Morgunblaðið - 25.03.2008, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ræktaði kaffirunna á Haítí
Mamma hafði kaffið fyrir okkursystkinin aldrei mjög sterkt,heldur þynnti það út með vatni.Pabbi sagði við okkur krakkana
að við yrðum sterk af því að drekka kaffi án
sykurs,“ segir Elda Þórisson og hlær sínum
geislandi hlátri og sýnir vöðvana, en hún er
fædd og uppalin á Haítí og þekkir allt kaffi-
ferlið af eigin raun.
„Þegar ég var lítil stelpa í sveitinni hjálp-
aði ég pabba mínum að rækta kaffi en við
ræktuðum sjálf í garðinum heima allt sem
við þurftum til að lifa af, hvort sem það var
grænmeti, skepnur eða kaffi. Við plöntuðum
út litlum kaffirunnum og þegar berin voru
orðin nægilega þroskuð þurftum við að tína
þau af. Ég lærði hvernig átti að þekkja
bestu baunirnar til að velja þær úr. Ég hef
því kaffikunnáttu bæði í blóðinu og putt-
unum. Næmi fyrir góðu kaffi er eitthvað sem
maður þróar með sér og sem betur fer eru æ
fleiri Íslendingar sem gera kröfur þegar þeir
hella upp á og gæða sér á þessum brúna
eðaldrykk,“ segir Elda sem flutti til Íslands
fyrir tveimur árum ásamt íslenskum manni
sínum, en hún opnaði nýlega lítinn stað í
Þingholtunum sem heitir Vestur-Ind-
íafélagið, þar sem hún selur kaffi. Hún
brennir og malar kaffibaunir sem hún flytur
sjálf inn.
Kaupir beint af smábændum
„Ég kaupi kaffibaunirnar beint af Sam-
vinnufélagi bænda á Suður-Haítí, en þar
hafa nokkrir bændur tekið sig saman um að
reyna að fá betra verð fyrir kaffið sitt, svo
þeir geti til dæmis veitt börnum sínum
menntun. Mér finnst góð tilfinning að leggja
mitt af mörkum við að styðja þessa bændur.
Ég borga yfir heimsmarkaðsverði til að þeir
fái sem mest fyrir sína vöru og til að við-
skiptin geti talist Fair Trade. Við göngum
líka úr skugga um að ekkert þrælahald sé
við kaffiframleiðsluna. Þessir bændur vanda
til ræktunarinnar og nota engin aukaefni.
Kaffibaunirnar sem ég kaupi eru frá einu
ákveðnu svæði sem er nálægt Makaya-
tindinum, enda heitir kaffið Makaya Bleu
Haiti. Þetta er 100% arabica kaffi.
Ristar og malar
daglega
Það sem gerir gæfumuninn er að ég rista
baunirnar sjálf hér á hverjum morgni og
þess vegna er það alltaf nýbrennt í umbúð-
unum. Bragð og gæði slíks kaffis er allt ann-
að en á kaffi sem hefur kannski verið brennt
og malað fyrir mánuði. Þá missir það skerp-
una, þeir sem eru kröfuharðir finna þennan
mun,“ segir Elda.
Ekki er enn þá eiginlegt kaffihús í Vestur-
Indíafélaginu hennar Eldu, en þar er þó
hægt að setjast í rauðan sófa og dreypa á
kaffinu, sem og kaupa kaffi í máli til að taka
með sér. „Við erum að fikra okkur áfram.
Ætlum að byrja smátt og sjá svo til.“
Stofnaði skóla fyrir fátæk börn
Elda segir að á Haítí sé kaffimenningin
ólík þeirri sem er hér á landi, enda brennir
fólk þar sjálft sínar kaffibaunir í potti og vill
hafa þær vel og mikið ristaðar og líka sætar.
„Þar brennir fólk sykur til að nota með
kaffinu, enda er þar ræktaður sykurreyr og
börnin á Haítí bíta í sykurreyr rétt eins og
íslensk börn naga rabarbara,“ segir Elda
sem fluttist úr sveitinni á Haítí og til höf-
uðborgarinnar Port-Au-Prince þegar hún
hafði aldur til og fór í háskóla að læra fé-
lagsfræði. Hún tók þátt ásamt fleirum í því
að gera könnun á menntun barna í fátækum
úthverfum þar sem gjarnan býr fólk sem
flutt hefur úr sveitunum.
„Á Haítí er ríkið mjög veikburða og getur
ekki séð um alla grundvallarþætti eins og
lágmarksmenntun fyrir alla þjóðfélags-
þegna. Aðeins hluti af börnum landsins hef-
ur aðgang að skóla. Ég og bróðir minn feng-
um svolítinn styrk í framhaldi af
niðurstöðum könnunarinnar til að stofna lít-
inn barnaskóla í höfuðborginni fyrir um sjö-
tíu börn sem hann rekur enn,“ segir Elda
stolt. Guerby, sonur hennar, er alsæll með
það að búa á Íslandi og gengur vel í skól-
anum en er ekki mikið fyrir kaffi þó að hann
smakki það vissulega stundum hjá bros-
mildri móður sinni.
khk@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Malar og brennir sjálf Elda að störfum við græjuna sína en sonurinn Guerby fylgist með.
Notalegt Elda ber fram nýmalað kaffið í skemmtilegum bollum. Ilmandi Ferskar baunir beint frá bændum á Haiti.
Hún byrjaði að drekka kaffi
þegar hún var sex ára og bjó
í sveitinni á Haítí. Nú er hún
komin til Íslands til að miðla
af kaffireynslu sinni. Kristín
Heiða Kristinsdóttir rann á
ilminn frá eðalkaffinu henn-
ar Eldu.
SÉ ungum börnum gefið d-vítamín
dregur það úr hættunni á því að
þau þrói með sér sykursýki 1
seinna á lífsleiðinni. Þetta eru nið-
urstöður rannsóknar sem unnin
var við St. Mary-sjúkrahúsið í
Manchester og birt var í fagtíma-
ritinu Archives of Disease in
Childhood.
Sykursýki 1 er afleiðing þess að
ónæmiskerfið eyðileggur brisk-
irtislfrumurnar sem framleiða in-
súlín. En þessi gerð sykursýki,
sem er hvað algengust meðal Evr-
ópubúa og afkomenda þeirra, hef-
ur aukist verulega á undanförnum
árum. Þannig er áætlað að þeim
sem greinast með sykursýki 1 eigi
eftir að fjölga um 40% á árabilinu
2000 til 2010.
Vísindamennirnir skoðuðu upp-
lýsingar úr fimm rannsóknum þar
sem áhrif d-vítamíns voru könnuð.
Benti niðurstaðan til þess að
neysla d-vítamíns drægi ekki að-
eins úr hættunni á sykursýki, held-
ur voru bein tengsl milli þess hve
mikils og hve reglulega barnið
neytti d-vítamíns og minnkandi
áhættu á að það þróaði með sér
sjúkdóminn.
Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram
á að einstaklingar með sykursýki 1
hafa minna magn af d-vítamíni í
líkamanum en aðrir. Þær hafa
einnig sýnt fram á að sykursýki 1
er algengari í þeim löndum þar
sem sólin skín sjaldnar og er barn
í Finnlandi þannig, svo dæmi sé
tekið, 400 sinnum líklegra til að
þróa með sér sjúkdóminn en barn í
Venesúela.
Talið er að d-vítamín hjálpi til
við að halda ónæmiskerfinu heil-
brigðu og verndi frumur gegn
skemmdum af völdum sýkingar.
D-vítamín dregur úr
hættu á sykursýki
Hollusta Lýsi er ríkt af d-vítamínum, en neyti börn d-vítamíns í æsku dregur
það úr líkum á að þau þrói með sér sykursýki 1, samkvæmt rannsókninni.