Morgunblaðið - 05.05.2008, Side 8
8 MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
„MÉR finnst þessi mál hafa orðið út-
undan í langan tíma,“ segir Jórunn
Frímannsdóttir, formaður fram-
kvæmda- og eignaráðs Reykjavík-
urborgar, um aðstöðu á skólalóðum
við grunnskóla borgarinnar. Víða er
pottur brotinn þegar kemur að leik-
aðstöðu barna við grunnskóla.
Steypt plön, einmana leikkastalar og
hálfónýtar körfur eru það eina sem
er í boði í sumum skólanna, þótt í
öðrum hafi verið tekið til hendinni,
en Reykjavíkurborg á og rekur um
37 grunnskóla.
Í desember 2006 samþykkti
Reykjavíkurborg að leggja 150 millj-
ónir króna á árinu 2007 í end-
urbætur á lóðum við fimmtán skóla.
Sums staðar hafa þessar end-
urbætur tafist, til dæmis við Fella-
skóla og Vesturbæjarskóla.
Kristín Jóhannesdóttir, skóla-
stjóri í Fellaskóla, segir að þar hafi
frumteikningar vegna endurbóta
verið kynntar fyrir kennarafundi og
hún vonist til að framkvæmdir hefj-
ist vorið 2009.
„Það er kominn tími á end-
urbætur. Lóðinni er ábótavant,“
segir Kristín. Á lóðinni séu fá leik-
tæki og helsta leikaðstaðan fyrir
börnin sé steypt plan.
Mikill kostnaður
Spurð um kostnað við að lagfæra
einstaka skólalóð segir Jórunn Frí-
mannsdóttir ljóst að hann sé mikill.
Sé um endurhönnun lóðar að ræða
segir Jórunn að hún kosti sennilega
á bilinu 60-100 milljónir króna. Hún
segir að 21. janúar sl. hafi í fram-
kvæmdaráði verið samþykkt að
verja 1,6 milljörðum króna til þess
að endurhanna og bæta aðstöðu á
lóðum grunnskóla borgarinnar.
Jórunn segir að búið sé að tryggja
250 milljóna króna fjárframlag til
endurbótanna í ár, en féð fer til end-
urgerðar eða hönnunar á sjö skóla-
lóðum. Áætlunin til ársins 2013 nær
til alls 30 grunnskóla, en misjafnt er
hversu miklu fé á verja til hverrar
lóðar.
Jórunn segir að meðal þess sem
sums staðar sé ábótavant sé hönnun
öryggissvæða við skóla, lýsing og
girðing á göngusvæðum. Hún segir
skoðun sína að jafnóðum eigi að
halda skólalóðum í borginni við,
fremur en að ráðast í átök. „Við
þekkjum það öll hvernig körfurnar
hafa verið orðnar lélegar og ekki við
haldið og leiktækin gamaldags,“ seg-
ir hún.
elva@mbl.is
„Skólalóðir útundan í langan tíma“
Morgunblaðið/RAX
Fjör Krakkar að leik í frímínútum á endurbættri skólalóð grunnskólans í Hveragerði. Þar er fjölbreytt leikaðstaða fyrir nemendur.
Morgunblaðið/RAX
Endurgerð lóð Að sögn Guðjóns Sigurðssonar, skólastjóra grunnskólans í Hveragerði, nam
kostnaður við framkvæmdir á skólalóðinni meira en 80 milljónum króna.
Í HNOTSKURN
»Reykjavíkurborg á og rekur37 grunnskóla. Áætlunin um
1,6 milljarða í skólalóðir til árs-
ins 2013 nær til 30 skóla, en lóðir
hinna hafa nýlega verið end-
urgerðar.
»Á þessu ári ver fram-kvæmdasvið 250 milljónum
króna í undirbúning hönnun og
framkvæmdir við Vogaskóla,
Vesturbæjarskóla, Hólabrekku-
skóla, Langholtsskóla, Lauga-
lækjarskóla, Foldaskóla og
Fellaskóla.
»Að auki verður ráðist í und-irbúning og hönnun á örygg-
issvæðum, lýsingu og girðingu á
göngusvæðum á sjö öðrum
grunnskólalóðum. Sparkvellir
verða byggðir við Hólabrekku-
skóla, Langholtsskóla og Folda-
skóla á þessu ári.
Misjafnlega er búið að
leiksvæðum barna í
grunnskólum. Elva
Björk Sverrisdóttir
kynnti sér aðbúnað
barnanna.
Morgunblaðið/Valdís Thor
Fellaskóli Skólastjóri segir helstu leikaðstöðu nemenda steypt plan.
Steypa Fótboltamark með rifnu neti og steyptur, ójafn völlur við Vest-
urbæjarskóla í Reykjavík.
GRÍÐARLEG ánægja er meðal nemenda í Grunn-
skólanum í Hveragerði með lóð skólans, en lokið
var við endurgerð hennar fyrir um tveimur árum.
„Lóðin er meiriháttar góð,“ segir Guðjón Sigurðs-
son, skólastjóri grunnskólans, en á lóðinni ættu
flestir nemendur að geta fundið eitthvað við sitt
hæfi. Þar er handboltavöllur, fótboltavöllur, gervi-
gras og nokkrir körfuboltavellir. Að auki eru á lóð-
inni fjölbreytt og aðlaðandi leiktæki fyrir yngstu
kynslóðina. Guðjón segir einu verki við lóðina ólok-
ið, þar eigi enn eftir að koma fyrir rampi fyrir
hjólabretti og línuskauta.
Guðjón segir hina endurnýjuðu skólalóð hafa haft
mjög góð áhrif á leik barnanna í frímínútunum.
„Þetta hefur gjörbreytt öllu hvað varðar áreitni í
frímínútum. Það eru miklu minni árekstrar í frímín-
útum milli krakkanna, en þau dreifast um alla lóð-
ina. Við skipuleggjum það svolítið hverjir hafa að-
gang að hvaða svæðum á hverjum tíma,“ segir
hann, en alls eru um 400 krakkar í skólanum.
Það er ekki ókeypis að útbúa vandaða og aðlað-
andi skólalóð. Guðjón segir aðspurður að kostnaður
við endurgerð lóðar grunnskólans í Hveragerði hafi
numið á bilinu 80-90 milljónum króna.
„Lóðin er meiri-
háttar góð“