Morgunblaðið - 28.03.2008, Side 29

Morgunblaðið - 28.03.2008, Side 29
Morgunblaðið |29 KUBOTA RTV-900 er fjölhæfur japanskur smábíll sem hentar vel í ýmis smáverk og snatt. Einn best búni smábíllinn á markaðnum. Fjórhjóladrif, Kubota díeselmótor, hemlar í olíubaði, vökvaskipting, mikil burðargeta, vökvasturtur o.m.fl. Einstaklega hentugur fyrir bændur, verktaka, gólfvelli, sumarbústaða- eða jarðaeigendur o.fl. Leitið nánari upplýsinga hjá sölumönnum okkar. - vinnudýrið frá KUBOTA ÞÓR HF | REYKJAVÍK : Ármúla 11 | Sími 568-1500 | AKUREYRI: Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor. is RTV900 Rafstöðvar 1-3ja fasa, 1-10 kwa Ultrasilent. Ath. höfum einnig mjög handhægar rafstöðvar 1 kwa aðeins 14 kg og 2 kwa 22 kg. Höfum einnig mjög meðfærilegar og liprar vatnsdælur 3” 30-52 kg dísel og bensín. Rafstöðvar og vatnsdælur Frábærar rafstöðvar og vatnsdælur frá Kipor Bílavarahlutir Kúlu- og rúllulegur Hjólalegusett Viftu- og tímareimar Hemlahlutir Hjöru- og öxulliðir Stýrisendar og spindilkúlur Kúplingar- og höggdeyfar www.falkinn.is- Það borgar sig að nota það besta TRAUSTAR VÖRUR... ...sem þola álagið! E i n n t v e i r o g þ r í r 3 1 .3 0 1 Nú þegar ferðatíminn fer íhönd fjölgar þeim fólks-bifreiðum jafnt semjeppum sem hafa í eft- irdragi vagna eins og tjaldvagna, hjólhýsi, hestakerrur eða minni kerrur eins og fyrir mótorkrosshjól. Það er því ágætt að rifja upp nokkr- ar hagnýtar upplýsingar sem finna má á heimasíðu Umferðarstofu, www.us. um ýmislegt sem lýtur að eftirvögnum. Ljósabúnaður Allir eftirvagnar skulu búnir ljós- um sem eru hliðstæð aftur- og hlið- arljósum bifreiða. Þetta eru stöðu- ljós að aftan og framan ef breidd eftirvagnsins er meiri en 1,6 m, hemlaljós, stefnuljós, þokuljós, núm- ersljós. Auk þess þarf eftirvagninn að vera með glitaugu, þríhyrnd rauð að aftan, ferhyrnd, hvít að frama og ferhyrnd, gul á hlið. Þeir vagnar sem eru breiðari en 2,3 m þurfa að hafa breiddarljós, tvö hvít að framan og tvö rauð að aftan og þeir sem eru lengri en 6 m þurfa ennfremur hlið- arljós. Lengd og breidd eftirvagna Hámarkslengd bíls og eftirvagns er 18,5 metrar en almennar reglur gilda um lengd eftirvagna sem mega ekki vera lengri en 12 metrar. Eft- irvagn má ekki vera breiðari en 2,55 metrar og ekki ná meira en 30 cm út fyrir hvora hlið dráttarbílsins. Hann má ekki hindra baksýn úr dráttarbílnum. Ef hann gerir það þarf að framlengja hliðarspegla bíls- ins báðum megin þannig að ökumað- ur sjái beggja vegna aftur með tæk- inu. Heildarþyngd og hemlabúnaður Eftirvagn má aldrei vera þyngri en skráð er í skráningarskírteini dráttarbílsins, annars vegar fyrir vagn án hemla og hins vegar fyrir vagn með hemlum. Í eldri bílum eru þessar þyngdir ekki skráðar í skráningarskírteini og gildir þá reglan að eftirvagn án hemla má ekki vera þyngri en helmingur af eiginþyngd dráttarbílsins. Séu eft- irvagnar með leyfða heildarþyngd yfir 750 kg skulu þeir búnir heml- um og á þyngri vögnum skulu heml- ar vera samtengdir hemlum drátt- arbílsins. Það er ekki skylt að hafa hemla- búnað á eftirvagni með leyfða heild- arþyngd 750 kg eða minna. Um- ferðarstofa bendir á að það eru einungis stærstu og öflugustu fólksbílarnir og jeppar sem mega draga hemlalausa vanga sem eru sem næst 750 kg. Hámarkshraði Almennt má fólksbifreið eða sendibifreið með eftirvagn ekki aka hraðar en 80 km/klst og bílar með óskráð tengitæki ekki hraðar en 60 km/klst. Margir nýlegir fólksbílar eru búnir svokölluðum ABS- hemlum. Eftirvagnar eru sjaldnast með þennan búnað. Umferðarstofa bendir á að þessi samsetning geti verið hættuleg þegar nauðhemlað er á miklum hraða á blautum vegi. Hjól bílsins stöðvast ekki þannig að hægt er að stýra bílnum við slíkar kring- umstæður. Hins vegar gegnir öðru máli um vagninn sem missir veg- gripið og getur lagst fram með bíln- um. Morgunblaðið/Kristinn Eftirlit Það er vert að huga að tjaldvögnum og fellihýsum fyrir sumarfríið. Ert þú nokkuð á eftir með þinn vagn?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.