Morgunblaðið - 25.03.2008, Side 18
heilbrigðismál
18 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
!
"
#$
%
&'(
#
#
)'(
#
#$
*
"
!
$
"+
,
"+
%
"
--
-
#
,
"
"!
"
-
Ég hef fengið tvö gul spjöldeins og þeir segja í fót-boltanum,“ segir KristjánEiríksson, fyrrverandi
stýrimaður, 56 ára að aldri. „Í seinna
skiptið hefði nú átt að henda mér út
af. En það slapp, ég tórði.“
Kristján var heppinn. Hann er einn
um 600 Íslendinga sem greinast með
heilablóðfall á hverju ári. Heilablóð-
fall er þriðja algengasta dánarorsök
hér á landi, á eftir hjartasjúkdómum
og krabbameini og drógu heilaæða-
sjúkdómar 159 Íslendinga til dauða
árið 2006 og ollu fötlun til frambúðar
hjá mun fleirum. Heilablóðfall er al-
gengasta orsök fötlunar meðal Vest-
urlandabúa.
Árið 2001 fékk Kristján vægan
blóðtappa en afleiðingarnar gengu
fljótt til baka og var hann kominn aft-
ur til vinnu innan fárra daga. Kristján
fór í kjölfarið að hreyfa sig meira og
hóf að synda og lyfta lóðum. „Ég tók
þessa aðvörun nokkuð alvarlega og
reyndi að breyta mínum lífsstíl.“
Kristján hafði þá í um tvo áratugi
verið með háþrýsting en hann er
helsti áhættuþáttur heilablóðfalls.
„Ég var á lyfjum vegna háþrýstings-
ins en þau virtust ekki ná að halda
honum í skefjum,“ segir Kristján.
Hann játar að hafa ekki breytt lífs-
stílnum með tilliti til háþrýstingsins.
Hann hafi t.d. borðað kryddaðan mat
og reykt. „Háþrýstingur fer leynt,
maður finnur ekki fyrir honum dags
daglega,“ segir Kristján. „Ég var lítið
að pæla í þessu og lét aðeins mæla
þrýstinginn annað slagið.“
Síðara áfallið kom í byrjun janúar
árið 2004 og var það mun alvarlegra
en það fyrra. Á þeim tíma hafði Krist-
ján verið undir miklu álagi vegna
veikinda móður sinnar og einnig látið
eftir sér að borða mikið af reyktu
kjöti yfir nýafstaðnar hátíðar og
hreyft sig lítið.
„Ég var að fara að sofa, nýbúinn að
pakka saman jólaskrautinu,“ lýsir
Kristján atburðarásinni. „Þegar ég
settist á rúmstokkinn fannst konunni
minni, Bergþóru Annasdóttur, ég
eitthvað dularfullur og þvoglumælt-
ur. Ég upplifði þetta ekki svo slæmt,
taldi mig geta ekið sjálfum mér á
sjúkrahúsið en úr því varð ekki. Hing-
að kom sjúkrabíll, mér var skellt á
börur og beint inn á gjörgæslu.“
Eftir rannsóknir kom í ljós að blóð-
tappi hafði myndast í hægra heila-
hveli og afleiðingarnar voru alvar-
legar. Kristján var lamaður vinstra
megin og átti m.a. erfitt með að
kyngja. Og í þetta sinn gengu ein-
kennin ekki til baka að fullu. „Ég hélt
að ég yrði kominn fljótlega af stað aft-
ur en þegar ég byrjaði í endurhæf-
ingu á Grensási var mér tjáð að ég
mætti búast við að batinn myndi taka
langan tíma.“
Kristján hóf strax stranga end-
urhæfingu. „Á Grensási tók ég mín
fyrstu skref á ný,“ segir hann en í
dag, fjórum árum eftir áfallið, er hann
í sjúkraþjálfun tvisvar í viku, fer í
sund einu sinni í viku og daglega í
iðjuþjálfun. Hann hefur náð miklum
framförum, hefur fengið máttinn til
baka að vissu leyti og getur gengið þó
að hann styðjist einnig við hjólastól
enn sem komið er. Kristján hefur ekki
farið aftur að vinna eftir áfallið. „Ég
er alltaf að styrkjast og ég er vongóð-
ur um að ná enn betri árangri. Ég er
bjartsýnn, maður græðir ekkert á því
að vera svartsýnn.“ Auk endurhæf-
ingarinnar er hann virkur í félaginu
Heilaheill og fer tvisvar í viku að spila
bridds og félagsvist hjá Sjálfsbjörg.
„Það var mikið áfall að lenda í
þessu,“ segir Kristján um síðara
heilablóðfallið. „En ég er afskaplega
heppinn, ég á góða að sem aðstoða
mig og létta undir með okkur hjón-
unum.“
Með hækkandi aldri þjóðarinnar
má gera ráð fyrir að þeim fjölgi sem
fái heilablóðfall. „Regluleg blóðþrýst-
ingsmæling er ódýrasta líftrygg-
ingin,“ segir Elías Ólafsson, yfirlækn-
ir taugadeildar LSH. Þjónusta við
heilaæðasjúklinga hefur verið efld á
deildinni og þverfaglegu slagteymi
komið á fót sem Elías segir bestu
meðferð sem hægt sé að bjóða upp á.
„Það hefur orðið alger bylting í
hjúkrun heilablóðfallssjúklinga á ein-
um áratug,“ segir Marianne Klinke
hjúkrunarfræðingur. Áður voru sjúk-
lingarnir látnir liggja í rúmum sínum
en nú hefst endurhæfingin strax á
fyrsta degi. Dánartíðni hefur lækkað
m.a. vegna þessa.
„Hefði nú átt að henda mér út af“
Morgunblaðið/RAX
Endurhæfing „Ég er alltaf að styrkjast og er vongóður um að ná enn betri
árangri,“ segir Kristján Eiríksson sem fékk alvarlegt heilablóðfall 2004.
HEILABLÓÐFALL
Þórarinn Guðlaugsson var rúmlega þrí-tugur matreiðslumaður á framabrautþegar hann fór að finna fyrir skjálfta ívinstri handlegg. Fyrst var talið að
um ættgengan skjálfta væri að ræða en fljót-
lega kom í ljós að hann var með Parkinsons-
veiki. Þórarinn gat haldið vinnu sinni áfram um
skeið þrátt fyrir sjúkdóminn en hann ágerðist
með tímanum. Svo var komið að fyrir nokkrum
árum var Þórarinn farinn að eiga verulega erf-
itt með gang og að aka bíl auk þess sem skjálft-
inn í útlimunum hafði magnast sem truflaði
meðal annars svefn. „Ég var eiginlega hættur
að geta gengið,“ segir Þórarinn.
Þessi lýsing er dæmigerð fyrir framgang
Parkinsonsveikinnar sem orsakast af hrörnun
taugafrumna. Fyrir utan skjálftann hægir sjúk-
dómurinn almennt á hreyfingum fólks og lík-
amsstaða og göngulag breytist. Þá geta komið
upp jafnvægistruflanir, hægðavandamál eru al-
geng sem og svefnraskanir. Lyf sem bjóðast við
sjúkdómnum duga ekki alltaf og þá eru aðrar
aðferðir kannaðar.
Í nóvember árið 2003 fór Þórarinn í skurð-
aðgerð sem breytti lífi hans. Á sjúkrahúsinu í
Lundi í Svíþjóð var rafskauti komið fyrir við
heilann en skautið sendir frá sér rafboð sem
örva heilann til að ná stjórn á hreyfingum. Örv-
uninni er stjórnað með gangráð sem græddur
er í fyrir neðan viðbeinið. Aðgerðin hentar
langt í frá öllum Parkinsonssjúklingum en Þór-
arinn var heppinn, aðgerðin lukkaðist vel. „Ég
fann strax breytingu,“ segir hann. „Skjálftinn
hvarf.“
Þórarinn var vakandi mestan hluta aðgerð-
arinnar eða í um 10 klukkustundir af þrettán.
Voru m.a. boruð tvö göt á höfuðkúpuna til að
koma tækinu fyrir. Hann vill þó ekki meina að
aðgerðin hafi verið mikið mál þó að erfitt hafi
verið að liggja lengi vakandi.
Tveir sjúklingar sem nýlega fóru í aðgerðina
fengu ekki bót meina sinna og því er ákveðin
biðstaða varðandi þessar aðgerðir meðal sjúk-
linganna. Hins vegar er reynslan almennt góð.
„Fólk á ekki að vera hrætt við þessa aðgerð
og ég ráðlegg öllum sem eiga þess kost að fara í
hana,“ segir Þórarinn. „Aðgerðin tekur vissu-
lega langan tíma en hún getur breytt lífi manns
algjörlega. Hún stórjók mín lífsgæði, svo mikið
er víst.“
Undir þetta tekur kona Þórarins, Þóra Dav-
íðsdóttir. Hún segir kraftaverk hversu vel að-
gerðin heppnaðist og hversu miklu hún breytti
fyrir Þórarin.
Eftir aðgerðina gat Þórarinn aftur snúið sér
að matreiðslunni en hann var í mörg ár yfirmat-
reiðslumeistari á Hótel Loftleiðum auk þess
sem hann þjálfaði landslið matreiðslumanna og
keppti sjálfur með liðinu. Þá var hann einnig
lengi formaður sveinsprófsnefndar. Hann hefur
hins vegar minnkað við sig vinnuna með ár-
unum og vinnur nú hluta úr degi hjá Íslensku
sjávarfangi þar sem hann gerir tilraunir með
laxa- og lúðupaté svo fátt eitt sé nefnt.
Þórarinn segir sjúkdóminn ekki hafa ágerst
eftir aðgerðina og segist brosandi „ganga enn
fyrir sömu rafhlöðunni“ sem grædd var í brjóst
hans. „Ég er með sjúkdóminn ennþá, hann fer
ekki neitt, en ég finn ekki lengur fyrir skjálfta,“
segir Þórarinn og réttir fram stöðuga hönd því
til staðfestingar.
Nú eru liðin rúmlega þrjátíu ár frá því Park-
insonsveikin fór fyrst að láta á sér kræla hjá
honum. Hann tekur enn lyf en þó í litlum mæli.
Hann er ekki í annarri endurhæfingu en þeirri
að hann syndir reglulega og skellir sér í heita
pottinn í Sundlaug Kópavogs. „Ég er nú ekki
með fulla orku í dag en sjúkdómurinn hefur
ekki yfirtekið líf mitt, ég læt hann ekki stoppa
mig,“ segir Þórarinn ákveðinn og brosir. „Ég
stunda mín áhugamál, fer til dæmis á skyttirí
annað slagið og matreiði þá auðvitað bráðina
sjálfur.“
En hvað ber framtíðin í skauti sér fyrir Park-
insonsveika?
„Ég myndi í framtíðinni vilja sjá þjónustu við
Parkinsonssjúklinga þróast í þá átt að hjúkra
þeim meira heima,“ segir Marianne Klinke
hjúkrunarfræðingur. „Það væri betra að geta
stillt lyfjagjöfina í umhverfi sem þeir þekkja og
líður vel í.“
Fyrir utan áframhaldandi lyfjaþróun má
einnig nefna að þýskir vísindamenn vinna nú að
nýjum gangráði sem miklar vonir eru bundnar
við. Þá vona menn að með hjálp stofnfrumna
verði hægt að rækta m.a. taugafrumur sem
gæti valdið byltingu við meðhöndlun Park-
insonsveikra. Í það eru þó líklega fleiri ár og
jafnvel áratugir.
„Læt ekki sjúkdóminn stoppa mig“
Morgunblaðið/Golli
Enginn skjálfti Þórarinn heima í stofu.
Yfir 500 Íslendingar eru með Parkinsons-
veiki og um 40 ný tilfelli greinast árlega.
Áhættan er mest meðal eldra fólks en flest-
ir greinast á aldrinum 60-70 ára. 10% grein-
ast fyrir þann aldur.
Hér á landi hefur sjúkdómurinn tilhneig-
ingu til að liggja í ættum.
Parkinsonsveiki er hægfara hnignun í
þeim hluta miðtaugakerfisins, sem stýrir og
samhæfir líkamshreyfingu. Einkenni sjúk-
dómsins koma fram vegna skorts á boðefninu
dópamíni, sem heilinn framleiðir.
Meðferð felst aðallega í notkun lyfja sem
ýmist breytast í dópamíonboðefnið í heila eða
örva starfsemi boðefnakerfisins á annan hátt.
Lyfin geta bætt bæði líðan og hreyfigetu.
Svari sjúklingur illa lyfjameðferð þarf
stundum að gera aðgerðir á heila þar sem
rafskautum er komið fyrir. Slík raförvun get-
ur aukið lífsgæði til muna.
Um 15 Íslendingar hafa farið í slíka aðgerð
sl. 10-15 ár en hún hentar ekki öllum.
Í hnotskurn
Eldra fólk er líklegra til að fá
heilablóðfall (slag) en þeir sem
yngri eru þótt sjúkdómurinn geti
komið fram hjá fólki á öllum aldri.
Um 600 Íslendingar fá heilablóð-
fall á hverju ári og er dánartíðni að
meðaltali um 12% sem er meðal
þess lægsta sem gerist í heiminum.
Rannsóknir sýna að á þeim
sjúkrahúsum þar sem þverfagleg
slagteymi eru starfrækt, líkt og á
taugadeild LSH, eru mun meiri lík-
ur að sjúklingar útskrifist heim
(34% þeirra sem fá slag).
Áhættuþættir heilablóðfalls sem
hægt er að hafa áhrif á eru háþrýst-
ingur, reykingar, kyrrseta, streita,
offita, sykursýki, hækkað kólester-
ól, áfengismisnotkun og notkun á
getnaðarvarnarpillunni (einkum ef
konan reykir og er eldri en 35 ára).
Þegar einkenna á borð við tíma-
bundið mál- eða máttleysi og sjón-
og minnistruflanir verður vart er
nauðsynlegt að fara strax á sjúkra-
hús.
Mínúturnar geta skipt sköpum til
að draga úr afleiðingum sjúkdóms-
ins.
Í hnotskurn
PARKINSONSVEIKI