Morgunblaðið - 25.03.2008, Síða 40

Morgunblaðið - 25.03.2008, Síða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ TÓNLISTARHÁTÍÐIN Aldrei fór ég suður var haldin fimmta sinni föstudaginn langa og laugardag fyrir páska og telur fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar, Hálfdán Bjarki Hálfdánarson, að hún sé sú best sótta til þessa. Hugmyndina að hátíðinni fengu feðg- arnir Guðmundur M. Kristjánsson og Elías Örn Guðmundsson, betur þekktir sem Muggi og Mugison, yfir ölkrús í London á sjóð- heitum sumardegi árið 2003 og hefur henni heldur betur vaxið fiskur um hrygg. Að öðrum hljómsveitum og tónlistarmönnum ólöstuðum telur Hálfdán að hápunktinn hafi veirð frumflutningur Óttars Proppé og Karlakórsins Arna á þremur lögum eftir Mugison á laug- ardagskvöldi. Allir klæddir í gula hanska að hætti Dr. Spock, að sjálfsgöðu. Tónleikastaðurinn var troðfullur, þ.e. skemma út- gerðarfyrirtækisins AÓÁ-útgerðar á Ásgeirsbakka, og líklega hægt að fylla mun stærri t́ónleikastað. Þá steig Ísfirðingurinn Helgi Björnsson á svið um helgina með sveitinni SSSól og tryllti lýðinn eins og honum einum er lagið. Hátíðin er orðin rótgróin og ljóst að enginn er á leið suður þessa helgi á næstu árum. Enginn á leið suður Halló, ég elska þig! Ísfirðingurinn Helgi Björns með SSSól. Mugison trommar. Engin lognmolla Hljómsveitin Sign á fullu stími í níðþröngum rokkbuxum. Eitursvalir og rauðskeggjaðir Hjálmar fluttu suðrænt og seiðandi reggí með fúlskeggjaðan og sólglerjaðan Davíð Þór Jónsson á hljómborði. Stór og lítill Svavar Knútur, söngvari og gítarleikari Hrauns, lék á stór og lítil hljóðfæri. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson XXX Rottweilerhundar „Mamma þín, mamma þín, mamma þín er… beygla!“ Hiti og sviti Gott að láta bera sig beran.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.