Morgunblaðið - 28.03.2008, Page 10

Morgunblaðið - 28.03.2008, Page 10
10|Morgunblaðið Stefanía, eða Steffí eins oghún er alltaf kölluð, var búinað stunda nám við Mennta-skólann við Sund í tvö ár þegar það rann upp fyrir henni að hana langaði að læra bifvélavirkjun. Bílaáhuginn hafði aukist jafnt og þétt síðan hún kynntist núverandi vina- hópi sínum 14 ára gömul en hópurinn er allur á kafi í bílum og bíla- viðgerðum. „Fyrst hékk ég inni í skúr með vinum mínum og fylgdist með þeim gera við bíla,“ útskýrir Steffí, sem síðan gerði sér grein fyrir því að þetta væri eitthvað sem ætti vel við hana. Kennararnir yndislegir Hún var hins vegar frekar rög við að sækja um í námið við Borgarholts- skóla en vinahópurinn hvatti hana áfram. „Ég þorði ekki að sækja um og umsóknarfresturinn var útrunn- inn en vinir mínir ýttu mér áfram og sögðu mér samt að sækja um og heimta að fá inngöngu,“ segir Steffí. Það gekk eftir og hún hóf nám í bif- vélavirkjun við Borgarholtsskóla. Námið skiptist í þrennt: grunnám (1 ár), bifvélavirkjun (2 ár) og svo starfsnám á verkstæði í eitt ár áður en sveinsprófið er tekið. Steffí segir námið vera að miklu leyti bóklegt en þar sem efnið átti vel við hana hafði hún mun meira gaman af því en bók- lega náminu í MS. „Aðstaðan er mjög góð í Borgarholtsskóla og kenn- ararnir yndislegir,“ segir hún en seinni hluta námsins er að miklu leyti varið á verkstæði skólans við ýmis verkefni. Stelpum í bransanum fjölgar Steffí hefur starfað á bifvélaverk- stæði Heklu í næstum því ár og er ein af þremur stelpum þar í vinnu. „Þeg- ar ég byrjaði í skólanum fyrir þrem- ur árum vissi ég ekki af neinni stelpu í þessari vinnu,“ lýsir Steffí. „En það hefur aukist og nú veit ég um stelpur sem starfa á öðrum bifvélaverk- stæðum. Ég held að stelpur séu ekki lengur hræddar við að velja svoköll- uð karlastörf.“ En hvað er svona skemmtilegt við bifvélavirkjun? Steffí segir fé- lagsskapinn vera stóran hluta af starfinu og svo finnst henni mik- ilvægt að sitja ekki á rassinum allan daginn. „Ég verð að hreyfa mig og í þessu starfi geri ég það og fæ ný verkefni á hverjum degi. Maður er alltaf skítugur upp fyrir haus og það er alltaf jafngaman,“ segir hún hlæj- andi. Fallegasta Corolla landsins Frítímanum eyðir Steffí einnig mikið í bílaviðgerðir og leigir meðal annars aðstöðu með vinum sínum þar sem hópurinn dundar sér á kvöldin. lýsir Steffí. Kærastinn hennar er einnig bifvélavirki þannig að það má með sanni segja að hún sé á kafi í bílabransanum. Steffí segir sér líka vel að vinna hjá Heklu og hún læri stöðugt eitthvað nýtt. Á verkstæðinu vinna í kringum 20 manns og alltaf er nóg að gera. Hún segir starfið ekki bara vera fyrir sterka karlmenn því verkfærin í dag séu orðin mjög sérhæfð og tölvu- vædd. „Ef eitthvert verk þarfnast mikilla krafta eru menn fljótir að hlaupa til og hjálpa,“ útskýrir hún, „og reynsluboltarnir koma hlaupandi til að hjálpa þegar maður lendir í vandræðum.“ Að sögn Steffíar hefur tölvuvæð- ingin bætt miklu við starfið og gert það fjölbreyttara en áður var. Nú er ekki einungis hamagangur ofan í vél- arrúminu heldur sitja bifvélavirkj- arnir stundum inni í bílum að lesa á tölvu. Eiga ekkert í okkur Það er ljóst að Steffí og samstarfs- konur hennar á bifvélaverkstæðum landsins gefa öðrum ungum stelpum gott fordæmi og sýna það að bifvéla- virkjun er starf fyrir alla, konur jafnt sem karla. „Strákarnir eiga ekkert í okkur og við stríðum þeim ekkert minna en þeir okkur,“ lýsir hún. „Ég var reyndar hrædd fyrst og þorði ekki að sækja um á verkstæði,“ segir Steffí. En aftur hvöttu vinirnir hana áfram og hún sér ekki eftir því að hafa valið þennan starfsvettvang. „Það er alltaf nóg að gera, það vantar ekki. Þetta er ósköp venjulegur vinnustaður og góður mórall meðal starfsmannana, engin karlremba eins og sumir halda.“ valaosk@gmail.com Alltaf jafngaman að vera skítugur upp fyrir haus Morgunblaðið/RAX Bifvélavirki Stefanía Gunnarsdóttir finnst starfið fjölbreytt og gaman að fá ný verkefni á hverjum degi. Það er eiginlega bara kjánalegt að halda að bifvélavirkjun sé ennþá algjört karlastarf. Stef- anía Gunnarsdóttir, sem starfar á bifvéla- verkstæði Heklu, sagði Völu Ósk Bergsveins- dóttur frá því hversu skemmtilegt það er að vera skítugur upp fyrir haus alla daga. » „Ég á 30 ára gamla Toyota Corolla GT sem ég hef gert upp frá grunni og segi að bíll- inn sé fallegasta Co- rolla á landinu,“ SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS Gufudælur Afkastamiklir vinnuþjarkar HDS 13/24 PE Cage ■ Þrýstingur: 60-240 bör ■ Vatnsmagn: 680-1250 ltr/klstHDS 79 8 C Eco ■ Þrýstingur: 30-180 bör ■ Vatnsmagn: 350-750 ltr/klst HDS 895 S ■ Þrýstingur: 30-180 bör ■ Vatnsmagn: 470-1000 ltr/klst Vélar og þjónusta hafa markaðssett nýja trukka, eða búkollur, af gerð- inni Hydrema, og hafa þeir notið mikilla vinsælda hjá verktökum hér á landi. Trukkurinn er léttur, eða um sjö og hálft tonn. Hann ber fjórtán til fimmtán tonn og er með 180 gráðu sturtun frá sér. Vélin er lið- stýrð með veltibremsu og fjöðrun á liðinn. Vélin er búin dekkjum sem eru 600 mm að breidd frá Trelleborg og allur undirvaginn er plötuklæddur. 100 prósent læsing er á afturhásingu og tregðulæsingar eru að framan. Miklu máli skiptir að vélin er skráð sem vinnuvél í IF flokki hjá Vinnu- eftirlitinu og er því á litaðri olíu. Litlar, snöggar og hentugar innan vinnusvæða Verktakafyrirtækið Ásberg hefur nýverið eignast tvo nýja Hydrema 912D trukka. Að sögn Hrannars Magnússonar hjá Ásberg eru þeir mjög ánægðir með kaupin. Þessir trukkar séu minni útfærsla af þeim stærri en uppbyggingin sú sama. ,,Þetta er algjör nýjung,“ segir Hrannar. ,,Trukkarnir eru á breið- um dekkjum og af þeim sökum fljóta þeir mjög vel. Hægt er að snúa pall- inum í 180 gráður og snúa honum á báðar hliðar sem er mjög hentugt, til dæmis þegar unnið er meðfram göngustígum. Það er hægt að vinna í þröngum aðstæðum vegna þess hversu beygjuradíusinn er mikill.“ Hrannar segir að Hydrena sé bylting í þess konar vélum. ,,Þessar vélar eru litlar, hrikalega fljótar á milli staða. Þær eru mun fljótari í förum en stóru vélarnar og geta því farið miklu fleiri ferðir á styttri tíma. Sá eiginleiki gerir þær mjög hentugar innan vinnusvæða.“ Nýr og lipur Hy- drema trukkur Afhending Ásberg verktakar fengur afhentar 2 nýjar Hydrema 912D trukka nú nýlega. Frá vinstri, Ágúst Markússon frá Ásberg ehf, Gísli Ólafs- son, sölustjóri Vélar og Þjónusta, Markús Guðjónsson, framkvæmdastjóri Ásberg og Hrannar Markússon Ásberg ehf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.