Morgunblaðið - 18.03.2008, Side 36
...þegar Valdimar Örn
Flygenring þvær hárið
á sér upp úr eggjum… xx
»
reykjavíkreykjavík
Í KVÖLD kl. 20 verður sérstök sýn-
ing til styrktar Geðhjálp á kvik-
myndinni Lars and the Real Girl í
Sambíóunum Álfabakka. Myndin
segir af ungum manni, Lars, sem á
við geðraskanir að stríða sem birtast
m.a. í ranghugmyndum og hann lifir
í raun í sínum eigin heimi eða raun-
veruleika. Lars fær sér uppblásna
dúkku sem hann segir kærustu sína
og ákveður fjölskylda hans og vinir
að læknisráði að taka þátt í því og
láta sem dúkkan sé raunveruleg
manneskja.
Eggert Sigurðssonar, fræðslu- og
upplýsingafulltrúi hjá Geðjálp, segir
hinn raunverulega styrk, umfram
þann fjárhagslega, felast í sýningu
myndarinnar því hún veki athygli á
geðsjúkdómum og fordómum í garð
geðsjúkra í samfélaginu. Eggert
segir styrktarsýninguna til komna
fyrir velvilja Gagnrýnandans, kvik-
myndasamstarfsverkefnis Morg-
unblaðsins, Ríkisútvarpsins og Sam-
bíóanna. Allur ágóði af miðasölu
rennur til Geðhjálpar.
„Þetta er falleg mynd, með já-
kvæðan boðskap og léttleikandi og
endar í bata,“ segir Eggert. Áhersla
sé lögð á það í myndinni að hinn end-
anlegi bati náist með stuðningi sam-
félagsins við hinn veika og það sé af-
ar mikilvægur punktur.
„Síðan er þetta frábært tækifæri
því þetta er jafnvel upphafið að frek-
ara samstarfi,“ segir Eggert um
samstarf Geðhjálpar og Gagnrýn-
andans. Kvikmyndir geti reynst afar
gagnlegt tæki til að vinna gegn for-
dómum í garð geðsjúkra og nefnir
Eggert sem dæmi A Beautiful Mind
þar sem Russel Crowe lék geð-
sjúkan stærðfræðisilling. Geðhjálp
verður með borgarafund um for-
dóma í Tjarnarsal ráðhússins í
Reykjavík 5. apríl nk. kl. 14 og eru
allir hvattir til að mæta.
Unnið gegn fordómum
Lars og kærastan Úr kvikmynd-
inni Lars and the Real Girl.
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
ÞAÐ má segja að sigurvegari Mús-
íktilrauna þetta árið hafi farið nokk-
uð nákvæmlega eftir heiti keppn-
innar, því að um miklar
„músíktilraunir“ var að ræða.
Framsækið rokk, þar sem myljandi
harðkjarni var í einni sæng með
melódískum djassi – og það í einu og
sama laginu. Meðlimir samþættu
glæsilega hljóðfæralega kunnáttu
og ólgandi ástríðu fyrir sköp-
unargyðjunni og söngvarinn setti
glæstan topp á með andríkum söng
og einkar lifandi og skemmtilegri
sviðsframkomu.
Morgunblaðið ræddi við Hrafnkel
Örn Guðjónsson, trymbil sveit-
arinnar, en aðrir meðlimir eru þeir
Þórarinn Guðnason gítarleikari,
Borgþór Jónsson kontrabassaleik-
ari og Arnór Dan Arnarson söngv-
ari. Allir eru þeir 18 ára nema Arn-
ór, sem er 22 ára.
Framsækið og frumlegt
„Eins klisjukennt og það hljómar
þá áttum við alls ekki von á þessu,“
segir Hrafnkell. „Að komast upp úr
undanúrslitum var sigur í sjálfu sér.
Við áttum engan veginn von á því að
svona tónlist ætti upp á pallborðið.“
Hrafnkell segir að sveitin hafi skráð
sig til keppni aðallega vegna þess að
það sé svo gaman í Músíktilraunum.
„Það er bara svo mikil stemning í
kringum keppnina og þarna er
tækifæri til að spila á alvörugræjur.
Ég og Borgþór tókum þátt árið
2005, ég með The Dyers og hann
með Hello Norbert og okkur þótti
alveg svakalega gaman. Við erum
allir í FÍH núna og höfum verið að
leika okkur saman, æfa upp ein-
hverja parta og kafla. Arnór gekk
svo til liðs við okkur fyrir tveimur
vikum og þá fórum við að semja lög
á fullu. Hann er í klassísku söng-
námi en við hinir erum í djassrokk-
inu.“
Aðspurður kannast Hrafnkell
fullvel við hina oft neikvæðu ímynd
sem FÍH steríótýpan hefur; að þar
snúist allt um hljóðfæralega færni
en innblástur til sköpunar skipti
minna máli.
Troðnir af hugmyndum
„Jú jú, og þetta vildum við brjóta
upp,“ segir hann sposkur. „Í FÍH er
alls kyns fólk en persónulega höfð-
um við lítinn áhuga á skalaleikfimi
heldur langaði okkur einmitt til að
nýta það sem við höfum lært til að
búa til og móta eitthvað framsækið.
Af áhrifavöldum nefnir Hrafnkell
gamlar proggsveitir eins og King
Crimson og Yes.
„Mike Patton er þá mikil hetja og
hljómsveitir sem hafa verið að fikta
við takttegundir, eins og The Dill-
inger Escape Plan og Meshuggah
eru í góðu bókinni. Alls kyns djass
er þá líka á borðinu og svo er meist-
ari Zappa mikill aufúsugestur.“
Hrafnkell segir að sigurinn hafi
virkað sem mikil hvatning og þeir
félagar séu nú að plotta næstu skref.
„Þetta er allt svo nýskeð að við
höfum ekki ákveðið neitt. En það er
meiriháttar að geta tekið upp í
Sundlauginni og víst að hausinn á
okkur er troðfullur af hug-
myndum.“
Að læra til að skapa
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Agent Fresco „Þetta er allt svo nýskeð að við höfum ekki ákveðið neitt,“ segir Hrafnkell, trymbill sveitarinnar. Nóg sé þó af hugmyndunum.
Agent Fresco er
sigurvegari Mús-
íktilrauna 2008
■ Lau. 29. mars kl. 14.00
Maxímús Músíkús - Tónsprotatónleikar
Músin Maxímús Músíkus villist inn á æfingu og tónleika hljómsveitar-
innar. Tónleikar í tilefni af útkomu samnefndrar barnabókar Hallfríðar
Ólafsdóttur flautuleikara með myndum eftir Þórarin Má Baldursson
víóluleikara. Valur Freyr Einarsson leikari segir söguna af Maxímúsi,
trúðurinn Barbara lítur við og Maxímús sjálfur kemur í heimsókn. Á
efnisskránni eru m.a. Bolero eftir Ravel og fyrsti kaflinn úr fimmtu
sinfóníu Beethovens. Hljómsveitarstjóri: Bernharður Wilkinson
■ Fim. 3. apríl kl. 19.30
Einstakur gestur
Robert Levin er einhver merkasti tónlistarhugsuður okkar tíma. Hann
leikur píanókonsert nr. 3 eftir Beethoven og spinnur sína eigin
kadensur.
■ Fös. 4. apríl kl. 21.00
Heyrðu mig nú!
Öðruvísi upplifun af sinfóníutónleikum. Stuttir tónleikar þar sem lista-
mennirnir kynna verkin og partí í anddyri Háskólabíós á eftir. Róbert
Levin leikur píanókonsert eftir Beethoven og spinnur út frá lögum sem
tónleikagestir leggja til. Heppnir tónleikagestir vinna iPod í boði FL
Group.
Miðasala
S. 545 2500
www.sinfonia.is