Morgunblaðið - 28.03.2008, Side 31
Morgunblaðið |31
verði óvirk á þessari leið í sumar
en þá einungis í stuttan tíma (1-3
daga) hverju sinni.
Til framtíðar býður nýja kerfið
upp á miðlæga stýringu umferð-
arljósa og gagnasöfnun (t.d. um-
ferðartalningu) ásamt sjálfvirkri
eftirlits- og bilanavakt. Frekari
viðbætur opna möguleika á sjálf-
virkri stillingu umferðarljósa með
tilliti til umferðar.
Háskólinn í Reykjavík
Gatnaframkvæmdir vegna nýs
háskólasvæðis Háskólans í
Reykjavík í Vatnsmýrinni fara á
fullt í sumar. Framkvæmdir á ný-
byggingum eru komnar vel í gang
en samkvæmt heimasíðu Háskól-
ans í Reykjavík er gert ráð fyrir
að fyrsti áfangi byggingarinnar
verði tekinn í notkun í ágúst 2009.
Gatnaframkvæmdirnar eru hins
vegar á vegum Reykjavíkurborgar
en áætlaður kostnaður við þær
eru 300 milljónir og áætluð verk-
lok eru síðla haust á þessu ári.
Umferðaröryggismál
Áframhaldandi vinna við upp-
byggingu á svokölluðum 30 km
hverfum, með áherslu á aðgerðir
innan þeirra, er einnig á dagskrá í
sumar hjá Reykjavíkurborg. Þau
hverfi sem unnið verður að í ár
eru m.a. Norðlingaholt, Skugga-
hverfið, Kvosin og Fellsmúli.
Áætlun um endurbætur á
gönguleiðum skólabarna og aldr-
aðra hljóðar upp á 35 milljónir en
síðastliðin sex ár hefur 25 millj-
ónum króna verið varið árlega í
þennan málaflokk. Meðal þeirra
staða þar sem gerðar verða úr-
bætur á gönguleiðum skólabarna
má nefna: Steinlagðar hraðahindr-
anir í Engihlíð, við Flúðasel, Háa-
gerði og Laufengi. Einnig má
nefna upphitaða gönguleið aldr-
aðra frá Grund meðfram Hring-
braut og niður á Tjarnargötu. Þá
verða 50 milljónir lagðar í end-
urbætur á hinum ýmsu vástöðum í
gatnakerfi borgarinnar.
Stekkjarbrekkur
Unnið er að breikkun gatna
vegna aðkomu að nýju versl-
unarhúsnæði við Stekkjarbrekkur,
vestan Vesturlandsvegar. Að verk-
inu standa Framkvæmda- og
eignasvið Reykjavíkurborgar,
Orkuveita Reykjavíkur, Gagna-
veita Reykjavíkur ehf. og Míla
ehf. Í verkinu felst allt það sem
þarf að vinna við gatnagerð en
einnig verður gerð settjörn á
svæðinu. Kostnaðaráætlun hljóðar
upp á 120 milljónir og eru verklok
áætluð 1. ágúst næstkomandi.
Vegavinna Unnið er að breikkun gatna vegna aðkomu nýju verslunarhúsnæði við Stekkjarbrekkur, vestan Vesturlandsvegar.
»Kristján segir þessaraðgerðir vera lið í
þeirri viðleitni borg-
arinnar að auka vægi al-
menningssamgangna í
borginni. Sérstakar
strætóreinar flýti mjög
fyrir ferðum vagnanna,
sérstaklega á álags-
tímum í upphafi og lok
vinnudags.
• Vélin má bera 14 til 15 tonn á vegi.
• Vélin getur sturtað í 180°frá sér.
• Vélin er með veltibremsu og fjöðrun á lið.
• Vélin er útbúin fyrir snjótönn, sóp,
krana, saltara og sandara ofl. ofl.
• Vélin útheimtir aðeins vinnuvélaréttindi
til stjórnunar.
• Vélin hefur allstaðar slegið í gegn.
Forskot til framtíðar!
Hydrema hönnun og hátækni
Til afgreiðslu strax
Hydrema 912D flutningstæki/fjölnotatæki
Vélin er á litaðri olíu og má vera á öllum götum og vegum
Vélin er skráð sem vinnuvél í IF flokki