Morgunblaðið - 18.03.2008, Side 26

Morgunblaðið - 18.03.2008, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Gottskálk Guð-jón Guðjónsson fæddist í Hafnarfirði 13. október 1943. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut aðfara- nótt 7. mars síðast- liðins. Hann var son- ur Guðrúnar Júlíusdóttur frá Bursthúsum, f. 5. júlí 1916, d. 25. sept- ember 1945, og Guð- jóns Jónssonar frá Hvoli, f. 3. ágúst 1905, d. 26. október 1981. Systkini Gottskálks eru Guðmundur Ingi, f. 5. maí 1938, og Ása Petrína, f. 1. maí 1942. Fóstra og föðursystir systkinanna var Salvör Jónsdóttir, f. 10. apríl 1898, d. 23. október 1991. Gottskálk kvæntist hinn 12. des- ember 1963 Guðbjörgu Valgeirs- dóttur, f. 13. desem- ber 1944, dóttur Hansínu Jónsdóttur og Valgeirs Sig- urjónssonar, sem bú- sett voru á Öldugötu 29 í Hafnarfirði. Sonur Gottskálks og Guðbjargar er Guð- jón, f. 30. janúar 1964, kvæntur Merl- indu Amadeo Eyac, f. 29. mars 1976. Sonur þeirra er Guð- björn Joshua, f. 12. maí 2004. Gottskálk lauk gagnfræðaprófi frá Flensborg árið 1960. Hann vann hjá Sambandinu í um 10 ár, aðallega sem bifreiðastjóri, en síð- ustu 34 árin starfaði hann í Ál- verinu í Straumsvík. Útför Gottskálks fer fram frá í Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Í dag, þegar ég kveð elskulegan bróður, koma margar myndir upp í hugann. Sú fyrst er við sátum við eld- húsborðið heima, hvort með sinn kertastjakann sem við fengum í jóla- gjöf og horfðum á logann á litlu Hreinskertunum sem þar loguðu. Nú hefur annað ljósið slokknað og verið tendrað á æðri stað. Við vorum svo lánsöm að fá Söllu frænku á heimilið, þegar móðir okkar lá banaleguna og áttum við margar gönguferðir með henni til afa og ömmu þar sem að ég man fyrst eftir að við vorum að spila. Spilin voru alltaf stór þáttur hjá okk- ur, bæði var pabbi viljugur til að spila við okkur Marías og Kasion og eins tókum við marga vistina, eftir að makar okkar komu til sögunnar, síð- ast núna í janúar. Þar sem við ólumst upp, á Skúlaskeiðinu, var mikill barnaskari sem lék sér saman í alls konar leikjum. Þessar minningar rifj- uðum við oft upp. Gotti var einstak- lega ljúfur og ég held að stóra systir hafi, á stundum, verið svolítið stjórn- söm og ráðrík en alltaf var samkomu- lagið hjá okkur einstaklega gott. Nokkur sumur dvöldum við hjá föð- ursystrum okkar, ég í Sandgerði og Gotti á Stafnesi og hjólaði ég þá oft til hans. Svo komu unglingsárin og leit- uðu áhugamálin þá sitt í hvora áttina. Gotti hafði áhuga á sundi og ég var í skátahreyfingunni, en alltaf var þó spilastokkurinn á sínum stað. Minn- ingarnar eru svo ótal margar sem ég geymi í hjarta mínu um ljúfan og elskulegan bróður. Sigurður og börn- in, Bjarni, Guðjón og Margrét Salvör þakka yndisleg kynni. Elsku Gugga, Guðjón, Merlinda og Guðbjörn, Guð blessi ykkur og verndi. Að endingu er hér erindi eftir Guð- rúnu Jóhannesdóttur frá Brautar- holti: Hann gekk hér um að góðra drengja sið, gladdi mædda, veitti þreyttum lið. Þeir fundu best, sem voru á vegi hans, vinarþel hins drenglundaða manns. Þó ævikjörin yrðu kannski tvenn, hann átti sættir jafnt við Guð og menn. Hafðu þökk fyrir allar okkar sam- verustundir. Guð blessi minningu þína. Ása og fjölskylda. Kæri vinur og vinnufélagi. Það er stórt skarð höggvið í hóp okkar Skautsmiðjumanna hjá Ísal við fráfall þitt. Nú þegar þú ert farinn, stendur minningin um góðan dreng okkur fyr- ir hugskotssjónum. Við höfum misst úr röðum okkar mikinn gleðigjafa og samviskusaman starfsmann. Oft þegar illa lá á mönnum, breyttir þú því með smitandi hlátri þínum og jákvæðni. Hann er miskunarlaus þessi skæði sjúkdómur sem krabbameinið er og lagði þig að velli allt of snemma. Þú hafðir alltaf trú á að þér batnaði, sem lýsir sér best í því, að þegar ég heimsótti þig, lagðir þú mikla áherslu á að ég kæmi með vaktatöfluna, svo þú gætir haft samband við okkur fé- lagana og fengið fréttir af gangi mála í vinnunni. Ég vil þakka þér, Gotti minn, sam- fylgdina þau 27 ár sem unnum saman. Megi Guð varðveita þína góðu og ljúfu sál. Elsku Gugga, Guðjón og fjöl- skylda, ég vil votta ykkur mína inni- legustu samúð. Brynjólfur Lárentsíusson. Kæri vinur og nágranni, það er trú okkar að þú sért á tímamótum og við kveðjum þig aðeins að sinni, við viljum þakka fyrir þægilegt nábýli og sér- staklega mikinn og einlægan áhuga ykkar hjóna fyrir börnum okkar sem minnast þín með gleði. Sárt munum við öll sakna hláturs- ins sem var þitt vörumerki, aldrei að óförum neins, nema helst sjálfs þín. Þú ert sannur og góður vinur. Kærum vini ljósið lýsir á leið sem enginn sér – góða manninn Guð nú hýsir því gekk svo veginn hér. Elsku Gugga, Guðjón, Merlinda og Guðbjörn, við kunnum ekki réttu orð- in á þessari stund en biðjum ykkur og aðstandendum öllum guðs blessunar. Ólafur Torfason, Helena Högnadóttir og börn. Gottskálk Guðjónsson ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, EDITH HELENA SIGURÐSSON, Eiðsvallagötu 26, Akureyri, lést á hjúkrunarheimilinu Seli þriðjudaginn 11. mars. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju þriðju- daginn 25. mars kl. 13.30. Magnea Steingrímsdóttir, Baldvin Valdemarsson, Ingibjörn Steingrímsson, Anna Sólveig Sigurjónsdóttir, Sveinn Steingrímsson, Inga Heimisdóttir, Mónika Steingrímsdóttir, Jón Ingi Jónsson, Magnús Steingrímsson, Elsa Lára Arnardóttir, Edvin Steingrímsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma, dóttir og systir, FREYJA ÁSGEIRSDÓTTIR, Hagatjernveien 92, Mjøndalen, Noregi, lést á sjúkrahúsinu í Drammen 23. febrúar. Hún var jarðsungin frá Mjøndalen kirkju 4. mars. Friðgeir Garðarsson, Ásdís Fjóla Ólafsdóttir, Gunnar Ragnarsson, Helga Rós Friðgeirsdóttir, Pål Henrik Hagen, Guðríður Dögg Friðgeirsdóttir, Emilía og Ísabella Gunnarsdætur, Ásgeir Sölvason, Ásdís Sörladóttir og systkini hinnar látnu. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN PÁLL SIGFÚSSON fyrrverandi kaupmaður, Kleppsvegi 2, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Grund við Hringbraut, föstudaginn 14. mars. Útförin verður auglýst síðar. Guðbjörg Lilja Guðmundsdóttir, Bragi G. Kristjánsson, Erna Eiríksdóttir, María Anna Kristjánsdóttir, Jesús S.H. Potenciano, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, VIGDÍS INGIBERGSDÓTTIR, til heimilis á Njálsgötu 86, Reykjavík, lést laugardaginn 15. mars á Landspítalanum, Fossvogi. Jarðarförin verður auglýst síðar. Katrín Karlsdóttir, Sigurbjörn Víðir Eggertsson, Kristján E. Karlsson, Lilja Ívarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ „Að allir séu þeir eitt, eins og þú, faðir, ert í mér og ég í þér“ (Joh,17,21) Ástkæra, CHIARA LUBICH, lést í Rocca di Papa, föstudaginn 14. mars. Hún verður jarðsungin þriðjudaginn 18. mars í Róm. Til að minnast Chiöru og fylgjast með beinni útsendingu jarðarfarar hennar komum við saman í safnaðarheimili Maríukirkju, Raufarseli 8, kl. 13.45 sama dag. Allir hjartanlega velkomnir! Lífið hennar endurspeglaði orð Guðs. Wilma van Bussel. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, dóttir, systir og mágkona, BIRNA HÉÐINSDÓTTIR CARVALHO, áður Hafnarfirði, Rhode Island, USA, lést á heimili sínu fimmtudaginn 13. mars. Alfred Carvalho, Róbert Már Carvalho, Maggie Carvalho, David Már Carvalho, Nora Carvalho, Dísa Marie Goodridge,Brian Goodridge og barnabörn, Kristín Magnúsdóttir, R. Rósa Héðinsdóttir, Gils Stefánsson, Karl Sigurðsson, Þorbjörg Magnúsdóttir, Örn Sigurðsson, Ásta Ástmundsdóttir, Ingibjörg Ögmundsdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og kær vinkona, SIGURJÓNA SIGURJÓNSDÓTTIR, áður til heimilis að Smáratúni í Þykkvabæ, varð bráðkvödd á heimili sínu, Hólavangi 9, Hellu, laugardaginn 15. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Heimir Hafsteinsson, Særún Sæmundsdóttir, Friðsemd Hafsteinsdóttir, Jón Thorarensen, Sighvatur Borgar Hafsteinsson, Una Aðalbjörg Sölvadóttir Kristborg Hafsteinsdóttir, Nói Sigurðsson, Sigrún Linda Hafsteinsdóttir, Steinar Sigurgeirsson, Bryndís Ásta Hafsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn, Pálmi Viðar Samúelsson. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Alvöru blómabúð Allar skreytingar unnar af fagfólki Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499 Heimasíða: www.blomabud.is Netfang: blomabud@blomabud.is ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi, HELGI HALLVARÐSSON, fyrrverandi skipherra, Lautasmára 1, Kópavogi, andaðist á Landspítalanum laugardaginn 15. mars. Þuríður Erla Erlingsdóttir, Guðfinna Helgadóttir, Guðni Einarsson, Sigríður Helgadóttir, Birgir H. Sigurðsson, Helgi Helgason, Brynja Tómasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.