Morgunblaðið - 25.03.2008, Qupperneq 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
29. mars – 5. apríl 2008
700IS Hreindýraland
WWW.700.IS
ÓVIÐJAFNANLEG tónlist Bítl-
anna hefur títt verið viðfangsefni
tónlistarmanna, enda telja margir
að fátt hafi gerst í dægurtónlist
eftir þeirra feril. Árið 1997 rugluðu
íslenskir popparar og klassíkerar
saman reitum í Háskólabíói til að
flytja höfuðverkið Sgt. Peppers Lo-
nely Hearts Club Band og í ár
þótti mönnum tímabært að end-
urtaka leikinn. Jón Ólafsson stýrði
sveit poppara sem lék með félögum
úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, und-
ir stjórn Bernharðs Wilkinsonar.
Haraldur Vignir Sveinbjörnsson út-
setti herlegheitin, þótt meginstoðir
upprunalegra útsetninga hafi vit-
anlega verið í öndvegi.
Áður en talið var í Sgt. Peppers
voru fjölmargir ópusar af öðrum
plötum Bítlanna fluttir. Sigurjón
Brink reið á vaðið með „Helter
Skelter“, „I Am The Walrus“ og
„Yesterday“. Sigurjón er þokka-
legur söngvari en skortir því miður
nauðsynlegt músíkalitet, þar sem
fraseringar voru á stundum furðu-
legar og falskar nótur nokkrar.
Næstur á svið var Eyjólfur Krist-
jánsson og skilaði hann „In My
Life“ og „Here Comes The Sun“
fumlaust og fagmannlega.
Það hýrnaði yfir undirrituðum
sem öðrum er KK hóf upp raust
sína í „While My Guitar Gently
Weeps“. Kristján söng veikt og
áreynslulaust, en blæbrigðin voru
óaðfinnanleg. Og ekki var hann
síðri í „Let it be“. Silkimjúk röddin
og næmið við beitingu hennar er
einfaldlega á heimsmælikvarða.
Stefán Hilmarsson steig næstur
á stokk. Viðfangsefni hans voru
hvorki ögrandi né erfið en hann
söng „Lady Madonna“ og „Penny
Lane“ af miklu öryggi og gæddi
þau sínum persónulega blæ. Aðeins
er á valdi færustu söngvara að
gera slíkt vel.
Eyrnakonfektið barst svo áfram
til áheyrenda er Daníel Ágúst Har-
aldsson spreytti sig á „Strawberry
Fields“ og „I Want You“. Samhæf-
ingu söngvara og hljómsveitar í
fyrra laginu var ábótavant, þótt
rödd Daníels hafi hljómað frábær-
lega. Í seinna laginu gerðust hins
vegar töfrar og jafnt söngvari sem
hljómveit náðu himneskum hæðum
í dýnamískum og dásamlegum
flutningi. Tvímælalaust besta atriði
kvöldsins.
Síðasti söngvari á svið fyrir hlé
var sjálfur Björgvin Halldórsson
og söng hann ballöðurnar „Some-
thing“ og „The Long And Winding
Road“ af innlifun og landskunnu
öryggi.
Eftir hlé
Sigurjón Brink söng opnunar- og
titillagið af Pepper’s. Það gerði
hann sem fyrri daginn af ósviknum
vilja og krafti, en takmörkuðu mús-
íkaliteti. Bo kom svo beint inn í
„With A Little Help From My Fri-
ends“ og skilaði því skotheldu. Hið
sama gerði Stefán Hilmarsson í
hinum Beach Boys-skotna slagara,
„Getting Better“. Á milli þeirra
ágætu popplaga söng Daníel ágæt-
lega hið hrífandi „Lucy In The Sky
With Diamonds“ við eina af bestu
útsetningum kvöldsins.
Óvænt var að greina óöryggi hjá
Bo í „Fixing A Hole“. Sennilega-
hefur lagið ekki hentað honum,
þótt hann hafi í sjálfu sér ekki
sungið þaðilla. KK var svo frábær í
„She‘s Leaving Home“. Útsetn-
ingin var og vel gerðog trú þeirri
upphaflegu, sem annars er ein ör-
fárra sem George Martin kom
hvergi nærri hjá Bítlunum.
Næst kom hið sirkuskennda
„Being for the Benefit of Mr.
Kite“, sungið af Eyjólfi. Hann er
ágætur ballöðusöngvari en afkára-
legt var að heyra hann fara með
þennan sýrukennda óð. Vægast
sagt undarleg ráðstöfun að velja
Eyfa lagið og ekki var skárra að
heyra hann syngja „Good Morning,
Good Morning“. Hann söng þó
hvorki falskt né illa; rödd hans og
nálgun áttu bara ekki við smíð-
arnar. „Within You Without You“
er fyrsta lag gömlu B-hliðarinnar
og eina lag George Harrison á Sgt.
Pepper’s. Daníel söng það af til-
finningu en heldur lítið kom frá sít-
ar Júlíusar Guðmundssonar, sem
þó var sérstaklega teflt fram við
flutninginn. Heildarútkoma lagsins
Lengi lifi bítlið
TÓNLIST
Háskólabíó
Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band og
fleiri Bítlalög, hinn 22. mars í Há-
skólabíói.
Meistaraverk Bítlanna
bbbbn
Sgt. Pepper’s Sigurjón Brink, Stefán Hilmarsson, Eyjólfur Kristjánsson og Björgvin Halldórsson í stuði.
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar