Morgunblaðið - 25.03.2008, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2008 29
MINNINGAR
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Alvöru blómabúð
Allar skreytingar unnar af fagfólki
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499
Heimasíða: www.blomabud.is
Netfang: blomabud@blomabud.is
Lokað
Skrifstofa Löggarðs ehf. Kringlunni 7, Reykjavík, verður lokuð
í dag þriðjudaginn 25. mars vegna jarðarfarar
ÁSTU INGVARSDÓTTUR.
Löggarður ehf.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SKARPHÉÐINN M. PÁLSSON
fyrrverandi leigubílstjóri,
Hátúni 12,
verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju fimmtudaginn
27. mars kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á
Sjálfsbjargarheimilið.
Herdís Skarphéðinsdóttir, Gunnar Gunnarsson,
Borgar Skarphéðinsson, Sesselja Svavarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og kær vinkona,
SIGURJÓNA SIGURJÓNSDÓTTIR,
áður til heimilis að Smáratúni
í Þykkvabæ,
sem lést á heimili sínu, Hólavangi 9, Hellu,
laugardaginn 15. mars, verður jarðsungin frá
Þykkvabæjarkirkju föstudaginn 28. mars kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Heimir Hafsteinsson, Særún Sæmundsdóttir,
Friðsemd Hafsteinsdóttir, Jón Thorarensen,
Sighvatur Borgar Hafsteinsson, Una Aðalbjörg Sölvadóttir,
Kristborg Hafsteinsdóttir, Nói Sigurðsson,
Sigrún Linda Hafsteinsdóttir, Steinar Sigurgeirsson,
Bryndís Ásta Hafsteinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn,
Pálmi Viðar Samúelsson.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
BJÖRGVIN ANTON JÓNSSON,
VENNI,
Sólvangsvegi 1,
áður Hörðuvöllum 4,
Hafnarfirði,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi föstudaginn 14. mars
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði,
miðvikudaginn 26. mars kl. 13.00.
Rakel Guðmundsdóttir,
Sigurlína Björgvinsdóttir, Ögmundur Karvelsson,
Jón Már Björgvinsson, Guðrún M. Jónsdóttir,
Guðmundur Björgvinsson, Stefana B. Gylfadóttir,
Sigríður G. Björgvinsdóttir, Randver Þ. Randversson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur
vináttu og hlýhug við fráfall ástvinar okkar,
STEFÁNS JAKOBS GUÐJOHNSEN.
Einnig þökkum við innilega læknum og
hjúkrunarfólki Landspítalans.
Guðrún Ragnars Guðjohnsen og fjölskylda.
✝ Sigurjón Gísla-son fæddist í
Reykjavík 5. febr-
úar 1915. Hann lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Skjóli 14. mars
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Gísli Gísla-
son, útvegsbóndi og
silfursmiður, frá
Rauðabergi í V-
Skaftafellssýslu, f.
30.4. 1872, d. 26.4.
1956, og Margrét
Sigurðardóttir, hús-
freyja, frá Breiðabólstað í V-
Skaftafellssýslu, f. 2.9. 1874, d.
10.8. 1972. Systur Sigurjóns voru
Magnea Ósk Gísladóttir, f. 7.10.
1904, d. 8. júní 2000, og Ragna, f.
d. 6. október 1978, kvæntist Þór-
unni Stellu Markúsdóttur þau
skildu. Börn þeirra eru Sigurjón
Markús, Helga Unnur og Atli
Már. Seinni kona Jóhanns var
Kristrún Bjarnadóttir. Dóttir
þeirra er Hulda Sólveig. Barna-
börn eru 7 og barnabarnabarn 1.
3) Jón, f. 22. janúar 1948, kvænt-
ur Sjöfn Hákonardóttur. Börn
þeirra eru Hákon Ísfeld og
Hrund. Barnabörn 2.
Sigurjón stofnaði eitt af fyrstu
hjólbarðaverkstæðum á Íslandi
sem var til húsa á Hverfisgötunni,
en rak síðar hjólbarðaverkstæði á
tveimur stöðum á Laugaveginum,
á Laugavegi 178 og síðast á
Laugavegi 171 (nú Hátún 2a), þar
sem enn er rekið hjólbarðaverk-
stæði með hans nafni, Hjólbarða-
verkstæði Sigurjóns.
Útför Sigurjóns verður gerð
frá Áskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
9. febrúar 1912, d. 3.
september 1999.
Eiginkona Sig-
urjóns var Hulda
Ámundadóttir, f. í
Dalkoti í Vatnsnesi
17. júní 1912, d. 28.
janúar 1985.
Þau hjón eign-
uðust þrjá syni. Syn-
ir þeirra eru: 1)
Gísli, f. 4. apríl 1938,
kvæntist Ingibjörgu
Fríði Leifsdóttur,
þau skildu. Börn
þeirra eru Gísli og
Ósk Anna. Sonur Gísla og Olgu
Beck er Snorri, barnabörn eru 9
og barnabarnabörn eru 4. Gísli er
kvæntur Lidiu Sigurjónsson. 2)
Jóhann Erasmus, f. 16. júlí 1943,
„Eitt sinn verða allir menn að
deyja“ er einhvers staðar ritað og nú
er afi Sigurjón dáinn. Það eru hart-
nær þrjátíu ár síðan að ég hitti hann í
fyrsta skipti. Ég man það eins og
gerst hafi í gær, ég heillaðist af þess-
um glæsilega manni sem ég hitti
fyrst úti á tröppum á Laugarásvegi
67. Hann stóð þar og brosti sínu fal-
lega sposka brosi – kaffibrúnn með
það fallegasta hár sem ég hafði séð,
þykkt, hrokkið og silfurgrátt. Þvílíkt
glæsimenni að mér fannst, hann líkt-
ist helst goði (hugsaði ég).
Þær voru síðan margar stundirnar
sem við áttum eftir að deila saman,
því 1984 fluttum við Gísli (maðurinn
minn) í kjallarann á Laugarásvegin-
um til hans afa og það voru yndisleg
ár sem við áttum þar í leik og starfi
með afa uppi sem var alltaf með op-
inn faðminn fyrir stelpurnar okkar,
Birnu og Ingu Hönnu. Síðan stækk-
aði hópurinn okkar og við bættist
Lúðvík og eftir að við fluttum af
Laugarásveginum kom alnafni afa,
Sigurjón Gíslason, sem afi hélt undir
skírn hinn 17. júní 1996 í Tjarnargötu
18. Ég veit ekki hvert okkar var stol-
tast þá, afi Sigurjón eða við (foreldr-
arnir).
Það er margt sem rennur í gegnum
huga manns þegar einhver sem mað-
ur elskar fellur frá en minningarnar
eru til þess að ylja manni þegar mað-
ur finnur fyrir söknuðinum og jafn-
framt fyrir þakklæti að hafa haft
hvort annað.
Afi Sigurjón var ein af þeim per-
sónum sem fylgdu lífi barna minna og
okkar hjóna alveg frá upphafi – tók
þátt í lífi okkar allra í gleði og sorg,
algjörlega frábær vinur. Hann
kenndi manni margt á sinn hátt, hann
var lítillátur og hógvær í alla staði og
það var gott að eiga hann að.
Ég veit að það hafa verið hlýjar
móttökur sem afi fékk hjá ömmu
Huldu, Þórnýju og Jóa hans.
Minningu um góðan mann skal ég
varðveita og kenna Gísla litla og Sig-
urjóni nafna hans af fremsta megni.
Ég bið algóðan guð að varðveita
hann og blessuð sé minning hans.
Jóhanna Björnsdóttir.
Aldraður samferðamaður minn og
vinur hefur lagt upp í sína hinstu
ferð. Sigurjón Gíslason, sem lést í
Reykjavik 14. mars 2008, varð nýlega
93 ára. Líklegt er að hann hafi kvatt
saddur lífdaga. Heilsan hafði smám
saman gefið sig.
Sigurjóni kynntist ég þegar móðir
mín og hann urðu vinir og sálufélag-
ar, bæði þá komin fram yfir miðjan
aldur. Atvikin höguðu þannig til að í
kjölfarið varð Sigurjón fastur hlekkur
í okkar fjölskyldu um 30 ára skeið.
Hann reyndist einstaklega traustur
og ljúfur maður. Þau tvö studdu hvort
annað ómetanlega með stöðugum
heimsóknum, matarboðum, daglegum
sundlaugaferðum og ferðalögum inn-
an og utan borgar. Móðir mín varð
eins og ástfanginn táningur þegar tal-
ið barst að Sigurjóni. Eftir því sem
tíminn leið varð hann einnig góðfús
meðlimur af minni fjölskyldu. Synir
okkar litu til hans sem „afa“ og hann
stóð fyllilega undir því hlutverki eins
og öðru sem lífið hafði lagt honum til.
Sigurjón þekkti ógrynni fólks.
Hann hafði einstaka frásagnarhæfi-
leika af mönnum og málefnum. Það
voru ófáar stundir sem við áttum sam-
an þar sem hann tengdi fortíð við nú-
tíð með lifandi sögum af fólki og sam-
félagi.
Nú þegar leiðir skilja viljum við
þakka vináttuna sem aldrei bar
skugga á.
Við sendum innilegustu samúðar-
kveðjur til ættingja og vina.
Minningin um einstakan mann mun
lifa.
Olga.
Sigurjón Gíslason
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
INGA S. KRISTJÁNSDÓTTIR,
áður Fagrabæ 1,
lést á Grund föstudaginn 14. mars.
Útför hennar fer fram frá Árbæjarkirkju
miðvikudaginn 26. mars kl. 13.00.
Þórir Guðmundsson, Sigurbirna Oliversdóttir,
Jóhanna S. Guðmundsdóttir, Guðmundur Örn Einarsson,
Sigurjón Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
mat. Þið vilduð allt fyrir börnin ykkar
gera og fjölskyldan var ykkur allt. Við
stelpurnar eigum eftir að sakna þess
að setja naglalakk á fallegu hendurn-
ar þínar, en sú einfalda gjörð gladdi
þig svo mikið og að sama skapi gladdi
það okkur enn meir. Þú varst svo fal-
lega trúuð og sagðir stundum: „Guð
passar okkur.“ Þú þurftir ekki að fara
reglulega í kirkju en þú varst með guð
í hjarta þínu og baðst reglulega fyrir
okkur börnunum þínum og fyrir það
er ég þér svo þakklát.
Þig dreymdi fyrir þessu og óbeint
sagðir þú okkur frá því að þú værir að
fara að fara, þótt eigingirnin í okkur
vildi halda þér lengur því þú varst svo
mikill gleðigjafi og bjartasta perlan.
Afi hefur beðið eftir þér með opnu
ferðatöskuna.
Elsku amma mín. Ég ætla að taka
þig til fyrirmyndar og vera eins og þú
í ellinni; hlustandi á Louis Arms-
trong, Arethu Franklin og Andrews
Sisters, bjóðandi vinkonunum á Eir
súkkulaði, svo einlæg og falleg.
Guð geymi ykkur afa. Ykkar
Helga Björg.
Amma Björg var kraftmikil og
skemmtileg kona. Hún kunni að gera
sér glaðan dag og lífgaði upp á um-
hverfið í kringum sig með skemmti-
legheitum. Þrátt fyrir bakeymsli og
ýmis veikindi í gegnum árin var hún
ávallt staðráðin í að komast hvert sem
hún ætlaði sér enda mjög ákveðin
kona og staðföst.
Hún og afi Jóhann reyndust mér
einstaklega vel alla tíð. Sérstaklega er
mér minnisstætt þegar ég bjó einn í
Reykjavík eftir að foreldrar mínir
fluttu til Akureyrar. Mér var boðið í
mat á hverjum degi, enda höfðu þau
áhyggjur af því að ég nærðist ekki
nóg. Þetta var enginn venjulegur
matur heldur oft meira í anda veislu í
hvert sinn eins og þeirra var siður. Á
þessum árum var ég fordekraður af
ömmu, sem hafði líka áhyggjur af
þvottinum mínum en hún tók við
óhreina tauinu í poka, þvoði allan
þvott og straujaði meira að segja
nærföt og sokka. Hvorki fyrr né síðar
hef ég kynnst betra þvottahúsi. Hún
hugsaði um ungana sína, en það kall-
aði hún barnabörnin sín öll, og tók á
móti gestum og gangandi. Þegar gesti
bar að garði var farið í búrið og mat-
arveisla borin fram. Ætli búrið hefði
ekki dugað okkur öllum í stórfjöl-
skyldunni til matar í margar vikur ef
matarskortur hefði orðið á landinu.
Amma hrærði svo í heimsins besta
rækjusalat eða skellti í pönnukökur.
Þetta er lýsandi fyrir ömmu. Hún
var mikil félagsvera og áhugasöm um
annað fólk og hafði yndi af því að
skipuleggja veislur og partí.
Ekki er langt síðan hún hélt al-
mennilegt partí á EIR þangað sem
hún bauð vinkonum sínum sem þar
bjuggu, setti hressandi tónlist á fón-
inn og bauð upp á sætindi og veigar
góðar. Tom Jones, Louis Armstrong
og Tina Turner voru í miklu uppá-
haldi. Þetta kunni hún svo vel. Mætti
vel segja að hún hafi verið með meist-
aragráðu í heimilis- og veisluhaldi.
Hún hélt þétt utan um hóp barna-
barna sem áttu alltaf skjól hjá ömmu
sem gaf tíma sinn fúslega til að spjalla
við ungana sína. Hún lagði okkur lífs-
reglurnar fyrst og fremst með eigin
framkomu í garð annarra. Hún var
flink í því og einkar fær í mannlegum
samskiptum.
Margar minningar um ömmu eru
tengdar sumarbústaðalífi en þar undi
hún sér sérstaklega vel, fyrst í Vest-
urhópinu og síðar á Þingvöllum. Þeg-
ar nafnið var valið á nýja bústaðinn á
Þingvöllum fór fram atkvæðagreiðsla
um nokkrar tillögur og er skemmst
frá því að segja að Bjargarhóll bar
ótvíræðan sigur úr býtum, í höfuð á
ömmu. Þar réðu atkvæði barna-
barnanna úrslitum enda studdu þau
ömmu.
Ég er innilega þakklátur fyrir tím-
ann sem við fengum með ömmu og
hversu andlega hress og minnug hún
var alla tíð. Með fráfalli ömmu Bjarg-
ar og afa Jóhanns höfum við barna-
börnin ekki aðeins misst elskulega
ömmu og afa heldur einnig góða vini
sem umgengust okkur alltaf sem sína
jafningja. Ég bið góðan Guð að blessa
og varðveita minningu ömmu Bjarg-
ar.
Magnús Þór Gylfason.