Morgunblaðið - 18.03.2008, Side 40

Morgunblaðið - 18.03.2008, Side 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ / KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA eeee - S.U.S. X-ið 97.7 eeee - V.J.V. Topp5.is/FBL eeeee Rás 2 eeee - 24 Stundir SÝND Í KRINGLUNNI OG SELFOSSI VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA 10,000 BC kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára DIGITAL 10,000 BC kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára LÚXUS VIP HORTON m/ísl tali kl. 6 LEYFÐ THE BUCKET LIST kl. 8 - 10:10 B.i. 7 ára NO COUNTRY FOR OLD MEN kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16 ára THERE WILL BE BLOOD kl. 10:30 B.i.16 ára DARK FLOORS kl. 10:30 B.i.14 ára UNDRAHUNDURINN m/ísl tali kl. 6 LEYFÐ STEP UP 2 kl. 6 - 8 B.i.7 ára P.S. I LOVE YOU kl. 8 LEYFÐ SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK - S.V., MBL eee - 24 STUNDIR eee 10,000 BC kl. 6 - 8:10 - 10.30 B.i.12 ára DIGITAL THE BUCKET LIST kl. 6 - 10.20 B.i. 7 ára DIGITAL JUNO kl. 8 - 10:10 B.i. 7 ára UNDRAHUNDURINN m/ísl tali kl 6 LEYFÐ SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is ÁHORFENDUR ríkissjónvarpsins hafa árum saman beðið þess að fá að sjá gamla gullmola úr safni þess og nú hafa loksins tekist samningar á milli RÚV og hagsmunasamtaka leikara og tónlistarmanna um að leyfa endursýningar. Sjónvarpið á stórt safn af tónleikum, grínþáttum, sjónvarpsleikritum og þáttasyrpum sem mikið var lagt í að framleiða, en hefur svo rykfallið í skjalasafni RÚV árum saman eftir örfáar eða jafnvel bara eina sýningu. Það er sjálfsagt engin tilviljun að nú þegar atriði úr gömlum áramóta- skaupum eru farin að skjóta upp kollinum á YouTube og fleiri vefsíð- um skuli allt í einu semjast milli þeirra sem stóðu að framleiðslunni. Innan skamms verður líklega erfitt að fá fólk að skjánum til þess að horfa á efni sem allir hafa séð á net- inu og að sama skapi ekki auðsótt að fá greitt fyrir að hafa búið það til. Endursýningahömlur hafa gert það að verkum að gamlir sjónvarps- þættir lifa bara í minningunni, berast á milli manna í munnmælasögum og með hverju ári sem líður þykir skaupið frá árinu 1985 æ fyndnara og Bryndís Schram sífellt glæsilegri í Stundinni okkar. Örfáir luma á þessu efni á gömlum VHS-spólum, sem hafa gengið á milli manna, en flestir hafa ekki séð það í tuttugu ár eða þekkja það jafnvel aðeins af afspurn. Þegar farið verður að sýna þetta efni er hætt við að margt af því sé kannski ekki eins frábært og fólk minnti. Gamanþættir eldast flestir mjög illa og hætta yfirleitt alveg að vera fyndnir nokkrum árum eftir framleiðslu. Á móti kemur að úrelt hárgreiðsla og fatastíll getur gert há- dramatísk raunsæisverk að besta grínefni. Glerbrot Þegar leikritið Fjaðrafok eftir Matthías Johannessen var sýnt sem sjónvarpsleikrit árið 1987, undir nafninu Glerbrot, olli það hneykslan og deilum vegna þess að það fjallaði um viðkvæm barnaverndarmál. Þeg- ar það verður endursýnt mun það varla koma við kaunin á mörgum vegna þeirra mála, sem nú eru rædd opinskátt, en margir munu án efa vilja sjá Björk Guðmundsdóttur leika ungling í ógöngum. Áramótaskaupin Þeirra hefur verið beðið með mestri eftirvæntingu. Sérstaklega þykja skaupin frá byrjun og fram til 1985 vera miklar gersemar, en næstu ár á eftir urðu skaupin umdeildari, hvort sem það var vegna þess að þau voru ekki eins góð eða kröfurnar breyttust. Nú verður hægt að kort- leggja nákvæmlega hvernig gæðin hafa dalað og risið milli ára og kom- ast að því hvort „Orðið er snjó..titt- lingur...snjótyppi!“ sé ennþá fyndinn brandari. Á tali með Hemma Gunn Löngu áður en Laugardagslögin urðu til var Hemmi konungur spjall- þáttanna. Hemmi fékk frægðarfólk níunda áratugarins í sófann og vin- sælustu hljómsveitirnar til þess að taka lagið í sjónvarpssal og ábyggi- lega margar perlur að finna þar. Vin- sælasta atriðið í þættinum var þegar Hemmi spjallaði við börnin sem upp- ljóstruðu oft um allskyns neyðarleg fjölskyldumál á skjánum. Börnin hans Hemma eru nú orðin fullorðin og hlakka örugglega til að endur- upplifa forna frægð. Aðrir ógleymanlegir gullmolar Sjónvarpsleikritið Djákninn, þá sérstaklega eftirminnilegt atriði þeg- ar Valdimar Örn Flygenring þvær hárið á sér upp úr eggjum. Fastir liðir eins og venjulega eru orðnir klassískir gamanþættir og eiga enn sína tryggu aðdáendur sem fara með fleygar setningar úr þeim við hvert tækifæri. Á fálkaslóðum var spennuþátta- syrpa fyrir börn þar sem tveir bræð- ur eltast við fálkaræningja og reyna að ganga í augun á stelpum með því að gefa þeim Ópal. Sjónvarpsmyndin Tilbury var gerð eftir smásögu Þórarins Eldjárn og þar sameinaðist andóf gegn er- lendum her þjóðsögunni um tilber- ann. Þetta ein af fáum tilraunum RÚV til þess að framleiða hryllings- mynd. Leiknu barnaþættirnir Elías frá árinu 1982 voru gerðar eftir vinsæl- um bókum Auðar Haralds. Sigurður Sigurjónsson lék Elías sem var fyr- irmynd annarra barna. Nonni og Manni. Garðar Thór Cortes er orðinn frægur hetjutenór í útlöndum en hefur aldrei verið eins vinsæll á Íslandi og í hlutverki Nonna. Óskalisti úr safni RÚV Nonni og Manni Ágúst Guðmundsson leikstjóri og leikararnir Einar Örn Einarsson og Garðar Thór Cortes fyrir einum 20 árum eða svo. Grín Þóra Friðriksdóttir, Pálmi Gestsson og Bessi Bjarnason komin í gervi og tilbúin fyrir tökur á áramótaskaupinu 1987. Elías Sigurður Sigurjónsson sem fyrirmynd annarra barna. Skaupið Gísli Rúnar Jónsson kynnir nýjan þjóðbúning karla í áramóta- skaupinu 1994, fyrirsætan er leikarinn Stefán Karl Stefánsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.