Morgunblaðið - 18.03.2008, Side 14

Morgunblaðið - 18.03.2008, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is DALAI Lama, hinn andlegi leiðtogi Tíbeta, sætti í gær gagnrýni af hálfu alþjóðlegrar ungliðahreyfingar Tíb- eta, TYC, vegna þeirrar afstöðu að kalla ekki eftir því að ríki heims snið- gangi Sumarólympíuleikana í Pek- ing í ágúst. Frestur kínverskra yfirvalda til tíbeskra mótmælenda að gefa sig fram ellegar eiga á hættu refsingu rann út á miðnætti á staðartíma í gær og er þess því beðið til hvaða ráða Kínastjórn grípur nú. Mótmælendur í höfuðborginni Lhasa minntust þess í síðustu viku að á mánudag voru 49 ár liðin frá misheppnaðri uppreisn gegn yfirráð- um Kínverja og hafa fregnir af mannfalli ýtt undir kröfur um að leikarnir verði sniðgengnir. Fátt bendir til að orðið verði við þeirri kröfu og má þar nefna að tals- menn Evrópuráðsins sögðu vænlegri leiðir færar til að vinna gagn í þágu mannréttindabaráttu. Á sama tíma skoraði svissneska Ólympíunefndin á Alþjóða ólympíu- nefndina, IOC, að senda frá sér yf- irlýsingu vegna Tíbets, án þess þó að hvetja til að leikarnir yrðu snið- gengnir í mótmælaskyni. Þá skoraði Condoleezza Rice, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, á Kínastjórn að hefja viðræður við Dalai Lama, á meðan Rússar lögðu áherslu á að málefni Tíbets væru innanhússmál Kínverja. Leikarnir sýni umbreytinguna Ólympíuleikunum er ætlað að undirstrika umbreytingu kínversks samfélags úr fjölmennu þróunarríki í tæknivætt efnahagsveldi. Stjörnu- arkitektar hafa verið ráðnir til að ljá háhýsaþyrpingum stórborganna yf- irbragð auðs og valda og ekkert til sparað við byggingar sem tengjast leikunum. Sjálfir Sumarólympíuleikarnir eru ekki undanskildir í þessu samhengi og eins og fræðimaðurinn Jennifer Lind bendir á í grein í tímaritinu Atl- antic Monthly (í mars 2006) hafa Kínverjar og Rússar tekið höndum saman um að tryggja sínu íþrótta- fólki sem allra flesta verðlaunapen- inga á leikunum. Bandaríkin voru sigursæl á leik- unum í Aþenu 2004 og segir Lind að í ljósi þeirrar útkomu hafi Kínverjar og Rússar sammælst um að sagan endurtæki sig ekki í Peking, með þjálfaraskiptum og sameiginlegri notkun íþróttamannvirkja. Markmið Kínverja sé að hljóta 110 verðlauna- peninga, sjö fleiri en Bandaríkin. Þá gildi að þegar kínverskir og rúss- neskir íþróttamenn séu ekki að keppa sín á milli skuli heimamenn hvetja Rússana. Fáir, ef nokkrir, atburðir vekja meiri athygli heimsbyggðarinnar en Ólympíuleikar og ef fram heldur sem horfir verður þetta ekki í fyrsta skipti sem skuggahliðar stjórnmál- anna setja blett á leikana. Rifjum upp nokkur dæmi. Allt frá dögum Adolfs Hitlers Árið 1936 hugðist einræðisherr- ann Adolf Hitler nota Ólympíuleik- ana í Berlín til að sýna fram á mátt og megin Þriðja ríkisins og yfirburði hvíta kynstofnsins. Árið 1964 var Suður-Afríku meinuð þátttaka vegna aðskilnaðarstefnunnar, bann sem var í gildi allt til leikanna í Barcelona árið 1992. Árið 1972 féllu leikarnir í Münc- hen algerlega í skuggann af árás pal- estínskra vígamanna á ísraelska Ól- ympíuhópinn og átta árum síðar sniðgengu tugir þjóða leikana í Moskvu vegna innrásar Sovetríkj- anna í Afganistan. Fjórum árum síð- ar svöruðu Sovétríkin svo fyrir sig með því að sniðganga Sumarólymp- íuleikana í Los Angeles. Ríki heims hyggjast ekki sniðganga Ólympíuleikana  Frestur Tíbeta runninn út  Kínverjar og Rússar móta verðlaunastefnu Í HNOTSKURN »Óstaðfestar heimildir hermaað hundruð manna hafi týnt lífi í mótmælunum í Lhasa. »Fregnir hafa borist af mann-falli víðar, þ.m.t. í V-Kína. »Ólympíuleikarnir í Pekingstanda yfir frá 8.-24. ágúst. ÞÁTTTAKANDI í athöfn í Ríga í Lettlandi kemur skikk á raðir fánabera við kirkju í gær. Þá var hyllt þátttaka Letta í Waffen SS, úrvalssveitum nasista í seinni heimsstyrjöld. Sovétmenn innlimuðu landið 1940. Er Þjóðverjar tóku Lettland af Sovétmönnum haustið 1941 fögnuðu margir íbúanna og lögðu fram sinn skerf í baráttunni gegn Stalín og kommúnistum hans með því að berjast í liði Hitlers þar til yfir lauk. Reuters Hylla þátttöku í Waffen SS Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ mun bregð- ast af festu við frekari óeirðum í Kosovo, að sögn talsmanns NATO, James Appathurai, í gær. Nær 30 lögreglumenn og friðargæslulið- ar bandalagsins, sem annast öryggisgæslu í Kosovo fyrir hönd Sameinuðu þjóðanna, særð- ust snemma í gærmorgun er þeir reyndu að leggja á ný undir sig dómshús SÞ í borginni Kosovska Mitrovica. Lentu þeir í átökum við menn úr serbneska minnihlutanum í norður- hluta borgarinnar er beittu m.a. skotvopnum. Boris Tadic, forseti Serbíu, hvatti í gær leið- toga Serba í Kosovo til stillingar en bað einnig liðsmenn NATO um að beita „ekki valdi“ til að ná dómshúsinu úr höndum Serba. Slíkar að- gerðir væru óþarflega harkalegar og gætu ýtt undir átök í héraðinu öllu. Samningaviðræður við Serbana sem lagt höfðu dómshúsið undir sig báru engan árangur um helgina. Mitrovica Kosovska er að hálfu byggð albönskumælandi fólki og að hálfu serbneskumælandi. Liðsmenn NATO, sem flestir voru pólskir, urðu að hafa sig á brott frá serbneska hluta borgarinnar í gær eftir að beitt hafði verið táragasi gegn Serbunum sem m.a. kveiktu í nokkrum bílum, merktum SÞ. Serbarnir lögðu dómshúsið undir sig á föstudag. Þeir krefjast þess að stofnaður verði sérstakur dómstóll fyr- ir Serba í borginni. Minnst 80 af óeirðaseggjunum særðust í átökunum og 53 voru handteknir, að sögn lög- reglunnar í Kosovo. Fyrir réttum fjórum árum urðu mannskæðar óeirðir í Mitrovica Ko- sovska, Albanar andmæltu þá veru Serba í borginni og kröfðust sjálfstæðis Kosovo. Flest vestræn ríki hafa viðurkennt sjálf- stæðisyfirlýsingu Kosovo frá 17. febrúar, sem Serbar hafna með öllu og segja vera brot á al- þjóðalögum. Njóta þeir stuðnings Rússa í þeirri deilu og hvöttu Rússar til þess um helgina að aftur yrðu hafnar samninga- viðræður um stöðu Kosovo. Margra ára við- ræður af því tagi báru ekki árangur þar sem albanski meirihlutinn í héraðinu vildi með engu móti samþykkja að héraðið yrði áfram hluti Serbíu. Grimmilegar ofsóknir Serba gegn Albönum hefðu útilokað slíka lausn. Segjast bregðast af festu við óeirðum Friðargæsluliðar og lögreglumenn á vegum NATO voru hraktir frá Serbahverfum Kosovska Mitrovica er þeir reyndu að ná dómshúsi Sameinuðu þjóðanna úr höndum Serba Reuters Óeirðir Bíll í eigu SÞ brennur eftir átökin í Kosovska Mitrovica í Kosovo í gær. Í HNOTSKURN »Um 17.000 friðargæsluliðar á vegumNATO eru í Kosovo. Héraðinu var stýrt af fulltrúum SÞ frá 1999 eftir að stríðinu gegn herjum Serba í héraðinu lauk en það var áfram formlega hluti Serbíu. Nýlega lýsti Kosovo yfir fullu sjálfstæði. »Um 10% hinna tveggja milljóna íbúaKosovo eru Serbar, hinir eru flestir Albanar og kröfðust hinir síðarnefndu að stjórnarfarslegu tengslin við Serbíu yrðu slitin. Serbar líta margir á Kosovo sem heilaga jörð en þar eru ýmsir merkir staðir úr sögu þjóðarinnar. NIÐURSTÖÐUR sveitarstjórnar- kosninganna í Frakklandi um helgina eru mikið áfall fyrir Nicolas Sarkozy forseta og miðju-hægri- menn hans. Er búið var að telja megnið af at- kvæðunum var ljóst að Sósíal- istaflokkurinn hafði náð völdum í borgunum Tou- louse, Caen, Strassborg, Reims og Amiens, einn- ig hélt hann París og Lyon. Miðju-hægriflokki forsetans, UMP, var þó nokkur huggun í því að Marseilles er enn á hans valdi þótt hart væri að flokknum sótt í borg- inni. Og jafnframt er bent á að mun- urinn á helstu valdablokkunum var lítill í prósentum, vinstrimenn eru nú með samanlagt 48,7% atkvæða en miðju-hægrimenn 47,6%. Vinsældir Sarkozys hafa hrapað eftir sigurinn í forsetakosningunum í maí. Er nú talið að eftir að hafa misst mikilvæga valdakjarna eins og áður- nefndar borgir muni honum ganga treglega að hrinda í framkvæmd ýmsum róttækum breytingum sem hann hefur boðað. Sarkozy tapaði Nicolas Sarkozy Valdablokkirnar nú með svipað fylgi London. AFP, AP. | Írakar líta nú fram- tíðina bjartari augum en áður og 55% aðspurðra segjast ánægðir með lífið en hlutfallið var aðeins 39% í sams konar könnun í ágúst. Telja þeir að þakka beri fyrst og fremst stjórnvöldum í Írak, lögreglunni og hernum að ástandið hafi lagast. Þetta kemur fram í nýrri skoðana- könnun sem ABC-sjónvarpsstöðin lét gera í samstarfi við fleiri stöðvar. 46% Íraka segja að ástandið verði orðið betra eftir ár, hlutfallið var að- eins 23% í fyrra.. Nú telja 53% Íraka að auknar ör- yggisráðstafanir í Anbar-héraði og Bagdad á vegum Bandaríkjahers hafi dregið úr öryggi íbúanna en í sambærilegri könnun frá því í ágúst í fyrra töldu hins vegar 70% Íraka að ástandið hefði versnað á umræddum svæðum eftir að Bandaríkjamenn fjölguðu í liði sínu. Að þessu sinni segjast 38% Íraka vilja að erlendi herinn fari strax frá landinu en hlut- fallið var 47% í fyrra. 49% telja nú að innrásin 2003 hafi verið réttmæt. Írakar mun bjartsýnni BERKLAR breiðast hratt út á Grænlandi þessi árin og að sögn vef- síðu blaðsins Jyllandsposten er tí- unda hvert barn í landinu nú smitað af sjúkdómnum. Annars staðar á Vesturlöndum hefur berklum að mestu verið útrýmt. Hafin var herferð gegn berklum á Grænlandi fyrir hálfri öld og á ní- unda áratugnum var talið að þeim hefði verið að mestu útrýmt. En annað kom á daginn áratug síðar þegar þeir fóru að færast aukana. Blaðið vitnar í læknaritið Uge- skrift for Læger, þar segi að tíðni berkla á Grænlandi líkist því sem gerist víða í þriðja heiminum. Orsök- in sé að verulegu leyti léleg lífskjör. Berklar smitist auðveldlega milli fólks og sums staðar búi Grænlend- ingar afar þröngt, 10 manns sofi jafnvel í sama herbergi. Berkla- vandi á Grænlandi Tíunda hvert barn sagt vera smitað ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.