Morgunblaðið - 18.03.2008, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 18.03.2008, Qupperneq 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ingibjörg Gísla-dóttir fæddist í Reykjavík 25. nóv- ember 1923. Hún andaðist á Skóg- arbæ í Reykjavík 12. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Grímheiður El- ín Pálsdóttir, f. 30. september 1895, d. 1986, og Gísli Jó- hannsson iðn- aðarmaður, f. 21. maí 1891, d. 1978. Systkini Ingibjargar eru: Jónína Margrét, f. 6. mars 1921, maki Brandur Tómasson, d. 1995; Jóhann, f. 1. maí 1925, d. 1968, maki Vilborg Kristjáns- dóttir; Valgerður, f. 23. feb. 1927, maki Andrés Gilsson; Páll Garðar, f. 28. feb. 1928, d. 1951, maki Ethel Bjarnasen, d. 2002; og Magnús R., f. 19. júní 1930, maki Dóra Jó- hannsdóttir, d. 2004. Auk systk- inanna ólst sonur Garðars Páls, Gísli Baldur, f. 1950, upp á heimili þeirra. Ingibjörg giftist 24. desember 1949 Leifi Valdimarssyni, f. í Køge á Sjálandi 7. júlí 1921, d. 10. feb. 2004. Hann fluttist til Íslands 1948 og var skírnarnafn hans Leif Bern- dóttir nemi, f. 8. okt. 1979. Börn hennar eru Heiðrún Ósk, Þor- steinn Árni og Sunna Líf. d) Ásta Þorsteinsdóttir menntaskólanemi, f. 26. jan. 1989. 2) Heiða Kolbrún myndhöggvari, f. 30. nóv. 1953. Hún á 3 börn, þau eru: a) Katrín Ýr Kjartansdóttir gullsmiður í Ósló, f. 13. feb. 1976, gift Ernst Bjerkeseth Poleszynski gullsmið, f. 11. jan 1970, dóttir þeirra er Kirvil Krist- ine. b) Kjartan Ingi Kjartansson viðskiptafræðingur, f. 6. des. 1978, dóttir hans og Hörpu Georgsdótt- ur er Birta. c) Karítas Sól Jóns- dóttir, f. 4. júlí 1995. 3) Auður, cand. mag., kennari við Kvenna- skólann í Reykjavík, f. 7. nóv. 1958. Börn hennar og Guðmundar Gunn- laugssonar arkitekts, f. 19. maí 1954, eru: a) Eva Dögg há- skólanemi, f. 6. mars 1982, gift Ein- ari Þór Ingólfssyni verkfræðingi, f. 1.5. 1982, b) Ingi Vífill mennta- skólanemi, f. 13. júlí 1988, og c) Helgi Reyr grunnskólanemi, f. 22. apríl 1992. Langafabörnin eru 8 og verða á næstunni 9. Eftir að hefðbundnu skyldunámi lauk stundaði Ingibjörg nám við Verzlunarskóla Íslands. Að námi loknu stundaði Ingibjörg ýmis skrifstofustörf, en lengst af starf- aði hún hjá Morgunblaðinu við auglýsingadeild og prófarkalestur. Ingibjörg verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. storff Hansen, en 10. júní 1955 fékk hann íslenskan ríkisborg- ararétt og tók sér jafnframt íslenskt nafn. Foreldrar hans voru Jens Julius Valdemar Hansen, skipasmiður í Køge, síðar í Næstved á Sjá- landi, f. 22. des. 1891, d. 1966, og Ingrid Klara Kirstine Jør- gensen, f. 12. ágúst 1890, d. 1948. Leifur og Ingibjörg eign- uðust þrjár dætur, þær eru: 1) Hrefna Eleonóra, fulltrúi hjá Vinnumiðlun Reykjavíkur, f. 10. apríl 1950, gift Þorsteini Árnasyni rafvirkjameistara hjá Ístak, f. 10. nóv. 1950. Hún á 4 börn, þau eru: a) Ingibjörg Svana Sæmundsdóttir sálfræðingur, f. 19. mars 1968, maki Hafsteinn Haukur Hreið- arsson rafvirki, f. 3. sept. 1968, börn þeirra eru Tinna Dís og Leó Snær. b) Leifur Thorberg Sæ- mundsson vélstjóri, f. 27. mars 1973, kvæntur Önnu Jónu Bald- ursdóttur háskólanema, f. 5. nóv. 1972. Dóttir Leifs er Kristjana og börn Önnu Jónu eru Bjarki og Yngvi. c) Inga Lára Sæmunds- Það er svo sannarlega sjónar- sviptir að henni móður minni, Ingi- björgu Gísladóttur, þegar hún nú kveður lífið, södd lífdaga. Það að segja að móðir mín hafi verið „södd lífdaga“ er reyndar svolítið tvíbent því fáar manneskjur held ég að hafi átt jafn mikið af því sem á dönsku kallast „livsappetit“ áður en veikindi fóru að taka af henni toll. Eins og ég man móður mína í blóma lífsins var hún brosmild, hress, afar „co- quette“, sem og áræðin og fljót að svara fyrir sig. Enda vissi hún sinn vilja og hafði oftar en ekki skýra sýn á það hvernig hlutum yrði best hagrætt. Þessi persónueinkenni nutu sín vel þegar hún sem ung tók virkan þátt í starfi Sjálfstæðis- flokksins. Við, dæturnar þrjár erum börn þeirrar kynslóðar sem hafði hlutverkaskipti kynjanna kirfilega afmörkuð og sáum húsmóðurina ekki fyrir okkur annars staðar en heima, urðum vægast sagt agndofa þegar einn frændinn sagði okkur að hún mamma hefði átt góða mögu- leika á að öðlast frama í stjórn- málum. En þannig var hún mamma í essinu sínu; að segja frá félagsand- anum á „Mogganum“ þar sem hún starfaði um árabil, ásamt kosninga- vökunum og starfinu innan vébanda Sjálfstæðisflokksins. Var enda eins og henni hefði verið flutt véfrétt þegar ég sagði henni að ég væri ekki flokksbundin sjálfstæðismann- eskja og spurði fyrir hverjar einustu kosningar hvort ég ætlaði virkilega ekki að „kjósa sjálfstæðið“! „Þú ætl- ar þó ekki að kjósa kommana, Auð- ur mín?“ Og ekki tók hún mig trú- anlega þegar ég sagði henni að í dag væru ekki einu sinni til kommúnist- ar í Rússlandi; enda nógu erfitt fyr- ir okkur sem fengum hryllingssögur af kommúnistaríkjunum með móð- urmjólkinni að skilja hrun Berlínar- múrsins, hvað þá kynslóðina sem var upp á sitt besta þegar „blessað stríðið“ kom og færði Ísland inn í nútímann og velmegunina. Mömmu þótti alla tíð mjög óviðeigandi og í raun móðgandi fyrir alþjóðasam- félagið að verið væri að gagnrýna „Ameríku“ þó svo að henni þætti Bush forseti óttaleg hjáræna og vit- leysislegur í þokkabót. Í huga þeirr- ar kynslóðar, sem nú svo óðum er að týna tölunni, var Ameríka með Hollywood, Frelsisstyttuna, ísskáp- ana og sjálfvirku þvottavélarnar, land tækifæranna og nýrra tíma. Tímar sem einkenndust af svart- hvítri heimsmynd sem leiddi af sér áræði og einhug um að sigra „óvin- inn“; hvort sem hann nú var fátækt- in, gamli tíminn og sauðalitirnir eða kommarnir. Hún móðir mín var svo einlæglega mikil „Reykjavíkurdótt- ir“ þess tíma. Fædd „á mölinni“, lærði kvenlegar dyggðir í hús- mæðraskóla í Danmörku, þó svo að hún seinna meir hefði sagt barna- börnunum frá því frelsi sem fólst í því að fá tækifæri til að dvelja er- lendis; að fara með vinkonunum á „Valencia“; dansa og púa „Lucky strike“! En að tala um mömmu án þess að minnast á systur hennar tvær væri bara hálf saga. Ég, ásamt frændsystkinum mínum, börnum Jónínu og Valgerðar, átti því láni að fagna að alast upp í skjóli „mæðra- veldis“ systranna þriggja. Það er einstakt veganesti út í lífið að hafa upplifað þá ríku samkennd, vináttu og væntumþykju sem þær systur áttu. En það væri efni, ekki bara í aðra grein, heldur heila bók, en ætla samt að þakka þeim Völu og Nínu alla þeirra elsku og umhyggju fyrir mömmu eftir að veikindi hennar ágerðust. Blessuð sé minningin um Ingi- björgu Gísladóttur. Auður. Það er með söknuði, en líka sátt að ég kveð í dag tengdamóður mína til nær 30 ára, Ingibjörgu Gísladótt- ur. Ekki bara tengdó, heldur líka kæran og náinn vin, því samband okkar var ætíð innilegt og kærleiks- ríkt. Ég hef oft sagt að ég hafi eign- ast bestu tengdamóður norðan Alpafjalla og aldrei varð okkur sundurorða. Ingibjörg var persóna, sem auðvelt var að eiga samskipti við, lífsglöð og brosandi alla tíð. En hún var samt kona, sem vissi sinn vilja, hafði í sér drottningareðli, sem sumir áttu erfitt með að skilja. Sagðist oft í gríni hafa blátt blóð í æðum og naut þess að vera fögur og fín og því varð margt á efri árum henni þyngra að umbera en okkur almúganum. Og vissulega urðu síð- ustu mánuðir henni mjög erfiðir og það var henni þungbær sorg að finna mátt sinn dofna eftir byltur og brot í glímunni við elli kerlingu. En lífið er lærdómur og ég trúi því að hún hafi þrátt fyrir mikinn lífsvilja innst inni verið hvíldinni fegin. Við tvö ræddum oft rök tilver- unnar og trúðum einlæglega á tilvist sálarinnar eftir líkamsdauðann. Þannig er ég fullviss um að hópur látinna ættingja og vina hafi fagnað henni við heimkomuna, með Leif hennar í broddi fylkingar. Og að hann; eiginmaður til rúmlega 50 ára og sem ekta Dani hafi slegið upp góðum „frokost“ til að fagna Imbu sinni. Leifur var mér líka mjög kær sem tengdafaðir og vinur og minn- isstæðar margar stundir með þeim hjónum, með mat og drykk en líka geislandi lífsgleði, hlátur og húmor við borðið. Þau tvö, sem deildu lífi sínu, voru þó um margt svo ólík, hún opin og félagslynd, hann meira fyrir bara sinn innsta hring og að grúska í listinni, en þau bættu hvort annað upp. Og oft fann maður að Imba saknaði félagsskapar Leifs, fannst hún oft verða vör við sinn eft- ir að hann lést fyrir 4 árum, að- allega að hún fyndi lykt af Old spice, pípu eða sígarettum. Og þá gönt- uðumst við með að ekki hefði hann nú blessaður hætt að reykja við vistaskiptin!. Imba var mikil veisludama, naut þess að vera fínust af öllum og skála við góða vini, glitrandi í skarti og breiðu brosi. Áhugamál hennar var mjög velferð afkomendanna, en svo sannarlega líka vinir og veislur, Bil- ledbladet og að komast á Jómfrúna og í flottar búðir. Leikhús með elskulegum systkinum var hennar líf og yndi og einstakt samband þeirra á milli, eru þeim færðar mín- ar samúðarkveðjur. Glaðvær rödd og hlátur hennar Imbu okkar er nú þagnaður og tilveran er svo sann- arlega litlausari við burtför hennar. Ég vil af alhug þakka tengdamóður minni fyrir samfylgdina og er sér- lega þakklátur fyrir þær dýrmætu og nánu stundir sem við tvö áttum saman um jólin síðustu. Ég trúi því að nú gangi hún hnarreist, glöð og frísk um hin andlegu svið og að hvell rödd hennar, glettni, bros og hlátur gleðji í himnaríki. Guð blessi sálu Ingibjargar Gísla- dóttur og gefi henni líkn og frið. Guðmundur Gunnlaugsson. Elsku amma. Nú ertu farin yfir móðuna miklu, haldin í ferðalag sem bíður okkar allra en enginn veit hvert leið ligg- ur. Samverustundir okkar hafa verið ómetanlegar og óborganlegar í gegnum árin. Gleði, sorg og auðvit- að glettni. Þín glettni. Ég hugsa til baka til Gullteigsins góða, ykkar hlýlega heimili, þar sem alltaf var boðið upp á pylsur, suðu- súkkulaði og teiknimyndir. Þar var sjóræningjamyndin í miklu uppá- haldi hjá mér. Já, þú manst „hæhó og reiagó“. Í gegnum árin varst þú mikil matrósa og góður gestgjafi, alltaf við eldhúsið að stússast. Vöfflur og nýbökuð, ísfrosin hafraterta, beint upp úr frystinum. Það var best. Al- veg eins og það átti að vera. Eftir að afi dó, árið 2004 sýndir þú á þér nýja hlið sem barnabörnin höfðu ekki áður séð. Afi hafði alltaf séð um það að nóg væri af bröndurum, með sínum ein- staklega laumulega hætti og þú sást um að selskapið hefði það gott mat- arlega séð. Þessi nýja hlið var glettnin þín og alveg einstök hreinskilni sem gat haldið uppi heilu selskapsveislunum. Elsku amma, þú varst sannkall- aður gleðigjafi, það sagði ég þér, þó svo að þú tryðir því ekki. Þegar ég fór og hitti vinkonur mínar núna á seinni árum var það alltaf ég sem sá um að segja ömmu-sögur, þ.e. sögur af þér og þínum óborganlega húm- or. Margt af þínum húmor er nú komið inn í orðaforða fjölskyldunn- ar og mun þannig áfram lifa með okkur, þó svo að þú sért farin. Og þannig munum við áfram minnast þín. Elsku amma mín, ég veit svo vel að það var kominn tími til að sleppa þér. Þú varst búin að standa við lof- orðið sem þú gafst mér í haust. Þetta er allt í lagi núna, við munum klára okkur. Þú sagðir við mig í janúar að þú „myndir ekki lifa það af“ að verða upp á aðra komin. Þú reyndist sannspá. Elsku amma, ég kveð þig nú, far þú í friði, við sjáumst síðar. En þangað til lifir í hjarta mér yndisleg minning um þig. Þín ömmustelpa, Eva. Ingibjörg Gísladóttir ✝ Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, MÓEIÐUR HELGADÓTTIR frá Selfossi, sem lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi á Hellu miðvikudaginn 12. mars, verður jarðsungin frá Selfosskirkju föstudaginn 28. mars kl. 13.30. Helgi Garðarsson, Kristín Ólafsdóttir, Haukur Garðarsson, Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, Þorvarður Örnólfsson. ✝ Innilegar þakkir sendum við til allra sem sýndu okkur samúð og vináttu vegna andláts eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞÓRS ÞORSTEINSSONAR, Jakaseli 25, Reykjavík. Anna Hulda Sveinsdóttir, Guðrún Þórsdóttir, Ólafur Stefánsson, Einar Þór Þórsson, Anna Karlsdóttir, barnabörn og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts eiginkonu minnar, móður, tengda- móður, ömmu, langömmu og langalangömmu, MARGRÉTAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Hveragerði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Ási fyrir góða umönnun. Sigmundur Bergur Magnússon, Guðbjörg D. Sigmundsdóttir, Kristjana M. Sigmundsdóttir, Þorlákur Helgason, Sigurveig Sigmundsdóttir, Sveinn Guðmundsson, Guðmundur Ingi Sigmundsson, Sigríður Á. Pálmadóttir og afkomendur. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra vina, ættingja og annarra sem sýndu okkur hlýhug, samúð og heiðruðu minningu föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÁRNA HELGASONAR fyrrverandi stöðvarstjóra Pósts og síma. Gunnlaugur A. Árnason, Sigrún Valtýsdóttir, Halldór Árnason, Anna Björg Eyjólfsdóttir, Helgi Árnason, Aðalbjörg Jónasdóttir, Vilborg Anna Árnadóttir, Jón Trausti Jónsson, afa- og langafabörn. ✝ Elskulegur sonur okkar, bróðir og barnabarn, JAKOB ÖRN SIGURÐARSON, Dynsölum 10, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju miðvikudaginn 19. mars kl. 13.00. Herdís Þorláksdóttir, Sigurður M. Jónsson, Rafnar Örn Sigurðarson, Sigríður Guðmundsdóttir, Þorlákur Jóhannsson, Eyrún Hafsteinsdóttir, Jón Sigurðsson og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.