Morgunblaðið - 05.05.2008, Síða 11

Morgunblaðið - 05.05.2008, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2008 11 FRÉTTIR FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, tók á móti forsetabifreið Sveins Björnssonar á Bessastöðum á laugardag. Bifreiðin hefur nýlega verið endurgerð og er hún af Pack- ard-gerð frá árinu 1942. Hún er fyrsta forsetabifreiðin og var notuð á upphafsárum Sveins Björnssonar í embætti sínu. Bifreiðin var keypt notuð frá Bandaríkjunum eftir að önnur sömu gerðar, sem hafði verið gjöf frá Roosevelt, forseta Bandaríkj- anna, til Sveins Björnssonar, sökk ásamt Goðafossi þegar skipið var skotið í kaf í nóvember 1944. Bifreiðin var endurgerð á ár- unum 1998 til 2004, en heild- arkostnaður við endurgerðina er áætlaður á bilinu tólf til fimmtán milljónir króna. Endurgerð lokið á Packard-bifreið sem Sveinn Björnsson notaði á upphafsárum embættis síns Fyrsta for- setabifreið Íslands Morgunblaðið/Frikki Til hátíðabrigða Bifreiðin er eign Þjóðminjasafnsins en verður geymd á Bessastöðum og notuð og sýnd við sérstök tækifæri. Fljót | Sauðburður er víðast hvar hafinn í Fljótum og í einhverjum tilvikum kominn á fullan skrið. Vorið hefur látið bíða eftir sér hér, jörð verið nánast alþakin snjó til þessa og leiðindaveður í síðustu viku. Því er útlit fyrir að fé verði í húsi eitthvað fram eftir maí. Þegar þannig háttar er nauð- synlegt að hafa skjól handa fénu. Í þeim tilgangi hafa bændur í Skagafirði fest kaup á braggalaga smáhýsum sem eru mjög hand- hægt skjól fyrir búfénað. Um helgina var verið að setja svona hýsi saman á Brúnastöðum í Fljót- um en það er fyrsta sinnar teg- undar í sveitinni. Þá var meðfylgj- andi mynd tekin og þeir Einar Valur, bóndi í Ási í Hegranesi, og Vigfús, vinnumaður á Brúnastöð- um, tilbúnir að flytja húsið með dráttarvél þangað sem það mun standa í framtíðinni. Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Setja upp skjól handa fénu í sauðburðinum ÁKVÖRÐUN hefur verið tekin um að starfsemi fjarskiptafélaganna HIVE og SKO, sem nýlega voru sameinuð, verði framvegis rekin undir merkjum Tals. Starfsemi fé- lagsins hefur verið endurskipulögð og verður megináhersla lögð á hefð- bundna þjónustu vegna farsíma, heimasíma og internets með aðgangi að dreifikerfum Símans og Voda- fone, segir í frétt frá fyrirtækinu. Í frétt frá Tali segir að starfsemin verði einvörðungu grundvölluð á þjónustu og umtalsverður sparnaður á sviði hvers kyns tækniþróunar ger- ir félaginu kleift að bjóða heildar- þjónustu, þ.e. farsíma, heimasíma og internet, að jafnaði á um 20-30% lægra verði en risarnir tveir á fjar- skiptamarkaðnum, Síminn og Voda- fone, hafa gert til þessa. Eigendur Tals eru Teymi, sem á 51% hlut og CP, sem á 49%, og er m.a í eigu Jóhanns Óla Guðmunds- sonar. Alls starfa um 40 manns hjá Tali um þessar mundir. Boða 20-30% verðlækk- un á fjarskiptamarkaði RAFRÆN innritun í framhalds- skóla landsins hefst 14. maí næst- komandi og lýkur 11. júní. Innritun- in fer fram á skólavef menntamála- ráðuneytisins. Slóðin á hann er: menntagatt.is/innritun. Samkvæmt frétt menntamála- ráðuneytisins eru allar umsóknir um nám í dagskóla rafrænar og berast þær beint til upplýsingakerfa fram- haldsskólanna. Nemendur í 10. bekk grunnskóla munu fá bréf með leið- beiningum ásamt veflykli sem veitir þeim persónulegan aðgang. Innritun í nám í kvöldskóla, fjar- nám og annað nám en í dagskóla verður með hefðbundnum hætti í viðkomandi framhaldsskólum. Rafræn innritun í framhaldsskóla

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.