Morgunblaðið - 18.03.2008, Side 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
KÍNA OG NÁGRANNAR
Umheimurinn horfir til Kína umþessar mundir, sem vettvangefnahagslegra kraftaverka. Í
Kína er allt að gerast. Allra leiðir
liggja til Kína. Uppgangur í efnahags-
málum er ótrúlegur. Í Kína er gífur-
leg framleiðsluaukning. Í Kína er gíf-
urleg aukning í neyzlu og svo mætti
lengi telja.
En það eru til fleiri hliðar á Kína.
Það er Kína vinnuþrælkunar. Þótt í
Kína ríki stjórn alþýðunnar að nafn-
inu til er alþýðunni þrælkað út á
vinnustöðum fyrir alger lágmarks-
laun en ótrúlegan vinnutíma. Jafnvel
forseti Íslands hefur farið til Kína og
dásamað uppganginn þar án þess að
líta til hægri eða vinstri og hafa orð á
vinnuþrælkuninni, sem þar við-
gengst.
Kína er líka ríki, sem kúgar fólk.
Þar ríkir einræðisstjórn í nafni
kommúnismans. Og eins og í ríkjum
kommúnismans er fólk kúgað í Kína.
Það nýtur ekki frelsis. Það nýtur ekki
skoðanafrelsis og tjáningarfrelsis. Og
Kínverjar kúga nágranna sína. Kúg-
un Kínverja á Tíbetum er einn ljótasti
bletturinn á okkar samtíma. Það hef-
ur að langmestu leyti ríkt þögnin um
þá kúgun, sem Tíbetar hafa búið við í
meira en hálfa öld.
Hvers vegna hefur ríkt svo mikil
þögn um kúgunina í Tíbet? Vegna
þess, að það hefur ekki hentað hags-
munum Vesturlanda að halda uppi
mótmælum gegn kúgun Tíbeta. Það
hefur hentað hagsmunum Vestur-
landa að horfa framhjá Tíbet.
Eftir að Bandaríkjamenn og aðrar
þjóðir viðurkenndu Pekingstjórnina
hefur heldur ekki hentað hagsmunum
Vesturlanda að hafa orð á löngun íbúa
Taívan til sjálfstæðis. Það er horft
fram hjá Taívan. Í grein hér í Morg-
unblaðinu í gær á Charles Liu, fulltrúi
á sendiskrifstofu Taívan í Danmörku,
greinilega erfitt með að skilja viður-
kenningu Íslendinga á sjálfstæði Kos-
ovo (sem að vísu tók langan tíma að
gefa yfirlýsingu um, ótrúlega langan)
á sama tíma og Íslendingar eru ekki
tilbúnir til að viðurkenna sjálfstæði
Taívan og styðja umsókn íbúanna þar
um aðild að Sameinuðu þjóðunum.
Hvers vegna erum við ekki tilbúin
til að styðja sjálfstæði Taívan? Vegna
þess, að það hentar ekki hagsmunum
okkar. Það hentar bara hagsmunum
okkar að mati íslenzkra stjórnvalda
að hylla ástandið á meginlandi Kína,
þótt við mundum fordæma slíkt
ástand hjá smærri þjóðum.
Ný ríkisstjórn er augljóslega í leit
að nýrri utanríkisstefnu og á erfitt
með að finna hana en ríkisstjórnina
langar til að vera með stóru strákun-
um í sandkassaleiknum mikla.
Kjarninn í nýrri utanríkisstefnu
okkar Íslendinga gæti verið að reka
utanríkispólitík á siðferðilegum
grundvelli. Að byggja utanríkispólitík
á því, sem við teljum rétt en ekki á því,
sem einhverjir telja þrönga hagsmuni
okkar.
Slík utanríkispólitík er hvergi rek-
in. Þess vegna mundi hún vekja at-
hygli.
ÍSRAELAR OG NÁGRANNAR
Miryam Shomrat, sendiherra Ísr-aels á Íslandi skrifar grein í
Morgunblaðið í gær, þar sem hún lýs-
ir afstöðu Ísraela til þeirra átaka,
sem staðið hafa að undanförnu m.a. á
Gazasvæðinu.
Sendiherrann segir m.a. í grein
sinni:
„Dag eftir dag eru Íslendingar
mataðir á fréttum í sjónvarpi eða öðr-
um fréttastofufréttum um það, sem
kallað er „hefndaraðgerðir“ eða
„vítahringur ofbeldis“. Þeim eru hins
vegar ekki sýndar daglegar eld-
flaugaárásir á Sderot, Askelon og
aðrar byggðir, sem Hamas-liðar eða
aðrir hryðjuverkamenn standa fyrir.
Þeim eru aðeins sýnd viðbrögð ísr-
aelska hersins við hryðjuverkaárás-
um, árásir hans á hryðjuverkamenn-
ina og aðstöðu þeirra. Það er rangt og
villandi að lýsa ástandinu sem „víta-
hring“ og selja alla undir sömu sök.
Þannig eru þó fréttirnar matreiddar í
íslenzkum fjölmiðlum, þótt í raun sé
um að ræða hryðjuverkaárásir á aðra
hönd en tilraunir til að hrinda þeim á
hina.“
Og sendiherrann segir ennfremur:
„Ísraelar beina ekki spjótum sínum
af ásettu ráði gegn óbreyttum borg-
urum, skólum, heimilum og sjúkra-
húsum. Þeir vilja ekki skaða friðsama
Palestínumenn en neyðast til að verj-
ast hryðjuverkamönnum og aðeins
þeim.
Ísraelar ráðast ekki gegn skólum,
moskum eða sjúkrahúsum, jafnvel
þótt hryðjuverkamenn skjóti eld-
flaugum frá þessum húsum. Útsend-
arar Hamas eru hins vegar innan um
fólkið og því kemur það fyrir, því mið-
ur, að óbreyttir borgarar falli í átök-
um milli Hamas og Ísraela. Hamas
notar síðan fréttastofur og fréttarit-
ara til að tryggja, að Íslendingar fái
mjög einhliða mynd af ástandinu.“
Auðvitað er það svo, að Ísraelar
eiga sinn málstað ekkert síður en Pal-
estínumenn. Þeir geta fært ákveðin
rök fyrir sinni háttsemi við þær erf-
iðu aðstæður, sem til staðar eru á
þessum umdeildu svæðum.
En það er eitt sem Ísraelar geta
ekki gert. Þeir geta ekki höfðað til
fólks með þeim málflutningi að þeir
séu minnimáttar í þessum átökum.
Þeir geta ekki höfðað til fólks með
því, að þeir séu einungis að verja
hendur sínar.
Ísrael er eitt öflugasta herveldi í
heimi og langöflugasta herveldið í
Miðausturlöndum nær. Þeir geta
leikið sér að Palestínumönnum eins
og köttur að mús og gera.
Þess vegna eiga Ísraelsmenn ekki
að reyna að verja stöðu sína og að-
gerðir með því að leita eftir samúð
fólks.
Sýni þeir hins vegar í verki vilja til
þess að hjálpa Palestínumönnum til
þess að bjarga sér sjálfir mundu þeir
uppskera stuðning umheimsins og þá
samúð, sem þeir sækjast eftir.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Vímuefnavandi Íslendingahefur aldrei verið meirien nú. Vandi ungs fólkshefur vaxið gríðarlega
síðasta áratug og það ánetjast
örvandi vímuefnum í vaxandi
mæli. Sjúkrahúsið Vogur hefur
ekki undan eins og er og þar hef-
ur aldrei verið meira að gera en á
fyrstu mánuðum þessa árs. Þetta
kom fram í máli Þórarins Tyrf-
ingssonar, yfirlæknis á Vogi, þeg-
ar hann kynnti umfang og starf-
semi SÁÁ í gær. Þórarinn gerði
það á Akureyri þegar nýtt hús-
næði göngudeildar SÁÁ þar í bæ
var tekið í notkun.
„Notkun örvandi vímuefna er
gríðarlega mikið vandamál á með-
al ungs fólks í dag, það hefur farið
vaxandi og er ekki að réna þegar
horft er til nokkurra ára,“ sagði
Þórarinn í gær.
„Hrikalegt“
Yfirlæknirinn sagði að 70% þeirra
sem koma á Vog frá tvítugu til
þrítugs væru háð örvandi vím-
efnum. „10% þeirra eru komin
með lifrarbólgu C og 25% þeirra
sprauta sig í æð,“ sagði Þórarinn.
Skv. tölum úr gagnagrunni
Vogs komu um 20 manns til með-
ferðar vegna notkunar kókaíns
árið 1996, en í fyrra komu hátt í
300 manns á Vog sömu erinda.
Aukningin er einfaldlega „hrika-
leg“ eins og Þórarinn orðaði það.
„Ástandið versnaði mest frá 1996
og fram að 2000, það hefur nokk-
urn veginn staðið í stað síðan –
heldur aukist reyndar – en það er
greinilega ekki að lagast.“
Góðu fréttirnar þetta árið, segir
Þórarinn, eru þær að morfínfíkl-
um virðist vera að fækka. Ástæð-
ur þess segir hann aðgerðir land-
læknisembættisins og
viðhaldsmeðferð á Vogi. „Við
sjáum líka að þeim fækkar sem
eru að fikta við að sprauta sig
mjög ungir.“
Áhyggjur af eldra fólki
Áfengisneysla fólks yfir fimmtugu
er sífellt meira áhyggjuefni, segir
Þórarinn. „Fólk hefur kannski
drukkið daglega lengi en þegar
það er komið yfir fimmtugt og
lendir jafnvel í einhverjum áföll-
um leitar það til SÁÁ vegna dag-
drykkju og meðferðarinngrip
skila mjög góðum árangri hjá
þessu fullorðna fólki.“
Árið 2001 komu um 200 manns,
50 ára og eldri, á Vog en í fyrra
250 á aldrinum 50 til 59 ára. Á
sama tíma fjölgaði þeim í aldurs-
flokknum 60-69 ára, sem komu á
Vog, úr 60 í 130.
Drykkjuvandamál fólks í elstu
aldursflokkunum er því meira en
margan grunar.
„Við sjáum hér, eins og bent
verður það fyrst og frems
fólk sem eykur neysluna,
unglingarnir. Þeir sem au
áfengisneysluna verða þei
eiga erfiðara með hreyfing
erfitt með að koma sér á s
Unga fólkið á ekki í vandr
með það. Það hefur alltaf
rösklega og mætt samt í s
mánudögum; jafnvel staði
plikt fram yfir tvítugt. Það
eftir að breytast mikið.“
Vandinn eykst hjá stúl
Ástandið hjá ungum stúlk
konum hefur einkum vers
hefur verið á annars staðar í Evr-
ópu, að fullorðna fólkið sækir í
vaxandi mæli inn á heilbrigð-
isstofnanir vegna sídrykkju og af-
leiðinga hennar sem eru fyrst og
fremst greindarskerðing og minn-
istap, og aðrir fylgikvillar frá lif-
ur, brisi, meltingarvegi og vöðva-
kerfi. Þetta eru gríðarlega mikil
heilbrigðisvandamál.“
Og það er einmitt gamla fólkið,
ekki unglingarnir eins og gjarnan
er nefnt, sem Þórarinn hefur
mestar áhyggjur af verði farið að
selja áfengi í matvöruverslunum.
„Ef áfengi verður sett í verslanir,
„Notkun örvandi ví
gríðarlega mikið va
„ÞETTA er mikill gleðidagur,“
sagði Þórarinn Tyrfingsson, yf-
irlæknir SÁÁ á Vogi, þegar tekið
var í notkun nýtt húsnæði fyrir
göngudeild SÁÁ á Akureyri í
gær. Starfsemin hefur verið á
hrakhólum undanfarið en sam-
tökin keyptu húsnæðið í Hofsbót
4 þangað sem deildin hefur nú
verið flutt.
SÁÁ er ekki með þjónustu-
samning við hið opinbera vegna
göngudeildarinnar, hvorki á Ak-
ureyri né í Reykjavík. „Rekst-
urinn er því í nokkurri óvissu,“
sagði Þórarinn í gær. Hann lýsti
samt mikilli ánægju með að starf-
semin væri komin í nýtt hús. „Við
vorum heppin að geta keypt þetta
húsnæði. Það er engin áhætta
tekin með því vegna þess að við
getum alltaf selt það aftur. En
það vantar vissulega rekstrarfé
vegna þess að Akureyrarbær hef-
ur ekki komið inn í reksturinn og
auðvitað er ekki hægt að búa við
þá óvissu mjög lengi. En við fögn-
um í dag og vonum að þetta
ist – eins og Íslendingar seg
gjarnan.“
Starfsmaður göngudeild
á Akureyri er Ásgrímur G.
undsson áfengis- og vímuef
gjafi og hann sinnir einnig
Húsavík og Sauðárkróki.
Þórarinn segir mikla þör
göngudeild á Akureyri. „Þö
gríðarlega mikil fyrir þessa
semi hér vegna þess að fólk
langt frá spítalanum og okk
þjónustumiðstöðvum. Það e
ilvægt að fólkið þurfi ekki a
suður og það fær mikinn st
hér eftir að það hefur verið
ferð.“
Þá segir Þórarinn Tyrfin
það skipta miklu máli að fo
arstarfi sé sinnt, t.d. gagnv
börnum sjúklinga, vegna þ
þau séu áhættuhópur. „Við
að þjónusta þetta fólk og æ
okkur að gera það í framtíð
fremi við fáum tækifæri til
sagði Þórarinn.
Morgunblaðið/Skapti Hallgr
Göngudeild í nýju húsnæði Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vo
gerður Rúnarsdóttir læknir hjá SÁÁ og Ásgrímur G. Jörundsson á
og vímuefnaráðgjafi og dagskrárstjóri göngudeildar SÁÁ á Akure
Gríðarlega mikil þörf fy
göngudeildina á Akurey