Morgunblaðið - 25.03.2008, Blaðsíða 2
Ómar Ragnarsson
Dularfull mannshvörf
Beinafundurinn í Kjósinni leiðir hug-
ann að því hve lengi það getur
dregist að horfið fólk finnist þrátt
fyrir mikla leit. Sum mannshvörf
eru alveg ótrúlega dularfull og er
skemmst að minnast hvarfs hins
heimsfræga flugmanns og loft-
belgsfara Steve Fossett í Nevada-
eyðimörkinni sem er ekki aðeins
sjálfur týndur heldur líka heil flugvél
sem hann var á.
Meira: omarragnarsson.blog.is
2 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur
Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Ásgeir Ingvarsson
asgeiri@mbl.is
LÖGREGLAN í Reykjavík segir
að uppruni höfuðkúpubeins sem
fannst í Kjósarhreppi á páskadag
liggi fyrir. Bendir allt til þess að
ekki sé um sakamál að ræða og
verða ekki frekari eftirmál af fund-
inum.
Að kvöldi páskadags var lögreglu
tilkynnt um beinafundinn og voru
starfsmenn tæknideildar lögregl-
unnar komnir á svæðið um kl. 23 til
nánari leitar á svæðinu. Ekki kom
fleira í ljós og var ítarlegri rann-
sókn frestað, en læknir sem skoð-
aði beinin staðfesti að um væri að
ræða hluta úr höfuðkúpu, hugs-
anlega af konu, og að beinið væri 10
til 30 ára gamalt.
Að sögn íbúa eins af bæjunum í
nágrenninu voru það börn að leik
sem fyrst fundu beinið.
Á mánudag kom svo í ljós að
beinið var hluti af búslóð hjólhýsis
sem flutt hafði verið á svæðið ekki
alls fyrir löngu, en splundraðist í
ofsaveðri um áramót svo inn-
anstokksmunir dreifðust um svæð-
ið, og fannst beinið innan um alls
kyns smámuni.
Að sögn heimildarmanna Morg-
unblaðsins gaf eigandi hjólhýsisins
sig fljótlega fram við lögreglu og
gaf skýrslu. Hafði hún talið að um
dýrabein væri að ræða, og var mjög
brugðið að heyra að hún hefði haft
mannabein í fórum sínum. Mun
annar aðili hafa komið með beinið í
hjólhýsið.
Varðstjóri vildi ekki upplýsa nán-
ar um mögulegan uppruna beinsins
en um var að ræða efsta hluta höf-
uðkúpu sem iðulega er skorinn af
við krufningu.
Mikill áhugi á málinu
Á bloggsvæði mbl.is spunnust líf-
legar umræður um beinfundinn og
þótti bloggurum málið allt hið dul-
arfyllsta. Fjölbreyttar kenningar
spruttu fram og fræg mannshvörf
fléttuðust inn í umræðuna.
Þótti dularfullt er hluti úr höfuðkúpu kvenmanns fannst við Meðalfellsvatn í Kjósarhreppi á páskadag
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Grunsamlegt Páll Ingólfsson, bóndi á bænum Eyjum 2, sýnir hvar höfuðkúpubeinið fannst innan um aðra muni.
Höfuðkúpubrotið
kom úr hjólhýsi
Eigandi brotsins hélt að um dýrabein væri að
ræða og var mjög brugðið að heyra að beinið væri
úr manni. Lögreglan segir ekki von á frekari eft-
irmálum af beinfundinum.
Í HNOTSKURN
»Beinið var hluti af innbúihjólhýsis sem splundraðist í
ofsaveðri um áramótin.
»Um er að ræða efsta hlutahöfuðkúpunnar sem oft er
skorinn af við krufningu.
»Að sögn lögreglu liggur upp-runi beinsins fyrir og ekki er
tilefni til sakamálsrannsóknar.
EINAR Skúla-
son, fram-
kvæmdastjóri
Alþjóðahússins,
segir fréttirnar
af árásinni á
laugardag hafa
komið sér mjög
á óvart og legg-
ur á það áherslu
að almenningur í
landinu forðist að dæma innflytj-
endur alla út frá leiðinlegum
fréttum sem þessum.
Hefur Einar ekki áður heyrt
um ofbeldi af þessu tagi innan til-
tekins hóps innflytjenda en svo
virðist sem þeir sem urðu fyrir
árásinni hafi ekki unnið sér neitt
til saka.
Stigveldi getur myndast
Einar segir starfsmenn Al-
þjóðahúss hafa orðið vara við að
eins konar stigveldi geti myndast
innan hópa innflytjenda þar sem
efstir tróna þeir sem t.d. fyrir ís-
lenskukunnáttu eða þekkingu á
innviðum kerfisins eru í aðstöðu
til að aðstoða þá sem eru ný-
komnir hingað til lands, og lið-
sinna við umstang á borð við sam-
skipti við Útlendingastofnun,
íbúðaleigu eða opnun bankareikn-
inga: „Þó að í flestum tilvikum sé
ekkert óeðlilegt við slík sambönd,
og um sjálfsagða vinagreiða að
ræða getur það gerst að þeir sem
efstir eru nýti sér aðstöðu sína til
að bæta eigin hag og fá með ein-
um eða öðrum hætti gjald fyrir
þekkingu sína og sambönd,“ segir
Einar. „Þessir aðilar reyna oft að
halda tilteknum hópi fólks undir
sér. Hjá Alþjóðahúsi vitum við um
einstaklinga sem eru í þessari að-
stöðu og reynum við að forðast að
hlaða undir þá en neyðumst oft til
að vinna með þeim til að ná til
hópsins.“
Gera þarf samfélagið
aðgengilegra
Að sögn Einars þurfa stjórn-
völd að leita frekari leiða til að
gera samfélag og kerfi aðgengi-
legra fyrir þá útlendinga sem ný-
komnir eru til landsins svo ekki
myndist óeðlileg hagsmunasam-
bönd milli þeirra og hinna sem
hafa komið sér betur fyrir: „Þeir
sem flytja til landsins nýta sér
kannski ekki sem skyldi þann
möguleika að leita hjá Alþjóðahúsi
aðstoðar fagmanns sem hefur
þann starfa að miðla þekkingu og
leiðbeina aðfluttum einstaklingum
inn í þjóðfélagið.“
Ráðstefna í apríl
Fréttir af glæpum og ofbeld-
isverkum útlendinga hafa verið al-
gengar síðustu vikur og misseri
og mikil umræða í samfélaginu
um mögulegan útlendingavanda.
Alþjóðahús mun, í samstarfi við
Blaðamannafélag Íslands, félags-
málaráðuneyti og lögreglu efna til
ráðstefnu 18. apríl næstkomandi
og verður þar farið ítarlega í
saumana á þróuninni.
Óeðlileg hagsmunatengsl
myndast milli innflytjenda
FJÓRIR Pólverjar voru um helgina
úrskurðaðir í þriggja vikna gæslu-
varðhald vegna hrottafenginnar
árásar á sjö landa sína á heimili
þeirra síðarnefndu í Breiðholtinu á
laugardag. Talið er að sex til átta
menn til viðbótar hafi tekið þátt í
árásinni og er þeirra enn leitað.
Sjö heimilismenn særðust og er
einn þeirra alvarlega slasaður eftir
árásina en hinir sex fengu að fara
heim samdægurs eftir að gert
hafði verið að sárum þeirra.
Um 10 til 12 manna árásarhópur
kom á svæðið á tveimur bílum og
ruddist inn í hús við Keilufell um
klukkan 16 á laugardag. Mennirnir
voru vopnaðir járnstöngum, slag-
hömrum, hafnaboltakylfum,
sleggju og exi og tóku þegar til við
að lúskra á íbúunum.
Sá sem slasaðist mest er með
slæma áverka á höfði, kjálkabrot-
inn, kinnbeinsbrotinn, með
skemmda augnbotna og samfallið
lunga svo það helsta sé nefnt.
Tveir handleggsbrotnuðu í átök-
unum, menn voru með höfuð-
áverka eftir kylfur og önnur vopn,
áverka á höndum og svo fram-
vegis.
Verndartollur
Nágrannar gerðu lögreglu að-
vart en þegar hún kom á staðinn
voru árásarmennirnir á bak og
burt. Vitni náðu öðru bílnúmerinu
og var setið fyrir brotamönnunum
á Strandarheiði á Reykjanesbraut-
inni þar sem lögreglan á Suður-
nesjum handtók fjóra menn í ein-
um bíl.
Rannsókn málsins er á frumstigi
og getur lögreglan ekki veitt frek-
ari upplýsingar að svo stöddu.
Hins vegar staðfestir hún að ljóst
sé að um skipulagða árás hafi ver-
ið að ræða og svo virðist sem þeir
hafi verið að innheimta verndar-
toll.
Ruddust inn og börðu
íbúa með bareflum
FJÓRTÁN ára drengur slasaðist í
Bláfjöllum á páskadagsmorgun er
hann varð fyrir vélsleða.
Starfsmaður skíðasvæðisins hafði
verið á sleðanum efst í skíðabrekk-
unni þar sem hann vann við að brjóta
ísingu af staur. Á leið niður fjallið
lenti vélsleðinn í dæld og var nærri
oltinn svo starfsmaðurinn sá sér eng-
an kost annan en kasta sér af sleð-
anum, sem rann stjórnlaus niður í
Kóngsgil. Fátt var um fólk á skíða-
svæðinu þegar slysið varð, en að sögn
Magnúsar Árnasonar, framkvæmda-
stjóra í Bláfjöllum, lenti vélsleðinn
aftan á drengnum, sem brotnaði á
fæti og viðbeini og hlaut áverka í and-
liti. Drengurinn var hafður undir eft-
irliti á gjörgæsludeild en útskrifaður
þaðan á mánudag.
Drengur
varð fyrir
vélsleða
Stefán Friðrik Stefánsson
Eins og eftir Arnald
Mér leið eins og ég væri að lesa
krimma eftir Arnald Indriðason þegar
að ég las um beinafundinn í Kjós og
beið eiginlega eftir viðbrögðum Er-
lends Sveinssonar við þessum fregn-
um og auðvitað því að hann myndi
leysa ráðgátuna.
[Er] viðbúið að lögreglan verði að
leita að gamalli sögu fortíðarinnar við
að leysa þetta mál, rétt eins og Er-
lendur hefur gert í sögum Arnalds.
Meira: stebbifr.blog.is
Markús Þ. Þórhallsson
Lítil umræða um hvörf
Svona atvik valda því að umræðan
um mannshvörf skýtur upp kollinum.
Nokkur fjöldi mála af þeim toga er
óupplýstur og að baki hverju máli er
gríðarlegur harmleikur. […] Mér þykir
merkilegt hversu lítil umfjöllun er um
öll þessi mannshvörf í jafnlitlu sam-
félagi og Ísland er. Kannski er það
aldagömul mýta um að það sé bara
eðlilegt að í jafnhrjóstrugu landi og Ís-
land er hverfi fólk.
Meira: markusth.blog.is
Einar Skúlason
Eftir Ásgeir Ingvarsson
og Steinþór Guðbjartsson
MAÐURINN
sem lést í bif-
hjólaslysi á
Kringlumýrar-
braut að kvöldi
21. mars sl. hét
Ólafur Símon Að-
alsteinsson, til
heimilis í Hátúni
6 á Álftanesi.
Ólafur var fædd-
ur 17. ágúst 1984
og hann lætur eftir sig þriggja ára
son frá fyrra sambandi og unnustu.
Lést í bif-
hjólaslysi
Ólafur Símon
Aðalsteinsson
♦♦♦