Morgunblaðið - 18.03.2008, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Mesti herleiðangur Íslendinga síðan á víkingaöld??
VEÐUR
Vinstri grænir virðast leggja ofurkapp á að gagnrýna Guð-
laug Þór Þórðarson heilbrigðis-
ráðherra og leitast við að gera
hann tortryggilegan í hvívetna
fyrir þær breytingar á heilbrigðis-
kerfinu sem hann er talinn munu
beita sér fyrir á kjörtímabilinu.
Þetta þarf ekkiað koma á
óvart, ekki frek-
ar en að þeir láti
ráðherra Sam-
fylkingarinnar
nánast alveg í
friði. Þeir líta
undan þegar ut-
anríkisráðherra
fer til Afganistan og varla heyrist
múkk þegar álver rís í Helguvík
fyrir framan nefið á umhverfis-
ráðherra og iðnaðarráðherra.
Það þurfa að fara fram ígrund-aðar umræður um heilbrigð-
ismál á Alþingi. Það er aug-
ljóslega markmið Sjálfstæðis-
flokksins að endurskoða
heilbrigðispólitíkina og nú þegar
hefur heilbrigðisráðherra stigið
skref í þá átt, meðal annars með
mannabreytingum á Landspít-
alanum og í heilbrigðisráðuneyt-
inu og með aðgerðum sem stuðla
eiga að lækkun lyfjaverðs.
Heilbrigðismál ásamt stóriðju-,varnar- og öryggismálum,
voru málaflokkar, sem áttu þátt í
því að Sjálfstæðisflokkurinn
myndaði ríkisstjórn með Samfylk-
ingu. Að mati Sjálfstæðismanna er
meiri stuðningur við aukið frjáls-
ræði og einkarekstur í heilbrigð-
iskerfinu innan Samfylking-
arinnar en í öðrum flokkum.
Fjármunir verða alltaf af skornum
skammti – hvernig nýtast þeir
landsmönnum best?
Slík stefna varðar grundvall-arhagsmuni og heilbrigðis-
ráðherra getur ekki kvartað yfir
því að hún sé rædd ítarlega í
þingsölum.
STAKSTEINAR
Guðlaugur Þór
Þórðarson
Heilbrigðismálin og þingið
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
!
"#
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
$
$ $ $ $
$
*$BC
!
"#$
%
&
*!
$$B *!
%&
'#
& #
(# ) (
<2
<! <2
<! <2
%#'
*
+ ,-" (.
<7
'
()*+
,
,
#*#
&
*
'
- , .
#/
$)*(0
&
&
,
- &
/0 (11 (# 2( "(*
+
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Guðjón Jensson | 17. mars 2008
Fyrir 40 árum
Nú bregður mörgum í
brún um skyndilegt fall
á íslensku krónunni.
Undanfarin ár hafa fáir
gjaldmiðlar verið jafn
stöðugir og íslenska
krónan en nú kemur í
ljós að „stöðugleikinn“ virðist vera á
brauðfótum að ekki sé dýpra tekið í
árina.
Fyrir 40 árum máttu íslenskir al-
þýðumenn horfa upp á meira geng-
isfall. ... Aðeins þolinmæði og þraut-
seigja dugar og að bíta á jaxlinn...
Meira: mosi.blog.is
Ómar R. Valdimarsson | 17. mars
2008
Peningarnir hennar
Sonju Zorilla
Í Morgunblaðið í dag
skrifar „áhugamaður
um velferð barna“
grein, undir fyrirsögn-
inni „Sonju Zorillu sjóð-
urinn – hví þessi
leynd?“.
Mörgum spurningum er ósvarað
eftir mjög vandaðan Kompásþátt um
Sonju Zorillu í vetur. Það er því full
ástæða til þess að vekja sérstaka
athygli á þessari grein...
Meira: omarr.blog.is
Marinó M. Marinósson | 17. mars
Einkennilegur dómur
Mér finnst dómur, þar
sem móðir ungrar
stúlku var dæmd til að
greiða kennara tæpar
10 milljónir króna í
skaðabætur fyrir hönd
dóttur sinnar, hálf ein-
kennilegur. Ekki misskilja. Að sjálf-
sögðu á að bæta kennaranum tjónið,
engin spurning. Eftir því sem ég skil,
þá mega börn ekki fara af skólalóð-
inni á skólatíma nema með leyfi, eru
þau þá ekki á ábyrgð skólans á þess-
um tíma?
Meira: marinomm.blog.is
Rúnar Kristjánsson | 17. mars 2008
Umgengnin við lífið
Undanfarin ár hafa
menn verið að vakna
verulega til meiri vit-
undar um þörfina á því
að heiðra náttúruna og
hlynna að henni. Ára-
tugabarátta hug-
sjónaríkra náttúruunnenda hefur
þannig skilað sér inn í þungavigt-
arumræður nútímans og er það vel.
Þessi framvinda hefur leitt til þess að
stóriðjusinnar, sem yfirleitt tilheyra
hægri kanti stjórnmálanna, hafa reynt
að koma sér upp hugtaki sem getur
gengið í fólk og innifalið slétta og já-
kvæða mynd af þeim sem nátt-
úruverndarsinnuðum atvinnuvæðing-
armönnum. Menn hafa dottið niður á
hugtakið hægri grænir, en það hefur
þótt hafa ýmsa ókosti. Fyrst og fremst
virkar það eins og eftiröpun hugtaks-
ins vinstri grænir og getur líka vakið
ýmsar óþægilegar spurningar á
grundvelli sögulegra staðreynda.
En góð umgengni um náttúruna er
auðvitað aðeins hluti af þeirri mynd
sem allir ættu að geta verið sammála
um að ætti að hafa forgang í heim-
inum – ef gengið væri út frá eðlilegum
forsendum. Óspillt náttúra er eitt af
því sem er manninum nauðsyn til að
geta lifað og tekið réttum framförum
til þroska, en grundvallaratriðið er þó
að við lærum að umgangast lífið sjálft
með lotningu og virðingu. Þegar við
gerum okkur grein fyrir að við erum
þiggjendur að lífi hljótum við jafnframt
að skilja að sú gjöf gerir þá kröfu til
okkar, að við virðum líf annarra og
byggjum þjóðfélagið upp á sammann-
legum forsendum. Þá verður líka
hugsunin um að varðveita náttúruna
sjálfsögð því þá munu heilbrigðir lífs-
hættir eðlilega kalla á þá umgerð
sem hæfir.
En umgengnin við lífið er ekki góð
og hefur versnað til muna á síðustu
árum. Náungakærleikurinn hefur
kólnað og margir virðast orðnir eyland
í sínum hugarheimi. Það er hugsað
um að taka en ekki að gefa. ...
Umgengnin við annarra líf skiptir
slíka sálarleysingja því litlu máli.
En það eru viðhorfin gagnvart öðr-
um sem segja best til um það hvers-
konar manneskjur við erum. Það á að
vera okkur eðlilegt og skylt að finna til
með hverjum þeim sem sorgin nístir
og særðir eru. Okkur ber að sýna
samferðamönnum í lífinu heilbrigða
samkennd. ...
Meira: undirborginni.blog.is
BLOG.IS
FRÉTTIR
TEKJUAFKOMA hins opinbera, þ.e.
ríkis og sveitarfélaga, var jákvæð um
nærri 67 milljarða króna á síðasta ári
samkvæmt bráðabirgðauppgjöri frá
Hagstofunni. Þetta samsvarar 5,3%
af landsframleiðslu og 10,8% af
tekjum hins opinbera. Til samanburð-
ar var tekjuafkoman jákvæð um 6,3%
af landsframleiðslu árið 2006 og 4,9%
af tekjum árið 2005.
Í Hagtíðindum segir að þessi af-
koma skýrist fyrst og fremst af mikl-
um tekjuafgangi ríkissjóðs, sem nam
4,2% af landsframleiðslu árið 2007 og
5,3% árið 2006. Fjárhagur sveitarfé-
laganna hafi einnig snúist til betri
vegar síðustu þrjú árin, þótt staðan
þar sé misjöfn. Á síðasta ári nam
tekjuafgangur sveitarfélaganna um
sex milljörðum króna eða um 0,5% af
landsframleiðslu. Hlutfallið var 0,3%
árið 2006.
Útgjöld jukust um 63 milljarða
Tekjur hins opinbera mældust
617,5 milljarðar króna árið 2007 og
hækkuðu um tæpa 57 milljarða milli
ára. Sem hlutfall af landsframleiðslu
námu tekjurnar 48,3% og hafa ekki
áður verið hærri. Í Hagtíðindum er
bent á að mikil hækkun hafi orðið á
tekjum ríkis og sveitarfélaga frá
árinu 2002 þegar þær mældust 41,7%
af landsframleiðslu.
Útgjöldin hafa að sama skapi auk-
ist. Þau námu 551 milljarði króna í
fyrra hjá ríki og sveitarfélögum og
hækkuðu um rúma 63 milljarða milli
ára eða úr 41,7% af landsframleiðslu
árið 2006 í 43,1% árið 2007.
Tekjuafgangur
67 milljarðar
STJÓRN Heimilis og skóla, lands-
samtaka foreldra, hefur sent frá sér
tilkynningu vegna dóms í svokölluðu
Mýrarhúsaskólamáli.
Fram kemur að útgangspunktur-
inn í dómnum sé sá, að börn geti verið
skaðabótaskyld. Foreldrar verði að
átta sig á því, dómurinn ætti því að
vekja þá til umhugsunar um trygg-
ingamál fjölskyldunnar. Dómurinn
veki einnig upp áleitnari spurningar,
svo sem hvort eðlilegt sé að börn séu
ábyrgðartryggð í skóla á kostnað op-
inberra aðila vegna líkamstjóns sem
þau kunna að valda. Slíkt gæti verið til
hagsbóta fyrir tjónþola, sem ætti þá
auðveldara með að fá bætur greiddar.
Stjórnin tjáir sig ekki efnislega um
einstök mál að öðru leyti en telur þó
að öll umræða sé af hinu góða.
Veki foreldra til umhugsunar