Morgunblaðið - 28.03.2008, Síða 45

Morgunblaðið - 28.03.2008, Síða 45
Vörubíladeild Volvo hefur tekið í notkun for- vitnilegan tæknibúnað sem ætlað er að gera vörubílstjórum auðveld- ara að mæla þyngd og dreifingu farms, sér í lagi farms sem erfitt er að vigta eins og möl, grjót, korn og fleira. Það er danska fyrirtækið EP Po- wervision í Håstrup við Faaborg hefur þróað nýja kerfið og mun það leysa ým- iss konar vandamál því víð- ast hvar er ekki hægt að stóla á vogir við þjóðvegina til þess að vigta farm og jafnframt eru þyngdartakmarkanir algengar á vegum. Virkar bæði á vörubílum með loft- og gormafjöðrun Tækið heitir Cargowatch og er nú boðið upp á það sem auka- búnað hjá Volvo en þar með ábyrgist Volvo gæði búnaðarins og virkni hans. Um er að ræða raftæki sem getur mælt hæð farms og þyngd hans en tækið byggir á upplýsingum fyrir og eftir hleðslu og er hægt að fá það fyrir einn öxul eða tvo. Jack Fakkenor, sölustjóri EP Powervision, fagnar samn- ingnum við Volvo en tekur þó fram að fyrirtækið hafi jafnframt selt búnaðinn í Mercedes-Benz og Scania vörubíla. Þar hefur hann þó ekki verið í boði sem aukabúnaður heldur hefur verið leitað beint til fyrirtækisins eftir búnaðinum. Salan hefur ekki verið mjög mikil hingað til en að jafnaði seljast um 1200-1500 tæki á ári sem er ekki mjög mikið miðað við að Volvo selur t.d. tæplega 120 þúsund vörubíla á ári. Eftirspurnin mun þó aukast snarlega og því mun fyrirtækið flytja á næstu vikum í nýtt húsnæði og er búist við að á nýjum stað muni fyrirtækið geta annað eftirspurn – í dag hafa einungis sex manns unnið við framleiðsluna og því verður forvitnilegt að sjá hver þróunin verður á næstu mánuðum. Vigt Þessi búnaður mælir bæði hæð farms og þyngd. Nýstárlegur danskur vigt- unarbúnaður Morgunblaðið |45

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.