Morgunblaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.03.2008, Blaðsíða 12
Um aldamótin 1900 varbíllinn ekki þarfastiþjónninn eins og í dag.Frá því um miðja átjándu öldina var farið að reyna að hanna fólksbifreiðar en með misjöfnum árangri. Bæði voru erf- iðleikar með hönnun vélarinnar og hvers konar orka félli best til þess að knýja hana, gufa, bensín eða etanól. Fyrstu bílarnir voru dýrir og aðeins fyrir efnafólk að eignast. En þróunin var hröð og áður en langt um leið voru nokkrir nú vel þekktir hönnuðir komnir áleiðis með nýtanlegar lausnir, þeirra á meðal Gottlieb Daimler, Karl Benz og Henry Ford. Sá síðastnefndi hafði hannað vél árið 1893 en það var ekki fyrr en árið 1896 sem hann smíðaði sinn fyrsta bíl. Í lok ársins seldi hann bílinn sem hann nefndi Quadracycle fyrir 200 doll- ara og notaði féð til þess að smíða annan. Ford stofnaði Detroit Au- tomobile Company 1899 með til- styrk borgarstjóra Detroit, Willi- am C. Maybury og nokkurra fleiri góðborgara. Ford gerði nokkrar frumgerðir af bílum en engin þeirra fór í framleiðslu og var fyr- irtækið leyst upp í byrjun árs 1901. Saga Ford er því ekki ein- ungis sigurganga, þróunarvinnan var endalaus. Henry Ford bauð ekki aftur bíl til sölu fyrr en tveimur árum síðar. T-Módelið kemur til sögunnar Henry stofnaði þá fyrirtækið Ford Motor Company og áfram hélt þróunin. Nafnið Model T er engin tilviljun. Henry gaf frum- gerðum jafnt sem þeim sem fóru í framleiðslu nafn eftir stafrófsröð, frá bókstafnum A – reyndar með örfáum undantekningum. Fyr- irrennarar Model T-bílsins sem ,,kom Ameríku á hjól“ og hefur verið nefndur áhrifamesti bíll 20. aldarinnar voru 19. En þá fóru hjólin líka að rúlla fyrir alvöru, bæði fyrir Ford Motor Company og bílaiðnaðinn sem í framhaldinu breytti sínum framleiðsluháttum til þess að mæta samkeppninni. Markmið Henrys Ford var að framleiða bíl sem almenningur gæti haft efni á, rúmaði fjölskyldu en væri á færi einstaklings að reka. Og það gerði hann. Árið 1914 kostaði Model T sem sam- svaraði launum fjögurra mánaða verkamanns í bílaverksmiðju hans. Það sem gerði Ford kleift að halda verðinu svo lágu voru breyttir framleiðsluhættir, hann tók upp í verksmiðju sinni svokall- aða færibandavinnu sem þá var óþekkt í iðnaðinum. Það var Willi- am C. Klann sem kynnti hann fyr- ir þessum framleiðsluháttum en sá hafði heimsótt sláturhús nokkurt í Chicago þar sem hann sá að sami verkamaðurinn framkvæmdi sífellt sama hlutinn. Hann sá í því hag- ræði, bæði hvað varðaði færni verkamannsins og aukin afköst og ráðlagði stjórnendum Ford Motor Company að taka upp færibanda- framleiðslu. Þeir voru efins í fyrstu en árangurinn var slíkur að það þurfti ekki að sannfæra þá frekar. Árið 1914 tók það aðeins um 93 mínútur að framleiða bíl með þessari aðferð. Olli þetta um- byltingu í bílaiðnaði almennt. Ford gat lækkað framleiðslukostnað um meira en helming. Árið 1909 kost- aði staðalútgáfa 1850 dollara, árið 1913 var bíllinn kominn niður í 550 dollara og tveimur árum síðar mátti kaupa hann á 450 dollara. Sölutölur hækkuðu í samræmi við þetta. Árið 1911 seldust um 70.000 bílar, 170.000 árið eftir, 202.000 árið 1913, 308.000 árið 1914, árið sem seinni heimstyrjöldin braust út og árið eftir seldist rúmlega hálf milljón bíla. Velgengnin var gríðarleg. Þegar Henry Ford hafði framleitt bíl númer 10 milljón þá voru 9 af hverjum 10 bílum í heiminum Ford. Grunnur að stórveldi En hvers konar bíll var Ford Model T? Hann var tignarlegur þótt hann væri einfaldur að gerð miðað við aðra bíla þess tíma. Hann var léttbyggður eða ein- ungis 550 kg og lögðu framleið- endur áherslu á að hann væri ein- faldur í akstri og viðhaldi. Vélin var fjögurra strokka, 20 hestöfl, en gírkassinn var eins konar sjálf- skipting sem stýrt var með fót- unum. Var hún með tveimur hraðastigum, áframgír og bakkgír. Ford Model T gat komist allt að 70 km á klukkustund og vélin gekk fyrir bensíni og eyddi um 11,1-18,7 lítrum á hundraði en bensíntankurinn tók um 38 lítra. Dekkin voru 30 tommur í þvermál, afturdekkin 3,5 tommur á breidd en framdekkin 2 tommur. Ford Model T var aðeins framleiddur í svörtu eða eins og Ford sagði sjálfur: ,,Hvaða viðskiptavinur sem er getur fengið bíl málaðan í hvaða lit sem er svo lengi sem það er svartur. Það voru gerðar fáar breytingar gerðar á Model T á framleiðslu- tíma, enda til hvers að breyta því sem vel gengur? Henry Ford sá ekki ástæðu til þess en eftir því sem önnur bílafyrirtæki fóru að bjóða sambærilega bíla, jafnvel búna meiri þægindum eða stíl þá missti Model T smám saman markaðshlutdeild sína. Fram- leiðslu hans var að lokum hætt, 26. maí 1927 og hafin framleiðsla á bíl með breytingum sem mark- aðurinn kallaði á, Model A. Far- sælli, 19 ára sögu Ford Model T var lokið, sögu sem olli byltingu í bílaiðnaðinum, sögu sem gerði Ford að stórveldi, sögu sem nú er fagnað víða um heim af bílaaðdá- endum í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá því hann kom fyrst á götuna – og fékk hjólin til að snú- ast ... Fékk hjólin til að snúast Hann var valinn bíll 20. aldarinnar af 133 virtum bílablaðamönn- um og sérfræðingum og það það efast eng- inn um að hann braut blað í sögu bílsins þeg- ar hann kom á markað árið 1908. Ford Model T fagnar 100 ára af- mæli í ár. Unnur H. Jóhannsdóttir kynnti sér hvað það var sem gerði bílinn svo sér- stakan. Ford Model T Bílinn sem umturnaði bílaiðnaðinum og gerði almenningi kleift að eignast einn. Auglýsing Verðið á Ford Model T var mun lægra en á öðrum bílum. smáauglýsingar mbl.is 12|Morgunblaðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.