Morgunblaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.03.2008, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2008 21 JÓHANNA Gunnlaugsdóttir, dósent í bókasafns- og upplýs- ingafræði við Háskóla Íslands, rit- ar í Mbl. 4. mars sl. um það sem hún telur rangfærslur mínar á op- inberum vettvangi á þessu ári um skjalamál. Ég hélt hádegisfyr- irlestur hjá Sagnfræðingafélaginu 15. janúar um varð- veislu skjala, „Synda- flóðið kemur eftir vorn dag“ (sjá heima- síðu félagsins). Það sem síðan hefur kom- ið fram um efnið af minni hálfu á opinber- um vettvangi grund- vallast á erindinu. Í viðtali við Mbl. 2. mars sagði ég að í kennslu í upplýs- ingafræði við HÍ væri farið á svig við fyr- irmæli Þjóð- skjalasafns. Þar á ég við svonefndan óend- anlegan lykil sem Jó- hanna hefur haldið að nemendum sínum og fyrirtæki hennar, Gangskör, hefur not- að. Í Handbók um skjalavörslu stofnana sem Þjóðskjalasafnið gaf út árið 1995 er kafli um bréfadagbók- artímabil á bls. 22. Óendanlegur lykill gengur í berhögg við þann kafla. Á bls. 18 segir: „Ekki er unnt að búa til einn ákveðin bréfalykil sem nýtist öllum stofn- unum, heldur verður alltaf að sníða hann að málefnum hverrar stofnunar.“ Lyklar sem allir inni- halda flokkinn „söguleg skjöl“ og „almennt og ýmislegt“ uppfylla ekki þessar kröfur. Um bréfalykla fjallaði ég á fræðslufundi um skjalaflokk- unarkerfi í Borgarskjalasafni 30. jan. 2007. Í fyrirlestri (sjá heima- síðu safnsins) skýrði ég nánar af hverju óendanlegur lykill gengur ekki upp í skjalavörslu, hvorki hjá opinberum stofnunum né einkafyr- irtækjum. Upprunareglan liggur til grund- vallar skjalavörslu um allan heim og hljóðar svo: „Skjalasafni emb- ættis, stofnunar, einstaklings eða lögpersónu skal haldið út af fyrir sig án viðauka og úrfellinga þannig að sú skipan sem það hafði hjá þeim sem myndaði skjalasafnið haldist óbreytt.“ Þessi regla á einkum við í skjalavörslustofnunum en talið er rétt að þær hafi eftirlit með skjala- vörslu hins opinbera strax frá því að skjöl eru mynduð. Jóhanna seg- ir það misskilning hjá mér að ekki sé farið í upprunaregluna í kennslu hennar. Ég veit ekki hvað Jóhanna kennir um upprunaregluna, en fyr- irtæki hennar, Gangskör, virðist ekki hafa hana í hávegum. Þar hef- ur verið gengið frá opinberum skjalasöfnum án tillits til uppruna- reglunnar, skjölum riðlað miðað við það sem var hjá skjalamyndara og raðað þeim eftir stafrófsröð- uðum lykli sem minnir á óend- anlega lykilinn. Það er bagalegt því að þar höfðu menn ákveðinn metnað til að varð- veita skjalasöfnin og lögðu til þess fé. Dæmi um þennan frá- gang Gangskarar eru í Þjóðskjalasafni Ís- lands, Borgarskjala- safni Reykjavíkur og víðar. Sérviska, klaufaskapur eða fá- fræði seinni tíma skrásetjara á ekki að setja mark sitt á skjalasafn. Uppruna- reglunni er ætlað að tryggja að samhengi skjalasafna sé ekki spillt. Ég hef aldrei haldið því fram að at- hugasemdir hafi verið gerðar við kennslu í HÍ af hálfu Þjóð- skjalasafnsins, það er ekki rétt hjá Jóhönnu. En 28. september 2004 var undirritaður samstarfssamningur Háskólans og Þjóðskjalasafnsins um ráðningu lektors í skjalfræði og skjalavörslu við sagnfræðiskor HÍ. Þessi lektor starfar annars staðar í Háskólanum en Jóhanna. Misskilningur Jóhönnu um bók- haldslögin birtist í grein hennar. Þau lög heimila ekki neitt í sam- bandi við fylgiskjöl bókhalds. Lög- in hafa ekki skjalavörslu að mark- miði, þau tryggja hinu opinbera aðgang að ákveðnum skjölum og gera lögpersónum á markaði skylt að varðveita þau í ákveðinn lág- markstíma. Einkafyrirtæki ráða síðan hvað þau varðveita af skjöl- um. Þá veltur m.a. á menningar- legum viðhorfum eigenda og stjórnenda fyrirtækja hversu miklu af viðskiptasögu þeirra er haldið til haga. Fylgiskjölum bók- halds er ekki sjálfsagt að eyða neins staðar. Eigi fyrirtæki búnað sem endist lengi og búnaðurinn er í ábyrgð t.d. í 10-15 ár frá kaup- degi, væri lítil skynsemi að henda kvittuninni fyrir kaupunum að sjö árum liðnum þótt varðveisluskyldu sleppi. „Eyðingarskjöl“ er þess vegna undarleg hugmynd um heil- an skjalaflokk eins og fylgiskjöl bókhalds, í öllum rekstri. Skjala er gætt sérstaklega sem þarf að nota eða hugsanleg not eru fyrir. Hvort það er fylgiskjal úr bókhaldi eða eitthvað annað veltur á aðstæðum. Hreingerningaæði í skjalasöfnum getur reynst dýrt. Hjá opinberum stofnunum gildir allt annað en hjá einkafyr- irtækjum, eins og Jóhanna nefnir. Þar má ekki eyða neinum skjölum nema með skriflegu leyfi stjórn- arnefndar Þjóðskjalasafns. Því miður er þetta ekki alltaf ljóst þeim sem bera ábyrgð á skjala- vörslu opinberra stofnana, og þeg- ar þeir ráða fólk til aðstoðar sem veit það ekki heldur er ekki gott í efni. Orð Jóhönnu um ósannindi og rangfærslur af minni hálfu eru órökstudd. Hún nefnir starfs- stéttir. Starfsréttindi eru góðra gjalda verð en því aðeins að fag- mennska sé höfð að leiðarljósi. Sagnfræðingar eru líklegastir til að skila árangri við skjalavörslu. Bókasafns- og upplýsingafræð- ingar eru ekki hæfari til skjala- vörslu en hver annar. Þar greinir okkur Jóhönnu vafalaust á. Góð þekking á upprunareglunni og fag- mannleg beiting hennar er grund- völlur góðrar skjalavörslu. Dósentinn og upprunareglan Hrafn Sveinbjarnarson svarar grein Jóhönnu Gunnlaugs- dóttur »Ég veit ekki hvað Jó- hanna kennir um uppruna- regluna, en fyr- irtæki hennar, Gangskör, virð- ist ekki hafa hana í háveg- um. Hrafn Sveinbjarnarson Höfundur er sagnfræðingur og skjalavörður. UMRÆÐAN Flettu upp nafni fermingarbarnsins mbl.is FERMINGAR 2008 NÝTT Á mbl.is or.is ÍS L E N S K A S IA .I S O R K 41 57 9 03 .2 00 8 Þinn styrkur – okkar framlag Við auglýsum eftir umsóknum um styrki á sviði menningarmála, íþrótta- og æskulýðsmála, umhverfis- og útivistar- mála og mannúðarmála. Alls leggjum við fram 50 milljónir króna og skiptast þær þannig að 15 milljónum verður ráðstafað til menning- armála, 15 milljónum króna verður varið til umhverfis- og útivistarmála, til íþrótta- og æskulýðsmála, þ.m.t. styrkir til afreksfólks, verður varið 15 milljónum króna og 5 milljónir króna renna til líknarmála. Sækja skal um styrki fyrir 14. apríl næstkomandi. Eingöngu er hægt að sækja um á vef Orkuveitu Reykjavíkur: www.or.is • Nýir tímar, nýjar hugmyndir Af hverju að bíða og bíða eftir stóra vinningnum þegar þú getur unnið fyrir öllu sem þig langar að eignast? Það eina sem þú þarft að gera er að bera út blöð í 1-3 tíma á dag. Besta aukavinna sem þú getur fundið og góð hreyfing í þokkabót! Hringdu núna og sæktu um í síma 569 1440 eða á mbl.is! Sæktu um blaðberastarf – alvörupeningar í boði! Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.