Morgunblaðið - 25.03.2008, Page 4

Morgunblaðið - 25.03.2008, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VEIÐITÍMABILIÐ hefst senn í mörgum ám og vötnum, einkum þó sunnan- og vestanlands, hinn 1. apríl. Egna veiðimenn þá fyrir bleikju og sjóbirting. Ein vinsælasta vorveiðiáin verð- ur lokuð, en það er Varmá í Hvera- gerði. Hefur stór hópur veiði- manna veitt þar á hverju vori, jafnvel í marga áratugi. Sem kunn- ugt er olli klórleki frá sundlauginni í Hveragerði umtalsverðum skaða á lífríki árinnar í haust. „Stofnar árinnar verða rannsak- aðir frekar í vor af sérfræðingum Veiðimálastofnunar, í samstarfi við veiðifélagið og Hveragerðisbæ. Afla þarf ítarlegra upplýsinga um stöðu þeirra,“ segir Páll Þór Ár- mann, framkvæmdastjóri Stanga- veiðifélags Reykjavíkur sem leigir Varmá. Veitt hefur verið með sex stöngum í ánni. Hann segir félagið hafa áhuga á að fá leyfi til að veiða með tveimur til þremur dagsstöngum í haust, gegn því að veiða og sleppa, ef Veiðimálastofnun gefur grænt ljós á það. Fyrstu veiðidagarnir í vinsæl- ustu vorveiðiánum eru löngu seld- ir, eins og Tungufljóti í Skaft- ártungu og Geirlandsá, sem og flestir apríldagar á svæðum á borð við Hítará og Ásgarðssvæðið í Sogi. Enn er þó hægt að nálgast apríldaga víða, en veiðimenn halda þó oft að sér höndum og sjá til hvernig veðrið verður. Fundað um stórlaxa Á fimmtudaginn kemur klukkan 14.00 verður ársfundur Veiði- málastofnunar haldinn á Hótel Loftleiðum. Að vanda mun heyrast spá um laxveiði sumarsins, auk uppgjörs síðasta sumars, en í kjöl- farið verður málþing um stöðu stórlaxa á Íslandi, sem vissulega er grafalvarleg. Fiskifræðingarnir Sigurður Guðjónsson og Guðni Guðbergsson fjalla um stöðu stór- laxins í íslenskum ám og þá flytur Árni Ísaksson veiðimálastjóri er- indi um stjórnun laxveiða. Óðinn Sigþórsson, Orri Vigfússon og Hilmar Hansson munu þá tjá skoð- anir sínar á því hvað þurfi að gera til að viðhalda stórlaxastofnum á Íslandi. Allir eru velkomnir á fundinn og aðgangur er ókeypis. Engin vorveiði í Varmá Morgunblaðið/Einar Falur Vorveiðin Ólafur Þór Hauksson með stóran regnbogasilung sem veidd- ist í Varmá 1. apríl fyrir nokkrum árum. UNG kona liggur alvarlega slösuð á gjörgæslu Landspítalans í Foss- vogi eftir umferðarslys á Reykja- nesbraut í fyrrinótt. Tildrög málsins eru þau að öku- maður með fjóra farþega missti stjórn á bíl sínum á Reykjanes- braut, rétt vestan við afleggjarann að Vogum um klukkan 01 í fyrri- nótt með þeim afleiðingum að bíl- inn fór nokkrar veltur á brautinni. Allir í bílnum voru fluttir á slysa- deild og var gerð aðgerð á einum í gær, en þar fyrir utan var fyrr- nefnd kona á gjörgæslu. Hættulegur kafli Að sögn lögreglu var bíllinn á vinstri akrein á leið til Reykjavík- ur og lítur út fyrir að ökumaður hafi talið báðar akreinarnar vera fyrir umferð til norðurs. Skyndi- lega hafi komið bíll á móti og þá hafi ökumaðurinn beygt snöggt yf- ir á hina akreinina með fyrr- greindum afleiðingum. Slysið átti sér stað á þrengingu á nýjum kafla en við hlið hans liggur gamla brautin, sem er lokuð á þessu svæði. Loka varð kaflanum um stund eða þar til tókst að opna hjáleið fram hjá slysstaðnum, en ekki er langt síðan árekstur varð á svæðinu. Á gjörgæslu eftir umferðarslys Ljósmynd/Hilmar Bragi Slys Alvarlegt umferðarslys varð á þrengingu á Reykjanesbraut í fyrrinótt. Eftir Silju Björk Huldudóttir silja@mbl.is SÍÐUSTU forvöð eru nú að skoða Náttúrugripasafn Íslands, sýning- arsafn Náttúru- fræðistofnunar Íslands (NÍ), því safninu verður lokað um nk. mánaðamót. Samkvæmt lög- um sem tóku gildi fyrir tæpu ári er nýju Náttúru- minjasafn Íslands, þegar það rís, ætlað að taka við hlutverki sýning- arsafns NÍ. „Ástæða þess að við erum að loka safninu núna er að við erum að und- irbúa flutning NÍ í nýtt húsnæði eft- vísindasöfnum NÍ fara þangað. „Gengið verður frá öðrum gripum og þeir afhentir hinu nýja Náttúru- minjasafni Íslands þegar það tekur til starfa en ég veit ekki, frekar en aðrir, hvenær það rís,“ segir Jón Gunnar. Tekur hann fram að æski- legt sé þó að það verði í nálægð við NÍ, því NÍ er ætlað er vera vísinda- legur og faglegur bakhjarl Náttúru- minjasafnsins. Náttúrugripasafnið var stofnað árið 1889 af Hinu íslenska náttúru- fræðafélagi. Það hefur verið til húsa í húsnæði NÍ við Hlemmtorg síðan 1967, en að sögn Jóns Gunnars var það húsnæði aðeins ætlað til bráða- birgða. Fram til 1. apríl verður Náttúrugripasafnið opið í dag, á fimmtudaginn kemur sem og nk. helgi milli kl. 13.30 og 16 og er að- gangur ókeypis. ir ár,“ segir Jón Gunnar Ottósson, forstöðumaður Náttúrufræðistofn- unar Íslands. Nýtt húsnæði rís í Garðabæ Að sögn Jóns Gunnars á nýja hús- næðið að rísa í Urriðaholti í Garða- bæ, en fyrsta skóflustungan verður væntanlega tekin í næsta mánuði og standa vonir til að hægt verði að flytja inn í húsnæðið haustið 2009. Segir hann NÍ flytja þangað ásamt hinum margvíslegu náttúrugripa- og heimildasöfnum sínum, en ekki er gert ráð fyrir sýningarsölum í hús- næðinu. Vísindasöfn NÍ verða þann- ig ekki aðgengileg almenningi held- ur einvörðungu þeim fræðimönnum sem nýta þau til rannsókna. Spurður hvað verði um safngripi Náttúrugripasafnsins segir Jón Gunnar þá gripi sem heima eigi í Lokun safnsins er liður í flutningi Náttúrufræðistofnunar Íslands í nýtt húsnæði í Garðabæ á næsta ári Síðustu forvöð að skoða Náttúru- gripasafnið sem senn verður lokað Morgunblaðið/ÞÖK Hreinsað Starfsmenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins hreinsuðu upp vatn sem flæddi um sýningarsali Náttúrugripasafns Íslands í desember 2006. Jón Gunnar Ottósson STJÓRN Suðurlinda mun á næstunni eiga fund með stjórnendum Landsnets um lagningu háspennulínu á Reykjanesskaga en línunni er m.a. ætlað að flytja rafmagn til álvers í Helguvík. Stjórnin átt fund fyr- ir páska með Landsneti, en hann var fyrsti formlegi fundur aðila um málið. Ólafur Örn Ólafsson, formaður Suðurlinda og bæjarstjóri í Grindavík, sagði að þetta hefði verið ágætur vinnufundur. Hann sagði ekki hægt að svara því hvort sam- komulag tækist um þá tillögu sem Lands- net hefði lagt fram. Menn ættu eftir að fara betur yfir málið. Sveitarfélögin Grindavík, Hafn- arfjörður og Vogar stofnuðu Suðurlindir til að standa vörð um sameiginlega hags- muni í orkumálum. Funda með Suðurlindum ÞRÍR bílar á höfuðborgarsvæðinu eru taldir ónýtir eftir bruna en talið er að kveikt hafi verið í bílunum. Rétt fyrir klukkan sex í gærmorgun var tilkynnt um eld í tveimur fólksbílum við Meistaravelli í Reykjavík. Rétt eftir mið- nætti barst tilkynning um að kveikt hefði verið í rusli við Mýrargötu og um þremur tímum síðar var greint frá að eldur logaði í jeppa við Norðurbraut í Hafnarfirði. Tengsl könnuð Öll málin eru í rannsókn lögreglu og með- al annars er verið að kanna hvort þau tengjast á einhvern hátt. Grunar íkveikju í þremur bílum JEPPA var ekið inn í hliðina á lítilli fólks- bifreið við ljósin á brúnni á Bústaðavegi fyrir ofan Kringlumýrarbraut um klukkan 7 í gærmorgun og er ökumaður jeppans grunaður um ölvun við akstur. Betur fór en á horfðist en beita þurfti klippum til að losa fólk úr bílunum. Öku- maður fólksbílsins slasaðist en þó ekki al- varlega, að sögn lögreglu. Hann var einn í bílnum en tveir voru í jeppanum. Grunaður um ölvun við akstur UMFERÐ á Suður- og Vesturlandsvegi til höfuðborgarsvæðisins var minni í gær en gert var ráð fyrir, að sögn lögreglu. Hvergi urðu tafir á umferðinni og dreifðist hún vel yfir daginn. Minniháttar umferðaróhapp varð um fimmleytið þegar bifreið ók utan í víragirðinguna sem skilur að akreinarnar í Svínahrauninu en engan sakaði. Minni umferð en áætlað var

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.