-16.30. Sund og leikfimiæf- ingar í Breiðholtslaug kl. 9.50, spilasalur opinn frá hádegi, kóræfing kl. 14.20. Má- nud. 10. mars frá kl. 9 veitir Skattstofan framtalsaðstoð, skráning hafin á staðn- um og s. 575-7720. Strætisvagnar S-4, 12 og 17 stansa við Gerðuberg. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9- 16.30, útskurður kl. 9-12, bænastund kl. 10. Hádegismatur. Myndlist kl. 13, kaffi. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, ganga og handmennt-gler kl. 10, Gaflarakórinn kl. 10.30, handmennt-gler kl. 13, félagsvist kl. 13.30. Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa kl. 9-16 hjá Sigrúnu, kortagerð, handstú- kuprjón o.fl. Jóga kl. 9, Sóley Erla. Há- degisverður, spilað kl. 13-16. Hæðargarður 31 | Skapandi skrif, Müll- ersæfingar, Bör Börson, baráttuhópur um bætt veðurfar miðvikud. kl. 13.30, Páll Bergþórsson mætir. Þegar amma var ung, hláturklúbbur o.s.frv. Hvað dettur þér í hug þegar þú hugsar til Ís- lendingasagnanna 22. feb., 3 skipti. Leiðbeinandi Trausti Ólafsson. Uppl: 568-3132. Íþróttafélagið Glóð | Pútt í Sporthúsinu, Dalsmára kl. 9.30. Íþróttafélagið Glóð | Hringdansar í Kópavogsskóla kl. 14.20. Upplýsingar í síma 564-1490. Korpúlfar, Grafarvogi | Á morgun, þriðjudag, er sundleikfimi í Grafarvogs- sundlaug kl. 9.30. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögu- stund og spjall kl. 9.30, handverks- og bókastofa kl. 13, kaffiveitingar, söng- og samverustund kl. 15. Laugarból, Íþrhús Ármann/Þróttur | Leikfimi fyrir eldri borgara mánud. og þriðjud. kl. 12, fimmtud. kl. 11. Norðurbrún 1 | Smíðastofa og handa- vinnustofa opnuð kl. 9-16, botsía kl. 10. Hárgreiðsla, sími 588-1288, fótaað- gerðarstofa, sími 568-3838. Sjálfsbjörg | Brids kl. 19, í félagsheimili Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu, Hátúni 12. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla kl. 9.15- 15.30, handavinna og botsía kl. 9, leik- fimi kl. 11, hádegisverður, kóræfing kl. 13, kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, bók- band, morgunstund, botsía, handment, upplestur framhsaga kl. 12.30. Sungið með Sigríði kl. 13.30, hárgreiðslu- og fótaaðgerðarstofur opnar alla daga, spilað eftir hádegi. Þórðarsveigur 3 | Félagsráðgjafi er við annan hvern mánudag kl. 10-11, salurinn opinn kl. 13, leikfimi kl. 13.15, botsía kl. 14.45. Kirkjustarf Grafarvogskirkja | TTT fyrir börn 10-12 ára í Grafarvogskirkju og Húsaskóla kl. 17-18. Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 8.- 10. bekk í Grafarvogskirkju kl. 20. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra les 9. passíusálm kl. 18. Hallgrímskirkja | Kyrrðar- og bæna- stundir kl. 12.15 í umsjá Sigrúnar V. Ás- geirsdóttur. Þorlákskirkja | Foreldramorgunn í bókasafni þriðjudagsmorgunn kl. 10-12. dagbók Í dag er mánudagur 18. febrúar, 49. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Og hann mun senda út engla og safna sínum útvöldu úr áttunum fjórum, frá skautum jarðar til himinskauta. (Mk 13, 27.) Ólympískar skylmingar njótasívaxandi vinsælda semíþrótt hér á landi og íslenskirkeppendur hafa átt góðu gengi að fagna á mótum erlendis. Nýverið var opnuð ný og glæsileg að- staða til skylminga í Skylmingamiðstöð- inni, sem er til húsa í stúku-byggingunni við Laugardalsvöll. Nikolay Mateev er framkvæmda- stjóri Skylmingasambands Íslands: „Skylmingamiðstöðin markar tímamót og er aðstaða til skylmingaæfinga með því besta sem gerist í heiminum. Alls eru í salnum tólf brautir með sérbúnaði til keppni og æfinga,“ segir Nikolay. Mikil sprenging hefur orðið í iðkun skylminga hér á landi, en þegar Nikolay flutti búferlum til Íslands árið 1991 hafi aðeins um tugur manns stundað reglu- legar æfingar: „Nú eru í barna- og ung- lingahópum einum saman hátt í 200 iðk- endur, og annað eins af fullorðnum,“ útskýrir Nikolay. Að sögn Nikolays felst góð þjálfun í iðkun skylminga: „Skylmingar hafa oft verið kallaðar líkamleg skák: skylm- ingamaðurinn mætir til leiks með leik- fléttu í huga, en þarf sífellt að end- urskipuleggja leik sinn eftir viðbrögðum andstæðingsins. Skylm- ingamaðurinn þarf að hafa góða stjórn á líkama sínum, gott jafnvægi og styrk og bregðast hratt við undir álagi,“ segir hann. „Íþróttin skiptist í þrjár und- irgreinar þar sem keppt er með ólíkum sverðum; höggsverðum, stungusverð- um og lagsverðum, og fylgja hverri teg- und ólíkar reglur og möguleikar.“ Þótt menn bregði brandi í íþróttinni segir Nikolay ólympískar skylmingar með öruggustu íþróttum: „Notuð eru sérhönnuð sverð og hlífðarbúnaður úr kevlar sem ver bæði líkama og höfuð,“ segir hann. „Þá þarf ekki að kosta miklu til í búnaði til að æfa íþróttina; byrj- endur fá lánaðan allan búnað sem þarf og ef fólk vill kaupa eigin búnað má sleppa með um 40.000 kr.“ Boðið er upp á sérstaka byrjendatíma og tekið vel á móti nýjum iðkendum. Áhugasamir geta fundið nánari upplýs- ingar á slóðinni www.skylmingar.is. Auk Skylmingafélags Reykjavíkur eru starfrækt skylmingafélög á Seltjarn- arnesi, í Hafnarfirði og á Tálknafirði, og unnið að stofnun félags á Austurlandi. Tómstundir | Skylmingafélag Reykjavíkur tekur vel á móti nýliðum Snerpa, stjórn og jafnvægi  Nikolay Ivanov Mateev fæddist í Sofíu í Búlgaríu 1960. Hann lauk íþróttaþjálfaragr- áðu og vélaverk- fræðinámi. Ni- kolay keppti með landsliði Búlgaríu í skylmingum á HM og Ólympíuleikum. Hann hefur verið þjálfari hjá Skylmingafélagi Reykja- víkur frá 1991. Nikolay starfar jafn- framt hjá VGK hönnun. Eiginkona Ni- kolays er Amelia Mateeva, leikskólakennari og þýðandi, og eiga þau synina Alexander og Andrei. Í gini tígrisdýrsins STARFSMAÐUR dýragarðs setur höfuðið upp í tígrisdýr á sýningu í Xiamen í Fujian- héraði í suðausturhluta Kína á laugardaginn. Reuters FRÉTTIR Baráttuherferð gegn reykingum KRABBAMEINSFÉLAGIÐ nýtur góðs af styrktar- og baráttu- herferð gegn reykingum sem standa mun í tvo mánuði. Þessari tveggja mánaða baráttu- og styrktarherferð er ætlað að hvetja og hjálpa fólki til að hætta að reykja auk þess að styrkja og efla starfsemi Krabbameinsfélagsins. Söfnunarherferðin stendur frá 1. febrúar til 31. mars. Landlæknir hefur lýst reykingar eitt alvarlegasta heilsuvanda- mál 21. aldarinnar og í ljósi þess hve mikið gagn nikótínlyf gera í baráttunni gegn reykingum, munu 20 kr. af hverri seldri pakkn- ingu af Nicotinell nikótínlyfinu (sem hjálpar reykingamönnum að minnka reykingar og hætta að reykja) renna óskiptar til Krabba- meinsfélagsins. Herferðinni er ætlað að undirstrika sameiginleg markmið Krabbameinsfélagsins og Nicotinell í baráttunni gegn reykingum, segir í fréttatilkynningu. Nýr formaður sambands landeigenda ÖRN Bergsson á Hofi í Öræfum var kjörinn formaður nýrrar stjórnar Landssamtaka landeig- enda á Íslandi á aðalfundi þeirra í síðustu viku. Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi, gaf ekki kost á sér til endurkjörs sem formaður en situr áfram í stjórn. Auk þeirra voru kjörnir í aðalstjórn Ólafur H. Jónsson, Reykjavík, Óðinn Sigþórsson í Einarsnesi og Rögnvaldur Ólafsson í Flugumýrarhvammi. Óðinn og Rögnvaldur áttu ekki sæti í fráfarandi stjórn. Nýir varastjórnarmenn eru Að- alsteinn Jónsson í Klausturseli, Hrafnkell Karlsson á Hrauni, Jóhannes Sigfússon á Gunn- arsstöðum, Anna Guðrún Edv- ardsdóttir, Bolungarvík, og Gunnar Sæmundsson í Hrúta- tungu. Yfir 60 manns víðs vegar að af landinu sóttu fundinn. Í Landssamtökum landeig- enda á Íslandi eru á fimmta hundrað einstaklinga, sveitarfé- laga og annarra lögaðila. Til- gangur samtakanna er að „berj- ast fyrir því að eignarréttur landeigenda að jörðum þeirra og landareignum sé virtur í þjóðlendumálinu eins og kveðið er á um í stjórnarskrá Íslands og í mannréttindasáttmála Evr- ópu,“ segir í fréttatilkynningu. SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ hefur fært BUGL, barna- og ung- lingageðdeild Landspítala, tvær milljónir króna að gjöf. Fénu er ætlað að renna í sjóð til kaupa á íbúð í nágrenni deildarinnar. Íbúðin verði nýtt fyrir foreldra barna í dreifbýli sem þurfa að fylgja börnum sínum til innlagnar á BUGL enda mikilvægt að fjöl- skyldan hafi öruggan samastað utan deildarinnar og geti jafnframt verið nálægt meðferðarumhverfi barnsins eða unglingsins. Krist- ján Möller samgönguráðherra afhenti framlagið við móttöku á BUGL fimmtudaginn 7. febrúar og voru honum færðar þakkir af stjórnendum deildarinnar, segir í fréttatilkynningu. Frá vinstri: Sigríður Kristinsdóttir, sjúkraliði á unglingageðdeild, Unnur Heba Steingrímsdóttir, deildarstjóri á göngudeild BUGL, Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir á BUGL, Kristján Möller samgönguráðherra, Björg Guðmundsdóttir, starfandi sviðs- stjóri hjúkrunar á geðsviði, Róbert Marshall, aðstoðarmaður ráð- herra, og Magnús Pétursson, forstjóri LSH. Gaf BUGL tvær milljónir HVERNIG tekst John McCain/Hillary Clinton/ Barack Obama að sigra í bandarísku forseta- kosningunum? Hver verða áhrif niðurstöðunnar fyrir aðrar þjóðir, þ. á m. Ísland? Á morgun, þriðjudaginn 19. febrúar nk., mun Michael T. Corgan prófessor við Boston Univers- ity og tíður gistikennari við stjórnmálafræðiskor Háskóla Íslands, halda opinn hádegisfyrirlestur á vegum skorarinnar í Háskólatorgi- neðstu hæð stofu HT-104 kl. 12.00-13.10. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er öllum opinn. Í fyrirlestrinum og umræðum á eftir mun Mike Corgan M.A. leit- ast við að svara nokkrum lykilspurningum varðandi möguleg úrslit for- og forsetakosninganna í Bandaríkjunum, auk þess að fjalla um áhrif niðurstöðunnar á utanríkistefnu Bandaríkjanna. Fundarstjóri verður Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórn- málafræði og deildarforseti félagsvísindadeildar. Ræðir möguleg úrslit forsetakosninga Michael T. Corgan

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.