Morgunblaðið - 25.03.2008, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 25.03.2008, Qupperneq 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ VESTURLAND Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is PP-777 er bílnúmer sem margir Akurnesingar kannast sjálfsagt ekki við en þetta ágæta númer er á Ikarus-strætisvagni Skagamanna sem keyrir hring eftir hring alla virka daga í ört vaxandi bæj- arfélagi. Það er enn sem komið er talað um strætó í eintölu á Akra- nesi enda er vagninn aðeins einn og hefur hann verið til taks fyrir Ak- urnesinga frá því um mitt ár 2003. Halldór Jóhannsson er annar af bíl- stjórum vagnsins á Akranesi en það er fyrirtækið Skagaverk sem sér um almenningssamgöngurnar innanbæjar á Akranesi. Ikarus-vagninn er sérsniðinn bíl fyrir almenningssamgöngur í þétt- býli, þægilegur uppgöngu og með góðu rými fyrir barnavagna og hjólastóla. Mikil fjölgun hefur verið í farþegafjölda hjá strætó á Akra- nesi í marsmánuði og stundum komast færri að en vilja í vagninn sem rúmar 40 manns í einu. Ástæð- an er einföld. Það er frítt í strætó fyrir alla íbúa Akraness og þannig hefur það verið frá 1. mars sl. Hall- dór var mættur í vinnu á öðrum degi páska og þrátt fyrir að flestar opinberar stofnanir og skólar væru í „dvala“ eftir páskahátína voru margir sem nýttu sér þjónustu vagnsins. Á „rúntinum“ með strætó „Það hefur stóraukist aðsóknin hjá okkur frá því að hætt var að rukka fyrir fargjaldið hinn 1. mars sl. Skólakrakkarnir eru mjög dug- legir að nota vagninn og það kemur stundum fyrir að ég verð að skilja eftir farþega rétt eftir að skólanum lýkur eftir hádegi. Það eru reynd- ar margir krakkar sem eru bara á „rúntinum“ með strætó enda er allt spennandi sem er nýtt hjá krökkunum. Það verður kannski meira jafnvægi komið á hlutina hjá okkur eftir nokkrar vikur,“ segir Halldór en hann hefur starfað sem strætóbílstjóri undanfarin þrjú ár. Á hverjum virkum degi ekur guli vinalegi strætóinn 23 hringi um Akranes og segir sérfræðing- urinn sem situr við stýrið flesta daga að hver hringur sé rétt um 10 km. „Akranes er kannski ekki mjög stór bær en hann er langur. Það er töluverður spotti að ganga frá efri hluta bæjarins og niður í þann gamla. Börn og unglingar eru í meirihluta þeirra sem nota vagn- inn og þar á eftir kemur hópur eldri borgara. Ég hef ekki séð marga á aldrinum 30-50 ára sem hafa bæst í hópinn á allra síðustu dögum en það á kannski eftir að breytast.“ Kurteisir viðskiptavinir Halldór kvartar ekki yfir við- skiptavinum strætós á Akranesi og segir þá flesta vera kurteisa. „Það er stundum mikill galsi í krökk- unum sem eru langfjölmennasti hópurinn sem notar vagninn. Ég hef ekki orðið fyrir því að krakk- arnir eða aðrir viðskiptavinir okkar séu ókurteisir eða með einhverja stæla. Vissulega eru einhverjir að tuða eitthvað en þá látum við það fara fram hjá okkur.“ Flestar götur í eldri hluta bæj- arins eru steinsteyptar og segir vagnstjórinn að vegakerfið sé að- eins farið að láta á sjá. „Það mætti alveg laga ýmsar götur sem við er- um að keyra. Stundum er þetta eins og að aka á malarvegi. Gömlu göturnar eru með sprungum og rifum sem þarf að laga. Það á örugglega eftir að gerast í nánustu framtíð.“ Þjónustustigið hjá Halldóri og félögum er án efa með því hæsta sem gerist í þessum „bransa“. Oft- ar en ekki hefur sést til gula vagnsins á „óhefðbundnum“ akst- ursleiðum á Akranesi. „Jú, það kemur einstaka sinnum fyrir að við keyrum okkar viðskiptavinum okk- ar alla leið upp að dyrum. Ef veður er vont og einhver á „besta“ aldri þarf að komast leiðar sinnar þá gerum við stundum aðeins meira en við eigum í raun og veru að gera. Sá tími sem við höfum til að bregða út af vananum er minni eft- ir að fleiri fóru að nota strætó en við gerum okkar besta.“ „Skutlið“ er enn til staðar Umferð ökutækja af öllum stærðum hefur aukist til muna á Akranesi líkt og á öðrum stöðum á Íslandi. Halldór segir að „skutlið“ með börnin, sem foreldrar standi í flesta daga, sé ekki úr sögunni þrátt fyrir að frítt sé í strætó. „Ég hugsa að fólk eigi eftir að nota þessa þjónustu meira þegar lengra líður á. Það eru ekki nema rúm- lega þrjár vikur síðan hætt var að rukka fyrir aksturinn og ég á von á því að fleiri geti nýtt sér þjón- ustu okkar þegar fram líða stund- ir,“ sagði Halldór Jóhannsson strætóbílstjóri. „Keyrt alla leið upp að dyrum“ Morgunblaðið/Sigurður Elvar Með bros á vör Halldór Jóhannsson, strætóbílstjóri á Akranesi, segir að oft komist færri en vilja í vagninn eftir að hætt var að rukka fyrir fargjaldið 1. mars sl. Viðskiptavinum „strætósins“ á Akranesi fjölgar ört og stundum komast færri að en vilja HÉÐINSFJÖRÐUR blasir nú við bormönnum í Héðinsfjarðargöngum. Undir kvöld á föstudaginn langa var lokið við að sprengja síðasta haftið í göngunum, þ.e. í þeim hluta sem liggur frá Siglufirði og í Héðinsfjörð, eins og fram kom í blaðinu á sunnu- daginn. Fyrsta gegnumbrotið var á mið- vikudagskvöld í liðinni viku, en þá boruðu starfsmenn sig í gegnum bergið á tveimur stöðum, gerðu tvö lítil göt í gegnum bergið og kom í ljós að 22 metrar voru þá eftir. Nú um páskahelgina hafa menn svo unnið við að hreinsa út úr göngunum. Góður hiti í göngunum Björn A. Harðarson hjá GeoTek ehf. sem hefur umsjón og fram- kvæmdaeftirlit með framkvæmdum fyrir Vegagerðina segir að menn hafi farið varlega þessa síðustu metra. Sá háttur var hafður á við verkið að ein- ungis var sprengt öðrum megin, þ.e. frá Siglufirði og út til Héðinsfjarðar, en vaninn er að verk af þessu tagi sé unnið báðum megin frá og menn komi á hvorir á móti öðrum. „Við höf- um aldrei áður gert þetta svona, við komum bara beint út í hlíð, það er dálítið sérstakt, segir Björn. Leyfi fékkst ekki til að sprengja úr Héð- insfirði þannig að bormenn sprengdu sig í gegn metra fyrir metra innan úr Siglufjarðarhluta ganganna. Björn segir að framkvæmdir við verkið hafi gengið mjög vel og ekk- ert óvænt komið upp á enn. Aðstæð- ur séu almennt mjög hagstæðar en til að mynda hafi hiti í göngunum frá Siglufirði verið mjög góður,10 til 15 gráður. Það megi þakka nálægð við hitasvæði Siglfirðinga í Skútudal. Kaldara er hins vegar á þeim sem starfa við sprengingarnar í Ólafs- fjarðarhluta ganganna þar sem hit- ans nýtur ekki við. Mikill vatnsagi þar hefur líka gert mönnum lífið leitt, en Björn vonar að senn verði sá kafli að baki. „Hraðinn á verkinu hefur dottið nokkuð niður vegna þessa mikla vatnsaga, við þurfum að nota efna- þéttingu til að stöðva hann og það tekur nokkuð langan tíma. Ég á ekki von á að þetta komi niður á verklok- um og tel að það versta verði brátt afstaðið,“ segir Björn. Gert er ráð fyrir að nokkurn tíma taki að ganga frá munnanum í Héð- insfirði og gera hann öruggan að sögn Björns, en að því verki loknu verður formlegt gegnumslag með ráðherrum og fjölda gesta. „Þegar því verki verður lokið hefjum við undirbúning að gangasprengingum í austurhlíð Héðinsfjarðar og munum grafa göngin á móti þeim sem sprengja frá Ólafsfirði,“ segir Björn. Verkinu er langt í frá lokið þó að langþráðum áfanga hafa nú verið náð, eftir er að sprengja um 4,2 kíló- metra til að ná í gegn í þeim hluta ganganna sem nær frá Ólafsfirði út í Héðinsfjörð. Hafist var handa við framkvæmd- ir Héðinsfjarðarganga haustið 2006 og er áætlað að verkinu ljúki í lok árs 2009. Göngin eru tvíbreið og í tvennu lagi, 3,7 kílómetrar frá Siglufirði til Héðinsfjarðar og svo 6,9 kílómetrar úr Héðinsfirði til Ólafsfjarðar, sam- tals um 11 kílómetrar að lengd í allt. Við alla gangamunna verða steyptir vegskálar. Þá verður lagður vegur, um 600 metra langur í Héðinsfirði á milli gangaopanna og að auki nær verkið einnig til lagningar vega að göngun- um frá báðum þéttbýlisstöðunum Vinnusamir eðalkallar Verktakasamsteypan sem vinnur verkið er Metrostav í Tékklandi og Háfell. Samsteypan átti lægsta boð í verkið, um 5,7 milljarða en áætlaður verktakakostnaður Vegagerðarinn- ar var tæplega 6,5 milljarðar. Áætl- aður heildarkostnaður verksins með öllu er um 7 milljarðar. Þetta er stærsta einstaka vegaframkvæmd sem Vegagerðin hefur ráðist í. Við verkið hafa starfað alls um 100 starfsmenn af hálfu verktaka, oftast eru um 70 á verkstað hverju sinni en hinir heima í Tékklandi í fríi. Unnið er við gangagröftinn allan sólar- hringinn. „Þetta eru hörkuduglegir eðalkallar,“ segir Björn um tékk- neska starfsmenn Metrostav. „Ein- staklega ljúfir og kurteisir og með afbrigðum vinnusamir.“ Markmið með gerð Héðinsfjarðar- ganga er að bæta samgöngur, auka umferðaröryggi og tengja Siglufjörð við Eyjafjarðarsvæðið og styrkja þannig búsetu á svæðinu. Með til- komu ganganna styttist leiðin milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar um 47 kílómetra, úr 62 kílómetrum nú í um 15 kílómetra og er þá miðað við að farið sé um Lágheiði, en í þeim til- vikum sem hún er ófær og aka þarf um Öxnadalsheiði og Skagafjörð nemur stytting á leiðinni milli þétt- býlisstaðanna tveggja, Ólafsfjarðar og Siglufjarðar, um 219 kílómetrum. Nálægð við háhitasvæðið kom sér vel Ljósmynd/Margrét Þóra Þórsdóttir Gengur vel Einn tékkneskra starfsmanna Metrostav við vinnu sína í Héðinsfjarðargöngunum í síðustu viku. Framkvæmdir við Héðinsfjarðargöng hafa gengið vel LANDIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.