Morgunblaðið - 25.03.2008, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2008 27
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Þegar andlát ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
✝
Elskuleg systir okkar og vinkona,
INGIBJÖRG EBBA JÓSAFATSDÓTTIR
póstmeistarafrú,
Brekkubyggð 16,
Blönduósi,
lést fimmtudaginn 20. mars á Heilbrigðistofnuninni
á Blönduósi.
Jarðarförin fer fram frá Blönduósskirkju laugardaginn 29. mars kl. 14.00.
Systkini og aðrir aðstandendur.
Svolítið fyndið, því Ásta hafði
mjög mikið auga fyrir hári og útliti
og var sko ekki í vandræðum með að
skella háralit og nokkrum rúllum í
næstu manneskju. En á sama tíma
gjörsamlega laus við allan hégóma.
Ásta og Binni voru einstaklega
samheldin hjón, svo ekki sé minnst á
börnin þeirra þrjú, Auði, Ingu Lillý
og Bjarna. Það var alltaf jafn gaman
að heimsækja þau og veisluhöld
voru sko aldrei vandamál á þeim
bænum. Ég minnist jóladags og ára-
móta hjá þeim svo lengi sem ég man
eftir mér, hvergi jafn flottar veit-
ingar og besti félagsskapur í heimi.
Ásta var börnum mínum einstak-
lega góð. Daginn sem Markús, son-
ur minn, fæddist var hún fremst í
flokki að berja hann augum, um það
bil hálftíma eftir að hann kom í
heiminn. Þá var hún búin að fylgjast
með gangi mála í fæðingu hans og
hafði svo miklar áhyggjur af því að
fá ekki fréttir um leið að hún setti
inneign á símann hjá mér svo ég
gæti nú örugglega hringt um leið.
Begga Sunna, dóttir mín, dekkaði
með henni og skreytti borðið á
gamlárskvöld og því mun hún aldrei
gleyma.
Veiðiferðirnar sem þau hjónin
buðu okkur í voru ólýsanlega
skemmtilegar og ófá ævintýrin sem
komu upp þar.
Heimili þeirra var hús gleðinnar
og mun ég minnast elsku Ástu,
frænku minnar og vinkonu, með
bros á vör, því þannig var hún.
Minning hennar lifir.
Elsku Binni minn, Auður, Inga
Lillý, Bjarni, amma, afi og aðrir ást-
vinir, sorgin er svo mikil, Guð gefi
ykkur styrk.
Steinunn Markúsdóttir.
Elskuleg frænka mín, hún Ásta,
hefur kvatt okkur. Þegar ég hugsa
til baka og rifja upp þessar ynd-
islegu stundir með þessari yndislegu
konu þá get ég ekki annað en bros-
að. Hún Ásta frænka mín gat lýst
upp myrkasta herbergið með bros-
inu sínu og útgeislun einni saman.
Ein besta minning sem ég á um
hana var þegar foreldrar mínir voru
úti á landi og ég að verða 15 ára
læddist niður í miðbæ með vinunum.
Þá á förnum vegi, mjög síðla kvölds,
mæti ég Ástu með vinkonu sinni.
Hún bauð mér upp á pylsu og bað ég
hana að lofa mér að segja ekki
mömmu frá þessum hittingi okkar.
Hún brosti og hló og sagðist sko al-
veg pottþétt ætla að segja móður
minni, sem hún svo gerði og fékk ég
skammir í hattinn. En það var ekki
hægt að vera í neinni fýlu út í hana,
enda sagði hún mér seinna að hefði
móðir mín hitt hann Bjarna B. í
svipuðum aðstæðum þá hefði hún
heimtað að sér væri sagt frá því.
Þær systur hugsuðu náttúrlega allt-
af fyrst um okkur börnin og fjöl-
skylduna sína, sem var og er þeim
líkast. En þær höfðu þó alltaf tíma
til að fara saman í heita pottinn og
kjafta um lífið og tilveruna.
Svo árið 2004 þá veiktist mamma
og var Ásta okkur fjölskyldunni
mikill styrkur. Hún var uppi á spít-
ala þegar ég kom með mömmu á
krabbameinsdeildina og fengu þær
að vera saman í herbergi. Við vorum
öll svo dauðhrædd en hún gerði
vistina erfiðu talsvert auðveldari.
Ég kom með DVD-spilara og fullt af
Herculet Poirot-myndum fyrir þær
dömur. Svo daginn eftir þá gerðu
þær að gamni sínu og hlógu að því
að þær hefðu verið vakandi alla nótt-
ina, vinkonurnar saman. En hún gat
alltaf séð léttu hliðina á hlutunum og
alltaf þegar ég spurði hana hvernig
henni liði þá fékk ég alltaf brosið
hennar fallega og svarið að sér liði
bara vel. Ég veit að núna sitja þær
systurnar einhvers staðar saman og
halda hvor annarri félagsskap.
Þín er sárt saknað mín kæra
frænka og vil ég votta Binna, Auði,
Ingu Lillý og Bjarna mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Vonandi get
ég stutt ykkur líkt og þið gerðuð
fyrir mig á þessum erfiðu tímum.
Einnig vil ég senda mínar kærustu
samúðarkveðjur til afa og ömmu
minnar og fjölskyldu.
Ingvar Örn Einarsson.
Ásta hóf störf hjá VSÓ Ráðgjöf
árið 1972, þá tæplega 17 ára að aldri.
Þegar hún lést langt um aldur fram,
aðeins 53 ára, hafði hún starfað hjá
fyrirtækinu í næstum 36 ár. Fyrstu
árin var hún tækniteiknari ásamt
því að sinna skrifstofustörfum en
síðar voru henni falin ábyrgðarmeiri
störf og seinni hluta starfsferils síns
var hún skrifstofustjóri hjá fyrir-
tækinu. Öllum störfum sínum sinnti
hún af mikilli alúð, natni og dugnaði.
Hún leysti öll verkefni átakalaust og
var fljót að tileinka sér nýja tækni
og nýtti hana óspart. Hún var einn
af máttarstólpum fyrirtækisins.
Glaðværð var henni í blóð borin. Á
sinn hógværa hátt smitaði hún um-
hverfi sitt með gleði, bjartsýni og
trú á bjarta framtíð. Ásta var traust-
ur félagi og trú vinum sínum og
samstarfsmönnum. Hún naut mik-
illar virðingar meðal samstarfs-
manna sinna og átti trúnað þeirra.
Mörgum þótti gott að leita til henn-
ar þegar eitthvað bjátaði á. Hún var
ávallt tilbúin að hlusta. Hún var lip-
ur að leysa úr vandamálum, úrræða-
góð og hún vakti með þeim sem
sneru sér til hennar nýja von og blés
mörgum bjartsýni í brjóst.
Ásta háði langa baráttu við
krabbamein. Hún háði marga harða
orrustu í því stríði og hafði í mörg-
um þeirra sigur. Eftir hverja með-
ferðina á fætur annarri kom hún
sigrihrósandi til baka full gleði og
bjartsýni tilbúin til að takast á við
næstu verkefni. Máttarvöldin þurftu
að taka á öllu sínu og loks varð hún
að játa sig sigraða. Glaðværðin og
bjartsýnin hafa án efa gert henni líf-
ið léttara í þessari erfiðu baráttu.
Við samstarfsfólk hennar kveðj-
um góðan vin og frábæran starfs-
félaga með miklum söknuði. Við vit-
um mæta vel að síst mundi Ástu líka
það að félagar hennar og vinir legð-
ust í depurð. Minningar um góðan
starfsfélaga og traustan vin munu
hjálpa okkur til að takast á við sorg-
ina með þeim hætti sem hún hefði
kosið. Þótt missir okkar samstarfs-
manna Ástu sé mikill er hann þó
mestur hjá fjölskyldu hennar. Við
sendum Binna, Auði, Ingu Lillý,
Bjarna og allri fjölskyldu Ástu inni-
legustu samúðarkveðjur.
Þorbergur Karlsson.
Ekki er hægt að lýsa í fátækleg-
um orðum harminum sem fór um
mig við þær fréttir að hún Ásta mín
væri látin. Þessi hjartahreina fallega
vinkona mín sem ég var svo lánsöm
að fá inn í líf mitt kenndi mér margt,
minningarnar streyma um mig og
það sem er mér efst í huga er þakk-
læti, þakklæti fyrir allar þær stund-
ir sem við áttum saman. Í návist vin-
ar getur maður hugsað upphátt og
það gat ég svo sannarlega með
henni Ástu sama hver vitleysan var,
skilningur, þolinmæði og góð ráð
með góðum skammti af húmor var
það sem hún gaf, að gefa öðrum var
henni í blóð borið.
Glæsileiki er orðið sem á við um
hana vinkonu mína, allt sem hún
gerði í orði eða verki var gert með
glæsileika. Að hlæja og að hafa gam-
an saman með vinnufélögunum, vin-
konum og fjölskyldum var hennar
hjartans mál og voru öll tækifæri
nýtt, þess vegna eigum við öll svo
góðar minningar um fallega vin-
konu. Baráttu þinni er nú lokið elsku
Ásta mín og kveð ég þig með stút-
fullt hjarta af þakklæti fyrir að hafa
átt þig sem vinkonu.
Elsku Binni, Inga Lillý, Auður,
Bjarni, tengdabörn, foreldrar og
systkini Ástu, megi Guð hjálpa ykk-
ur og styrkja í sorg ykkar og sökn-
uði.
Guð fylgi þér engill þá ferð sem þér ber.
Þótt farin þú sért, þá veistu sem er.
Að sorg okkar hjörtu nístir og sker.
Við sjáumst á ný þegar kemur að mér.
(KK – þýð. Ólafur G. Karlsson. )
Þín vinkona,
Anna Margrét.
Það dimmdi yfir þessum fallega
bjarta degi þegar okkur bárust þær
fréttir að Ásta okkar væri látin.
Við vorum svo lánsamar að eiga
hana sem vinnufélaga og kæra vin-
konu í hátt í tvo áratugi.
Þrátt fyrir að vitað var hvert
stefndi er svo sárt að kveðja svo
kæran vin í hinsta sinn.
Hennar barátta væri efni í
kennslubók, svo lærdómsríkt var að
vera henni samferða og upplifa
hennar lífsvilja og þrá eftir
skemmtilegu og innihaldsríku lífi.
Ásta var mikill fagurkeri, sælkeri
og sannur höfðingi heim að sækja og
ófáar veislurnar sem við fórum í
heima hjá Ástu og Binna í Leið-
hömrunum oftast með dyggri aðstoð
Ingu Lillýjar dóttir þeirra. Þegar
þau buðu til veislu var ekki skortur
á neinu, öllu tjaldað til líkt og von
væri á höfðingjum en ekki bara góð-
um vinkonuhóp.
Ótal sumarbústaðaferðir höfum
við farið saman og þá með öllum
VSÓ-stelpunum. Eftirminnilegasta
ferðin er sennilega sú sem farin var í
tengslum við 50 ára afmæli Ástu, en
þá höfðu þær mæðgur ákveðið að slá
upp hrekkjavöku-partíi í sumarhúsi
í Skorradalnum. Húsinu var breytt í
draugasetur og urðum við allar að
einhverskonar vampírum eða öðrum
draugaverum. Þessi helgi líður okk-
ur seint úr minni, hlógum við mikið
og hlæjum enn þegar við rifjum upp
þessa skemmtilegu afmælishelgi.
Hægt væri að skrifa margar blað-
síður um allar þær dýrmætu sam-
verustundir sem við höfum átt sam-
an, bæði í tengslum við fyrirtækið
okkar og utan þess. Það var aðdáun-
arvert hversu Ásta var dugleg að
vera með okkur í öllu sem við gerð-
um þrátt fyrir að heilsan hafi stund-
um ekki verið nógu góð, en hún var
staðráðin í því að lifa lífinu lifandi.
Við kveðjum í dag með þakklæti
og virðingu í hjarta, með sáran
söknuð og yfirfullan brunn af ljúfum
minningum um einstaka konu sem
við aldrei gleymum.
Elsku Binni, Inga Lillý, Auður,
Bjarni, tengdabörn, foreldrar og
sytkini Ástu, okkar hugur er hjá
ykkur og megi góður guð hjálpa
ykkur og styrkja í þeirri miklu sorg
sem þið öll gangið í gegnum núna.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Guð blessi minningu kærrar vin-
konu.
Þóra, Hjördís, Ásta Lilja, Lilja.
Fleiri minningargreinar um Á́stu
Invarsdóttur bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
KRISTJÁN PÁLL SIGFÚSSON
fyrrverandi kaupmaður,
Kleppsvegi 2,
Reykjavík,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Grund við Hringbraut
föstudaginn 14. mars, verður jarðsunginn frá
Dómkirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 28. mars
kl.13.00
Guðbjörg Lilja Guðmundsdóttir,
Bragi G. Kristjánsson, Erna Eiríksdóttir,
María Anna Kristjánsdóttir, Jesús S.H. Potenciano,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
ÁRNI STEFÁNSSON,
fv. hótelstjóri
Höfn í Hornafirði,
lést að morgni páskadagsins 23. mars.
Svava Sverrisdóttir,
Hjördís Árnadóttir,
Sigurbjörg Árnadóttir
Kristín Þóra Kristjánsdóttir,
Gísli Sverrir Árnason, Guðrún Baldursdóttir,
Guðlaug Árnadóttir, Hólmgrímur Elís Bragason,
Gauti Árnason, Ragnheiður Rafnsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
JÓNÍNA SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR,
Miðleiti 5,
andaðist á St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði
laugardaginn 18. mars.
Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík,
fimmtudaginn 27. mars kl. 16.00.
Sigurður Gísli Pálmason, Guðmunda Þórisdóttir,
Jón Pálmason, Elísabet Björnsdóttir
Ingibjörg Stefania Pálmadóttir, Jón Ásgeir Jóhannesson,
Lilja Sigurlína Pálmadóttir, Baltasar K. Baltasarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær sonur okkar, faðir, bróðir og unnusti,
ÓLAFUR SÍMON AÐALSTEINSSON,
Hátúni 6,
Álftanesi,
sem lést af slysförum föstudaginn 21. mars, verður
jarðsunginn frá Bessastaðakirkju föstudaginn
27. mars kl. 15.00.
Aðalsteinn Símonarson, Guðný Ólafsdóttir,
Kári Freyr Ólafsson,
Tryggvi Þór Aðalsteinsson,
Pétur Ingi Aðalsteinsson,
Heiða Sigrún Guðmundsdóttir.
✝
Bróðir minn,
JÓN ÓLAFUR TÓMASSON,
frá Uppsölum,
lést á Dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli
föstudaginn 21. mars..
Jarðarförin fer fram frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð
föstudaginn 28. mars kl. 14.00.
Guðmundur Tómasson.