Morgunblaðið - 18.03.2008, Page 13

Morgunblaðið - 18.03.2008, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2008 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF FCG 6 FCG ,    - - 3 3 FCG 7 8 HG   - - 3 3 I %  #J   . - - 3 3 ;> &G   - - 3 3 FCG 9 FCG :    - - 3 3 5( 6      *6 *7%8*9   2#   !!3 ;<    &( 2 - D$ H!= 2 - D$ K( D$ ;0 2 - D$ 2(  1  D$ 7$  -$E+  # LM # 2 - D$ , -/ + H  D$ 0 #1   # D$ C D$ "NF ( .H '9 ;9$1 D$ ><  D$ O  D$ = " < # >!   D$ &$M D$ &( (M &I< &( (M "( "@;  H  ;+ 2 - D$ ;P< H  LM #M 2 - D$ QD D$ ><++ + '(=' D$ :  (=' D$ ;  :$ % # ?  R ( < &  R 7H 2 # D$ 7 -' D$ + ! @A  ! - -  - -  - - -  - -  - -   - -  - - - -  - - -   - - -  - -   -  - -                                                         :'-( #+  >1'  #+) , -  66 6         66 666 6   6    6          666  66    . . .   . . ?  ?      ? 6 ?  ? ? . . .   .  ?      ?  ? ?  ? ?  . 6?  . ;=# !'-( 6 6         . . . . . +(  + !'!'                                                     Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is ÓVISSA á fjármálamörkuðum hef- ur aukist í kjölfar kaupa JP Morg- an Chase-bankans á hinum 85 ára gamla fjárfestingarbanka, Bear Stearns, í Bandaríkjunum um helgina. Verðið er svo lágt, 2 doll- arar á hlut en var 30 dollarar síð- astliðinn föstudag, að í erlendum fjölmiðlum er talað um brunaútsölu og að kaupin geti aukið líkurnar á mikilli lækkun og jafnvel hruni á gengi hlutabréfa í fjármálafyrir- tækjum. Bandaríski seðlabankinn er þó sagður gera það sem hann getur til að koma í veg fyrir slíkt og Bush forseti lýsti jafnframt í gær yfir stuðningi við aðgerðir seðla- bankans. Breski seðlabankinn greip einnig til aðgerða í gær og tilkynnti um 5 milljarða punda innspýtingu inn á markaðinn til að freista þess að vega upp á móti lausafjárskorti. Þrátt fyrir söluna á Bear Stearns og aðgerðir bandaríska og breska seðlabankans lækkuðu hlutabréfa- vísitölur víðast hvar töluvert í gær, mest einmitt vegna lækkunar á gengi hlutabréfa í fjármálafyrir- tækjum. Bear Stearns er annað stóra fjár- málafyrirtækið sem farið hefur á hliðina vegna þeirra erfiðleika sem verið hafa á fjármálamörkuðum að undanförnu. Hitt fyrirtækið er breski bankinn Northern Rock, sem var þjóðnýttur í síðasta mánuði. Í erlendum fjölmiðlum er sagt að engan veginn sé hægt að fullyrða að fleiri bankar muni ekki fara sömu leið og þessir tveir. Koma í veg fyrir hrun Orðrómur um slæma lausafjár- stöðu Bear Stearns hefur verið há- vær í nokkurn tíma en ástæðan fyr- ir erfiðleikum bankans er fyrst og fremst sú hvað hann var stór á markaði með hin svonefndu ótryggu veðlán eða undirmálslán. Vegna lakrar lausafjárstöðu var bankinn illa undir það búinn að mæta erfiðleikum á húsnæðislána- markaðinum í Bandaríkjunum. En hvers vegna vill JP Morgan hlaupa undir bagga og reyna að bjarga því sem bjargað verður varðandi Bear Stearns? Svarið er væntanlega það að kaupin gefa bankanum möguleika til frekari vaxtar án mikillar áhættu, því bandaríski seðlabankinn kemur að fjármögnun kaupanna. Seðlabank- inn lagði til 30 milljarða dollara vegna fjármögnunar þeirra auk þess að ganga í ábyrgðir til að verja JP Morgan tapi komi til þess að eignir Bear Stearns lækki í verði. Umfangsmikil aðstoð Þetta er í fyrsta skipti í um þrjá áratugi sem bandaríski seðlabank- inn grípur til þetta stórra aðgerða með jafn skömmum fyrirvara og raun ber vitni en aðstoðin vegna fjárhagsvanda Bear Stearns er ein umfangsmesta fjárhagslega aðstoð seðlabankans. Enda segir í erlend- um fjölmiðlum að ljóst sé, að banda- ríski seðlabankinn ætli að leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir hrun á fjármálamörkuðum. Búist er við allt að 100 punkta lækkun stýrivaxta í dag. Óvissan algjör á fjármálamörkuðum Í HNOTSKURN » Lækkun á hlutabréfum í gærer víða rakin til kaupa JP Morgan á Bear Stearns. » Bandaríski seðlabankinnábyrgist kaupin, sem er ein mesta fjárhagsaðstoð bankans í áratugi. » Tilkynnt var um lokunskuldabréfasjóðsins Carlyle Capital í gær. Ekkert er eftir í sjóðnum fyrir hluthafa. Reuters Ódýrt JP Morgan Chase kaupir Bear Stearns fyrir samtals 236 milljónir dollara og fær með í kaupunum höfuðstöðvar bankans í New York ● TALSVERÐAR lækkanir á hluta- bréfum urðu í flestum kaup- höllum heims í gær, sem allar eru meira og minna raktar til neyðarsölunnar á Bear Stearns fjárfestingabankanum. Fyrst varð lækkun í Asíu, mest um 5% í Sjanghæ, og síðan í öllum kaup- höllum Evrópu, með allt að 4,2% lækkun sbr. DAX í Þýskalandi. Þar hafði afkomuviðvörun frá Siemens mikið að segja, en bréf félagsins lækkuðu í gær um 16% í kauphöll- inni í Frankfurt. Gefin var út við- vörun um 900 milljóna evra minni hagnað en áður hafði verið talið. FTSE-vísitalan í Lundúnum lækkaði um 3,85%. Viðskipti í Wall Street í New York voru sveiflukenndari. Dow Jones endaði upp á við, hækkaði um 0,18%, Nasdaq-vísitalan lækk- aði hins vegar um 1,6% og S&P lækkaði um 0,9% Lækkanir í flestum kauphöllum heims ● VELTA með greiðslukort í febrúar sl. nam 57 milljörðum króna, sam- kvæmt tölum frá Seðlabankanum, og þar af nam innlend velta um 52 milljörðum króna. Í Morgunkorni Glitnis segir að þetta sé vísbending um aukið aðhald heimilanna og minnkandi einkaneyslu, þar sem greitt sé fyrir stærstan hluta neysl- unnar með greiðslukortum. Miðað við vísitölu neysluverðs og leiðrétt gengi krónunnar, sé þetta aðeins 0,3% meiri velta að raunvirði miðað við febrúar árið 2007. Veltuaukn- ingin í upphafi árs sé umtalsvert minni samanborið við þróunina á síð- ari helmingi síðasta árs. Versnandi efnahagshorfur, lakari lánskjör og aukin svartsýni neytenda virðist nú hvetja heimilin til að herða beltin og sýna aðhald í neyslu eftir mikla neyslugleði undanfarna mánuði. Vísbendingar um minnkandi neyslu ● HAMPIÐJAN hagnaðist um 3,7 milljónir evra í rekstri síðasta árs, borið saman við 700 þúsund evra tap árið 2006. Veltan jókst um rúm 3% en rekstrartekj- urnar námu 46,4 milljónum evra, jafnvirði 5,4 milljarða króna á nú- virði. Hlutdeild í hagnaði HB Granda nam 1,9 milljónum evra. Söluaukn- ing er vegna innri vaxtar, mest hjá dótturfélagi í Noregi sem selur vörur til olíuiðnaðar. Samdráttur var í tekjum dótturfélags á Nýja-Sjálandi og hjá Fjarðanetum hér á landi. Áætlun þessa árs gerir ráð fyrir tekju- samdrætti vegna aðstæðna í útgerð. Hampiðjan jók tekjur og sneri tapi í hagnað ÞETTA HELST ... ● HLUTABRÉF í kauphöll OMX á Ís- landi lækkuðu almennt um 3,45% í gær og endaði úrvalsvísitalan í 4.652 stigum, hefur ekki verið lægri síðan í nóvember árið 2005. Í Veg- vísi Landsbankans er bent á að þetta sé dýpsta lægðin sem orðið hefur á íslenskum hlutabréfamark- aði. Frá upphafi lánsfjárkreppunnar í júlí sl. hafi vísitalan lækkað um 48,4%. Mest lækkuðu bréf FL í gær, um 13,2%, en bréf Exista lækkuðu um 10,3% og bréf 365 um 7,97%. Skuldatryggingaálag bankanna hélt áfram að hækka í gær. Álag á bréf Kaupþings er komið í 825 punkta, 765 punkta hjá Glitni og 625 punkta hjá Landsbankanum. Dýpsta lægðin STJÓRN ítalska flugfélagsins Al- italia hefur samþykkt yfirtökutilboð Air France-KLM upp á 138 milljónir evra, jafnvirði um 15 milljarða ís- lenskra króna. Í frétt á fréttavefnum TimesOnline segir að þetta sé nokk- uð lægra verð en stjórnin hefði von- ast til að fá fyrir félagið. Alitalia hefur verið til sölu í rúmt ár en félagið hefur átt í miklum rekstrarerfiðleikum og verið rekið með tapi í langan tíma. Ýmis flug- félög höfðu sýnt áhuga á kaupum, svo sem hið rússneska Aeroflot, hið þýska Lufthansa sem og ýmis önnur evrópsk félög og bandarísk. Salan á Alitalia hefur valdið tölu- verðu umróti innan ítölsku ríkis- stjórnarinnar, því róttækir vinstri- menn hafa verið alfarið á móti því að félagið verði selt erlendum aðilum. Á sama tíma hefur almenningur hins vegar verið andvígur því að hið op- inbera hafi þurft að dæla peningum í tapreksturinn. Salan á Alitalia er háð ýmsum skil- yrðum og þar á meðal þarf að liggja fyrir samþykki Evrópusambandsins. Kaupa Alitalia GENGI bréfa FL Group lækkaði mest allra úrvalsvísitölufélaga í kauphöllinni í gær, eða um 13,2%. Endaði gengið í 7,23. Viðskipti með bréfin í gær voru ekki mikil, eða fyrir um 270 milljónir króna. Frá því fyrir áramót hafa bréf FL Group lækkað um 50% og markaðs- virði félagsins rýrnað um 73 millj- arða króna, er nú um 72 milljarðar. Sterkur orðrómur hefur verið um að félagið verði tekið af markaði á næst- unni en það hefur ekki farið varhluta af óróanum á fjármálamarkaði. „Ekki rætt um afskráningu“ Vegna umfjöllunar fjölmiðla um orðróminn gaf stjórn FL Group út stutta yfirlýsingu síðdegis í gær, undirritaða af Jóni Ásgeiri Jóhann- essyni stjórnarformanni. Þar segir að engar umræður hafi farið fram í stjórninni um afskráningu félagsins. Fyrr um daginn hafði á vef Við- skiptablaðsins m.a. verið vitnað í ónafngreindan stjórnarmann FL Group sem sagði að það væri „eina vitið“ að taka félagið af markaði. Baugur er stærsti hluthafi FL Group með um 36,5% hlut. Markaðs- virði þess hlutar hefur frá áramótum rýrnað um 26,6 milljarða króna. Rýrnun hjá FL um 73 milljarða    $1  * ) &*3 ;B  $@ 2 + D (1E$ $9 9 (

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.