Morgunblaðið - 28.03.2008, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 28.03.2008, Qupperneq 16
16|Morgunblaðið Sá gripur var með fyrstuChrysler 300-bílunumsem komu til landsins.Halldór segir að Chrysler 300 dragi nafn sitt af bíl sem Chrysler framleiddi fyrir rúmum 50 árum og var nefndur 300; eftir hestöflunum sem öflug vélin skil- aði. ,,Þessi bíll er með 6 sílindra 3.5L. vél sem skilar honum 245 hestöflum. Persónulega finnst mér það algjörlega yfirdrifinn kraftur fyrir svona bíl, þótt hann sé einnig fáanlegur með 5,7 Hemi- vél sem skilar 345 hestöflum. Ég var búinn að sjá myndir af þess- um bílum áður en sá fyrsti þeirra kom til landsins og var þá strax ákveðinn í að eignast svona bíl þótt að ég hafi aldrei verið veikur fyrir amerískum bílum, heldur meira fyrir þýska eðalvagna. Línurnar í þessum bíl eru alveg geggjaðar, svolítið ,,retro“ og skír- skota til hönnunar bíla á gullöld bílaiðnaðarins í Bandaríkjunum á fimmta og sjötta tug síðustu aldar. Gluggarnir eru lágir en hliðarnar háar sem gefa bílnum kraftalegt útlit. Þessi kokssvarti sjarmör er með hvítri leðurinnréttingu og er afar rúmgóður með fullkomnu hljóð- kerfi með 12 hátölurum sem fer vel með uppáhaldsgeisladiskana og skilar hljómleikagæðum ein- staklega vel. Bíllinn er afar rúm- góður og hátt er til lofts sem kem- ur mér afar vel þar sem ég er tæpir 2 metrar á hæð, sem þýðir að maður þarf ekki að vera með auka liðamót á hryggnum til að komast inn!“ Halldór segir að allir fjölskyldu- meðlimir hafi verið hæstánægðir með gripinn nema eiginkonan. „Hún vildi helst ekki setjast upp í hann og því síður keyra hann því henni fannst hún fá fullmikla at- hygli út á hann. Honum var á end- anum skipt út fyrir jeppa sem hentaði öllum betur. Ég sé þó allt- af eftir 300-bílnum og er farinn að líta í kringum mig eftir einum kol- svörtum aftur, en læt þó lítið á því bera. Þrátt fyrir framúrstefnulega hönnun og tækniþjappaða jap- anska og evrópska bíla er óneit- anlega eitthvað við ameríska bíla sem heillar – hvort sem það er sagan, arfleifðin eða bara hreinn töffaraskapur.“ Kokssvartur sjarmör Halldór Eyjólfsson er framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Korter og draumabíllinn hans er Chrysler 300C sem hann keypti nýjan árið 2005 ,,Ég er mjög veikur fyrir pall- bílum; Toyota Hilux, Dodge Ram og slíku. Draumabíllinn væri einhver lúxus týpa af svoleiðis. Ég er pall- bílakall. Ég hef aldrei átt þannig bíl en ímynda mér að það sé einstök til- finning.“ Veikur fyrir pallbílum Jón Gnarr leikari og auglýsingahönnuður Hefurðu átt bíl sem þútengist sérstaklega?,,Ég tengist“ ekki bíl-um og hef eiginlega bara alltaf átt druslur. Fyndnasta drusl- an sem ég hef átt var líklega Simca Talbot. Af ,,10 worst cars ever made“ hef ég átt 3.“ – Hver er draumabíllinn þinn? Vörur - þjónusta - upplýsingar Tangarhöfða 4, sími 515 7200 Mikið úrval af peru og díóðuljósum M b l 9 14 09 7 mbl.isókeypis smáauglýsingar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.