Morgunblaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Í HNOTSKURN »Mikið vetr-arríki hefur gert starfs- mönnum við Kárahnjúka- virkjun erfitt fyr- ir og er þetta að sögn þeirra erf- iðasti veturinn til þessa. »Mestur fram-kvæmdaþungi er í Hrauna- veitu austan Snæfells. Áhersla er lögð á neðanjarðarvinnu vegna veðurlags. »Síðasta aflvél virkjunarinnaraf sex var nýlega útskrifuð úr prófunum og tengd byggðal- ínu. »Virkjunin skilar nú því semnæst fullri orku til álvers Al- coa Fjarðaáls í Reyðarfirði. Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is ÞAÐ er mál manna sem unnið hafa við byggingu Kárahnjúkavirkjunar að þessi vetur sé sá erfiðasti á byggingartímanum. Vetrarhörkur hafa verið miklar á svæðinu og snjóruðningstæki unnið dag og nótt við að skafa vegi og slóða og ekki dugað til. Þá hefur tafið að það skefur fyrir aðkomugöng og jafnvel inn í þau, en þá var brugðið á það ráð að tjalda fyrir opin. Mest fer fyrir neðanjarðarvinnu um þessar mundir á virkjunar- svæðinu sökum veðurlagsins. Unnið er að lokafrágangi í aðkomugöng- um sem liggja að hinum 40 km löngu aðrennslisgöngum virkjunar- innar frá Hálslóni í stöðvarhúsið. Í þau hafa verið steyptir gríðarmiklir steintappar og þeim ýmist alveg lokað til frambúðar eða með stál- hlerum sem hægt er að opna til að komast að til viðhaldsverkefna síð- ar meir. Alls eru tilheyrandi virkj- unarframkvæmdinni 73 km af sprengdum, boruðum og heilbor- uðum göngum. Risaborinn á síðustu metrum Um 300 manns vinna á öllu virkjunarsvæðinu og þar af um 100 við Hraunaveitu, þar sem helm- ingur er útlendingar. Þar verður unnið yfir páskana, nema á páska- dag, en annars staðar taka menn frí yfir páskadagana. Gianni Porta, yfirmaður Impregilo á Íslandi, er farinn úr landi og við tók verkfræð- ingurinn Richard Greyham, sem verið hefur tæknilegur yfirmaður Impregilo við Kárahnjúkavirkjun frá upphafi. Hátt í 1500 manns unnu að virkjuninni þegar mest var árið 2005. Meginþungi virkjunarfram- kvæmdarinnar er nú austan Snæ- fells. Tæplega 500 metrar eru óbor- aðir í Jökulsárgöngum og gerir Landsvirkjun ráð fyrir að heil- borun verði að fullu og öllu lokið í byrjun apríl, komi ekkert óvænt upp á. Bergið er hagstætt þar sem borinn er staddur, en færiböndin aftan í honum munu bæði slitin og bilunargjörn og tefur það nokkuð fyrir. Verið er að undirbúa helli þar sem síðasti risaborinn af þremur verður tekinn í sundur eftir að hann slær í gegnum síðasta berg- haftið. Þar verður hann tekinn sundur á u.þ.b. 12 vikum og fluttur úr landi. Unnið er við frágang bæði í Kelduár- og Grjótárgöngum og þeim fyrrnefndu næstum lokið. Framkvæmdum lýkur að fullu um mitt ár 2009 með frágangi Hraunaveitu. Jökulsárveita verður tekin í notkun í sumar ef að líkum lætur. Vantar 20MW til álversins „Það gengur allt vel með virkj- unina,“ segir Guðmundur Pét- ursson, yfirverkefnisstjóri Kára- hnjúkavirkjunar, sem staddur er á ráðstefnu í Vietnam. „Við erum komnir upp í 550 MW, allar sex vélar inni og allt í ljómandi góðu lagi. Álverið er komið með 520MW og vantar því ekki nema 30MW upp á fulla keyrslu.“ Aflvél 1 í Fljótsdalsstöð var á ný tengd við byggðalínu 1. febrúar eft- ir að vatnshjól hennar hafði verið tengt og búnaður sem notaður var við launaflsrekstur rafalans, fjar- lægður. Síðan þá hafa staðið yfir ýmsar prófanir á vélinni en þeim lauk fyrir örfáum dögum og þar með er sjötta og síðasta vél stöðv- arinnar útskrifuð. Vélar standast allar kröfur Prófanir á vél 1 voru ítarlegri en gerðar voru á hinum, til þess að sannreyna hvort þær uppfylltu skil- yrði sem sett voru í samningum við framleiðandann, m.a. um aflgetu og nýtni. Prófanirnar benda eindregið til að vélarnar standist allar þær kröfur sem til þeirra eru gerðar. Vélar 2 til 6 voru teknar í rekstur í nóvember 2007. Þá lauk jafnframt launaflsrekstri vélar 1 og tekið var til við að prófa hana til fulls með vatni áður en hún var tekin í gagn- ið. Erfiðasti veturinn við Kárahnjúkavirkjun Allar vélar Kára- hnjúkavirkjunar í gangi og uppfylla ýtrustu kröfur Ljósmynd/Þórhallur Árnason Boltað Unnið í manngerðum helli í Jökulsárgöngum, þar sem síðasti risabor Impregilo verður tekinn í sundur eftir að hann slær í gegnum síðasta berghaftið í apríl n.k. Guðmundur Pétursson Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is „ÞAÐ er af og frá að þessi munur sé að minnka,“ segir Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, um þá fullyrðingu Ástu Þorleifsdóttur, varafor- manns Orkuveitu Reykjavíkur, í Morgunblaðinu í gær, að munur á kostnaði við að leggja loftlínur og jarðstrengi sé að minnka. Ásta segir að tími há- spennulína sé liðinn. „Þetta er reginmisskilningur. Það er rétt hjá Ástu að stálverð hefur hækkað mikið. Þau efni sem fara í jarðstrengina, þ.e. kopar, blý og plast í einangrun, hafa hins vegar hækkað mun meira en stálið. Þær röksemdafærslur sem hún nefnir halda því ekki vatni,“ segir Þórður. Margfalt dýrara að setja línur í jörðu Þórður segir að framleiðslugeta í verksmiðjum sem framleiða jarðstrengi sé ekki næg og það eigi sinn þátt í því að verð á jarðstrengjum hafi haldið áfram að hækka. Hann segist ekki treysta sér til að segja til um hvað gerist í framtíðinni, en búast megi við að byggðar verði nýjar strengjaverk- smiðjur á komandi árum. Notkun á jarðstrengjum sé vaxandi því alls staðar í heiminum sé rætt um að setja línur í meira mæli í jörðu. Hann segist þó ekki vitað til þess að neins staðar í heiminum nema á Íslandi hafi verið settar fram kröfur um að allar nýjar raflínur verði settar í jörðu. Þórður segir að kostnaður við jarðstrengi ráðist af tveimur þáttum, þ.e. rafsprennu á strengjunum og flutningsgetu. Það sé ekki mikill munur á kostnaði á loftlínum og rafstrengjum með 66 kw spennu og Landsnet horfi til þess að setja slík flutningsvirki í jörðu frekar en að byggja þau ofan jarðar. Á línum sem eru með 130 kw spennu séu jarðstrengirnir um tvöfalt dýrari. Á 200 kw línum með mikla flutningsgetu sé munurinn fjórfalt til fimmfalt meiri og allt upp í sjöfalt meiri á strengj- um með mjög mikla flutningsgetu. Raflínur sem rætt er um að leggja á Reykjanesi eru með 200 kw spennu og mikill flutningsgetu. Þórður segir að reiknað hafi verið út að ef það ætti að byggja allt núverandi flutningskerfi raf- orku í landinu myndi það kosta um 80 milljarða. Ef allt flutningskerfið yrði sett í jarðstrengi myndi það hins vegar kosta um 235 milljarða eða nærri því þrefalt meira. Þórður segir þessar tölur sýna að ef farið væri út í að setja línur í jörðu í stórum stíl myndi það óhjákvæmilega hafa veruleg áhrif á raforkuverð. Stefnumörkun nauðsynleg Fyrir Alþingi liggur núna þingsályktunartillaga um jarðstrengi. Þórður sagðist fagna því ef stjórn- völd tækju af skarið varðandi þessi mál. „Það er mjög mikilvægt að fá einhverja heildstæða stefnu um þessi mál til framtíðar þannig að við höfum eitthvað til vinna út frá. Það er engin stefna í þess- um málum í dag.“ Munur á loftlínum og jarð- strengjum minnkar ekki VERKTAKAFYRIRTÆKIÐ Arn-arfell hefur verið úrskurðað gjald- þrota. Skiptastjóri var skipaður Árni Pálsson hrl. hjá Lögmanns- stofunni ehf. á Akureyri. Arnarfell bað um að bú félagsins yrði tekið til gjaldþrotaskipta í lok febrúar og var úrskurður um það kveðinn upp í Héraðsdómi Norður- lands 3. mars sl. Segir í úrskurði Héraðsdóms að verulegar kröfur standi upp á félagið sem því sé ekki unnt að greiða. Geti félagið ekki staðið í skilum við lánardrottna, allt hlutafé sé uppurið og eignastaða neikvæð. Arnarfell átti síðustu misserin í verulegum fjárhagskröggum, ekki síst vegna stórra verkefna við Kárahnjúkavirkjun. Starfsemi fé- lagsins spannaði rúma tvo áratugi og var það alla tíð fjölskyldufyr- irtæki. Auk verkefna við Kára- hnjúkavirkjun hefur Arnarfell unn- ið að stóriðjuhöfn fyrir Fjarðabyggð, vegagerð og brúar- smíði um allt land, flugvallarbygg- ingu og snjóflóðavarnargörðum og framkvæmdum við Vatnsfellsvirkj- un, Hágöngumiðlun, Sultartanga- virkjun og Kvíslaveitur. Að auki rak fyrirtækið steypustöð á Akur- eyri og malarvinnslu víða um landið með færanlegum malarsamstæðum. Arnarfell gjaldþrota LANDSNET er enn í við- ræðum við sveitarfélögin á Suðurnesjum um lagningu nýrrar háspennulínu á Reykjanesi, en henni er m.a. ætlað að flytja rafmagn til ál- vers í Helguvík. Þórður Guð- mundsson segir að tillaga Landsnets geri ráð fyrir jarð- strengjum nálægt þéttbýli, t.d. við Reykjanesbæ. Einnig hafi Landsnet boðist til að taka niður raflínur eins og 130 kw línuna sem fyrir er á Reykjanesi, Sogslínu 2 sem liggur um Hellisheiði og Hamraneslínu 1 og 2 sem liggur í gegnum Heiðmörk. Línur verði rifnar Þórður Guðmundsson. VEL fór á með þeim Geir H. Haarde forsætisráðherra og Bob Greifeld, forstjóra NASDAQ OMX Group, á Times Square í New York sl. föstudag. Geir átti óformlegan fund með Greifeld að loknu viðtali í þættinum SqueezePlay á kanadísku sjónvarpsstöðina BNN – Business News Network, sem notar upp- tökuver í húsakynnum kauphall- arinnar. Greifeld notaði tækifærið og bauð forsætisráðherra að opna eða loka markaðnum á NASDAQ næst þegar hann yrði á ferðinni. Geir hélt sem kunnugt er ræðu á ársfundi Íslensk-ameríska versl- unarráðsins sl. fimmtudag. Hann fór einnig í viðtöl við allnokkra fjöl- miðla í New York þar sem hann fjallaði um íslensk efnahagmál, þeirra á meðal var hann í beinni út- sendingu í þættinum On the Eco- nomy á Bloomberg, í viðtal í þætt- inum World Business Today á CNN og ræddi við blaðamenn frá Reu- ters, Newsweek, Dagens Industri, BusinessWeek, International Fin- ancing Review, Institutional Inve- stor og Financial Times. Heimsókn forsætisráðherra til New York lauk á föstudag með því að Geir hélt ræðu á fundi fastafull- trúa frönskumælandi aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna til kynningar á framboði Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Sá fundur var samkvæmt upplýsingum blaðs- ins mjög vel sóttur og tókst vel. Forsætisráðherra hitti forstjóra NASDAQ Verð á jarðstrengjum í heiminum hefur verið að hækka að undanförnu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.