Morgunblaðið - 28.03.2008, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 28.03.2008, Qupperneq 36
36|Morgunblaðið Þetta hafa allmargir ís-lenskir bifreiðaeigendurreynt á eigin skinni, entalið er að árlega lendi að minnsta kosti 800 manns í því að dæla röngu eldsneyti á bifreiðar sínar og að árlegt tjón af slíku geti numið um 20 milljónum króna. „Við fáum fréttir af slíkum mistök- um í hverri viku og því miður fer þeim stöðugt fjölgandi,“ segir Stefán Ásgrímsson, ritstjóri hjá FÍB, Félagi íslenskra bifreiðaeig- enda. En hvers vegna gerir fólk slík mistök, hvaða afleiðingar hef- ur það og hvað er til ráða? „Yfirleitt er þetta á þann veginn að fólk dælir bensíni á tankinn á dísilbílum. Það kemur sjaldnast fyrir að því sé öfugt farið, að dísil- olía fari á bensínbíl. Ástæðan er einfaldlega sú að stútarnir ofan í eldsneytistankana eru mismunandi sverir, dælustúturinn á dísildæl- unni er sverari en á bensíndælunni og kemst því ekki ofan í áfyll- ingarstútinn á bensínbílnum. Það er því voða- lega erfitt að troða dísilstút ofan í bens- íntank en því miður er ansi mikið um þetta á hinn veginn,“ segir Stefán. Sjálfsafgreiðsla hefur aukist á bensínstöðvum sem þýðir að fleiri dæla sjálfir á bíla sína. Stefán seg- ir þó aðalástæðuna fyrir þessari aukningu á mistökum í dælingu vera fjölgun dísilbifreiða, að þau haldist í hendur við hana. Ekki setja í gang! – Hvað á fólk að taka til bragðs þegar það uppgötvar mistökin á staðnum með dælustútinn í hönd- unum og hvað gerist ef fólk gerir sér ekki grein fyrir mistökunum strax? „Fyrir alla muni, alls ekki starta bílnum! Það sem þarf að gera er að tæma tankinn á bílnum og setja dísilolíu í staðinn. Þá þarf að kalla til dráttarbíl og flytja bíl- inn á verkstæði en eftir því sem ég best veit eru allavega sum hver olíufélaganna með slíka þjónustu, að minnsta kosti á virkum dögum. Þá er bíllinn sóttur og tappað af honum.“ Stefán segir alveg bráð- nauðsynlegt að fólk átti sig á mis- tökunum strax og helst áður en það setur bílinn í gang. Ef ekki geti farið svo að bifreiðin hætti að ganga. „Íkveikjumarkið eða blossamarkið á olíu og bensíni er svo ólíkt þannig að fólk byrjar á því að finna fyrir því að bíllinn fer að ganga leiðinlega og gefa frá sér hávaða og skrýtin hljóð, oft alls konar aukahljóð. Svo gerist það oft að bifreiðin drepur á sér og hættir hreinlega að geta gengið.“ Stórtjón fylgir misgáningi við dælingu „Allt kostar þetta sitt,“ segir Stefán. „Það að fá dráttarbíl, greiða fyrir vinnustundir á verk- stæði, fyrir utan allt bensínið sem sett var á bílinn og fer til spillis þar sem það verður að fara í eyð- ingu. Þessi aðgerð getur hæglega kostað í kringum 50 þúsund krón- ur. Þannig að þetta er heilmikið tjón og það án þess að nokkuð hafi skemmst í bílnum,“ segir Stefán. – Hvað er það sem getur skemmst eða eyðilagst í bifreið- inni þegar mistök við dælingu eiga sér stað og hversu mikill kostn- aður getur hlotist þar af? „Það að dæla röngu eldsneyti á bifreið getur eyðilagt í henni mót- orinn og ef það gerist ekki getur það hæglega valdið skemmdum sem geta komið fram seinna. Bensín hefur allt aðra eiginleika en dísilolía en fyrir utan íkveikj- umarkið hefur það meðal annars miklu minni smureiginleika og getur valdið skemmdum á inn- sprautunarkerfinu í dísilbílum og á spíssum og olíuverki eða há- þrýstidælu. Ef einhverjar slíkar skemmdir verða getur sú viðgerð hæglega kostað frá 300-600 þús- und krónur þannig að þetta er stórtjón.“ Nýr útbúnaður með fjölgun dísilbifreiða Stefán telur ekki sérstaka þörf á að aðgreina frekar eldsneyt- isdælurnar til að koma í veg fyrir slík mistök þar sem þessi sver- leikamunur á stútunum sé til stað- ar. Hann bendir á að ein ný bif- reið, Ford Mondeo, sé þannig útbúin að ekki sé hægt að koma mjóa bensínstútnum ofan í tank- inn á henni og það sé það albesta. „Ég hef ekki orðið var við þennan útbúnað í öðrum bílum, en mér finnst afskaplega líklegt að fleiri bílaframleiðendur taki upp þennan búnað því dísilbílum hefur fjölgað mikið í Evrópu þó að við sjáum ekki þessa sömu aukningu hér.“ – Hvert er hlutfall dísilbifreiða og hver er ástæðan fyrir þessari fjölgun úti í Evrópu og hvers vegna erum við eftirbátar þeirra hér á landi? „Dísilolían er ekki eins dýr úti í Evrópu eins og hérna á Íslandi. Það er ekki vegna þess að hún sé ódýrari í framleiðslu heldur er hún skattlögð lægra vegna þess að mengunin er minni. Dísilbílar eyða um 25% minna magni, sem hæfir betur markmiðum um að draga úr útblæstri frá bílum, en þeir hafa áttað sig á þessu úti í Evrópu en við erum ekki alveg búin að ná því hér heima. Hlutfall dísilbíla er hér á landi í kringum 20%, þegar allt er talið, en í Evr- ópu eru dísilbílar orðnir rúmlega helmingur allra seldra nýrra fólksbíla.“ Dokaðu við áður en þú dælir! Það getur kostað þig dágóðan skilding að dæla röngu eldsneyti á bifreiðina þína. Að þessu komst Sigríður Dóra Gísladóttir í samtali við Stefán Ás- grímsson, ritstjóra hjá FÍB, en árlegt tjón gæti numið 20 milljónum króna. Morgunblaðið/Jim Smart Dýrkeypt Það getur verið dýrkeypt að dæla bensíni á díselbíl og tjónið numið tugum eða hundruðum þúsunda. » „Yfirleitt er þetta á þann veginn að fólk dælir bensíni á tankinn á dísilbílum. Það kemur sjaldnast fyrir að því sé öfugt farið, að dísilolía fari á bensínbíl. Stefán Ásgrímsson Gúmmívinnslan á Akureyri tók nýverið yfir allan rekstur Alorku í Reykjavík, sem er ört vaxandi fyrir- tæki sem hefur sérhæft sig í sölu á hjólbörðum og flutningatækjum. Í kjölfarið var ákveðið að sameina alla hjólbarðasölu og hjólbarðaþjónustu félagsins undir nafni og vörumerki Alorku. Með þessum breytingum verður til eitt öflugasta félag landsins á sviði hjólbarðaþjónustu. Alorka er með starfsstöðvar á Akureyri og í Reykjavík og býður breiða vörulínu af hjólbörðum fyrir flestar gerðir farartækja. Hjólbarðaverkstæði Alorku að Rétt- arhvammi 1 á Akureyri og Tangarhöfða 15 í Reykja- vík hafa á að skipa traustum fagmönnum með mikla reynslu. Gúmmívinnslan verður áfram í fullum rekstri en mun fyrst og fremst sjá um framleiðslu á sóluðum hjól- börðum og ýmsum vörum úr endurunnu gúmmíi. Þessar breytingar gera okkur kleift að veita enn betri þjónustu og meira vöruúrval á samkeppnishæfu verði. Þannig viljum við styrkja tengsl okkar við núverandi viðskiptavini ásamt því sem við bjóðum nýja viðskiptavini velkomna í hópinn. Réttarhvammi 1 • Akureyri • Sími 464 7900 Tangarhöfða 15 • Reykjavík • Sími 577 3080 Vagnhöfða 6 • Reykjavík • Sími 577 3080www.alorka.is Alorka er nafnið á sameinuðum félögum Gúmmívinnslunnar og Alorku á sviði hjólbarðaþjónustu Alorka er umboðsaðili á Íslandi fyrir:

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.