Morgunblaðið - 28.03.2008, Page 34

Morgunblaðið - 28.03.2008, Page 34
34|Morgunblaðið Sumardekk eru mismunandiog þar spilar mest inn íhvernig bíla um ræðir oghverjir hraða- og burð- arstuðlar dekkjanna eru. Michelin- dekk eru að mínu mati þau bestu sem framleidd eru í dag. Mörgum finnst þau dýr en í raun eru þau ódýrari en önnur dekk þegar tekið er með í reikninginn ending og eldsneytissparnaður. Mýkt þessara dekkja og aukin akstursþægindi eru síðan aukabónus,“ segir Arnar. Sem dæmi um mismunandi teg- undir hjólbarða nefnir Arnar Mic- helin Energy Saver-hjólbarða, sem eru t.d. mjög góður kostur fyrir venjulega fjölskyldubíla. Michelin Primacy HP eru hjólbarðar fyrir kraftmeiri fólksbíla og svo eru í boði týpur eins og Pilot Exalto og Pilot Sport-hjólbarðar sem veita hámarks sportlega aksturseig- inleika, sérstaklega þeir síð- arnefndu sem eru raunar gerðir fyrir mikinn hraðakstur og hafa m.a. reynslu úr Formúlu 1-akstri. Michelin-dekk eru seld víða, m.a. hjá N1 en Arnar bendir á að fyr- irtækið selji ýmsar aðrar tegundir af hjólbörðum, t.d. Kumho og Coo- per sem eru ásamt Michelin mjög vinsælir á Íslandi. Loftþrýstingur dekkja skiptir miklu máli Arnar segir að mjög mikilvægur þáttur í viðhaldi hjólbarða sé að hafa réttan loftþrýsting í dekkj- unum. „Það getur lengt endingu dekkjana mikið auk þess sem það sparar eldsneytisnotkun um allt að 10%. Ökumenn geta farið á hjól- barðaverkstæði og látið mæla þrýstinginn. Það er í raun mjög auðvelt að passa upp á þetta og það kostar ekkert,“ segir Arnar. Hann bætir við að einnig sé mik- ilvægt að öll dekkin undir bílnum séu eins. Þá er einnig nauðsynlegt að passa að aka ekki á of slitnum dekkjum sem getur líka verið stór- hættulegt þar sem gripið í dekkj- unum er þá oft á tíðum orðið lítið sem ekkert. „Það er mjög einfalt að sjá slit- merki á hjólbarðanum. Þegar það sést er framleiðandinn að segja að dekkið sé búið að vera. Mjög gott ráð er að víxla dekkjum að framan og aftan reglulega til að fá jafnara slit,“ segir Arnar. Hann segir endingu dekkja mis- góða en hún fer oft á tíðum eftir aksturslagi og umhirðu og svo eftir gerð dekkja. „Sum dekk endast einhverra hluta vegna ekki nógu vel. Þar sér maður oft endingu upp á 14-16 þúsund kílómetra sem er raunar ekki nógu gott. Önnur dekk endast síðan allt að 60 þúsund kíló- metra sem er auðvitað ótrúleg end- ing.“ Góð ráð fyrir þá sem skipta um sjálfir „Fyrir þá sem skipta sjálfir um dekk í bílskúrnum er gott að hafa í huga að mæla vel lofþrýstinginn. Ef bíllinn hristist mikið eftir að dekkin eru sett undir gæti þurft að jafnvægisstilla þau. Lykilatriði fyrir þá sem eru með álfelgur er að passa upp á að stýrishringirnir í ál- felgunni sitji ekki eftir. Ef síðan er verið að setja stálfelgur á í kjölfarið þá setjast þær ekki rétt og þessi yfirsjón getur auðveldlega orsakað tjón,“ segir Arnar. Arnar fór á stóra og mikla dekkja- og felgusýningu í Las Ve- gas í vetur. Hann segir að Banda- ríkjamennirnir hugsi mikið um út- litið. „Vestanhafs snýst þetta mjög mikið um að láta felgurnar og dekkin glansa og hafa þau sæt og fín. Ameríkanarnir eru dálítið sér á parti varðandi þetta en auðvitað er eitthvað um að þessi tíska berist til Íslands nokkru seinna. Það er fullt af spennandi hlutum að gerast í felgu- og dekkjamálum sem við eig- um örugglega eftir að sjá í nánustu framtíð.“ Morgunblaðið/Golli Sumardekk Arnar Tryggvason segir að það sé mjög mikilvægt í viðhaldi dekkja að hafa réttan loftþrýsting í dekkjunum. Arnar Tryggva- son, sölustjóri hjá N1-hjól- barðaþjónustu í Fellsmúla, er mikill dekkja- sérfræðingur. Það er ekki nóg með að hann hafi unnið í þess- um geira í 14 ár heldur eru dekk og felgur eitt helsta áhugamál hans. Róbert Róbertsson tók hús á Arnari og lék forvitni á að vita hvað þurfi að hafa í huga varðandi dekk á sumrin. »Mörgum finnst þaudýr en í raun eru þau ódýrari en önnur dekk þegar tekið er með í reikninginn end- ing og eldsneytis- sparnaður. Að ýmsu að huga varðandi sumardekkin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.