Morgunblaðið - 18.03.2008, Síða 17

Morgunblaðið - 18.03.2008, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2008 17 SUÐURNES Eftir Svanhildur Eiríksdóttir Reykjanesbær | „Ég byrjaði að hreyfa mig þegar ég hætti að reykja 26 ára gamall. Ég vildi bæði bæta heilsu mína og nota hreyf- inguna sem stuðning við að halda mig frá tóbakinu,“ sagði Þórður B. Þórðarson göngu- garpur og trimmari í samtali við Morg- unblaðið. Hann hætti á dögunum í Slökkvilið- inu á Keflavíkurflugvelli eftir 36 ára starf. Í 31 ár kom Þórður sér til og frá vinnu á tveimur jafnfljótum sama hvernig viðraði. Þó síðasta vaktin sé að baki ætlar hann ekki að leggjast með tærnar upp í loft. Þeir eru ófáir Njarðvíkingarnir sem hafa séð Þórð B. Þórðarson skokka eða labba upp Grænásbrekkunna á leið á vakt hjá Slökkvi- liði Keflavíkurflugvallar. Hreyfingin er hans lífsstíll og upphafið má rekja 41 ára aftur í tímann. Þá var Þórður stýrimaður á skipum Eimskipafélags Íslands og ákvað að hætta að reykja. „Í kjölfarið byrjaði ég að labba. Síðan heyrði ég um æfingakerfi Charles Atlas, Atl- askerfið svokallaða og keypti bókina til að fara eftir. Einn af skipsfélögum mínum kenndi mér að sippa og þetta stundaði ég í litlum klefa um borð í skipunum. Við sigldum í kringum landið og í hverri höfn notaði ég tækifærið og gekk upp á næsta fjall. Ég stunda enn fjallgöngur,“ sagði Þórður í sam- tali við blaðamann. Gönguferðirnar eru orðnar margar sem og áfangastaðirnir og gildir einu hvort um skipulagðar gönguferðir er að ræða eða ekki. Sömu sögu er að segja um ferðafélagana, Þórði finnst lítið mál að vera einn á ferðalög- um en segist þó ekki vilja vera án fé- lagsskaparins í líkamsræktarstöðinni Perl- unni þar sem hann lyftir reglulega eða sundlauginni í Njarðvík þar sem margir sprettirnir eru teknir með sundfélögunum. „Það er félagsskapurinn sem gerir þetta svo skemmtilegt. Það myndast kjarni bæði í sundlaugunum og líkamsræktarstöðvunum og þessi félagsskapur er mikils virði.“ Margar háðsglósur fallið Þórður sagðist hafa lagt áherslu á að vera góð fyrirmynd. Þórður var m.a. fyrsti Íslend- ingurinn til að gefa blóð eitt hundrað sinn- um. Það var í marsmánuði 1992 og þegar Þórður hætti að gefa blóð voru gjafirnar orðnar 142. Í Blóðbankanum er alltaf góð ávöxtun og blaðamaður nefndi við Þórð að nú væri lag að feta í fótspor hans og spara öku- tækin á tímum síhækkandi bensín- og olíu- verðs. Að maður tali nú ekki um hversu mannbætandi hreyfingin er. Þórður sagði að mikið væri búið að hlæja að sér í gegnum tíðina og margar háðsglósurnar hefðu fallið. Hann hefði hins vegar ekki látið það hafa áhrif á sig og bendir á bikar sem féll honum í skaut á Töðugjöldum Ungmennafélags Njarðvíkur árið 1989. Á skildi hans stendur „Trimmari ársins“. „Það er einstaka sinnum sem þeir verðlauna trimmara ársins og þetta árið fékk ég bikarinn. Mér fannst þetta mjög skemmtilegt,“ sagði Þórður sem trimmaði til og frá vinnu allt til ársins 2000 er hann þurfti að fara í liðþófaaðgerð. Eftir það hefur hann látið sér nægja að ganga og ekki bara til og frá vinnu heldur ekki síður upp á há- lendinu eða í styttri gönguferðum víðsvegar um landið. Skipti þá engu þótt löng sólar- hringsvakt hjá slökkviliðinu væri að baki. „Ég hafði alltaf þrek til að hlaupa eða ganga í lok vaktar. Ég var hins vegar alltaf svo hress þegar ég kom heim að ég gat ekki hugsað mér að fara í rúmið að sofa. Ég tók því til við að lesa blöðin og fór svo gjarnan í heimilisstörfin því konan vann langan vinnu- dag.“ Erfitt að breyta yfir í íslenskt málumhverfi Síðasti dagurinn í vinnunni var eft- irminnilegur. Eftir að hafa verið leystur út með góðum gjöfum gengu vinnufélagarnir með honum niður í Grænáshlið. Þar tók fjöl- skyldan á móti honum og labbaði með honum alla leiðina heim. „Ég vissi ekkert um þetta en vinnufélagarnir og fjölskyldan höfðu talað sig saman. Mér þótti mjög vænt um þetta.“ Eiginkonan, Helga Magnúsdóttir kennari, sagði blaðamanni að í tilefni dagsins hefði heimilið verið skreytt, íslenski fáninn dreg- inn að húni og kræsingar beðið Þórðar. Þórður sagði að Slökkvilið Keflavík- urflugvallar hefði verið góður vinnustaður. Hann hefði haft meiri áhuga á að vera nærri fjölskyldunni en að vinna á sjónum. Hann hefði því tekið slökkviliðsstarfinu þegar hon- um bauðst það árið 1972. Honum hefði líkað starfið mjög vel og eignast þar stóran hóp ágætra vinnufélaga. Á þeim 36 árum sem lið- in væru síðan þá hefðu slökkviliðinu fallið mörg verðlaun í skaut fyrir framúrskarandi eldvarnir og slökkviliðsmenn farið í gegnum ýmsar breytingar, þó engar eins og þær sem urðu eftir brotthvarf hersins að sögn Þórðar. „Þetta var bandarískt samfélag og mál- umhverfið því bandarískt. Það reyndist því erfiðleikum bundið að laga ýmislegt í starf- seminni að íslensku máli eftir að herinn fór. Við fórum inn á hvert heimili og á hvern vinnustað einu sinni á ári með fræðslu um eldvarnir,“ sagði Þórður sem alltaf hefur lagt mikla alúð við að tala gott íslenskt mál og var einn af hvatamönnum um að málhreins- unarfélag var stofnað á vinnustaðnum. Framundan bíður Þórðar skemmtilegur tími. Nýtt barnabarn var að líta dagsins ljós og nú gefst tækifæri til að sinna áhugamálunum. „Við hjónin eigum sumarbústað í Borgarfirði og njótum þess að vera þar, m.a. við trjá- rækt og útiveru. Ég sé fyrir mér að þeim ferðum muni fjölga og að við munum hafa meiri tíma til að ferðast. Svo hefur ýmislegt hér heima við setið á hakanum.“ Með þessum orðum er Þórður rokinn í ræktina enda eng- in ástæða til að slá slöku við þótt vinnan krefji hann ekki lengur um góða formið. „Hef reynt að vera góð fyrirmynd“ Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Trimmari Þórður B. Þórðarson hljóp og gekk í vinnuna hjá Slökkviliði Keflavíkurflugvallar öll þau ár sem hann hefur verið búsettur í Njarðvík, samtals 31. Hreyfingin er hans lífsstíll. Í HNOTSKURN »Þórður B. Þórðarson er fyrsti Íslend-ingurinn til að gefa blóð 100 sinnum. »Hreyfing varð að lífsstíl Þórðar þegarhann hætti að reykja fyrir 41 ári. »Nú þegar Þórður hefur unnið sína síð-ustu vakt hjá Slökkviliði Keflavík- urflugvallar hefur hann meiri tíma fyrir göngur, ferðalög og fjölskylduna. LANDIÐ Eftir Atli Vigfússon Þingeyjarsveit | Mikið var um dýrðir í Stórutjarnaskóla í Ljósa- vatnsskarði um helgina er nemend- ur héldu árshátíð sína fyrir troð- fullu húsi. Að venju mættu íbúar sveitarinnar til að sjá uppskeruhá- tíð nemenda í leiklistinni en ekkert var til sparað við að gera hátíðina sem best úr garði eins og venja er til. Frumsamið leikrit Nemendur í 1.-5. bekk sýndu val- in atriði úr leikritinu „Þið munið hann Jörund“ eftir Jónas Árnason og nemendur 6.-10. bekkjar sýndu nýtt frumsamið leikrit eftir Jónas Reyni Helgason kennara við skól- ann sem nefnist „Sjóræningjar á Ljósavatni.“ Hann hefur fram að þessu ekki verið þekktur sem leik- ritaskáld en réðst fram á ritvöllinn þegar kom að því að undirbúa árshátíðina þar sem fólki fannst vanta eitthvað nýtt og frumlegt. Leikur yngri nemendanna vakti mikla athygli vegna þess hve vel þau skiluðu texta út yfir salinn og þurftu sum þeirra að fara með tölu- vert langt mál sem þau höfðu greinilega lært vel og söngur þeirra var mjög líflegur. Beðið hafði verið með nokkurri eftirvæntingu eftir sjóræningjaleikriti Jónasar Reynis þar sem það gerist í heimabyggð og mörg kunnugleg örnefni komu fyrir sem fólk þekkti úr nágrenni skólans. Þar komu á svið íbúar þorpsins Sandvíkur sem er við Ljósavatn og sjóræningjar sem lögðu að landi. Upphófst mikið drama sem nemendur túlkuðu af miklum krafti bæði með leik og söng. Alls voru það 24 nemendur sem komu fram í verkinu þ.e. tólf þorpsbúar, sex ljósálfar og sex sjó- ræningjar. Margir sungu einsöng en frumsamda söngtexta gerðu þau Jónas Reynir, Aníta Þórarinsdóttir og Þorgeir Atli Hávarsson sem er nemandi við skólann. Að sögn Jónasar Reynis var mik- il vinna lögð í búninga og stóðu æf- ingar yfir í nær þrjár vikur enda árangurinn því betri sem vinnan er meiri. Hann segir að reglubundnar menningarstundir í skólanum séu til mikils gagns fyrir börnin þar sem þau læri að koma fram og tjái sig í ræðu og riti. Að leikritunum loknum kom svo skólastjórinn Ólafur Arngrímsson fram á sviðið og þakkaði höfund- unum, leikstjórunum, nemendum og starfsfólki fyrir skemmtunina auk þess sem hann þakkaði tónlist- arstjóranum Jaan Alavere frábært starf. Allt þetta fólk hlaut mikið klapp í salnum og hófst svo kaffi- veisla, síðan skemmtiatriði starfs- fólks en í lokin var dansað fram yfir miðnætti. Frumsamið leikrit um ljósálfa og sjóræningja á Ljósavatni Leikritakvöld í Stórutjarnaskóla Morgunblaðið/Atli Vigfússon Í sjóræningjaleikriti Bjarni Hauksson, Sigríður Harpa Hauksdóttir, Gunnar Þórarinsson og Silja Rúnarsdóttir í hlutverkum sínum í leikriti Jónasar Reynis Helgasonar, en það var samið sérstaklega fyrir árshátíð skólans. Í HNOTSKURN »Í Stórutjarnaskóla eru 43nemendur úr Bárðardal, Fnjóskadal, Kinn og Ljósavatns- skarði »Grunnskóli, leikskóli og tón-listarskóli lúta einni yf- irstjórn og hefur skólastarf þetta vakið töluverða athygli.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.