Morgunblaðið - 28.03.2008, Page 20

Morgunblaðið - 28.03.2008, Page 20
Bíllinn, sem reynsluekið var,var Hilux Double Cap meðþriggja lítra túrbó-dísilvél.Hún skilar 171 hestafli sem gerir bílinn nokkuð kraftmikinn. Þetta er mikil framför miðað við eldri týpuna sem var oft dálítill sleði. Bíll- inn hefur breyst talsvert frá fyrir- rennararnum, hann er orðinn stærri og aflmeiri en er samt sem áður í að- alatriðum sami látlausi og sterk- byggði vinnubíllinn. Togið er mjög gott eða 343 Nm við 2000 snúninga á mínútu sem er tals- vert meira tog en 2,5 lítra dísilvélin sem hefur einnig verið í boði í Hilux. Aukið vélarafl og snerpa gera bílinn liprari og snarpari en búast hefði mátt við. Hann kom því nokkuð skemmtilega á óvart með þessari ný- legu þriggja lítra túrbóvél og fjögra þrepa sjálfskiptingu. Hilux er með svokallað hlutadrif, þ.e. honum er ekið að jafnaði í aft- urhjóladrifi. Fjórhjóladrifið er valið með því að ýta á takka og tengibún- aður framhjóla er sjálfvirkur. Tann- stangardrifið í stýrinu er tengt beint, sem eykur stýrisviðbragð og kemur sérstaklega vel út í borgarakstri. Morgunblaðið/Golli Pallurinn Hann er rúmgóður og er hægt að opna og loka. Kraftalegur Toyota Double Hilux Cap er kraftalegur í útliti og stílhreinn Vinsæll vinnu- þjarkur Toyota Hilux pallbíll hefur verið meðal vin- sælustu vinnubíla allt síðan hann kom fyrst fram í sviðsljósið árið 1967. Sjötta kynslóðin af Toyota Hilux kom á markað fyrir um ári síðan. Róbert Róberts- son reynsluók Hilux Double Cap. Húddið Túrbínuopið á húddinu gefur bílnum töffaralegt yfirbragð. 20|Morgunblaðið WWW.N1.ISN1 ÞJÓNUSTUSTÖÐVAR Nú hefur N1 hafið sölu á Biodísel sem er lífrænt endurnýjan- legt eldsneyti, blandað í venjulega díselolíu. Biodísel er á sama verði og venjuleg díselolía en mengar mun minna og smyr bílinn betur. N1 Hringbraut í Reykjavík N1 Skógarseli í Reykjavík N1 Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði Biódísel fæst á eftirtöldum þjónustustöðvum: Meirapróf Lærðu í nútímanum Næsta námskeið byrjar 9. apríl Upplýsingar og innritun í síma 567 0300

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.