Morgunblaðið - 05.05.2008, Side 2

Morgunblaðið - 05.05.2008, Side 2
2 MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is LÖGREGLAN á Selfossi hefur tekið til rannsókn- ar kærur á hendur sr. Gunnari Björnssyni, sókn- arpresti á Selfossi, vegna meintra kynferðisbrota gegn tveimur stúlkum undir 18 ára aldri. Eru þær sóknarbörn hans. Ekki hafa verið teknar skýrslur af stúlkunum en vonast er til að það geti farið fram í þessari viku. Lögreglan hefur tekið frumskýrslu af kærða en tjáir sig ekki hvernig eða hvort hann hafi tjáð sig um málið. Að sögn lögreglunnar er kærandi Fjölskyldu- miðstöð Árborgar fyrir hönd stúlknanna. Hin meintu brot gætu spannað tiltekið tímabil að sögn lögreglu. Sóknarprestinum veitt leyfi frá störfum meðan rannsókn fer fram Þjóðkirkjan lítur málið alvarlegum augum og samkvæmt tilkynningu þaðan var umkvörtun vegna sóknarprestsins sem barst kirkjunni, strax vísað í þann farveg sem þjóðkirkjan hefur fyrir slík mál. Þar er um að ræða Fagráð um meðferð kynferðisbrota innan kirkjunnar. Fagráðið brást strax við og var málinu vísað til barnaverndarnefndar. Sóknarpresturinn hefur sótt um leyfi meðan rannsókn fer fram og honum hefur verið veitt leyf- ið. Fagráð um meðferð kynferðisbrota hefur starf- að frá árinu 1998 og skýrar reglur eru um það hvernig farið skuli með slík mál. Í ráðinu sitja Gunnar Rúnar Matthíasson sjúkrahúsprestur, formaður, Hulda Elsa Björgvinsdóttir lögfræð- ingur og Ólöf Ásta Farestveit, uppeldis- og af- brotafræðingur. Meðal hlutverka ráðsins er að til- nefna talsmenn þeirra sem telja sig þolendur kynferðisbrota innan kirkjunnar. Kærður til lögreglu fyrir kynferðisbrot gegn stúlkum Þjóðkirkjan lítur mál á hendur sóknarprestinum á Selfossi alvarlegum augum Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Selfosskirkja Hin meintu kynferðisbrot gætu spannað tiltekið tímabil að sögn lögreglu. KARLMAÐUR á sjötugsaldri beið bana í bílslysi á Suðurlandsvegi í Kömbunum síðdegis í gær. Maður- inn, sem er íslenskur, var einn í pall- bíl sínum á austurleið og var kominn í næstneðstu beygjuna þegar bíll hans fór út fyrir veginn og stað- næmdist 170 metra frá honum. Áður en bíllinn stöðvaðist féll hann fram af þverhníptum kletti sem tilheyrir hamrabelti sem nefnt er Hamarinn við Hveragerði. Segir lögreglan á Selfossi að samanlögð fallhæð frá vegöxl hafi verið 50 metrar. Svo virð- ist sem maðurinn hafi ekki verið í bíl- belti og kastaðist hann út úr bílnum. Þegar að var komið voru lífgunartil- raunir reyndar en báru ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á staðnum. Bifreiðin er gjörónýt að sögn lögreglunnar. Við vettvangsrannsókn fékk lög- reglan til liðs við sig verkfræðing sem sérhæfir sig í að reikna út hraða ökutækja, auk fulltrúa Bílgreina- sambandsins og Rannsóknarnefndar umferðarslysa. Lögreglan á Selfossi hefur tekið tildrögin til nánari rannsóknar og lýsir eftir vitnum að slysinu. Ekki er unnt að birta nafn hins látna að svo stöddu. Banaslys neðarlega í Kömbum Morgunblaðið/Júlíus Gjörónýt Pallbíllinn staðnæmdist 170 metra utan vegar og var fallhæðin 50 metrar frá vegöxl. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is SIGRÍÐUR Snæbjörnsdóttir hjúkr- unarfræðingur og forstjóri Heil- brigðisstofnunar Suðurnesja var kjörin formaður Krabbameinsfélags Íslands á aðalfundi félagsins síðast- liðinn laugardag. Sigríður er fyrsta konan sem gegnir formennsku í Krabbameinsfélaginu í 57 ára sögu þess. „Þetta leggst mjög vel í mig. Mér finnst þetta mjög spennandi verkefni og þykir það mikill heiður að vera treyst fyrir þessu,“ sagði Sigríður í samtali við Morgunblaðið. Hún kvaðst alltaf hafa litið mjög mikið upp til Krabbameinsfélags Íslands og hafa fylgst með starfsemi þess úr fjarlægð og nálægð. Nú sagðist hún hlakka til að kynna sér starfsemina betur, kynnast starfsfólki félagsins og fá betri sýn yfir hvernig starfi fé- lagsins er háttað. Sigríður sagði að almenningur þekkti ef til vill best starfsemi Leitarstöðvarinnar en fé- lagið hefði margt fleira á sinni könnu. „Vísindastörfin eru mjög merki- leg, kannski sérstaklega vegna þess að hér á Íslandi er mögulegt að hafa yfirsýn yfir alla þjóðina. Krabba- meinsskrá félagsins er sennilega sú besta í heimi, að því er mér skilst. Einnig er þarna unnið fræðslustarf og ráðgjafarstarf. Það er mikil upp- bygging og mikil uppsveifla.“ Mikil endurnýjun tækjabúnaðar félagsins stendur fyrir dyrum. Búið er að safna fyrir nýjum stafrænum röntgentækjum, stjórnstöð og öðrum búnaði fyrir um 600 milljónir króna. Röntgentækin verða staðsett í leit- arstöðinni í Skógarhlíð, á Akureyri og eitt verður í bíl sem fara mun um landið. Nú er verið að breyta hús- næðinu í Skógarhlíð til þess að taka við nýju tækjunum. Sigríður sagði reiknað með að þau yrðu tekin í notk- un síðsumars. Nýi röntgen- búnaðurinn á m.a. að verða mun fundvísari á krabbamein í brjóstum hjá ungum konum en eldri búnaður. Munu breytingar fylgja í kjölfar þess að kona sest í formannsstólinn? „Ég tel að forverar mínir hafi sinnt þarna mjög góðu starfi. En almennt talað kemur nýtt fólk með nýtt sjón- arhorn,“ sagði Sigríður. Hún sagði að sig langaði til að halda áfram að efla leitarstarf félagsins og eins verði mjög mikilvægt að fá skimun fyrir ristilkrabbameini sem er fyrirhuguð á næsta ári. „Mig langar að hlusta á hvað starfsfólkið segir. Þetta er fagfólk sem þekkir vel til verka og ég ætla að læra af því og nýta mér þær upplýs- ingar og vonandi nýta þær áfram til góðs fyrir félagið,“ sagði Sigríður. Fráfarandi formaður er Sigurður Björnsson yfirlæknir. Hann hafði verið formaður Krabbameinsfélags Íslands í tíu ár og setið í stjórn þess samtals í 28 ár, eða lengur en flestir aðrir. Sigurður var sæmdur gull- merki og kjörinn í Heiðursráð Krabbameinsfélagsins á aðalfund- inum, en það er æðsta viðurkenning sem félagið veitir. Sigríður Snæbjörnsdóttir hjúkrunarfræðingur og forstjóri Heilsugæslu Suðurnesja var kjörin for- maður Krabbameinsfélags Íslands og er fyrsta konan til að gegna því embætti í 57 ára sögu félagsins „Mjög spennandi verkefni“ Morgunblaðið/Ómar Formannsskipti Sigríður Snæbjörnsdóttir tók við af Sigurði Björnssyni. ELDUR kom upp á efri hæð í íbúðarhúsi í Njarðvík rétt fyrir há- degi í gær. Íbúar náðu að slökkva eldinn áður en lögregla og slökkvi- lið komu á vettvang en talsverður reykur var í húsinu. Einn brennd- ist nokkuð á höndum og var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar. Talið er að kviknað hafi í út frá rafmagni og eldur borist í sjón- varp í íbúðinni. Hlaut einn íbúa brunasár á höndum við að reyna að koma sjónvarpinu út. Var hann fluttur með sjúkra- bifreið á Heilbrigðisstofnun Suð- urnesja til skoðunar en hann gæti einnig hafa fengið snert af reyk- eitrun. Slökkviliðsmenn frá Bruna- vörnum Suðurnesja reykræstu húsið. Tildrög eldsins eru í nánari rannsókn lögreglunnar á Suður- nesju. Eldur í húsi í Njarðvík ♦♦♦ TVÖ hjólhýsi brunnu á geymslu- svæði hjólhýsaleigu við Nausta- bryggju í Reykjavík snemma í gær morgun, um klukkan sex. Slökkvilið- ið á höfuðborgarsvæðinu mætti á svæðið með viðbúnað og tók tæpan klukkutíma að ráða niðurlögum elds- ins. Um leið tókst slökkviliðinu að koma í veg fyrir að eldurinn bærist í fleiri hjólhýsi, en það þriðja sviðnaði þó lítillega. Ekki hætta af gaskútunum Töluverðar sprengingar urðu í gaskútum í hjólhýsunum sem brunnu, en kútarnir voru úr trefja- efni og stafaði slökkviliðsmönnum því ekki hætta af kútunum sjálfum, að sögn varðstjóra hjá SHS. Minnast má atviks við Rósarima árið 2005 þegar við banaslysi lá þegar gaskút- ur við útigrill sprakk nánast framan í tvo slökkviliðsmenn sem voru að ráð- ast að eldi í húsinu. Var slökkvistarf- inu þá líkt við hættulegasta starf sem um getur á friðartímum. Hjólhýsabruninn er í rannsókn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu. Tvö hjólhýsi brunnu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.