Morgunblaðið - 25.03.2008, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2008 33
staður og stund
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
40+ félagsstarf fyrir fólk með
þroskahömlun | Á morgun verð-
ur Félagsmiðstöðin Aflagranda
40 opin frá 17-22, bingó.
Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl.
9-16.30, jóga kl. 9-10, postulíns-
málning og útskurður kl. 13-
16.30, leshópur kl. 13-15.
Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16,
handavinna, smíði/útskurður kl.
9-16.30, leikfimi kl. 9, boccia kl.
9.45. Uppl. í síma 535-2700.
Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla,
böðun, almenn handavinna,
morgunkaffi/dagblöð, vefnaður,
fótaaðgerð, hádegisverður, línu-
dans, kaffi.
Dalbraut 18-20 | Félagsvist kl.
14.
Félagsheimilið Gjábakki | Al-
menn leikfimi kl. 9.05 og 9.55,
gler- og postulínsmálun kl. 9.30,
jóga kl. 10.50, tréskurður og ró-
leg leikfimi kl. 13 og alkort kl.
13.15.
Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 |
Vefnaður kl. 9, jóga kl. 9.15,
myndlistarhópur og ganga kl.
9.30, leikfimi kl. 11 og síðan há-
degisverður, bútasaumur kl. 13,
jóga kl. 18.15, handavinnukvöld
kl. 20.
Félagsstarf eldri borgara,
Garðabæ | Leshringur bóka-
safnsins kl. 10.30, frí í málun,
línudans kl. 12, kyrrðarstund í
kirkjunni kl. 12, spilað þar kl. 13,
trésmiðja kl. 13,30.
Félagsstarf Gerðubergs |
Vinnustofur opnar kl. 9-16.30,
m.a. glerskurður og perlusaum-
ur. kl. 10.30 létt ganga um ná-
grennið. Strætisvagnar 4, 12 og
17 stansa við Gerðuberg. S.
575-7720.
Hvassaleiti 56-58 | Bútasaum-
ur kl. 9-13 hjá Sigrúnu. Jóga kl.
9-11, Björg F. Böðun fyrir hádegi.
Hádegisverður. Námskeið í
myndlist kl. 13.30-16.30 hjá
Ágústu. Helgistund kl. 14, séra
Ólafur Jóhannsson. Hársnyrting.
Hæðargarður 31 | Vorferð til
Akureyrar 14.-16. maí. Gist á
KEA. Dagskrá flutt á Möðruvöll-
um. Takmarkaður sætafjöldi.
Draumadísir og draumaprinsar
Hjördísar Geirs fagna 5 ára af-
mæli sönghópsins 27. mars kl.
13.30 með hattaballi, línudans
og söng. Gleðilega páska. S.
568-3132.
Korpúlfar Grafarvogi | Á morg-
un kl. 13.30 er félagsfundur á
Korpúlfsstöðum, gestur fund-
arins er Margrét Margeirsdóttir,
formaður Félags eldri borgara.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð |
Morgunkaffi-vísnaklúbbur kl. 9,
boccia kvennahópur kl. 10.15,
handverksstofa opin kl. 11, opið
hús, vist/brids kl. 13, kaffiveit-
ingar.
Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og
fótaaðgerðir, opið kl. 9-16.
Myndmennt kl. 10.15, enska kl.
11.45, hádegisverður, leshópur
kl. 13, spurt og spjallað /mynd-
bandasýning og bútasaumur kl.
13-16, spilað kl. 14.30, kaffiveit-
ingar.
Vitatorg, félagsmiðstöð |
Smiðja kl. 8.30, handa-
vinnustofan opin með leiðbein-
anda, morgunstund kl. 9.30,
leikfimi kl. 10, upplestur fram-
haldssaga kl. 12.30. Uppl. í síma
411-9450.
Þórðarsveigur 3 | Bænastund
og samvera kl. 10, Bónusbíllin kl.
12, opinn salur og spilað kl. 13,
kaffiveitingar, bókabíllinn kl.
16.45.
Kirkjustarf
Áskirkja | Opið hús kl. 10, fönd-
ur og spjall, bænastund í umsjá
sóknarprests kl. 12. Að bæna-
stund lokinni er léttur hádeg-
isverður. Um kl. 13 flytur Hall-
veig Thorlacius erindi sem hún
nefnir „Á ferð og flugi“.
Fella- og Hólakirkja | Páskafrí í
dag í kirkjustarfi eldri borgara
og verður því ekki kyrrðarstund
eða opið hús. Næsta samvera
verður 1. apríl kl. 12, þá er kyrrð-
arstund og kirkjustarf eldri
borgara kl. 13-16. Umsjón með
starfinu hefur Ragnhildur Ás-
geirsdóttir djákni.
Fríkirkjan Kefas | Almenn
bænastund kl. 20.30. Hægt er
að senda bænarefni á kefas@ke-
fas.is.
Grafarvogskirkja | Opið hús fyr-
ir eldri borgara kl. 13.30-16.
Helgistund, spilað, spjallað og
kaffiveitingar. TTT fyrir 10-12 ára
kl. 16-17 í Engjaskóla og 17-18 í
Borgaskóla.
Grensáskirkja | Kyrrðarstund kl.
12. Stutt helgistund með alt-
arisgöngu og bæn vegna bæna-
efna. Að helgistund lokinni gefst
kostur á léttum málsverði á
vægu verði.
Hallgrímskirkja | Fyrirbæna-
guðsþjónusta kl. 10.30. Beðið
fyrir sjúkum.
Hjallakirkja | Prédikunarklúbbur
presta er kl. 9.15-10.30 í umsjá
sr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar
héraðsprests.
Vídalínskirkja Garðasókn |
Kyrrðarstund kl. 12, tónlist leikin
og ritningartextar lesnir. Súpa
og brauð kl. 12.30. Opið hús kl.
13-16, vist, brids og púttgræjur á
staðnum. Kaffi. Akstur fyrir þá
sem vilja, uppl. Sími 895-0169.
dagbók
Í dag er þriðjudagur 25. mars, 85. dagur ársins 2008
Orð dagsins: Á þeim degi munuð þér skilja, að ég er í föður mínum og þér í mér og ég í yður. (Jóh. 14, 20.)
Rannsóknastofa í kvenna- ogkynjafræðum býður til fyr-irlestrar á fimmtudag kl 12 ísal 4 í Háskólabíói.
Þar flytur Guðrún Kristinsdóttir,
prófessor við KHÍ, erindið Hugmyndin
um leynd og vanþekkingu á ofbeldi á
heimilum – Stendur hún traustum fót-
um meðal stelpna og stráka?
Í fyrirlestrinum segir Guðrún frá
fyrsta hluta könnunar sem skoðar
skilning og viðhorf barna og unglinga
til ofbeldis á heimilum: „Lögð var
könnun fyrir nemendur í 4. til 10. bekk
grunnskóla í 13 skólum víðsvegar á
landinu, þar sem spurt var út í al-
menna þekkingu á heimilisofbeldi,
börnin t.d. beðin að skilgreina ofbeldi á
heimili með eigin orðum, og einnig beð-
in að lýsa hugmyndum sínum um líðan
barna og áhrif á líf þeirra að verða
vitni að heimilisofbeldi,“ útskýrir Guð-
rún sem er verkefnastjóri rannsókn-
arinnar, en að rannsókninni stendur 8
manna hópur nemenda og kennara við
KHÍ.
Áhugaverðar niðurstöður fengust úr
könnuninni: „Það kom í ljós að íslensk
börn og unglingar vita heilmikið um
þessi mál, en þegar þau voru beðin að
skilgreina ofbeldið voru fleiri með lík-
amlegt ofbeldi í huga en andlegt,“ seg-
ir Guðrún. „Kynjamunur er greini-
legur þar sem stelpurnar virðast sýna
meiri þekkingu og skilning á heimilis-
ofbeldi, og ræða það oftar innan vina-
hópsins.“
Könnunin var borin saman við sams-
konar rannsókn á Bretlandi og segir
Guðrún athyglisvert að skoða þann
mun sem er milli landa: „Um 99% ís-
lenskra barna taka afdráttarlausa af-
stöðu gegn ofbeldi milli foreldra, en að-
eins 70% breskra barna tóku slíka
afstöðu á meðan 15% svöruðu til að
þau væru ekki viss,“ nefnir Guðrún
sem dæmi.
Nú er unnið að öðrum hluta rann-
sóknarinnar, sem byggist á viðtölum
við börn og mæður sem búið hafa við
ofbeldi á heimilum, en þriðji hluti rann-
sóknarinnar er greining á umfjöllun
valinna prentmiðla um heimilisofbeldi.
„Við leitum að fleiri viðmælendum fyr-
ir rannsóknina, og viljum gjarna að
foreldrar hafi, með leyfi barna sinna,
samband og leggi okkur lið. Þó er skil-
yrði að heimilisofbeldinu sé lokið og
þátttaka í rannsókninni ógni ekki hags-
munum fjölskyldumeðlima,“ segir Guð-
rún að lokum.
Samfélag | Fyrirlestur á vegum RIKK á fimmtudag kl. 12 í Háskólabíói
Börn og heimilisofbeldi
Guðrún Krist-
insdóttir lauk
kennaraprófi frá
KÍ 1966, fé-
lagsráðgjafarprófi
1973 frá Hásk. í
Óðinsvéum og
doktorsprófi á
sama sviði frá
Hásk. í Umeå 1991.
Guðrún starfaði sem félagsráðgjafi
um langt skeið, var framkvæmdastjóri
Barnaverndarnefndar Reykjavíkur í 8
ár og hefur verið prófessor við KHÍ
frá 2002. Hún gegnir einnig stöðu
associate fellow við Warwick-háskóla.
Tónlist
Reykholtskirkja | Kór Tretyakovs-
listasafnsins í Moskvu heldur tónleika
í kvöld kl. 20. Tónleikarnir eru á veg-
um rússneska sendiráðsins og rúss-
nesku rétttrúnaðarkirkjunnar á Ís-
landi.
Fyrirlestrar og fundir
Dýraverndarsamband Íslands | Aðal-
fundur verður haldinn í Brekknaási 9
(Dýrahóteli), Reykjavík í dag kl. 18.
Venjuleg aðalfundarstörf.
NAUT hendir manni um koll í miðbæ
spænska bæjarins Vejer de la Fron-
tera í fyrradag. Þar fór fram hátíðin
gefur að skilja tekst það ekki alltaf og
mega menn prísa sig sæla að sleppa
ómeiddir frá slíkum leik.
toro Embolao en hluti af hátíðarhöld-
unum er að sleppa lausum nautum og
reyna að komast undan þeim. Eins og
Leikur sér að hættunni
Reuters
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Reykholtskirkja.
FRÉTTIR
DAGANA 28. og 29. mars nk.
verður haldið námskeið fyrir
kennara á unglingastigi og í fram-
haldsskólum landsins undir yfir-
skriftinni ,,Neytendavitund og
sjálfbær þróun“. Að námskeiðinu
standa Consumer Citizenship Net-
work (CCN) sem eru Evrópsk
samtök um neytendamál, Endur-
menntun Háskóla Íslands og F-líf
(félag lífsleiknikennara í fram-
haldsskólum).
Neytendamál og umhverfismál
verða sífellt háværari í okkar sam-
félagi. Það er því brýnt að búa
nemendur undir líf í þjóðfélagi þar
sem upplýsingaflæði og þáttur
sjónrænna miðla eykst stöðugt. Á
námskeiðinu verða kenndar leiðir
sem efla gagnrýna hugsun, túlkun
upplýsinga, tjáningu og samstarf.
Leiðbeinendur eru meðal þeirra
fremstu í sínu fagi í Evrópu, en
þeir eru:
Miriam O’Donoghue, deildar-
stjóri fræðsluskrifstofu Dyflinnar,
(CDVEC Curriculum Development
Unit), formaður Task group 8 CCN
og Mella Cusack, Citizenship Stu-
dies Project Manager, Centre for
Local and Global Citizenship,
CDVEC Curriculum Development
Unit.
Einnig verður formaður CCN,
Viktoria Thoresen (Associate Pro-
fessor and CCN Project Leader)
með kynningu á starfsemi samtak-
anna.
Námskeiðið verður haldið í
Kvennaskólanum í Reykjavík.
Nánari upplýsingar eru á http://
www.flif.ki.is/ eða í síma 899-3183.
Námskeið haldið
um neytendavitund
HELGINA 28.-30. mars nk. leiðir séra Sig-
finnur Þorleifsson sjúkrahúsprestur
kyrrðardaga í Skálholti ásamt Kristni Óla-
syni rektor þar sem fjallað verður um sorg
og sorgarviðbrögð. Allir syrgjendur eru
hjartanlega velkomnir.
Dagskráin hefst á föstudagskvöldi kl. 18
og henni lýkur eftir hádegi á sunnudag.
Skráning og nánari upplýsingar í síma 486
8870 eða í gegnum netfangið rekt-
or@skalholt.is.
Kyrrðardagar
í Skálholti
Morgunblaðið/Jim Smart